Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 55 *% MINNINGAR Félagi Jónas Árnason er dáinn. Með honum er horflnn einn af svip- mestu íbúum Vesturlands. Hann var forustumaður sem jafnan barð- ist fyrir málstað sem höfðaði til þeirra sem standa vildu vörð um þá þætti íslensks þjóðlífs sem styrktu og efldu sjálfstæði íslenskrar þjóðar í landi sínu. Hann beitti sér gegn er- lendri hersetu á íslandi, lagði drjúgan skerf til sigurs í helgun fiskveiðilögsögunnar, hélt uppi kröfu um að íslensk náttúra og um- hverfi yrði ekki fyrir mengun frá stóriðjufyrirtækjum, var í forustu fyrir uppgræðslu örfoka lands og svq mætti lengi teija. Á síðustu árum var Jónas oftast titlaður rithöfundur, þann titil bar hann með réttu. En á æviferlinum tók hann sér fyrir hendur marg- háttuð störf sem hann skilaði svo vel að í minnum er haft. Hann starf- aði sem blaðamaður, kennari, sjó- maður og alþingismaður auk þess að vera mikilvirkt skáld og rithöf- undur. Tæpast er hægt að velja honum þann titil sem væri fyrst og fremst einkennandi fyrir hann. Við munum hann fyrst og fremst sem Jónas Árnason í öllum hans fjöl- breytileik. Oftast fór hann nýjar leiðir í störfum sínum, var ferskur og vakti athygli. Það var á vordögum um miðjan sjötta áratuginn að við spjölluðum fyrst saman. Jónas var þá í nokkra daga gestur þeirra góðu hjóna Ingu Magnúsdóttur og Teits Þorleifsson- ar skólastjóra hér á Hellissandi. Hann hafði þurft að láta setja sig hér í land vegna lasleika af fiski- bátnum Mýrdælingi. Kynni mín og annarra Vestlendinga við Jónas og hans fjölskyldu efldust svo við flutn- ing þeirra í Reykholt árið 1965. Á undraskömmum tíma varð hann þekktur um allt Vesturland. Á fyrsta vetri sínum í Reykholti lét hann sig ekki muna um það að nota frístundir sínar frá kennslunni og fara til Borgarness og stjórna þar æfingum á Deleríum búbónis og leika eitt aðalhlutverkið. Hann mun oftast hafa ferðast milli Reykholts og Borgarness þennan vetur á „put- anum". Svo völdum við hann sem fyrsta mann á framboðslista okkar við al- þingiskosningarnar 1967. Kosninga- barátta hans þá og reyndar síðar var ekki öll með hefðbundnum hætti. Hann vildi kynnast kjördæm- inu, bæði byggðum og fólki. Jónas átti lengi vel ekki bíl. Ráð hans í þeirri stöðu var það að hann fór vel- búinn, sérstaklega átti hann góð stígvél, út á þjóðveginn og „húkk- aði" sér far. Með þeim hætti fór hann um kjördæmið ferð eftir ferð, á fyrstu árunum. Ekki komst hann alltaf til þess gististaðar sem hann hafði áætlað og stundum voru gest- gjafarnir pólitískir andstæðingar. Þeir tóku jafnan gestinum fegins hendi og frá þannig tilfellum eða svipuðum eignaðist hann góða vini þótt þeir yrðu kannski ekki kjós- endur hans. Á þessum ferðalögum gerði hann lítið af því að biðja okkur að boða til fundar með stuðnings- fólkinu. Til þess að hitta fólk og þar með kjósendur hafði hann þann hátt á að fara á bryggjurnar, um borð í fiskibátana og niður í lúkar eða matsal og spjalla þar um landsins gagn með sömu tilburðum og hann þekkti frá veru sinni á togurum og bátum. Hann heimsótti vinnustaði og kaffistofur fiskvinnslustöðva og annarra vinnustaða í sveit og við sjó. Þetta var ný og næstum óþekkt aðferð frambjóðenda. Það voru ýmsir sem reyndu að feta í fótspor Jónasar en þeim gekk það misjafn- lega. Ekki var það svo að Jónas vildi ekki halda fundi með samherjum. Þeir fundir voru margir. Svo og ferðalög og skemmtanir. Hann hélt ekki langar ræður yfir okkur, þó kom það fyrir. Það brást ekki að hann stjórnaði fjöldasöng á sam- komum okkar, sérstaklega á skemmtunum og ferðalögum, og alltaf lét hann syngja Nallann í lok fundar. Framboðsfundir. Maður hafði það á tilfinningunni að sá frambjóð- andi sem flestir biðu eftir að heyra í væri Jónas. Ræður hans voru kryddaðar með margháttuðum aukaefnum, stundum í bundnu máli, til áréttingar málstaðnum. Það ríkti þögn í salnum meðan hann flutti mál sitt nema þegar efnið krafðist hláturs eða lófaklapps. Framboðs- fundirnir enduðu stundum með fjöldasöng sem þá Jónas stjórnaði með aðstoð annarra frambjóðenda sem sumir voru mjög góðir söng- menn. Frambjóðendur voru uppi á sviði. Sönghópurinn var því nokkuð tvískiptur. Það sló nokkuð á víga- móð manna í lok baráttufundar þeg- ar fundarmenn og frambjóðendur sungu af innlifun og tilfinningu „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur". Viðmælendur Jónasar voru ekki úr sérstökum hópi, þeir voru allt frá börnum til gamals fólks, bændur jafnt sem sjómenn. Börnin vildu gjarnan spjalla við hann og hann mundi vel eftir áhugamálum þeirra. Lítil stelpa sýndi honum safn sem hún átti af eldspýtustokkum og þóttist eiga þar góða hluti. Jónas var nokkru síðar valinn til að sitja Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Þá bregður svo við að þessi litla stelpa á Vesturlandi fer að fá bréf með umslögum sem merkt voru þessari stofnun og inni 1 um- slögunum var kveðjubréf frá Jónasi Árnasyni ásamt eldspýtnabréfum og -stokkum. Á þessum dögum Jónasar í New York var hann í önn- um við að kynna málstað íslands í landhelgismálinu og leita sér gagna til að styrkja málflutning sinn um friðlýsingu Norður-Atlantshafsins. Samt hafði hann tíma til að skrifa smástelpu heima á íslandi. Ekki er nokkur vafi á því að fyrir baráttu Jónasar og forustu hans gegn byggingu Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga var sú verksmiðja betur búin hreinsitækj- um en annars hefði orðið. Minnisstæðir eru Leirárfundir sem haldnir voru til að mótmæla verksmiðjunni. Fundirnir og um- ræðan sem varð um stóriðjumálin vakti fólk til umhugsunar um að koma yrði í veg fyrir mengun. Hér sem oftar var Jónas brautryðjandi og hikaði ekki við að halda fram skoðunum sínum þótt á brattan væri að sækja og stefnan ekki líkleg til kjörfylgis - þótt á annan veg færi. Jónas var sjaldan einn á ferða- lagi. Hans góða kona, Guðrún Jóns- dóttir, fylgdi honum á flesta fundi og á öllum ferðalögum eftir að þau eignuðust bíl. Það var mikið happ fyrir okkur á Vesturlandi að þau Guðrún og Jónas ásamt börnum sínum skyldu setjast að og eiga heima í Reyk- holtsdalnum. í rúm þrjátíu ár færðu þau okkur margar ánægjustundir, bæði á heimili sínu og vítt um Vest- urland. Mörg nutum við þess að vera samherjar Jónasar í barátt- unni fyrir þeim góðu málefnum sem hann beitti sér fyrir. Alþýðubanda- lagsfólk og kjósendur hans á Vest- urlandi þakka honum baráttuna og samfylgdina. Ég flyt samúðarkveðjur frá minni fjölskyldu til aðstandenda og ég veit að sömu kveðjur eru í huga margra sem um leið þakka þeim Guðrúnu og Jónasi fyrir árin sem þau voru með okkur Vestlendingum. Skúli Alexandersson. Eftir að við Jónas Arnason kynntumst á árunum 1953-54 urðu fljótt allgreiðar leiðir á milli okkar. Hin fyrstu kynni tengdust glöðum stúdentsárum sjötta áratugar, þeg- ar við félagarnir Baldur, Kjartan og síðar Sigurjón, drógumst að þessum unga blaðamanni og upprennandi rithöfundi og stjórnmálamanni, sem kosinn hafði verið á þing liðlega hálfþrítugur. Við tókum að sækja hann heim og njóta sálufélags hans og hans góðu konu, Guðrúnar. Jónasi virtist falla vel að fá hina ungu stúdenta til skrafs og ráða- gerða, þar sem alvaran og kímnin blönduðust æskufjörinu. Þarna upp- hófst diskussjón, sem átti eftir að standa lengi, með hléum, í Reykja- vík og nærbyggðum. Okkur fannst strax við eiga svo mikið í Jónasi og hann standa okkur nærri með sitt róttæka lífsviðhorf og rétta tungu- tak. Hann varð einkar verðugur fulltrúi á opinberum vettvangi fyrir róttækan æskulýð þessara ára, sem aðhylltist hugsjónir um frjálst þjóð- félag, byggt á réttlæti og jöfnuði og ekki sízt herstöðvalausu íslandi. Hér var ekki lítið lagt upp með í farteskinu, og kannski óljós fyrir- heit um margt, þótt hið síðast talda yrði framar öðru mál málanna, þar sem Jónas Arnason var í forystu- sveit í aldarfjórðung, skeleggur talsmaður og engum ráðum ráðið án hann liðveizlu. Aldrei leit hann þó t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR L. BJARNASON, Stóru-Hildisey, Austur-Landeyjum, lést á Landspítalanum laugardaginn 18. apríl síðastliðinn. Minningarathöfn verður haldin í íþróttahúsinu á Hvolsvelli laugardaginn 25. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á íþróttafélagið Dímon. Birna Þorsteinsdóttir, Freyr Ólafsson, Kristjana Skúladóttir, Örvar Ólafsson, Elfsabet Halldórsdóttir, Andri Ólafsson, Bjarni Már Ólafsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, STEINUNNAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild V II A á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Lea Kristín Þórhallsdóttir, Ásrún Þórhallsdóttir, Leó Þórhallsson, Þórhallur Þórhallsson, Ásgeir Þórhallsson. Bjarni Helgason, Jónas Jóhannsson, Theodóra Emilsdóttir, Jóhanna Árnadóttir, bamabörn og barnabarnabörn. sjálfur á sig sem þann er stýrði lið- inu, en einlægt sem jafningja félaga sinna, enda andstæður öllum for- ingjastælum („donnakúnstum", sem hann nefndi svo!). En auðvitað varð ekki hjá því komizt, að svo vörpu- legur maður á velli bæri höfuð og herðar yfir samherja. Á tíðum samfundum okkar forn- vina á árunum eftir að Jónas og Guðrún fluttust suður frá Neskaup- stað, kom sitthvað upp á teninginn, þegar rætt var um baráttuna gegn hersetunni. Mér eru í minni umræð- urnar veturinn 1959-60 um baráttu- aðferð, sem upp skyldi taka hér að erlendri fyrirmynd. Eg má held eg fullyrða, að þar hafi í upphafi ráðið mestu frumkvæði, baráttuhugur og samstaða Jónasar Arnasonar, Kjart- ans Ólafssonar og Einars Braga, sem varð til þess að samtók gegn hersetunni undir forystu þeirra safnaði saman fólki, þúsundum sam- an, innan flokka og utan, í göngu frá Keflavík til Reykjavíkur í júní 1960 og stofnaði í framhaldi þess Samtök hernámsandstæðinga á Þingvalla- fundi um haustið. Þrátt fyrir glæsi- legan árangur, - m.a. enn stærri Keflavíkurgöngu vorið 1961, - reyndist tíminn þó hallkvæmari þeim landstjórnarmönnum, og urðu það ekki lit.il vonbrigði Jónasi Arna- syni og samherjum hans. Hann hélt þó ótrauður áfram að vera fremstur í fylkingu í- andófinu á næstu árum, hvort sem það var að koma boð- skapnum á framfæri við varaforseta Bandarfkjanna í ryskingum við Hótel Sögu árið 1963, ellegar með því að ryðjast inn á bannsvæði her- stöðvarinnar haustið 1979 og sýna með áhrifaríkum og táknrænum hætti um hvaða land væri teflt. Und- ir slíkum kringumstæðum sýndi Jónas í verki baráttukraft og ósér- hlífni, svo að við samherjar hans gátum verið stoltir af slíkum manni. Að ganga uppréttur til leiks eins og frjálsbornum sæmdi var hans aðal. Andblær þessara viðburðaríku ára leikur um hug minn og þar ríá einlægt minningin um glæsilega framgöngu Jónasar Arnasonar hæst. Á fundum okkar með fornvin- unum, þar sem Ragnar hafði bætzt í hópinn, hvort heldur í Kópavogi og Hafnarfirði hjá Jónasi og Guðrúnu, eða á heimili mínu, var rætt um málin fram og aftur, glaðzt yfir góð- um tíðindum, en harmað það sem mistókst. Þar koma í hugann vænt- ingar um lausn herstöðvamálsins hjá vinstri stjórninni, sem mynduð var 1971, síðan landhelgismálið 1972-73, en þar gegndi Jónas mikil- vægu hlutverki sem sérstakur sendiboði Lúðvíks Jósepssonar, sjávarútvegsráðherra, við kynningu á málstað Islendinga í Bretlandi. Eftir að Jónas og Guðrún fluttust upp í Borgarfjörð árið 1965, lá leið okkar félaganna, einkum Kjartans og Ragnars, í Reykholt, og þannig haldið við hinum gömlu tengslum. Alltaf tóku þau hjón okkur fagn- andi, og enn sem fyrr var ánægju- legt að spjalla um heima og geima, hvort heldur það var pólitíkin, her- stöðvamálin eða „land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein", eins og skáldið kvað. Þá var ekki síður lærdómsríkt að ferðast með Jónasi um Borgarfjarðarhérað, þar sem hann undi hag sínum vel og kunni frá ýmsu að segja úr þeirri byggð, enda varð hann vinsæll og vinmarg- ur og átti eftir að festa sig í sessi lengi sem þingmaður Vesturlands. Eru mér í minni ferðir að Húsafelli að kanna kvíahellur, að Kirkjubóli til Guðmundar skálds Böðvarsson- ar, eða gönguferðir á Skáneyjar- bungu, um Fellaflóa Jóns Helgason- ar og víðar. Ennfremur koma í hug- ann stórskemmtilegar leikhúsferðir, bæði í Logaland, þar sem Jónas fór á kostum sem Skugga Sveinn, og i Borgarnes, þar sem hann lék jafn- vægismálaráðherrann í Delerium Bubonis, og í þessum hlutverkum nutu hæfileikar hans til söngs sín vel. Jónas Arnason var baráttumaður og listamaður, sem gat slegið á marga strengi á sinni stóru hörpu, ef gripið er til slíkrar líkingar, og þar mátti heyra margbreytilega músik, alltaf áhugaverða og oft stórkostlega. Fyrir þann „konsert" sem við fornvinir nutum í návist Jónasar Árnasonar þakka ég marg- faldlega í nafni okkar allra, og kveð með klökkum huga góðan og skemmtilegan dreng með orðum skáldsins: „Farðu vel, bróðir og vin- ur!" Um leið sendi ég samúðar- kveðjur til barnanna hans, sem öll eru mér í fersku minni frá því við nutum gistivináttu foreldra þeirra. Einar Laxness. • Fleiri minningargreinw um Jón- as Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t INGIBJÖRG FRIÐGEIRSDÓTTIR, Hofstöðum, Álftaneshreppi, lést sunnudaginn 19. apríl. Útför verður frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 28. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en bent er á minningarspjöld „Álftársjóðs" eða líknarstofnanir. Gestur, Ólöf og Jón Friðjónsbörn og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ELfNAR BJÖRGHEIÐAR ANDRÉSDÓTTUR frá Snotrunesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir góða umönnun. Lifið heil. Hjalti Pétursson og fjölskylda. + Pökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls og jarðarfarar ÁRDÍSAR PÁLSDÓTTUR áður húsfreyju á Núpi í Öxarfirði. Fyrir hönd vandamanna, Björg Guðmundsdóttir, Árni R. Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.