Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Raufarhöfn ’ Húsavík Vopnafjöri Patreksfjörður, ..OSÉ& 2 V', > Blönduós > M Seyðisflörður v"'S-.-,Neskaupstaður /’ á /o'Eskifjörður Stykkishólmur ^^.Gmjdaiðrðug Djúpivogur Akranes0-' REYKJAVÍK GSM-dreifikerfi Farsímafélagið Tal hf. opnar í dag Samkeppni í far- símaþjónustu hafín STARFSEMI farsímafélagsins Tals hf. hefst í dag er símakerfí fé- lagsins verður formlega tekið í notkun kiukkan hálfníu, en verslun og þjónustumiðstöð íyrirtækisins í Síðumúla 28 verður opnuð við- skiptavinum klukkan níu. Þar mun fólki gefast kostur á að kaupa Tal- kort, GSM-síma og flesta fylgihluti þeirra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar með er brot- ið blað í símaþjónustu hér á landi, sem hefur hingað til alfarið verið í höndum ríkisins. Tal hf. mun í fyrstu bjóða upp á þrjár þjónustuleiðir með alls tíu verðflokkum. I grunnþjónustustig- inu (altal) kostar mínútan 21 krónu að degi til en 14 krónur um kvöld og helgar. I svokölluðum frítals- flokki, sem ætlað er að þjónusta þá sem nota síma fyrst og fremst um kvöld og helgar, kostar mínútan 25 krónur í dagtaxta en 10 krónur um kvöld og helgar. Loks býður félag- ið upp á þrískiptan tímatalsflokk, þar sem viðskiptavinum gefst kost- ur á að kaupa sér ákveðinn fjölda frímínútna á mánuði. Verðskrá Landssímans er frá- brugðin verðskrá Tals að því leyti að gerður er greinarmunur á því hvort hringt er innan eða utan GSM-kerfisins. Það kostar 21,90 að hringja úr GSM-síma í hefðbund- inn síma að degi til en 14,60 um kvöld og helgar. Sé hins vegar hringt úr einum GSM-síma í annan lækkar verðið í 19,90 í dagtaxta en 13,30 í næturtaxta. Þá býður Landssíminn upp á stórnotenda- taxta þar sem hringing í hefðbund- inn síma kostar 17,50 á daginn og 11,70 að nóttu til en milli GSM- síma er verðið 15,90 í dagtaxta og 15,90 á nætumar. Þessu til viðbót- ar hefur Landssíminn nýlega tekið upp nýjan verðflokk, þar sem fólki þTi C T3L Þjónusta og taxti Verð hver mínúta Mánaðar- Frímínútur Kvöld- og Þjónustuleiðir gjald á mánuði Dagtími helgartími Frí-TAL 600 0 25,00 10,00 AI-TAL 600 0 21,00 14,00 Tíma-TAL 60 1.700 60 20,50 13,50 Tíma-TAL 180 3.800 180 19,50 12,50 Tíma-TAL 420 7.500 420 18,50 11,50 Ekki er hægt að færa mínótur milli greiðslutímabila. Grunngjald, 600 kr., er innifalið í mánaðargjaldi. Bolur>garvík tá-”...... Grindavík Porlákshofh Vestmannaeyjar LANDSSÍMI ÍSLANDS HF FYRIRLESTUR ffSJS FYRIRLE STUR a Stórmarkaðir í Frakklandi. tækifæri íslenskra útflytjenda! Á morgun, miðvikudaginn 6. maí, heldur franskur sérfræðingur, Frangois Cazals, fyrirlestur á vegum viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins um smásölu- markaði í FYakklandi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í Þingsal A á Hótel Sögu frá kl. 13:00 til 17:00. Frangois Cazals erframkvœmdastjóri ráðgjafafyrirtœkisins Distriforce. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu og áralanga reynslu af sölu- og markaðs- málum í Frakklandi. Distriforce hefur sérhœft sig ífyrirlestrum við viðskipta- háskóla, en selur jafnframt margvíslegar vörur til stórmarkaða í umboði lítilla og Meðal efnis verður: • Innkaupastöðvar og innkaupa- ferli á franska markaðinum • Vörumerki stórmarkaða og birgja • Miklir möguleikar íslenskra útflytjenda • Hvemig geta íslensku fyrirtœkin komist inn á þennan markað? • Hvemig geta íslensk stjómvöld komið til liðs við íslenska útflytjendur? • Nytsamlegar ábendingar, m.a. varðandi söluferli og samninga meðalstórra fyrirtækja. ^ Fimmtudaginn 7. apríl er fyrirtækjum, sem sækja í fyrirlesturinn, boðið að ræða í einkaviðtali möguleika þeirra til markaðssetningar á franska smásölumarkaðinum. Verð á fyrirlestrinum er 7.500 kr. á þátttakanda, en gjald fyrir einkaviðtal er 5.000 kr. Þátitökugjald greiðist fyrirfram. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku í dag í síma 560 9930. Vinsamlega athugið að íjöldi er takmarkaður. 1 \ U-. w Viðskiptaþjónusta Utanrikisráðuneytisins Utanríkisráðuneytið.Viðskiptaskrifstofa, Rauðarárstig 25, 150 Reykjavík. Sími: 560 99 30. Bréfsimi: 562 48 78.Tölvupóstfang: postur@utn.stjr.is gefst kostur á að tengja tvo GSM- síma og greiða 10,95 fyrir símtöl milli þeirra á daginn og 7,30 á kvöldin. Að sögn Hrefnu Ingólfs- dóttur, blaðafulltrúa Landssímans, mun fyrirtækið fljótlega taka upp nýtt reikningskerfi sem gerir því kleift að bjóða viðskiptavinum upp á enn fleiri þjónustulínur en til þessa hefur tíðkast. Hvað varðar aðra þjónustu, þá bjóða fyrirtækin bæði upp á sólar- hringsþjónustu, bæði hafa vefsíðu á alnetinu auk almennrar símtals- þjónustu, s.s. símtalsflutnings, númerabirtingar, talhólfs o.s.frv. Vaxandi markaður Farsímaeign landsmanna hefur aukist gífurlega frá því farið var að bjóða upp á slíka þjónustu hér á landi fyrir fjórum árum. Nú þegar eiga 45.000 Islendingar GSM-síma, sem er með því mesta sem gerist í heiminum, og búast má við að sú tala eigi eftir að vaxa hratt með þeirri samkeppni sem nú fer í hönd. Eins og fram hefur komið mun Tal hf. eingöngu bjóða upp á GSM- farsímaþjónustu og áætlar félagið að u.þ.b. 70% landsmanna geti nýtt sér þjónustuna í upphafí. Dreifing- arsvæði félagsins mun í fyrstu ein- skorðast við suðvesturhom lands- ins; Reykjanesbæ, stór-Reykjavík- ursvæðið, Akranes og austur á Sel- foss. Eitt af skilyrðum fjarskipta- stofnunar fyrir leyfisveitingunni var að félagið skyldi hafa náð til 80% þjóðarinnar innan fjögurra ára frá því starfsemin hæfist. Að sögn Gísla Blöndal, kynningar- stjóra Tals, er stefnt að því að gera enn betur og næsta skref verður að koma upp þjónustubúnaði á þétt- býlissvæðum á Norðurlandi. Gísli segir ítarlegar prófanir sem farið hafa fram á kerfinu undanfamar vikur lofa góðu og menn séu bjart- sýnir á framhaldið. Ferðaskrifstofa Islands dótturfyrir- tæki Urvals-Utsýnar FERÐASKRIFSTOFA íslands verður íramvegis rekin sem dótturíyrirtæki Urvals-Utsýnar. Skrifstofumar, sem báðar em í eigu Flugleiða, verða reknar með óbreyttu sniði og hingað til, en talið er að með samvinnu á ýmsum sviðum sé unnt að ná aukinni hagræðingu með þessari breytingu að sögn Einars Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra stefnumótunar- og stjómunar- sviðs Flugleiða. Einar segir innri málefni Flugleiða og dótturfyrirtækja sæta stöðugu endurmati, þar sem reynt er að tryggja aukið hagræði í rekstri. Markaðssetn- ing ferðaskrifstofanna tveggja verður áfram óbreytt og aðskilin en reynt verður að lækka rekstrarkostnað þeirra á ýmsum þjónustusviðum, t.d. með sam- vinnu í hópferðum hér á landi. Breytingin hefur þegar verið kynnt samkeppnisyfirvöldum, sem hafa heimilað að hún fari fram með skilyrðum sambæri- legum þeim sem sett vora þegar hótel í eigu Flugleiða og dóttur- félags þeirra voru sameinuð í eitt fyrirtæki. Starfsemi Úrvals-Útsýnar verður áiram í Lágmúla 4 í Reykjavík en starfsemi Ferða- skrifstofu íslands í Skógarhh'ð 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.