Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 23 VIÐSKIPTI * Islandsbanki annast skuldabréfaút- boð fyrir Eimskip NYVERIÐ var undirritaður samn- ingur milli íslandsbanka og Eim- skips um að bankinn annist sölu á skuldabréfum félagsins, alls að fjár- hæð 600 milljónir króna. Skulda- bréfin eru til átta ára með árlegum afborgunum. Þar af eru 300 m.kr. verðtryggðar og 300 milljónir óverðtryggðar. Kjörin á skuldabréf- um miðast við 30 punkta álag ofan á ríkistryggð skuldabréf af sambæri- legri lengd að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Talsverður áhugi reyndist vera hjá fjárfestum íyrir bréfunum, sem seldust upp. Stefnt er að skráningu þeirra á Verðbréfaþingi íslands og mun íslandsbanki annast viðskipta- vakt á skuldabréfunum. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eim- skips, og Val Valsson, bankastjóra Islandsbanka, undirrita samning- inn. Með þeim á myndinni eru Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri hjá Islandsbanka, Kristján Arason, deildarstjóri í verðbréfaút- gáfu bankans, og Þórður Magnús- son, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs hjá Eimskip. Góð afkoma hjá Spari- sjóði Þórs- hafnar Þdrshöfn. Morgunblaðið. Á AÐALFUNDI Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis sem haldinn var 3. apríl sl. kom fram að síðast- liðið ár var hagstætt hjá sjóðnum, en 9,7 milljóna króna hagnaður varð af rekstri hans. Nýtt af- greiðslukerfi verður sett upp í sparisjóðnum og hraðbanki opnað- ur. Eignir sjóðsins námu í lok síð- asta árs 566,3 milljónum króna og skuldir 455,9 milljónum. Eigið fé var 110,3 milljónir sem er 19,5% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Eig- infjárhlutfall, svokallað CAD-hlut- fall, var 25,15% en má samkvæmt lögum um sparisjóði ekki vera lægra en 8%. Staða sparisjóðsins er góð og hækkuðu innlán um 22% en útlán lækkuðu um 26 milijónir króna milli ára. Tillaga stjómar þess efnis að hagnaði verði varið til hækkunar á varasjóði var samþykkt, einnig samþykkti aðalfundur að greiddur verði 10% arður til stofnbréfaeig- enda og komi sú upphæð til hækk- unar á stofnfé. Breytingar á peningamarkaði Sparisjóðsstjóri er Kristján Hjelm og eru starfsmenn við sjóð- inn 4,5 stöðugildi. Stjómarformaður sparisjóðsins er Kristín Kristjánsdóttir og hefur hún setið 11 ár samfleytt í stjóm sjóðsins. I máli hennar á aðalfundi kom fram að miklar breytingar em á peningamarkaðnum og sam- keppni hörð á þessum markaði. Sparisjóðurinn verði því að vera í takt við tímann og fylgjast með nýjungum. Því eru miklar breytingar á af- greiðsluháttum framundan hjá sparisjóðnum hér, líkt og annars staðar. Pappírsviðskipti minnka en rafræn viðskipti aukast. Nýtt af- greiðslukerfi verður tekið í notkun og hraðbanki, sem opinn verður allan sólarhringinn árið um kring, verður settur upp við sparisjóðinn. Þessar breytingar verða að líkind- um fullfrágengnar með haustinu og verða til þæginda fyrir við- skiptavini sparisjóðsins svo og starfsfólk. Við bióðum hagkvæmustu leiðina í viðskiptaferðum til Evrópu Q Ferðaskrifstofa íslands gefur þér kost á að spara umtalsverðar fjárhæðir í viðskiptaferðum til Evrópu. Með því að bjóða viðskiptafarþegum að nýta sér kosti þess að fljúga á viðskiptafargjaldi Flugleiða og SAS gerum við þeim kleift að draga til muna úr ferðakostnaði í viðskiptaferðum á milli íslands og annarra Evrópulanda. Q Tíðar áætlunarferðir og sveigjanleiki í tengslum við bókanir og breytingar á þeim lækka ferða- kostnað þegar allt er saman talið.Auk þess hlýst af því umtalsverður óbeinn sparnaður að stytta dvalartíma erlendis og þar með fjarvistir frá vinnustað hér heima. Nýttu þér ótvíræða kosti þess fyrir þig og fyrirtæki þitt að fljúga á viðskiptafargjaldi í Evrópu með SAS og Fiugleiðum Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu íslands. SAS FERÐASKRIFSTCM ÍSLANDS %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.