Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
NYTT
Álegg og
kryddpylsur
GOÐI hefur sent frá sér tvenns
konar nýjungar. Annars vegar er
um álegg úr reyktum nautavöðva
að ræða. Nautavöðvinn er fítu-
hreinsaður, sérvalinn lærvöðvi.
Hins vegar er um að ræða
tvær tegundir af kryddpylsum.
Tegundunum hefur verið gefið
nafnið Cabanossy og Chorisso-
pylsur og innihalda pylsurnar
ítalska kryddblöndu. Pylsurnar
henta jafnt á grillið sem steiktar
eða soðnar.
Morgunblaðið/Golli
Lúxus kara-
mellu-
íspinnar
KARAMELLU Lúxus íspinnarnir
sem seldir hafa verið í söluturn-
um um skeið fást nú í heimilis-
pakkningum.
I fréttatilkynningu frá Kjörís
kemur fram að fjórir íspinnar
séu í hverri pakkningu og að þeir
séu framleiddir úr mjólkurís með
mjúkri karamellu og hjúpaðir
með súkkulaðidýfu.
fierra
GARÐURINN
-klæðirþigvel
KRINGLUNNl OG LAUGAVEGI
Nýr bœklingur er kominn
í allar helstu matvöruverslanir
Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
Marsípanhjúpuð veisluterta.
Sérrifyllin? - í henni eiga að vera 3 dl rjómi,
en þvi miður féll það niður í upptalningunni.
~ Þeyttur rjóminn fer síðan saman við eggjahræruna
o um leið og ávextirnir.
2 Við vonum að þetta hafi ekki valdið óþægindum
* og að þið eigið eftir að njóta þess
sem bæklingurinn býður upp á.
Hafið samband ef spurningar vakna við
Upplýsingaþjónustu Tilraunaeldhúss MS
sími 569 2200.
mr
með Tilraunaeldhúsi
Mjólkursamsölunnar
Könnun á verði drykkjarfanga í veitingahúsum
Allt að 135% verð-
munur á írsku kaffí
VERÐMUNUR á drykkjarföngum
í veitingahúsum er mikill, það mun-
ar allt að 135% á írsku kaffi milli
staða og verðmunurinn nemur
120% þegar flaska af Beek’s bjór er
annars vegar.
Þetta kemur fram í nýlegri könn-
un starfsfólks Samkeppnisstofnun-
ar á verði áfengis, gosdrykkja og
bjórs í 131 veitingahúsi á höfuð-
borgarsvæðinu. Sambærileg könn-
un var gerð í apríl á sl. ári.
Vodki á 500 eða 900 krónur
í fréttabréfi Samkeppnisstofnun-
ar koma fram ýmis dæmi um mis-
munandi hátt verð. Dýrastur var
tvöfaldur vodki í gosdrykk hjá Kaffi
Reykjavík og á Skólabrú á 900 krón-
ur en hann var ódýrastur hjá Nellyks
á 500 krónur. Einfaldur Martini Bi-
anco var dýrastur á 400 krónur hjá
Kaffi Reykjavík, Fjörukránni, Sir
Oliver, Fantasíu, Mirabelle,
Samurai, The Dubliner og hjá Vega-
mótum en hann var ódýrast-
ur hjá Kínahofinu, Pizza
67 á Reykjavíkurvegi og
Pizzahúsinu
Grensásvegi
á 230 krón-
ur. Einfaldur
Grand Mamier
var ódýrastur á
250 krónur hjá Ca-
fé Jensen en dýrast-
ur hjá Óðali á 500
krónur. Einfalt írskt
kaffi kostaði mest 750
krónur á veitingahúsunum,
Gauki á Stöng, Grand Hóteli,
Hótel Reykjavík, Humarhús-
inu, Jónatan Livingstone Mávi,
Leikhúskjallaranum, Naustinu og
Óðali en var ódýrast á 400 krónur
hjá Vitabar. Þegar kemur að bjór-
tegundum var 33 cl flaska af Tu-
borg ódýrust á 350 krónur hjá
Grand hóteli, Vitabar og í Ölveri
en dýrust á 550 krónur hjá Skóla-
brú. Sama er uppi á teningnum
með 33 cl flösku af Egils gullbjór.
Dýrust var hún á 550 krónur hjá
Skólabrú en ódýrust í Ölveri og á
Grand hóteli á 350 krónur. 33 cl
flaska af Beck’s bjór var ódýrust
hjá Pizza 67 í Engihjalla, á 250
kr., en dýrust í Rive •
Gauche á 550 krón-
ur. Þá var 33 cl
Drykkjarföng á veitingahúsum
Niðurstöður úr könnun Samkeppnisstofnunar í apríl 1998
Drykkur »§8.7 Fjöldi veitinga- húsa Lægsta verð Hæsta verð Hlutf.- legur mism. Meðal- verð I apríl '98
Tvöfaldur vodki i gosi 115 500 kr. 900 kr. 80% 748 kr.
Tvöfaldur gin í gosi 115 500 kr. 900 kr. 80% 748 kr.
Bristol Cream sérrý, 6 cl 98 250 kr. 450 kr. 80% 335 kr.
Martini Bianco, 6 cl 105 230 kr. 400 kr. 74% 319 kr.
Bailey's Irish Cream, einf. 117 170 kr. 400 kr. 135% 294 kr.
Grand Marnier, einf. 109 250 kr. 500 kr. 100% 375 kr.
Remy Martin VSOP, einf. 99 350 kr. 600 kr. 71% 493 kr.
Irish Coffee, einf. 115 400 kr. 750 kr. 88% 617 kr.
Beck's, 33 cl flaska 70 250 kr. 550 kr. 120% 445 kr.
Heineken, 33 cl flaska 60 290 kr. 550 kr. 90% 461 kr.
Tuborg, 33 cl flaska 52 350 kr. 550 kr. 57% 451 kr.
Egils gull, 33 cl flaska 46 350 kr. 550 kr. 57% 460 kr.
Viking, 33 cl flaska 36 300 kr. 520 kr. 73% 444 kr.
Viking kranabjór, 0,31 23 280 kr. 500 kr. 79% 382 kr.
Viking kranabjór, 0,51 25 380 kr. 600 kr. 58% 491 kr.
Tuborg kranabjór, 0,31 23 250 kr. 450 kr. 80% 368 kr.
Tuborg kranabjór, 0,51 23 350 kr. 595 kr. 70% 490 kr.
flaska af
Heineken
bjór ódýrust
hjá Wunder-
bar á 290 krón-
ur en dýrust á Ri-
ve Gauche á 550
krónur. Að lokum má
nefna 33 cl flösku af
Víking bjór. Hún kostaði
minnst 300 krónur á
Skippemum en kostar 520
krónur þar sem hún var dýr-
ust, hjá Humarhúsinu.
Kristín Færseth deildarstjóri
hjá Samkeppnisstofnun segir að
verð á því sem kallast vín húss-
ins sé mjög mismunandi. „Glasið
er selt á allt frá 290 krónum og
upp í 750 krónur þar sem það er
að dýrast og þá er um sama
magn af víni að ræða.
Á að gefa upp magn víns
Að sögn Kristínar era litlar
verðbreytingar á þessu eins árs
tímabili frá því sambærileg
könnun var gerð og fylgja
þær nokkurn veg-
inn verðbreyting-
um hjá ÁTVR.
,Á árinu 1996 komu út breyttar
reglur um verðupplýsingar veit-
ingahúsa en þær komu í stað reglna
Samkeppnisstofnunar frá 1994. Að-
albreytingin er sú að nú þurfa þeir
sem stunda veitingarekstur að gefa
upp magn á drykkjarföngum, hvort
heldur er í flösku eða glasi, auk
verðs. Það er fyrst og fremst gert
til að viðskiptavinir geti áttað sig á
og borið saman verð. Flest veitinga-
húsin bjóða glas af víni hússins til
sölu. Það getur verið erfitt að átta
sig á verðinu og hvað í boði er ef
magns er ekki getið.“ Kristín segir
að í þessari könnun hafi magnið í
hverju glasi verið frá 12-33 cl eftir
veitingahúsum. Þá segir hún að 42%
veitingahúsanna tilgreini magn
drykkjarfanga og einungis 40% hafi
verðskrá á áberandi stað fyrir fram-
an inngöngudyr. „Auðvitað er eðli-
legt að verð sé mismunandi á veit-
ingastöðum en það er nauðsynlegt
að neytendur geti gert sér grein
fyrir verðlagi. Samkvæmt fýrr-
greindum reglum ber þeim sem
stunda veitingahúsarekstur að hafa
uppi slíka verðskrá þar sem fram
kemur verð algengustu vöru og
þjónustu sem í boði er.“
NÝTT
Tilbúnir
fiskréttir
Vatn stillt með
varmaskipti í 40-60°
ÍSLENSKT franskt eldhús hf. á
Akranesi hefur sett á markað frosn-
ar ýsusteikur með laxamúsfyllingu,
fjórar steikur í
pakka, ætlaðar
fyrir tvo. Réttur-
inn er tilbúinn til
eldunar beint úr
frysti. Steikum-
ar er hægt að
steikja á pönnu,
setja í örbylgju-
ofn, í bakaraofn
eða á grillið. Ýsusteikumar era
boðnar á sérstöku kynningarverði í
verslunum Hagkaups.
Ýsusteikumar eru ein af fjöl-
mörgum nýjum framleiðsluvöram
sem þróaðar hafa verið og fram-
leiddar í samstarfi íslensks fransks
eldhúss hf. og Haralds Böðvarsonar
hf. á Akranesi. Útflutningur þess-
ara tilbúnu rétta fer nú þrátt vax-
andi að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu. Áðumefndir réttir era
hluti af nýrri framleiðslulínu ÍFE
og HB hf. þar sem ferskur fiskur er
fullunninn fyrir neytendur áður en
hann er seldur erlendis.
VARMASKIPTAR eða forhitarar
svokallaðir hafa lengi verið notaðir
til upphitunar á vatni, til dæmis á
Seltjarnamesi. Með notkun þeirra
er hægt að stilla hitastig á heitu
neysluvatni á bilinu 40-60° C.
Kjartan Ó. Kjartansson bygging-
artæknifræðingur og sölumaður
hjá Héðni-verslun segir varma-
skipta misafkastamikla en þeir
kosta um 70.000 krónur með stjóm-
búnaði fyrir rað- og einbýlishús og
um 100.000 krónur uppsettir.
„Varmaskiptar hafa aðallega verið
notaðir á neysluvatn þar sem það
er ekki nógu gott. Fyrir utan það
eru ýmsir kostir sem fylgja því að
vera með varmahitara. Þrýstingur-
inn á vatninu er lægri en ef um
hitaveituvatn er að ræða. Oft er
þrýstingurinn á hitaveituvatni mik-
ill til að koma vatni í alla bæjar-
hluta. Mörg blöndunartæki þola
ekki þennan þrýsting og það eru
dæmi um að þau hafi sprangið þess
vegna. Þá hefur þetta oft orsakað
þann vanda t.d. í blokkum ef þrýst-
ingur er misjafn milli kalda og heita
vatnsins að vatnið kemur í gusum.
Með forhitara er sami þrýstingur á
upphitaða heita vatninu og því
kalda.“
Einn stærsta kostinn segir Kjart-
an vera, að með varmaskipti koma
ekki kísilútfellingar á sturtur eða
böð sem eiga annars til að setjast á
flísar eða leirtau.
Þegar hann er spurður hvemig
hægt sé að stjórna hitastigi á heita
vatninu með varmaskipti segir hann
að hægt sé að stilla stjómbúnaðinn
sem tengdur er við varmaskiptinn
svo að hann hiti vatnið aldrei meira
en á bilinu 40-60° C.
- Hvað dugar svona búnaður
lengi?
„Það fer allt eftir aðstæðum og
vatnið sjálft hefur mikil áhrif á end-
ingartímann. Yfirléitt er vatnið
mjög gott á Reykjavíkursvæðinu,
það er helst að vatnið á Seltjamar-
nesinu sé ekki upp á það besta en
þar nota flestir varmaskipta."
Þegar hann er spurður um við-
hald á þessum forhiturum eða
varmaskiptum segir hann ráðlegt
að láta yfirfara búnaðinn reglulega
eins og allan annan búnað.