Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 60

Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 60
60 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vatnaskóg'ur - sumarbúðir í 75 ár GLEÐILEGT sumar! A komandi sumri verða 75 ár frá því KFUM í Reykjavík hóf rekstur sumarbúðanna sívinsælu í Vatna- skógi, sem er í Svínadal í Hval- fjarðarstrandarhreppi. Fyrstu drengirnir dvöldu í Vatnaskógi sumarið 1923. Margt hefur breyst á 75 árum eins og gefur að skilja, einkum hvað varðar uppbyggingu staðar- ins og fjölbreytileika starfseminn- ar. Kjaminn og markmiðið er og hefur þó alltaf verið hið sama. Að leiða menn til fundar við frelsarann sinn Jesúm Krist ásamt því að njóta verunnar á allan hugsanlegan hátt við leiki og íþróttir. Bjartsýni og dugnaður Bjartsýni og dugnaður hefur einkennt þá fjölmörgu sem lagt hafa starfínu í Vatnaskógi lið. Margir hafa lagt þar hönd á plóg- inn og flestir unnið í sjálfboðavinnu svo árum og jafnvel áratugum skiptir. I fyrstu þurftu menn að búa við frumstæð skilyrði, því gist var í tjöldum og lítill timburskúr var notaður undir eldhús. Síðar var reistur skáli með svefnsal í öðrum endanum og eldhúsi í hinum. Gátu átján drengir dvalið í skálanum með sæmilegu móti að næturlagi. „Gamli skáli“ Það var árið 1939 við ótrúlegar aðstæður á tímum efnisskorts og hafta að hinir ungu, framsýnu og dugmiklu Skógarmenn hófust handa við að reisa stóran skála, sem hefur nú í nokkra áratugi gengið undir nafninu „Gamli skáli“. Skálinn góði er þó lík- ari höll, svo reisulegur og fallegur er hann. Hefur hann verið and- lit Vatnaskógar allt frá því hann var reistur. Skálinn var vígður árið 1943 og með tilkomu hans varð mikil breyt- ing á öllum högum í starfsemi sumarbúð- anna. Nú standa mörg hús í Vatnaskógi; matskáli, kapella, íþróttahús, bátaskýli og flerri svefnskálar. Nokkrir knattspyrnuvellir eru á svæðinu og aðstæður til íþróttaiðkana hverskonar hinar ákjósanlegustu, jafnt innandyra sem utan, sem og aðstaða öll. Fjölmenni og íjölbreytileiki Nú dvelja að jafnaði um 1.000 drengir í Vatnaskógi yfir sumar- tímann. Tæplega hundrað í hverri viku. Auk þess er nú boðið upp á blandaða flokka fyrir unglinga 14-17 ára þar sem drengir og stúlkur eru til jafns. A haustin hafa verið haldnir mjög vinsælir flokkar fyrir feðga, enda allt að fjórir ættliðir sem dvalið hafa í dvalarflokkum í Vatnaskógi frá fyrstu tíð. Karlaflokkar fyrir 17-100 ára eni jafnan fullir og alveg ómissandi á hverju hausti. Hin síðari ár hefur verið boðið upp á fermingarnámskeið í Vatna- skógi yfír vetrartímann. Koma þá væntanleg fermingarbörn með prestum sínum og starfsliði og fá viðeigandi fræðslu- pakka. Böm úr flestum sóknum í Reykjavík- urprófastsdæmum og víðar hafa sótt þessi námskeið, sem þótt hafa takast vel í flest- um tilvikum. Dagarnir fljótir að líða Dvöl í Vatnaskógi hefur haft áhrif til þroska þúsunda drengja í gegnum tíð- ina. Jafnt til andlegs og líkamlegs þroska. Margir hafa stigið sín fyrstu spor á sviði íþrótta þótt árangurinn hafi að sjálfsögðu verið misjafn. Ekki má gleyma að minnast á hið vinsæla Eyrarvatn, sem er í senn bæði kalt og hressandi. I vatninu svamla drengirnir í tíma og ótíma og þarf ekki góðviðris- daga til- Silungsveiði er í vatninu og hafa margir rennt fyrir silung í fyrsta sinn í Eyrarvatni. Þá kom- ast menn á hinar ýmsu tegundir báta, sem ávallt hafa verið feikilega vinsælir. Að sjálfsögðu fer enginn út á bát án björgunarvestis og eru sérstakir verðir sem fylgjast með vatninu og því sem fer fram á því. Þótt möguleikarnir séu margir í Vatnaskógi, þá slær náttúrufeg- urðin allt út. Hún er upplifun út af fyrir sig. Einstök sköpun Guðs. Helgaður staður Ætla má að um 10% núlifandi ís- lenskra karlmanna hafí dvalið í Vatnaskógi. í dag, sumardaginn fyrsta, efna Skógar- menn til kaffisölu í höf- uðstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg. Sigurbjörn Þorkelsson minnir á að ágóði af sölunni gengur til starfsins í Vatnaskógi. Blessun Guðs hefur hvílt yfir Vatnaskógi og starfinu þar, á því leikur ekki vafi, það hafa þeir fund- ið sem dvalið hafa þar í lengri eða skemmri tíma. Dvöl í Vatnaskógi er tími, sem menn munu seint gleyma. Með sumarbúðunum í Vatna- skógi vilja þeir sem að þeim standa reyna að hjálpa mönnum að finna hinn óbifanlega grundvöll, bjargið sem aldrei bregst og er frelsarinn Jesús Kristur. Hver dagur hefst með bæn og orð Guðs í Biblíunni er hugleitt og rætt í stutta stund. Margir hafa einmitt lært að biðja og fara með bænir í Vatnaskógi auk þess sem margir hafa einnig lært að nota Nýja testamentið sitt. Að kvöldi er Guðs orð síðan aft- ur rætt og hugleitt í stutta stund og boðið er upp á bænastundir í litlu fallegu kapellunni. Guði eru færðar þakkir fyrir lífið og liðinn dag. Beðið er fyrir hvíld næturinnar, næsta degi, ástvinum heima eða Sigurbjörn Þorkelsson annars staðar, meðbræðrum og systrum nær og fjær, framtíðinni og lífinu öllu. Slík vitneskja og þjálfun í bæn og lestri Biblíunnar er veganesti sem hundruð Skógarmanna búa að alla tíð og þakka. Frábær staður Sem drengur dvaldi ég í Vatna- skógi, einn flokk á sumri nokkur sumur í röð. Dvölin gekk nú að vísu svona alla vega, sérstaklega í fyrstu. Eg bý þó að henni og er þakklátur fyrir hana. I Vatnaskógi vann ég marga sigra, þó einkum á sjálfum mér. Undanfarin tíu ár hef ég verið beðinn að gegna starfi forstöðu- manns í sumarbúðunum tvo til fjóra flokka á sumri. Því starfi hef ég sinnt af gleði og hefur það gefið mér mikið þótt það geti vissulega verið mjög krefjandi og erfitt á stundum. Kaffisala í dag Um leið og ég vil fá að þakka fyrir mig minni ég alla Skógar- menn, fjölskyldur þeirra og vel- unnara á kaffisöluna sem verður í dag, í upphafi sjötugasta og fimmta starfssumars hinna sívinsælu sum- arbúða. Kaffisalan fer fram í aðal- stöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. Allur ágóði af kaffisölunni fer til uppbyggingar starfsins í Vatnaskógi. Það er bæn mín að góður Guð haldi áfram að láta blessunardagg- ir sínar drjúpa yfir Vatnaskóg og starfið þar, svo fjölmörgum til ómetanlegra heilla og blessunar. Til hamingju með 75 ára afmælið Skógarmenn. Áfram að markinu! Höfundur er framkvæmdastjóri Gideonfélagsins á Islandi og höf- undur bænabókarinnar Vefmig vængjum þínum. Ap IBM E3 0 iv á gjafverð -Varilun- Skaftahllö 24 • Sími 569 7700 Slóð: http://www.nyherll.ts Netfang: nyherjl@nyherjl.ls <Q> NÝHERJI Nú er rétti tlminn til að festa kaup á Aptiva E 30. IBM h efur löngum verið tál gæða og áreiðanleika og hýðst nú þessi hágæða margmiðlunartölva á frábæru verði. Aptiva tölvurnar eru hannaöar me afköst í huga enda er í þeim allt sem þarf til að vinnslan verði skemmtileg, auðvelc og umfram allt hröð. Þeir sem kjósa vandaöa vöru velja IBM Aptiva. IXIiOOtBYj D I O I T * L Sound by 20QMHz MMX. Vinnsluminni: 32MB SDRAM, Harðdiskur: EnhancedIDE 4,2GB. Skjár: 15" IBM G51 lltaskjár. Skjátninni: 2MB SGRAM. Skjákort. ATi 3D Rage II + . Tangirauiar 6, þar ai 5 lausar. Margtniðlun: 24 hraða gelsladrif, hljóökort, hátalarar og bassabax. Samskipti: 33.600 baud mótald. Hugbúnaður: Windows 95, Lotus SmartSuite 97, Simply Speaking, IBM Antivirus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.