Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 27

Morgunblaðið - 05.05.1998, Side 27
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 2 7 ERLENT Langt og dýrt verkfall Á níunda verkfallsdegi í Danmörku eru áhrifín að verða áþreifanleg í ýmsum greinum atvinnulífsins, þó almenningur fínni lítt fyrir þeim í daglega lífínu eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur. Reuters GRETE Jessen, sem rekur bensínstöð í Kruse á Jótlandi, lokar bensíntönkunum vegna verkfallsins. „ÉG ER EKKI trúaður á að samn- ingar takist í nótt,“ sagði Hans Jen- sen forseti danska Alþýðusambands- ins í gær eftir langa samningatörn samningsaðila. Nærri var slitnað upp úr samningum á sunnudag, er launþegar höfnuðu tilboði um tvo viðbótarfrídaga gegn lægri greiðsl- um í eftirlaunasjóði. Eins og sjá mátti fyrir hafa áhrif verkfallsins nú breiðst út til stórs hluta dansks at- vinnulífs, áhrif í útflutningsgreinum gerast sársaukafull og landbúnaður- inn á í erfiðleikum. f dag efnir verka- lýðshreyfingin til mótmæla víða um land. A fundi fyrir viku söfnuðust tuttugu þúsund manns saman á fundi í Kaupmannahöfn og búist er við að mun fleiri mæti í dag, þegar verkbann á verslunarfólk gengur í gildi. Ef verkfallið dregst á langinn eru vaxandi áhyggjur í stjórninni yf- ir hugsanlegum áhrifum á þjóðarat- kvæðagreiðsluna um Amsterdam- sáttmálann 28. maí. „Frekar frí en fimmaura“ Fulltrúar samningsaðila vilja sem minnst láta hafa eftir sér, svo mikið af fréttum danskra fjölmiðla eru byggðar á getgátum og óstaðfestum orðrómi. Aðilamir leggja áherslu á að samið verði utan sviðsljóssins og hugsanlega samningar kynntir í fé- lögunum, áður en þeir verða greindir og túlkaðir af fjölmiðlum. Það virðist þó liggja fyrir að launþegar hafi hafnað áþreifanlegu tilboði á sunnu- dag um tvo viðbótarfrídaga, þar sem þeir hafi álitið sig þurfa að gefa of mikið eftir og þá líklega helst af greiðslum atvinnurekenda í lífeyris- sjóði. Það eru eftir sem áður frídagar, sem eru efst á blaði. A mótmæla- fundum í dag eru slagorðin víða „6. frívikan“ og „Frekar frí en fimmaura“. Þó Hans Jensen hafi dregið úr væntingum launþega með því að segja að óraunsætt sé að álíta að heil vika náist í einum rykk, þá er greinilegt að það em viðbótarfrídag- ar, sem verkalýðsforystan álítur mikilvægast að ná samningum um. Landbúnaðurinn tapar 230 milljónum á dag Þýskaland og Svíþjóð em helstu viðskiptalönd Dana og þar er því áhrifanna farið að gæta. I gær lagð- ist niður framleiðsla hjá sænska Saab í Södertálje og Trollháttan, þar sem ekki fást hlutar, sem framleidd- ir eru í Danmörku. Saab metur tapið vegna lokunar á 120 milljónir sænskra króna á dag. Volvo er einnig í vandræðum, en getur þó haldið framleiðslunni gangandi fram í vikuna. Margir danskir framleið- endur, sem flytja út vömr sínar, sjá ekki aðeins fram á tap á meðan á verkfallinu stendur, heldur óttast einnig að missa markaði. Forsvars- menn landbúnaðarins hafa þungar áhyggjur af ástandinu, bæði af tapi bænda og eins af því að hollenskir svínabændur hafa verið snöggir að fylla upp í tómarúmið, sem dönsku útflutningsstöðvun hefur orsakað. Tækifærið kemur sér vel fyrir þá hollensku, sem nýlega voru úr leik vegna svlnapestar og em rétt að koma inn á markaðina aftur. Vandinn í landbúnaðinum lýsir sér meðal annars í því að bændur losna hvorki við sláturdýr né fá nægilegt fóður. Þeir sitja því uppi með grísi, sem verða of stórir til slátranar og eins verður æ þrengra um svínin, þegar ekki er hægt að rýma fyrir yngri grísum. Kjúklingabændur búa við sömu aðstæður, þar sem kjúklingunum fjölgar, þeir stækka og dafna og eru að lokum farnir að troða hver annan í hel í alltof þröng- um húsum. Fjölmiðlar draga ekki af sér við að mála skrattann á vegginn og dýravemdunarsamtök kvarta há- stöfum undan því að dýrin þurfi að þjást fyrir verkfallið. Þegar til lengdar lætur munu stærri sláturdýr leiða til offramboðs og verðlækkunar. Sláturhúsin fá því nóg að starfa, en reiknað er með að það taki fimm vikur að ná upp einnar viku verkfalli. Nú þegar verkfallið er komið á aðra viku og ekki séð fyrir endann á því er ekki útséð um hver vandi sláturhúsanna verði. Reiknað er með að tap landbúnaðarins sé um 230 milljónir danskra króna á dag, rúmlega 2,3 milljarðar íslenskra króna. Þó sjávarútvegur hossi ekki jafn hátt í dönskum þjóðhagsreikningum og landbúnaðurinn hefur athyglin einnig beinst að vanda sjávarútvegs- ins vegna verkfallsins. Sjómenn geta ekki veitt, þar sem þeir losna ekki við fiskinn og þurfa því að vera að- gerðarlausir. Þar sem sjávarútvegur er ráðandi atvinnuvegur á vestur- strönd Jótlands er það helst þar, sem áhrifanna gætir, en víða á Sjá- landi er stundaður útvegur í smáum stíL Ahrifin á daglega lífið „Svei mér þá ef þetta er ekki ger!“ sagði ungur maður við kælinn í Irmu á Austurbrú í gær, eftir að hafa orðið starsýnt á litla gula pakka með blárri áletrun. Venjulega er gerið í hvítum pökkum, en nú er flutt inn sænskt ger pakkað inn í sænsku fánalitina. I kælinum var einnig mjólk og í hillunum gat að líta hveiti, sem annars hefur ekki sést, auk ým- issa annarra vara, sem urðu hömstr- urum að bráð fyrstu verkfallsdag- ana. Klósettpappír hefur þó enn ekki sést. í dag þegar verkbann á búða- fólk hefst munu verkfallsáhrifin enn verða greinilegri, þar sem margar búðir munu eiga erfitt með að hafa opið. Viðmælendum Morgunblaðsins undanfarna daga ber flestum saman um að þeir viti af verkfallinu, en finni samt ekki beint fyrir því í daglega lífinu, utan hvað það sé ekki alltaf hægt að ganga að vörum. En þeir sem vinna í iðnfyrirtækjum verða auðvitað vai’ir við verkfallið, póstur- inn erlendis frá er lengur á ieiðinni og mun færri strætisvagnar ganga. Meðal stjórnmálamanna munu ef- laust verða miklar umræður um áhrifin til lengdar en sem stendur beinast áhyggjurnar að þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Þó Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra taki því fjarri að fresta þurfi henni, enda séu atkvæðagreiðslan og verkfailið tvö óskild mál. Enginn efast þó um að verði nýir samningar samþykktir með naumum meirihluta eða ófyrirsjáanlegar upp- ákomur verði, muni það ýta undir að kjósendur lýsi óánægju sinni með því að ganga gegn stefnu stjórnar- innar í atkvæðagreiðslunni. En með- an samningar nást ekki mun nægur tími gefast til að reyna frekar áhrif þess að búa í landi með um hálfa milljón í verkfalli eða verkbanni. VARAHLUTIR AUKAHLUTIR Hjálmar, barnastólar, grlfflur, blikkljós, bjöllur, hraöamælar, brúsar, töskur, slöngur, skít- bretti, Ijós, bögglaberar, stand- arar, demparagafflar, stýris- endar, dekk, hjólafestingar á bíla og margt fleira. FULL BÚÐ AF HJÓLUM Á FRÁBÆRU VERÐI BRONCO TRACK 20“ 6 gíra meö Shima- no gírum og Grip-Shift. Átaks-bremsur, álgjarðir, standari, brúsi, glit, gírahlíf og tvöfaldri keöjuhlíf. Bæöi stráka og stelpu stell. Verð kr. 17.900, stgr. 17.005 DIAM0ND SAHARA 24“ 18 gíra fjalla- hjól meö skítbrettum og bögglabera á frábæru verði. Shimano gírar, álgjarðir, átaksbremsur, brúsi, standari, glit, gíra- hlíf og keöjuhlíf. 24“ Verö kr. 24.900, stgr. 23.655 BRONCO WILD TRACK 16“ og 20“ fjallahjól barna meö fótbremsu, skít- brettum, standara, keöjuhlíf og gliti. Stráka og stelpu stell. Frá 5 ára 16“ kr. 11.500, stgr. 10.925 Frá 6 ára 20“ kr. 12.500, stgr. 11.875 DIAM0ND R0CKY 16“ og 20“ fjallahjól barna meö fótbremsu, skítbrettum, standara, keöjuhlíf og gliti. Stráka og stelpu stell. Frá 5 ára 16“ kr. 11.900, stgr. 11.305 Frá 6 ára 20“ kr. 12.900, stgr. 12.255 ITALTRIKE þríhjól, vönduö og endingar- góö, margar geröir meö og án skúffu. Lucy 10“ kr. 4.600, stgr. 4.370 Lucy 12“ kr. 5.100, stgr. 4.845 ITALTRIKE þríhjól meö skúffu. Verö frá kr. 4.400, stgr. 4.180 Transporter kr. 5.100, stgr. 4.845 Safari kr. 5.100, stgr. 4.845 VIVI barnahjól, meö hjálpardekkjum og fótbremsu. Létt, sterk og meðfeerileg barnahjól. Frá 3 ára 12,5“ kr. 9.600, stgr. 9.120 Frá 4 ára 14“ kr. 9.900, stgr. 9.405 BRONCO PR0 TRACK 24“ og 26“ 21 gíra fjallahjól á mjög góðu veröi. Shimano gírar, Grip-shift, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírahlíf og keðjuhlíf. 24“ Verö kr. 22.900, stgr. 21.755 26“ Verð kr. 23.900, stgr. 22.705 BRONCO PRO TRACK 24“ og 26“ 21 gíra fjallahjól á mjög góöu veröi. Shima- no gírar, Grip-shift, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírahlíf og keðjuhlíf. 24“ fjólublátt og 26“ grænt. 24“ Verö kr. 22.900, stgr. 21.755 26“ Verö kr. 23.900, stgr. 22.705 <0 Ars ábyrgð og fri upphersla eftir einn manuð. Vandið valið og verslið i serverslun. BRONCO TRACK 26“ 18 gíra fjallahjól á ótrúlegu góöu veröi. Shimano gírar, átaksbremsur, álgjaröir, brúsafesting, standari, glit, gírahlíf og keðjuhlíf. Bæöi herra og dömu stell. Verð áður kr. 22.900 Tilboö kr. 19.500, stgr. 18.525 DIAM0ND EXPEDITION 26“ 21 gíra fjallahjól meö skítbrettum og bögglabera á frábæru verði. Shimano gírar, EZ-fire, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírahlíf og keöjuhlíf. Herra svart og dömu dökkrautt. Meö Grip-shift, herra dökkblátt og dömu milli blátt. Verð aðeins kr. 26.900, stgr. 25.555 BRONCO TERMINATOR Freestyle BMX. Cr-Mo stell, rotor á stýri, styrktar álgjaröir, V-bremsur, pinnar og annar öryggisbúnaöur. Ótrúlegt verö miðaö viö útbúnaö kr. 24.900, stgr. 23.655. Viðurkenndir reiðhjólahjálmar frá HAM- AX og Brancale. Auðvelt aö stilla stærð með stillanlegu bandi aftur fyrir hnakka. Mjög léttir og meðfærilegir. Hamax verö með skygni kr. 2.990, stgr. 2.840. Brancale, barna frá kr. 2.300 og full- orðins frá kr. 2.,600 Símar 553 5320 Barnastólar frá HAMAX Noregi, viöur- kenndir stólar meö öruggri tvöfaldri fest- ingu á hjól. Örugg festing fyrir barnið með axlaólum og fótstigi og teinavörn. Bike Rider Lux verð kr. 4.700, stgr. 4.465 KISS verö frá kr. 5.500, stgr. 5.225 5% staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raögreiösl- ur veittar í versluninni 568 8860 Ármúla 40 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stilit á tullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ein stærsta sportvöruverslun landsins l^ersSungnH[H /k!4RKlD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.