Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 50

Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ +Aðalbjörg Thoroddsen fæddist á Heydalsá í Strandasýslu 10. nóveraber 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðbrandur Björnsson útvegs- bóndi á Heydalsá, f. 14. maí 1889 á Smá- hömrum, og Ragn- heiður S. Guð- mundsdóttir, f. 24. ágúst 1894 í Ófeigs- firði. Af ellefu börnum þeirra hjóna komust tíu til fullorðins- ára. Eftirlifandi systkin Aðal- bjargar eru: Sverrir fv. verslun- armaður á Hólmavík, Torfi fv. skólastjóri í Reykjavík, Matt- hildur húsmóðir á Smáhömrura, Vigdís húsmóðir á Höfn, áður Reyðará í Lóni, og Bragi bóndi á Heydalsá. Látin eru: Guð- mundur og Björn útvegsbændur á Heydalsá,_ Sigrún húsmóðir í Reykjavík, Asgeir (dó í æsku) og Sigurgeir bóndi á Heydalsá. Að- albjörg, sem var yngst af fjórum systrum, var tekin í fóstur af föðursystur sinni, Matthildi Björnsdóttur, f. 7. maí 1888, og manni hennar, Jóni H. Jónssyni, f. 2. nóvember 1886, er þá bjuggu á Hólmavík og þar ólst Aðalbjörg upp með tveim börn- um þeirra hjóna, þeim Birni og Halldóru, sem voru mun eldri en hún. Á unglingsaldri flutti Aðal- I örfáum orðum vil ég minnast elskulegrar tengdamóður minnar. Þegar ég renni huganum aftur í tím- ann og minnist þess er fundum okk- ar bar saman, kom Aðalbjörg mér fyrir sjónir sem álfadrottning, björt yfirlitum, glaðværðin og góðmennsk- an skein af allri hennar framkomu. Ekki breyttist sú skoðun er ég kynntist henni betur seinna og við Ragnhildur dóttir hennar og Olafs Thoroddsen eiginmanns hennar felldum hugi saman. Ung að árum fluttist hún til Reykjavíkur með fósturforeldrum sínum. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Ólafi Thoroddsen. Þau hjón eignuðust fjögur mann- vænleg böm. Guðmund sem býr í Reykjavík, Ragnhildi sem býr á Akureyri, Ólaf sem býr í Reykjavík og Ragnheiði sem býr í Hafnarfirði. Vegna meðfæddrar handlagni og vandvirkni Aðalbjargar var hún eft- irsóttur starfskraftur, aðallega við saumaskap. Hin síðari ár vann hún við fatabreytingar heima við. Aðal- björt var afskaplega fínleg kona og alltaf smekklega klædd. Hún hafði yndi og unun af því að bera skart. Fyrir nokkrum árum greindist Ólaf- ur eiginmaður hennar með hvít- blæði. Ekki stóð á því að hún um- vafði hann í veikindum hans. Engum datt þá í hug að „maðurinn með Ijá- inn“ mundi fella hana á undan hon- um. Minningin um Aðalbjörgu er tengd hlýju, virðingu og skínandi birtu. í hugann kemur allt það bezta sem góðan einstakling getur prýtt. Fómfús kona sem fórnaði sér fyrir þá sem henni voru kærastir. Æðsta hlutverk Aðalbjargar var að vera eiginmanni sínum góð eiginkona, hlúa að börnum sínum og búa þeim gott heimili og skjól. Hennar lífs- harpa hljómaði aldrei falskt. Hið hlýja viðmót hennar og gestrisni var einstök. Gjafmildi hennar var ríku- leg. Hún lifði samkvæmt þeirri gullnu reglu að sælla væri að gefa en þiggja. Olafur Björn sonur okkar Ragnhildai- hefur undanfarin ár dvalið hjá ömmu sinni og afa vegna náms síns í Reykjavík. Eg vil þakka þeim hjónum innilega fýrir góðvild og umhyggju þeirra í hans garð. Síðastliðið haust fékk hún þann sjúkdóm sem nú hrósar sigri eftir björg með fóstur- foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hinn 15. ágúst 1951 giftist Aðalbjörg Ólafi Ólafssyni Thoroddsen raf- virkja frá Vatnsdal f Vestur-Barða- strandarsýslu. Stofnuðu þau heim- ili í Reykjavík og bjuggu lengst af í Álfheimum 15. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru: 1) Guðmundur Björn Tlioroddsen kaupmaður, Reykjavík, f. 2. júní 1953. Sambýliskona hans er Kristín Ingvarsdóttir lyfjafneðingur. Þau eiga eina dóttur saman, auk þess á Kristín eina dóttur. 2) Ragnhildur Thoroddsen kaup- maður, Akureyri, f. 29. október 1954. Maki Svanberg Árnason fulltrúi. Þau eiga tvo syni. 3) Ólafur Thoroddsen rafeinda- virki í Reykjavík, f. 11. ágúst 1959. Maki Jónína Sigurgeirs- dóttir hjúkrunarfræðingur. Þau eiga þrjá syni og Jónína á eina dóttur að auki. 4) Ragnheiður Thoroddsen Iyfjafræðingur, Hafnarfirði, f. 24. september 1964. Maki Haukur Óskarsson véltæknifræðingur. Þau eiga þijú börn. Útför Aðalbjargar fer fram frá Lágafellskirkju á morgun, föstudaginn 24. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30 harða baráttu. Alla banaleguna vildi hún gera sem minnst úr alvariegum veikindum sínum til að hlífa fjöl- skyldu sinni við óþægindum hennar vegna. Ég vil að lokum með þessum fá- tæklegu orðum þakka elskulegri tengdamóður minni samfylgdina og þá umhyggju og ást sem hún sýndi mér og mínum alla tíð. Nú veit ég að kvalir hennar eru á enda og eilíft vor er framundan í annarri vist. Hvíl í friði. Ég nefni nafnið þitt, og næturmyrkið flýr, því Ijóma á loftið slær hið liðna ævintýr. Ég nefni nafnið þitt og nýja heima sé; þar grær hið vilta vín, þar vagga pálmatré. Ég nefni nafnið þitt, og nóttin verður hlý. Ég heyri klukknaklið frá kirkju í Assisí. Þú kemur móti mér í minninganna dýrð. í sólskini og söng er sál mín endurskírð. (Davíð Stef.) Þinn tengdasonur, Svanberg Árnason. Þegar ég, átta ára snáðinn, kom vorið 1931 heim að Heydalsá til for- eldra minna og systkina eftir fimm ára samfellda dvöl á Sjúkrahúsi ísa- fjarðar var margt orðið breytt. Ás- geir yngsti bróðir minn var horfinn úr hópnum en á hinn bóginn hafði ég eignast þrjár systur, sem ég sá þá í fyrsta sinn. Sú yngsta þeirra var að- eins misseris gömul hnáta með gló- bjart hár og engilfagurt andlit, skírð Aðalbjörg og kölluð Alla. Hún var mikið efnisbarn og í uppáhaldi hjá öllum. Einu ári síðar veiktist móðir okkar og þurfti að leita sér lækn- inga. Matthildur frænka Bjömsdótt- ir og Jón Halldórs, sem bjuggu á Hólmavík, buðust þá til að taka Öllu og annast um hana meðan þörf krefði. Þetta var mikið sómafólk og var því boð þeirra þegið með þökk- um. Það dróst lengur en ætlað var að móðir okkar kæmi heim. En Alla litla undi sér hið besta hjá fósturfor- eldrunum, enda átti hún góðu að mæta hjá þeim og börnum þeirra, Birni og Halldóru. Mynduðust þvi brátt tilfinningatengsl sem erfitt var að slíta, þannig að Alla var ekki tekin aftur að Heydalsá, þegai- móðir okk- ar kom heim. Þótt henni þætti undur vænt um Öllu, sá hún að það var henni fyrir bestu að vera áfram hjá þeim Jóni og Matthildi. Reyndist þetta og farsæl ráðstöfun. Alla gekk í barnaskóla á Hólmavík og eignaðist þar marga vini. Ferm- ingarsystkinin voru óvenju mörg og hafa þau á seinni árum komið saman og endurnýjað kynnin. Árið 1946 fluttist Alla suður með fósturforeldrum sínum og bjuggu þau um skeið á Ránargötu 14. Þai- hafði þá Björn fóstbróðir Öllu búið nokkur ár með konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur og börnum þeÚTa. Eftir að Alla kom til Reykjavíkur vann hún einkum við saumaskap hjá frú Hildi Sívertsen og var eftirsóttur vinnukraftur, því hún var bráðdug- leg, smekkvís og handlagin. Á þess- um árum kynntist Alla Ólafi Thoroddsen rafvirkja frá Vatnsdal í Vestur-Barðastrandarsýslu. Voru þau glæsilegt par og tókust með þeim góðar ástir. Gengu þau í hjóna- band 15. ágúst 1951 og stofnuðu heimili í leiguíbúð á Marbakka vest- ur á Seltjarnarnesi. Síðar keyptu þau jai-ðhæð í Sörlaskjóli, sem varð þeim góður stökkpallur að verðmæt- ari fasteign. Eftir að þau hjón byrj- uðu búskap og eignuðust börn, hætti Alla að vinna úti og helgaði sig ein- göngu uppeldi bamanna og heimilis- störfum, enda hvíldi forsjá heimilis- ins mest í hennar höndum, þar sem húsbóndinn var í siglingum og kom ekki í heimahöfn vikum saman. Það var svo árið 1958, sem þau byggðu sér stóra og rúmgóða íbúð í Álfheim- um 15 og miðaði verkinu það vel áfram að þau gátu tekið íbúðina í notkun árið eftir, þó margt væri þar ógert. En með tíð og tíma tókst þeim með miklum dugnaði og útsjónar- semi að fullgera íbúðina og búa hana húsgögnum þannig að hún varð hið glæsilegasta heimili, sem vakti aðdá- un manna. Ólafur hafði góða og ör- ugga atvinnu þar sem hann var raf- virki á skipum Eimskipafélagsins. Var hann meðal annars lengi á Detti- fossi og Gullfossi. Þau hjón eignuð- ust fjögur börn, sem öll voru prúð og vel upp alin og hafa orðið nýtir og góðir þjóðfélagsþegnar. Margir eru þeir, sem notið hafa gestrisni og greiðvikni þeirra hjóna. Það veit hin stóra Heydalsárfjöl- skylda manna best. Þær eru orðnar margar gistinæturnar sem við höfum átt í þeirra ranni. Og það sem gerði þær stundir eftirminnilegar voru ekki aðeins frábærar veitingar og hreint og gott rúm, heldur söngurinn og hljóðfæraleikur húsbóndans, sem tók gjarnan gítarinn sinn og rifjaði ásamt húsfreyjunni upp gömlu og góðu lögin með gestunum. Það voru unaðsstundir sem aldrei gleymast. En fáir eða engir eiga þeim stærri þakkai-skuld að gjalda en ég sem þessar línur rita, því að á Marbakka- árunum héldu þau mér uppi heilan vetur, 1951-52. Sumarið áður hafði ég verið vistmaður á Vífilsstöðum og gekk illa að fá starf við kennslu. Vantaði því mikið á að ég gæti greitt þeim uppihaldið, fæði, húsnæði og þjónustu. Eftir að börnin komust á legg og fóru að heiman, byrjaði Alla aftur að vinna utan heimilis. Vann hún meðal annars lengi við fatabreytingar í versluninni Heiraríki og síðar við blómaskreytingar og fleira hjá syni sínum Guðmundi Thoroddsen kaup- manni. Hún átti því láni að fagna að hafa verið heilsuhraust alla ævi. En síðastliðið haust fór að bera á las- leika hjá henni, sem hún vildi þó ekki gera mikið veður út af og dró að fara til læknis, því hún var alla tíð hörð af sér. En óþægindin ágerðust og varð þá ekki lengur komist hjá að fara í rannsókn. Kom þá strax í ljós að hún var með krabbamein á háu stigi. Þetta var mikið reiðarslag fýrir fjöl- skylduna og vini hennar. Allir urðu kvíðafullir eins og jafnan verður þeg- ar slíkur vágestur ber að dyrum. Sá eini sem lét sér ekki bregða var sjúk- lingurinn sjálfur. Alla virtist í full- komnu jafnvægi og haggaðist hvergi. Það kom á óvart hvað hún, sem gat fjasað út af smámunum, tók þessu áfalli með mikilli ró og stillingu. Það var eins og hún byggi yfir ómældum hetjuhug, sem sigraði kvíðann við komandi átök og sá hetjuhugur ent- ist henni meðan hún hafði ráð og rænu. Þess vegna var það jafnan hún sem talaði kjark í þá gesti sem heim- sóttu hana á banasængina en ekki öfugt. Svona sigrar verða ekki unnir nema fyrú einlæga guðstrú og full- vissu um að enginn dauði sé til, - að- eins umskipti, sem eru fólgin í flutn- ingi yfir á æðra tilverustig. Læknar og hjúkrunarlið á Sjúki-a- húsi Reykjavíkur gerðu allt, sem hægt var og í þeirra valdi stóð til að vinna bug á sjúkdómnum. Meðal annars gekkst Alla undii- tvær mjög erfiðar skurðaðgerðir. Þær virtust í fyrstu gefa góðar vonir, en síðar kom í ljós að aðgerðirnar nægðu ekki til að viðhalda lífi hennai-. Umskiptin urðu aðfaranótt fóstudagsins 17. apríl, fimm dögum eftir upprisuhátíð frelsarans. Ein af síðustu óskum Öllu var að komið væri á framfæri inni- legri þökk fyrir alla hjálp og frábæra aðhlynningu tO lækna og starfsfólks- ins sem umgekkst hana á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Elsku systir. Ég vil fyrir hönd Heydalsársystkinanna ásamt fjöl- skyldum þeirra þakka innilega fyrir það hlýja athvarf sem við höfum jafnan átt á heimili ykkar og órofa tryggð og vinsemd á lífsleiðinni. Fai- þú í friði. Friður guðs þig blessi. Kæri mágur, Ölafur Thoroddsen. Að lokum biðjum við góðan guð að styrkja heilsu þína og vera nálægur þér og börnum þínum öllum, tengda- börnum og barnabömum á þessum erfiðu sorgardögum. Og gott er til þess að vita að sumar fer í hönd með hækkandi sól og vaxandi birtu. Torfi Guðbrandsson. Einn bjartan vetrardag sagðist sonur okkar eiga von á gestum. Nokkrar ungar stúlkur ætluðu að heimsækja hann út á Álftanes og ætluðu þau saman á skauta. Við þóttumst strax sjá hvaða stúlka í hópnum fékk blíðasta brosið hans. Það var hún Ragnheiður okkar. Síð- an fór hún að koma oftar og varð hamingjuvaldur í fjölskyldunni. Þeg- ar hún kynnti okkur fýrir foreldrum sínum varð okkur ljóst að hún var spegill þeirra. Hún átti yndislega foreldra, þau Ólaf og Aðalbjörgu, og góð systkini. Það koma ótal minningar fram í hugann og allar góðar af kynnum okkar af þeim Ólafi og Aðalbjörgu. Undirbúningurinn að brúðkaupi barna okkar og aðrir hátíðisdagar í fjölskyldunni em til fallnir að hlýja okkur um hjartaræturnar. Er börnin okkar dvöldust í Danmörku í tvö ár vegna náms var samband okkar við hjónin ætíð náið og innilegt hvort sem um var að ræða fréttaflutning af börnunum eða sendingar tii þeirra. Þegar því tímabili lauk áttum við hjónin því láni að fagna að koma, nokkru á undan foreldrunum, með tvo ljóshærða gullfallega drengi heim aftur frá Danmörku. Á flugvell- inum biðu okkar Óli afi og Alla amma, og eftirvænting þeirra og hlýja er ógleymanleg. Sama eftir- væntingin og hlýjan endurtók sig ári seinna þegar þessir litlu drengir eignuðust systur. Aðalbjörg verður okkur hjónunum ógleymanleg. Hún var óvenju glæsi- leg kona. Smekkvís og svo listræn að allt virtist leika í höndum hennar, eins og heimili þeiiTa í Álfheimunum ber fagurt vitni. Oft koma þær stundir í lífi sér- hvers manns að standa höggdofa frammi fyrir ákvörðunum þess sem öllu ræður. Engan sem þekkti Aðal- björgu gat órað fyrir því síðastliðið haust að nú á vordögum væri stundaglas hennar tæmt. Þessi fal- lega jurt hefur nú lagt niður lit og blöð fyiir egg mannsins með ljáinn, sem engu eirir. Nú er hún Alla horf- in sjónum okkar, en hún lifir áfram sem dýrmæt minning í hugskoti okk- ar sem vorum svo gæfusöm að fá að kynnast henni. Ólafi, börnunum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim guðs blessunar um ókomna tíð. Guðrún Hjálmsdóttir, Óskar Einarsson. AÐALBJORG GUÐBRANDSDÓTTIR THORODDSEN Það er svo margt að minnast á frá morgni æsku ljósum Þessar ljóðlínur komu í huga minn þegar ég settist niður til að skrií'a fá- ein kveðjuorð um leiksystur mína og vinkonu Aðalbjörgu Guðbrandsdótt- ur Thoroddsen, sem er látin eftir harða baráttu við krabbamein. Við Alla eins og hún var kölluð ól- umst upp á Hólmavík og nutum því þeirra forréttinda að kynnast lífinu bæði til sjós og lands. Á okkar upp- vaxtai-árum vóru flest heimili þar með kýr og jafnvel nokkrar kindur og sjórinn var sóttur bæði af litlum bátum og stórum. Það var því oftast eitthvað um að vera sem vakti áhuga ungmenna. Eins höfðu Borgirnar of- an við þorpið sitt aðdráttarafl, á vet- una vora skautaferðir á Litlutjörn og Stórutjörn og á sumrin voru berja- ferðirnar fastir liðir. Minnisstæð er ferð sem við fórum í Borgirnar eitt vorið og fundum dautt lamb, við jörðuðum það með yfirsöng. Jörmuð- um sem sagt „Heims um ból“, sem var víst eina sálmalagið sem við vor- um vissar í. Syngja máttum við ekki því lambið mundi ekki skilja það. Já, „það er svo margt að minnast á“. Á stéttinni heima hjá Öllu vorum við ævinlega í boltaleik. Þar var farið í „danskan og sóló“ og inni hjá henni sátum við löngum stundum og spil- uðum á spil, oftast hjónasæng og rommí og þá var nú ekki verra að vera þar eftir að Alla eignaðist Lúdó-spilið, en það spil var nú ekki til í hverju húsi í þá daga. Svona leið æskan sannanlega við leik og spil. Á hvítasunnudag hinn 28. maí 1944 vorum við fermdar í Staðai'- kirkju í Steingrímsfirði í hópi 18 ferm- ingarsystkina. Þá voni samgöngui- ekki eins auðveldar og nú. Kh'kjugest- ir voru fluttir á vélbát inn í fjarðar- botn og selfluttir á árabát í land og þá tók við margra km langur gangur að kirkjustaðnum. Allt blessaðist þetta vel og fermingardaguiinn okkar skein bæði skír og fagur eins og stendur í hvítasunnusálminum því það var sól og vorilmur í lofti þennan dag. Því minnist ég á fermingardaginn að árið 1994 þegar nákvæmlega 50 ár voru liðin frá þeim degi efndum við til ferð- ar norður og hlýddum á messu í Stað- arkirkju. Þá gátum við ekið bílum heim á kirkjuhlað enda eins gott því veðrið var þá með öðru móti en hálfri öld fyrr, úrhellis rigning. I þessi fjögur ár sem síðan eru lið- in hefur þessi hópur hist reglulega yfir vetrarmánuðina og í kringum hann hafa safnast bæði eldri og yngri leiksystkini frá Hólmavík. Þessar samverustundir eru okkur dýrmætar, þar eru rifjaðar upp minningar og fréttir sagðar úr átt- högunum. Alla gat mætt á fyrsta fund sl. hausts en síðan hefur hópurinn fylgst með hetjulegri baráttu hennar við meinsemdina. Baráttu sem vakti aðdáun allra sem kynntust henni. Dagamir líða eins og lauf sem falla meó ljúfsárum trega hér á jörð. En sólbjartir gleðidagar gleymast eigi þótt gulnuð laufm falli af og deyi. (J.J.) Nokkrum árum eftir ferminguna fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Alla vann meðal annars á sauma- stofu sem rekin var í Uppsölum við Aðalstræti. í Reykjavík kynntist hún þeim manni sem hún giftist, Ólafi Thoroddsen rafvirkja, og þai- hefur heimili þeirra staðið síðan. Þau eign- uðust fjögur mannvænleg börn, tvær dætur og tvo syni sem öll hafa nú stofnað sínar eigin fjölskyldur. Alla var afar falleg kona, há og grönn með sjálfliðað hár sem alltaf fór vel. Hún spilaði á hljóðfæri, hafði góða söngrödd og var glaðsinna. Það er því ekki að undra að við sóttum efth’ félagskap hennar enda er henn- ar nú sárt saknað. Fyrir hönd leiksystkinahópsins frá Hólmavík flyt ég fjölskyldu hennar innilegai’ samúðarkveðjur með bæn um styrk guðs þeim til handa. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjömur skína, og birtan himnesk björt og heið hún boðar náðina sína, en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Sæunn Andrésdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.