Morgunblaðið - 23.04.1998, Síða 64

Morgunblaðið - 23.04.1998, Síða 64
64 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Á degi bókarinnar SÚ SKIPAN hefur komist á, að árlega sé höfundaréttar minnst um heim allan á sama degi, 23. apríl, „degi bókarinnar", eins og hann er nefndur. Gangast þá samtök •—' þau, sem beita sér fyrir aukinni vemdun höf- undaréttinda og efl- ingu þeirra, fyrir því, hvert með sínum hætti og eftir aðstæðum í þjóðlöndunum, að vekja athygli almenn- ings jafnt sem stjóm- valda á þeim þáttum þessa réttindasviðs, sem helst þarfnast úrbóta og styrkingar, jafnt sem á öðram atriðum, sem verða mega höfundum almennt til famað- ar. Öllum er þarft að leiða hugann að þeim merku áföngum, sem smám saman hafa unnist á sviði höfunda- vemdar, allt frá því að upphafs- skrefin vora stigin meðal nokkurra vestrænna forystuþjóða í menning- arefnum, fyrst á heimavettvangi en síðan í samstarfi þjóða í millum, m.a. með gerð viðamikilla aðlþjóða- sáttmála, sem sumir hafa nú öðlast staðfestingu alls þorra ríkja heims. Ymsum fjölþjóðlegum stofnunum er ætlað að fylgjast með framkvæmd þessara sáttmála, þannig að reynt sé að tryggja að löggjöf í aðildar- ríkjunum sé í samræmi við sátt- ^ málana og veiti öllum höfundum verndaðra hugverka a.m.k. tiltekna lágmarksvernd - og helst langt um- fram það. Engu að síður er það sammæli þeirra, sem gerst til þekkja, að þau spor, sem við blasa, marki einungis upphaf langrar veg- ferðar til ókunns áfangastaðar. Við- urkennt er, að seint muni nást sáttir um öll þau markmið, sem stefnt skuli að með þessari löggjafarvið- leitni, og enn síður um hvaða leiðir séu greiðfærastar að þeim. Sann- leikurinn er sá, að víða um heim á höfundaréttur undir högg að sækja. Sums staðar blasa við lögbrot og ójöfnuður en hið sama kemur einnig oft í ljós, þegar skyggnst er und- ir yfirborð stjórnkerfa meðal ýmissa þjóða, þótt það yfirborð kunni stundum að virðast slétt og fægt að lítt könnuðu máli. Margur myndi vafalaust segja, að hér á landi séu höf- undaréttarmálefni í góðu horfi, að því er best verði séð, og að öll sú mikla framleiðsla hugverka, sem hér er við lýði, beri m.a. ljós- an vott um að ekki kreppi tilfinnanlega að skapendum þeirra, hvorki um frjálsræði til sköpunar né um ytri aðbúnað. Rétt er það að nokkra marki. Við búum t.d. við tjáningar- frelsi, sem er varið með ýmsum hætti í löggjöf okkar, þ.á m. í æðstu réttarheimildinni, sjálfri stjómar- skránni, og núgildandi höfundalög okkar, sem að stofni til era frá 1972, eru tvímælalaust vönduð lagasmíð, Aldrei verður með réttu, segir Páll Sigurðsson, unnt að tala um fullvirk- an höfundarétt. sem stjómvöld hafa vissulega leit- ast við að laga að breytilegum kröf- um tímans. En þegar grannt er skoðað, er veruleikinn þó ekki svona einfaldur. Löggjafinn þarf sífellt að vera á verði, því að margvíslegar hættur steðja að: Ný tækni á sviði upplýs- inga og fjölmiðlunar - og síauknar kröfur almennings til frjáls flæðis hvers kyns hugmynda og óhefts að- gangs að öllum þeim hugsmíðum, sem tæknin á hverjum tíma ræður við að dreifa - leiðir af sér sérstök lögfræðileg vandamál, sem ekki hef- ur reynst auðvelt að leysa svo að öllum líki. Skulum við þá jafnframt Páll Sigurðsson SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 107 REYKJAVlK Sími 511 2203 Höfundur er verkamaður og á sæti á lista Framboðs verkafólks. vera þess minnug, að tæknimaður- inn stendur venjulega a.m.k. feti framar en stjórnmálamaðurinn eða lögfræðingurinn og oftast er ekki farið að leitast við að leysa ný vandamál á sviði hugverkaréttar, með viðeigandi löggjafarúrræðum, fyrr en tjón hefur þegar orðið! Is- lendingar standa frammi fyrir þess- um staðreyndum og vanda eins og aðrar þjóðir. „Hugverkaheimurinn er með vissum hætti landamæralaus. Þetta hefur mönnum að sjálfsögðu lengi verið ljóst varðandi hin bestu hug- verk, sem eru því marki brennd að þeirra verður notið hvar sem er (eftir atvikum með viðeigandi aðlög- un), án tillits til ríkjaskipunar, tungu eða þjóðernis neytendanna. En tæknin hefur síðan bætt um bet- ur, því að alnetið virðir t.d. enga múra eða hreppamörk! Þótt þessu fylgi óneitanlega margir kostir, augljósari en hér þurfi að rekja, skapar þetta einnig bersýnilega „hættur“ fyrir höfunda verndaðra verka. Sannast sagna standa þeir oft berskjaldaðir gagnvart þjófnaði á verkum, sem dreift er með nýj- ustu fjölmiðlum, og handhafar lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds í ríkjum þeirra eiga í reynd iðulega fá úrræði til að rétta hlut þeirra. Hér hefur alþjóðleg samvinna síður en svo skilað fullnægjandi árangri til samræmdra varnaraðgerða, enda þótt hún hafi að öðra leyti vissulega áorkað miklu í höfundamálum. Þessa skyldu menn m.a. minnast á degi bókarinnar - á degi höfunda- réttar - og eins hins, að aldrei verð- ur með réttu unnt að tala um full- virka höfundavernd, í lögum jafnt sem framkvæmd, nema tryggt sé frelsi höfunda hugverka til óheftrar tjáningar. Tjáningarfrelsi er með öðrum orðum ein af forsendum fyrir viðgangi þeirrar hugrænu sköpun- ar, sem verðskuldar sérstaka vernd. Hvað varðar vemd tjáningarfrelsis- ins standa Islendingar vitanlega framar fjölmörgum þjóðum, þegar á heildina er litið, en sé horft til af- markaðra þátta þess réttarsviðs má þó vissulega benda á ýmislegt, sem betur mætti fara í okkar Iögum. Einnig á því sviði verður löggjafinn að hafa vakandi auga með þróun og þörfum og bregðast við með hæfi- legum úrræðum, sé tjáningarfrels- inu ógnað. Þar má síst sofa á verð- inum. Höfundur er prófessor í almennum liöfundarétti. HÉR í blaðinu 9. apríl sl. sakaði núver- andi formaður Dags- brúnar og Framsóknar (D&F), Halldór Bjömsson, Framboð verkafólks um mál- efnafátækt þar sem einn úr okkar hóp hef- ur gerst svo ósvífinn að krefja Halldór skýr- inga á tuga milljóna króna lántöku sem hann hefur samþykkt, án umræðu í félaginu, fyrir hönd orlofssjóðs D&F vegna byggingar kennslu- og fundarað- stöðu í Ölfusborgum. Það hlýtur að vekja spurningar hins almenna félagsmanns í D&F hvort í fyrsta lagi getur talist eðli- legt að stofna til slíkra fjárskuld- bindinga fyrir hönd orlofssjóðs fé- lagsins sem á síðasta aðalfundi var sagður standa mjög illa. I öðra lagi hlýtur það að vekja spumingar hvort það sé hlutverk orlofssjóðs að fjármagna kennslu- og fundaraðstöðu. Félagaskrá Með grein þessari vil ég kynna félagsmönnum D&F eitt helsta at- riðið úr stefnuskrá Framboðs Láglaunastefna núver- andi stjórnar D&F, segir Anna Sjöfn Jónasdóttir, brennur á okkar eigin skinni. verkafólks, sem er kjaramál. Því miður höfum við ekki aðstöðu til að dreifa bæklingi framboðsins til allra félagsmanna þar sem við höfum hvorki haft aðgang að félagaskrá né fjármagn til póstsendinga til 7-8 þúsund félagsmanna. Komið að skuldadögum Það er farið að hljóma frasakennt að dagvinnulaun skuli duga til fram- færslu þar sem verkalýðsforystan hefur hvað eftir annað haft þetta í flimtingum og veifað framan í okkur verkafólk. En aldrei haft dug til að standa við stóru orðin og sækja í góðæris-vasa fyrirtækjanna það sem við með réttu eigum inni, eftir að hafa undirgengist hverja þjóðar- sáttina af annarri til að fyrirtækin í Anna Sjöfn Jónasdóttir landinu gætu rétt úr kútnum. Það er fyrir löngu komið að skulda- dögum á efndum lof- orðanna sem gefin voru við fyrstu þjóðar- sáttina. í stað þess að fyrir- tækin hafi skilað til okkar því sem við með réttu eigum, hafa þau notað gróðann til að auka á yfirbyggingu sína og auka launamis- muninn. Sprungu á limminu Stjóm D&F hafði í síðasta samningaferli allar forsend- ur til að koma dagvinnulaunum í viðunandi horf. Hinn almenni fé- lagsmaður var búinn að sýna skýrt, með afgerandi atkvæðagi-eiðslu um verkfall, að nú voru allir tilbúnir að láta sverfa til stáls og sækja með hörku það sem okkur bar. En hver varð niðurstaðan? Þegar verkfallið fór að virka í raun skrifaði stjórn D&F undir „tímamótasamninga". Tvisvar sinn- um á nokkrum dögum bar stjórnin svo til óbreytta tillögu um launa- hækkanir fyrir samninganefnd fé- lagsins, og þvingaði hana þar með til að segja af sér, enda sýnt að stjórn félagsins hefði ekki dug til að sækja þær kröfur sem Iagt var af stað með. Launamálin úr helstefnunni Tímamótin í samningunum eru mér og þeim sem þurfa að fram- fleyta sér og sínum á þessum laun- um, en það þarf Halldór Bjömsson vissulega ekki að gera, gjörsamlega hulin. Ég skil ekki hvaða tímamót felast í að skrifa undir samninga sem inni- halda taxtalaun kr 61.313 fyrir fulla vinnu. Okkur er alvara, voru kjörorð Halldórs fyrir síðustu samninga þegar hann hvatti okkur félags- menn til að styðja við bakið á stjórninni með verkfallsheimild, en alvaran var ekki meiri en svo að 70.000 króna taxtalaun verða ekki að raunveruleika fyrr en árið 1999. Okkur í Framboði verkafólks er full alvara. Láglaunastefna núverandi stjórnar D&F hefur brunnið og brennur á okkar eigin skinni, og ef við náum kjöri í komandi kosning- um munum við ganga fram ásamt félögum okkar í D&F af fullri hörku til að koma launamálum verkafólks úr þeirri helstefnu sem verið hefur við lýði. Af nógu er að taka í stefnumálum Framboðs verkafólks, en ég lýsi hér með eftir málefnum frá mótfram- bjóðendum okkar, Halldóri Björns- syni og félögum. BOU RjOIS KYNNING á nýju vor- og sumarlitunum á morgun, föstudag, frá kl. 13-18. Glæsilegur varalitapensill fylgir kaupum á 1 HAGKAUP Skeifunni t I rti INIP Dtíí Mörkinni 3 • simi 588 0640 E-mail: casa@islandia.is •www.cassina.it • www.roset.de • www.zanotta.it • www.artemide.com • www.flos.it • www.ritzenhoff.de •www.alessi.it • www.kartell.it • www.fiam.it • www.fontanaarte.it Vill verkafólk launastefnu Halldórs?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.