Morgunblaðið - 23.04.1998, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 23.04.1998, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ 1 1 « i 4 4 4 I 4 \ 4 4 ' 4 I 1 4 I I 4 I I 4 "l FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 61 _____AÐSENDAR GREINAR_ Hugmyndafræði endurhæfingar og þáttur hjúkrunar GRENSÁSDEILD, endurhæfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á 25 ára starfsafmæli um þessar mundir. Grensásdeild er eina endurhæfingar- deild sinnar tegundar hér á landi og þjónar því mikilvæga hlut- verki að veita frum- eða bráðaendurhæf- ingu eftir slys eða sjúk- dóma. Fjölmargir ís- lendingar ungir sem aldnir hafa notið þjón- ustu deildarinnar og flestir fengið nokkum bata. Markviss endur- hæfing hefur gert þeim kleift að komast út í þjóðfélagið að nýju þar sem þeir eiga meiri möguleika á að njóta betra og auðugra lífs en ella. Hugmyndafræðin í starfsemi endurhæfingar er byggð á þverfag- legri samvinnu og teymisvinnu ým- issa faghópa heilbrigðisstétta, skjólstæðingsins og fjölskyldu hans og felur í sér m.a. lækningu, hjúkrun, þjálfun og ráðgjöf. Allir vinna þeir að sama markmiðinu að auka fæmi og sjálfsbjargargetu sjúklingsins til að gera honum kleift að útskrifast heim, oft við breytt lífsskilyrði. Um leið er reynt að hámarka gæði þess lífs sem honum verður mögulegt að njóta við breyttar forsendur. Þetta krefst mikillar aðlögunar fyrir sjúklinginn og aðstandendur hans. Búast má við félagslegri röskun á högum fólks sem verður íyrir skyndilegri fotlun, og ekki síður maka þess. Breyting getur orðið á venjubundnum athöfnum daglegs lífs, röskun verður á þátttöku í fé- lagslegu lífi og vinnutengdum at- burðum. Starf við hjúkrun í endurhæf- ingu veitir fjölbreytta sýn á flesta þætti mannlegra þarfa. Hjúkmn á endurhæfingardeild byggist fyrst og fremst á umönnun einstaklings þar sem einn þáttur mannlegra þarfa verður ekki aðskilinn frá öðrum. Andlegar, líkamlegar og félagslegar þarfir sjúklingsins mynda eina heild og hjúkrunin verður að vera byggð á umhyggju fyrir einstaklingnum. Að vera þátttakandi í baráttu hans og sorg yfir því sem tapast hefur veitir sýn á misjöfn gæði lífsins og er lær- dómsríkt. Að taka þátt í gleði hans yfir framförum og bata, er stór- kostleg sigurtilfinning. Þegar máttur og líkamlegur styrkur eykst, örlítið líf kemur í hönd eða fót, hægt er að mynda orð eða tjá heilar setningar er miklum áfanga náð. Oft þarf að læra að ganga upp á nýtt, svo einfalt atriði sem var að beita fæti, útheimtir nú óbilandi kjark, fullkomna einbeitingu og allt það þrek sem fyrir hendi er. Það getur þurft að læra að matast á nýjan leik og nú með vinstri hendi. Þetta kallar á þolinmæði og þrautseigju, eiginlega baráttuvilja og auðvelt er að missa vonina um betri hag. Sjálfsímyndin skerðist og sjálfsvirðingin bíður hnekki. Vitrænt ástand getur raskast, ein- beiting, minni og dómgreind eru ekki sem áður. Athafnir daglegs lífs svo sem að klæðast, matast og að leysa úr einföldum atriðum verða flóknar og óviðráðanlegar. Kvíði og vanlíðan þjaka vegna óvissu um batahorfur og hvort tak- ist að ná fyrri færni og komast til fyrra lífs. Ahyggjur af vinnu og af- komu fjölskyldunnar læðast að. Þannig geta allir þættir mannlegra þarfa orðið samofnir á endurhæf- ingardeild. Hjúkrun sjúklinga á endurhæfingardeild þarf að vera veitt á for- sendum sjúklingsins og miðast við þarfir hans, lífsgildi og getu. Hún byggist á því að efla sjálfsbjargargetu einstaklingsins með því að veita honum stuðn- ing og hjálp við fram- kvæmd daglegra at- hafna, hvatningu og von, og vera til staðar þegar þarf. Viðhalda og efla sjálfsímynd hans og sjálfsvirðingu og veita honum um- önnun með umhyggju og virðingu. Þeir sem vinna við hjúkrun í end- urhæfingu hafa þá sérstöðu að vera í 'nálægð við sjúklinginn allan sól- arhringinn. Miklu skiptir að sá tími sé nýttur vel í þágu hans með stöð- ugu mati á einkennum, líðan hans, getu og framförum. Snerting og hlýja getur glætt nýja von og eflt þrek til að takast á við það sem áð- ur byrgði sýn. Miklu skiptir að vel takist til við innlögn sjúklingsins þar sem oft er um langa dvöl að ræða. Hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar eru þeir aðilar sem gefa sjúklingnum fyrstu sýn á nýjan dvalarstað og andleg og líkamleg líðan þeirra skiptir miklu máli upp á daglega getu til þjálfunar. Rannsóknir sýna að virk Brýnt forgangsmál er að skapa endurhæfíng- arstarfsemi í landinu tryggan starfsgrund- völl, segir Ingibjörg S. Kolbeins í tilefni af endurhæfíngu á Grens- ási í aldarfjórðung. og ábyrg þátttaka fjölskyldunnar í meðferðinni flýti fyrir bata sjúk- linga í endurhæfingu og stytti um leið fjölda legudaga. Félagslegt ör- yggi þeirra hefur einnig áhrif á framgang meðferðar en ekki er óalgengt að breyting verði á efna- hagslegu öryggi fólks við skyndileg veikindi eða áföll. Mikilvægt er að aðlögun og allur undirbúningur fyrir útskrift heim sé vel skipulagður og markviss. Það getur þurft að fara í heimilis- athugun og jafnvel að breyta hús- næði heima fyrir. Koma þarf á sambandi við heimahjúkrun, út- vega nauðsynleg hjálpartæki og heimilishjálp. Ganga þarf frá tryggingar- og bótamálum og upp- lýsa um leiðir við úrlausnir mála sem upp koma við breyttar aðstæð- ur. Þannig er endurhæfingarstarf- semi Grensásdeildar byggð upp á samvinnu ýmissa faghópa heil- brigðisstétta sem að meðferð sjúk- lingsins koma í samvinnu við hann og fjölskyldu hans. Skjólstæðingar okkar ganga oft í gegnum ferli baráttu og þrauta- göngu við að endurheimta fyrri færni. Þeir upplifa depurð og sorg yfir óvæntum, breyttum og erfið- um aðstæðum. Þeir upplifa líka til- finningu gleði, stolts og sigurs þeg- ar vel tekst til. Það er þess virði að vera þátttakandi í því. Ovissutímabil hefur ríkt um rekstur, uppbyggingu og heildar- skipulag endurhæfingar. Fjárveit- Ingibjörg S. Kolbeins ingar hafa verið takmarkaðar. Rekstrarlegar ákvarðanir hafa ver- ið teknar um skipulagningu í mál- efnum endurhæfmgar en þær ekki gengið eftir. Islenskt heilbrigðiskerfi mun þurfa að leggja til fjármagn fyrir endurhæfingarstarfsemi á Islandi ekki síður en heilsugæslu eða þjónustu við aldraða. Það er orðið forgangsmál og mjög brýnt að skapa endurhæfingarstarfsemi í landinu stöðugan og tryggan starfsgrundvöll, hlúa að henni og að gera þar langtímamarkmið og áætlanir. Heilbrigði fyrir alla árið 2000 byggist á bættu heilsufari lands- manna, líðan þeirra og velferð. Forvamir og heilsuefling draga úr áhættu á sjúkdómum og slysum og um leið þörfinni fyrir dýra heil- brigðisþjónustu. En markviss og vel skipulögð meðferð í endurhæf- ingu þeirra Islendinga sem verða fyrir þeiiTÍ ógæfu að hljóta skaða eða fötlun af völdum sjúkdóma eða slysa í framtíðinni skiptir sköpum fyrir vellíðan þeirra og möguleika á að lifa mannsæmandi lífi úti í þjóð- félaginu. Höfundur er hjúkrunardeildar- stjóri á Grensásdeiid, endurhæf- ingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Lesið í liti • •••« • «•<#• «•••• Nú geturðu látið greina húðlit þinn... fljótt, auðveldlega og nákvæmlega. Estée Lauder nýtir sér tölvutæknina til aó lesa í húðliti eins og spákona í lófa. Litgreinirinn les á augabragði hvaóa litur af Estée Lauder andlits- förðunum fer hverri konu best. Líttu inn og láttu sannfærast! Estée Lauder býður viðskipta- vinum sínum þessa þjónustu í Hygeu Kringlunni, á morgun, föstudag frá kl. 13 til 18, og á laugardag frá kl. 12 til 17. UtttttQ H Y G E A dnyrtivöruvcrjLun sími 533 4533 í tilefni sumars 10 rosir Pottarósir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.