Morgunblaðið - 23.04.1998, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 23.04.1998, Qupperneq 66
66 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR AFMÆLI MEÐ nokkurra ára millibili fær þjóðin æðisköst og ræðst gegn spillingu og sið- leysi, rekur nokkra menn úr störfum eða embættum, saksækir þá og tapar oftast mál- unum en sofnar svo lengi á milli. Við erum nú að horfa upp á eitt slíkt kastið. Það hefur lengi verið öllum ljóst að alls kyns sukk og óráðssía hefur tíðkast í opinberum rekstri hér á landi, ríkissjóður eyð- ir milljörðum á ári í ferða- og risnukostnað, tíðkast hefur fyrir opnum tjöldum að menn fái greidda dagpeninga auk þess sem allur kostnaður af ferðum þeirra er greiddur, hvers kyns fríðindaferðir svo sem laxveið- ar hafa verið stundaðar um ára- tugaskeið á vegum banka og opin- berra stofnana á kostnað skattborg- ara, æðstu menn þjóðarinnar fara kinnroðalaust í boðsferðir á vegum einkafyrirtækja sem hafa mikinn hag af greiðasemi sinni, því menn skyldu hafa í huga hið fomkveðna að æ sér gjöf til gjalda, líka þegar um er að ræða boðsferðir Eimskipa- félagsins í Pverá eða Flugleiða til Montreal! Að höggva mann og annan Þjóðinni ofbýður á nokkurra ára fresti og sparkar út í loftið! Þess á milli þumbast hún og þegir. Það er nákvæmlega það sem gerist nú í Landsbankamálinu - þremur mönn- um er ýtt fyrir björg til að firrra spillingarpáfana frekari rannsókn- um! Þetta er ekkkert nýtt og hefur tíðkast lengi - að einhverjum sé fómað fyrir friðinn við lýðinn. Það hlýtur í fyrsta lagi að vera skýlaus krafa að farið verði gaumgæfílega ofan í öll þessi mál. Upplýsa þarf þá, hverjir fóru þessar ferðir, hvaða reglur hafa gilt hjá ríkinu, ekki að- eins í bönkum heldur líka í stjóm- sýslunni, um ferðalög, risnu og veiðiskap. Er það til dæmis eðlilegt að ráð- herrar haldi vinum sín- um boð, að forsetinn bjóði til sín bekkjar- bræðram, að ráðherrar þiggi dýrar ferðir að gjöf frá fyrirtækjum sem þurfa á velvild þeirra að halda o.s.frv.? Við eigum að hafa lært það af Geirfinnsmálum, Hafskipsmáli og aðför- inni að Magnúsi Thoroddsen, að við get- um ekki alltaf hagað okkur eins og Þorgeir Hávarsson og höggvið bara þá sem liggja vel við höggi. Hér verður að vinna af festu og viti. Þingið á að sjá sóma sinn í að setja í fyrsta lagi skýrar Þremur mönnum er ýtt fyrir björg, segír Bárður G. Halldórsson, til að firra spillingar- páfana frekari rannsóknum. reglur um öll þessi mál, í öðra lagi þarf að kanna rækilega umfang og eðli þessa sukks. Hér skiptir ekki mestu máli, að einhverjir séu teknir af - heldur hitt að þessu Ijúki og það sé þá gert hreint á skipulegan hátt og altækan en ekki sértækan og handahófslegan eins og lengi hefur tíðkast í þessu handahófslega geðhvarfaþjóðfélagi okkar. Hefnd- arþorsti er ekki það sem þarf held- ur vilji til raunveralegra úrbóta. Þúsund ára risna Það er annars merkilegt rann- sóknarefni sálfræðingum, geðlækn- um og öðram þeim sem reyna að skilja eðli mannsins hvemig ís- lenzka þjóðin lætur það yfir sig ganga að þjóðarauður hennar sé af- hentur nokkram mönnum að gjöf en tryllist svo út af nokkram laxfiskum í ám með tilheryrandi brennivíns- drykkju! Kannski væri hægt að leiða henni fyrir sjónir kvótaspill- inguna með því að reikna gróðann af þjóðargjöfinni í brennivínsflösk- um! Er það það sem þarf? Skilur fólk hér ekki siðleysi í nokkurri mynd nema það tengist brennivíns- drykkju? Finnst engum mikið að hér skuli nokkram fjölskyldum hafa verið afhentir 300 milljarða króna verðmæti í fiski í sjó án nokkurs endurgjalds? Ef menn skilja þetta ekki má benda á að tekjur þær sem þjóðin verður af á hverju ári nema kannski þúsund ára risnukostnaði Landsbankans! Svo geta reiknings- glöggir menn dundað sér við að breyta þessu öllu saman yfir í brennivín. Er lax svona miklu göf- ugri fiskur en þorskur að það sé allt í lagi að gefa allan þorskinn á Is- landsmiðum en það þurfi helzt að reka alla bankastjóra landsins út af laxveiðibrölti þeirra? Enginn má skilja orð mín svo að ég sé með einhverju móti að bera blak af laxveiðum eða annarri skemmtun á kostnað skattborgara. Ég er einungis að fara fram á að menn hafi hlutina í samhengi. I fyrsta lagi að opinbera sukkið sé gert upp. Alveg og endanlega. Ekki bara að hluta. I öðra lagi að fólk fari nú að taka höndum saman um al- mennar og altækar reglur en hverfi frá sértækum reglum - með öðram orðum fari að snúa sér að því að koma á frelsi, jafnrétti og lýðræði í landinu en reki af höndum sér spillt sérhagsmunaöfl. Nú á ekki að láta staðar numið. Nú á ekki að hlusta á þá menn sem segja að ekki skuli frekar að gert. Nú á ekki að láta sukkpáfana komast upp með að hrinda einhverjum fyrir björg og jafnvel hrópa á eftir þeim að braðlinu sé lokið! Nú verður Alþingi að sjá sóma sinn í að gera ærlega hreint og halda áfram að spyrja um það hverjir vissu af þessu, hverjir fóra í ferðimar, hveijir fara í boðs- ferðir á vegum fyrirtækja og síðast en ekki sízt hvernig geta æðstu handhafar framkvæmdavaldsins setið uppi með kvóta að gjöf frá þjóðinni fyrir milljarða? Er hægt að hafa alla þessa litlu og stóra hall- dóra ásgrímssyni í forsvari fyrir þessa þjóð? Viljum við hafa þannig þjóðfélag? Höfundur er varaformaður Sam- taka um þjóðareign. Lax og þorskur - þjóðarsukkið Bárður G. Halldórsson Af kjarabótum og öðrum draumórum ÞEGAR ég í rýni í kjarasamninga síðasta árs verð ég alltaf jafn hissa. Ég mynnist þess að í upphafi baráttunn- ar fóru vígreifír for- ingjar verkalýðsins fyrir hjörðinni og ætl- uðu nú sem aldrei fyrr að leiða hana inn í grænar graslendur mannsæmandi lífs- kjara. Ég er ekki alveg viss hvað fór úrskeiðis því að leiðtogamir villt- ust af leið, og þegar ég rýni í kjarasamninga síðasta árs setur að mér leiða. Ég er reyndar einn þeirra sem blótuðu Dagsbrún í sand og ösku þegar verkfallið var samþykkt. Ég hugsaði til allra þjóðarsáttarsamn- inganna sem ætlaðir voru til þess að bjarga íslensku efnahagslífi en ein- hvemveginn skiluðu sér svo aldrei til fólksins. Síðan rifjaðist upp fyrir mér að ég stóð í miðju bullandi góð- æri sem ekki skilaði sér heldur í vasa launþega. Þegar Halldór Bjömsson birtist svo á sjónvarpsskjánum mínum, vígreifur og harður, fylltist ég aðdá- un á þeirri orku og þreki sem virtist einkenna þennan mann sem í mín- um augum hafði ekki verið neitt meira en útbrannið gamalmenni. f eitt and- artak trúði ég því að hann ætlaði að samn- ingaborðinu til að sækja minn skerf af góðærinu og í hug- sjónablindu andartaks- ins ákvað ég að styðja hann. Svo fór ég í verk- fall. Þetta var reyndar skemmtilegt verkfall. fslenskir neytendur flykktust í röðum á bensínstöðvar og í mat- vöraverslanir til að ná sér í verkfallsvarning áður en birgðir voru á þrotum. í stórmörkuðum háðu menn orastur um síðustu mjólkur- pottana, líkt og þeir hafa gert um ódýr raftæki hér í seinni tíð, og allt leit út fyrir að nægjanlegur þrýst- ingur hefði skapast til þess að knýja fram kjarabætur. Það var svo stuttu eftir að síðasti bensíndropinn vall upp úr tönkum olíufélaganna og fólk var farið að dusta rykið af reiðhjólunum til þess að komast leiðar sinnar að góðu fréttirnar komu frá karphúsinu. Það var búið að semja. í sigurvímu ásamt annarri íslenskri alþýðu hélt ég til vinnu og taldi fullvíst að í þetta sinn hefðum við loksins með í eitt andartak trúði ég því, segir Kolbeinn Stefánsson, að hann ætlaði að samninga- borðinu til að sækja minn skerf af góðærinu. samstöðu okkar náð að rétta hlut launþega í landinu. Þetta voru jú tímamótasamningar. Æ, mig auman. Hvað getur fá- tækur verkamaður gert annað en að fóma höndum. Stuttu eftir samn- ingana datt inn um bréfalúguna mína bréf frá Dagsbrún þar sem farið var yfir helstu atriði kjara- samninga og með talnaleikjum reynt að telja mér trú um að núna loksins gæti ég farið að borga upp yfirdráttarheimildina og Visa-reikn- inginn. Það tók mig þó ekki langan tíma að bera saman launaseðla frá því fyrir verkfall og þennan mikla tímamótasamning til að sjá að laun- in mín höfðu svo til staðið í stað. Kjarabætumar dugðu reyndar fyrir bíóferð, en einhvemveginn var ég ekki í skapi til að njóta ávaxta erfið- isins. Höfundur er verkamaður og félagi i Dagsbrún-Framsókn. Kolbeinn Stefánsson SIGRÍÐUR SIGFINN SDÓTTIR í dag, á afmælisdegi skáldsins, verður fóð- ursystir mín, Sigríður Sigfinnsdóttir, níutíu ára. Lífsstarf hennar er ekki að finna í bóka- hillum, heldur í fólldnu hennar, afkomendum og öðrum þeim sem hún hefur átt samleið með á langri ævi. Og hún hefur ekki sóað lífi sínu. Innra með sér hefur hún aðeins fóstr- að það sem gott er og heilbrigt. Öfund og ólund, biturð og beiskja hafa aldrei numið þar land. Hún kann öðram betur að njóta lífs- ins. Ekki gervilífs á hátimbraðu til- gerðarplani, heldur hins daglega lífs. Úr því hefur hún spunnið þann gleðinnar galdur sem gerir virka daga að helgidögum. Lífið hefur ekki hlíft henni, en hún hefur ekki verið að erfa það við lífið. Ein fyrsta minning hennar teng- ist fæðingu föður míns 1913. Hún var þá fimm ára gömul og hafði fengið að sofa í rúmi foreldra sinna, en varð að víkja fyrir bróðumum. Sigríður er fimmta í röðinni af fjór- tán börnum Jónínu Kristbjargar Einarsdóttur og Sigfinns Mikaels- sonar sem komust til manns. Þótt Sigfinnur afi minn hafi verið dug- mikill og hæfleikaríkur á margan hátt, gat hann ekki séð fyrir þessum bamahópi. Strax og bömin fóra að geta orðið að liði, eða fyrr ef gott fóstur bauðst, vora þau hvert af öðra send til vandalausra, átta ára, fimm ára, þriggja ára. Ég hef oft hugsað til ömmu minnar, þegar hún þurfti að velja: Á ég að senda Þor- björgu frá mér, Aðalheiði eða Hans- ínu? Hvemig verður búið að þeim? Hvenær sé ég þær næst? Kannski lá hún andvaka og hlustaði á andar- drátt barnsins sem hún myndi kveðja næsta morgun og senda út í óvissuna. Þær nætur hafa verið sár- ar fyrir afa minn líka, en einhvem veginn ratar hugurinn greiðar inn í hennar einsemd og hennar bjargar- leysi andspænis þessum örlögum. Það var þó ekki fyrr en ég las bæk- ur Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré, sem ég skildi hvers þau hefðu mátt vænta ef bamafjölda heimilisins hefði ekki verið haldið innan þeirra marka sem þau gátu framfært hjálpar- laust. Systkinin vora samhent, söngvin og flest glaðsinna. Þótt þau færu ung að heiman hefur ævinlega verið hlúð að vináttu og ættartengslum. Þegar bemskuminningar þeirra ber á góma er þó misjafnt hverju minn- ið hefur haldið til haga: Löngum dögum þegar ekki er hægt að fara út af því að fötin eru í þvotti og eng- in föt til skiptanna; bjart sumar- kvöld þegar faðir þeirra kemur af engjum og systumar þyrpast að honum á hlaðinu og biðja um sögu eða kvæði. Hann hlær við, segir þeim að setjast og flytur þeim sögur og ljóð í kvöldsólinni; gleðin yfir nýju systkini og áhyggjur af sívinn- andi móðurinni sem stöðugar barn- eignir hafa gert fótaveika, hún stendur í túninu ásamt manni sínum og rakar með blóðtaumana niður fæturna þegar sonur hennar tekur af henni hrífuna og rekur hana heim. Faðirinn bregst ókvæða við þessari afskiptasemi, en sonurinn svarar fullum hálsi. Sigfinnur Mikaelsson var hávax- inn og gjarnan með hund sér við hlið. Hann var hagmæltur og vel máli farinn, glaðsinna, en skapríkur og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Hæddist til dæmis að kirkjunni og þjónum hennar þegar honum þótti veraldarvafstur og hagsmunir byrgja þeim himinsýn. Vísur hans og kvæði hittu oft í mark, urðu fleyg og það sveið undan þeim. Slík skoð- anaskipti voru þeirra tíma kapp- ræður og kjallaragreinar. Þessi hrifnæmi maður sem komst við ef hann heyrði fallegan texta, ljóð eða lag og gat orðið djúpt snortinn gagnvart undrum nátt- úrannar, var ráðríkur og stjómsamur á eigin heimili og þoldi illa andmæli. Hann var ósérhlífinn í vinnu og ætlaðist til þess sama af öðrum. Jónína kona hans var aftur á móti hæg og skapstillt og þurfti nokkuð til að raska ró hennar. Hann var ævintýrið, hún æðruleysið. í þessu andrúmslofti mótaðist Sigríður frænka mín og ólst upp til átta ára aldurs. Þá fór hún í fóst- ur að Geirastöðum og var þar í góðu yfirlæti þar til hún fór að vinna fyrir sér. Hún hefur ævinlega litið á fólk- ið þar sem sína aðra fjölskyldu og metur það mikils. Sumarið 1930 fæddist henni dóttir. Faðirinn drakknaði meðan hún gekk með bamið og litla stúlkan var skírð nafni hans, Sigurjóna. Skömmu síð- ar fær Sigríður þá harmafregn frá Seyðisfirði, að faðir hennar hafi drakknað ásamt þremur yngstu systrum hennar, níu, ellefu og þrettán ára. Hann hafði verið að flytja hey yfir fjörðinn í sól og stafalogni ásamt bræðram úr ná- grenninu og dætumar fengið að fara með. Báturinn fór á hliðina og allir sem í honum vora drakknuðu, en ekki strax, því nokkur tími leið þar til báturinn og heyið sukku. í landi fylgdist fólk í skelfingu’með því sem fram fór. Hjálpin barst of seint. Mér hefur verið sagt að hróp afa míns hafi borist yfir hafflötinn í sumarkyrrðinni: „Ætlið þið ekld að bjarga börnunum mínum, aumingj- arnir ykkar?!“ Ég veit ekki hvort þetta er rétt, en með hliðsjón af því hvernig honum er lýst og hvernig ýmsir afkomendur hans eru, gæti þetta vel verið satt. Sigfmnur varð fimmtíu og eins árs. Sigríður hraðar sér til Seyðis- fjarðar ásamt systkinum sínum til að vera móður sinni til halds og trausts. Dóttur sína felur hún í um- sjá bamlausra hjóna sem síðar taka hana að sér. Mikil vinátta er ævin- lega milli heimilanna og Sigurjóna alin upp í næsta nágrenni við móður sína og systkini. Samt sem áður þarf ekki ríkt hugmyndaflug til að ímynda sér hvernig það hefur verið fyrir konu með bernskureynslu Sig- ríðar í brjóstinu að láta frá sér bamið sitt, jafnvel í bestu hendur. Margir undraðust stillingu og sjálfsstjóm Jónínu Kristbjargar þessa daga. Sjálf er ég þeirrar skoð- unar að höggið hafi verið svo þungt að öll tár hafi þornað. Sorgin var of stór fyrir orð. Mér vitanlega ræddi hún þetta aldrei. Velviljuð kona sem taldi að hún hlyti að hafa þörf til að opna hjarta sitt og vildi hjálpa henni, komst að því að hún var ekki í þörf fyrir samtalsmeðferð. Sama kona sagði áratugum síðar, hvað hún hefði alltaf undrast samkennd og skilning ömmu minnar á hvers- dagslegum vandamálum annars fólks. Sjálf man ég glöggt þegar ég heimsótti hana á sjúkra- og elli- heimilið á Seyðisfirði átta ára göm- ul. Ég færði henni krækiber í rauð- um vettlingi sem ég hafði tínt uppi í hlíð. Hún sat prjónandi í stól og ræddi við mig, þar sem ég sat á rúmstokknum á móti henni. Það var ekki mikið um kjass og strokur. Hún var fumlaus og alvöragefin, en hafði óskýranlega hlýja og sterka nærveru. Mér hefur alltaf þótt Sig- ríður frænka mín minna á móður sína, en útþrána og kraftinn sækir hún vafalítið til fóður síns. Ári eftir slysið á Seyðisfirði, 1931, giftist hún Kristjáni Jónssyni hreppstjóra og símstöðvarstjóra á Stöðvarfirði. Þau eignast þrjú börn, Nínu, Björn og Guðnýju. Sigríður umvefur fjölskyldu sína og nýtur þess að fylgjast með börnum sínum vaxa úr grasi. Þegar Kristján fellur frá á miðjum sjöunda áratugnum verða kaflaskil í lífi hennar. Hún sækir um starf símstöðvarstjóra og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.