Morgunblaðið - 05.05.1998, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
PALINA K.
NORÐDAHL
+ Pálína K. Norð-
dahl fæddist í
Vestmannaeyjum 18.
maí 1915. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir hinn 20. apríl
siðastliðinn. Foreld-
ar hennar voru Elín
Stephensen hús-
freyja og Karl Ein-
arsson sýslumaður.
Hin 26. september
1936 giftist Pálína
Kjartani Norðdahl,
f. 4.7. 1905, og eign-
uðust þau þrjú börn:
Elínu, f. 24.1. 1939;
Kjartan, f. 20.5. 1940; og Önnu,
f. 29.4. 1952.
Útför Pálínu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Pálína Margrét Norðdahl var
fædd í Vestmannaeyjum, en fluttist
til Reykjavíkur með foreldrum sín-
um, Elínu Stephensen og Karli Ein-
arssyni, og systkinum sínum, Jónasi,
Stefáni og Önnu. Annað veit ég ekki
um hennar æsku. Hún bjó allan sinn
^►•aldur í Reykjavík. En hún Pálína er
dáin og minningarnar hrannast upp,
minningar um ánægjustundir þegar
ég var bam, uppörvun þegar illa
' gekk og ég unglingur og ekki alltaf
jafn sátt við tilveruna. Þá hafði hún
Pálína alltaf einhver ráð með glað-
værð sinni og jafnvægi að sýna
manni jákvæðu hliðina. Og það hélt
áfram fram á mín fullorðinsár, þvi
var eins og hún hefði sagnaranda því
svo ótrúlega oft birtist hún óvænt
þegar á móti blés og mér fannst ver-
öldin vond. Þá kom Pálína og með
^henni sólskinið sem fylgdi henni
alltaf, og alltaf tókst henni að hugga
án þess að vera með væmni, og nú
verð ég að passa mig að vera ekki
með væmni í þessu pári mínu því það
hefði henni ekki Iíkað.
En hún var meira en venjulegur
Krossar á (eiði
Ryðfrítt stáí - varaníegt efni
Krossamir eruframkiddir
úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáíi.
Minnisvarði sem endist
urn ókomna tíð.
Sóíkross (táknar eiííft iíf)
Hœð 100 smfrájörðu.
Hefðhundinn kross m/munstruðum
endum. Hæð 100 sm jfá jörðu.
Hringið í síma 431-1075 og fáið litabækllng.
BLEKKVERKt
Dalbraut 2, 300 Akranesi.
Sími 431-1075, fax 431-3076
heimilisvinur. Hún var
systir hans stjúpa míns
og vjnkona móður minn-
ar. Á hverju vori í mörg
ár sameinuðust þessar
tvær fjölskyldur í eina
þegar farið var í sumar-
bústað þar sem þessar
tvær konur dvöldu sum-
arlangt með okkur
börnin. Þetta var
ógleymanlegur tími. Og
seinna kom ég þar með
mín börn og Pálína varð
einnig vinur þeirra.
Mér var sögð sú saga
að þegar átti að fara að
skíra Pálínu hafi stjúpi
minn mótmælt, hann bara grét og
vildi ekki láta skíra litlu systur, var
hræddur um að presturinn meiddi
hana. „Það þarf ekkert að skíra
hana, hún heitir bara Elska og er
bara Elska,“ og síðan hefur hún bor-
ið þetta óvenjulega gælunafn og hún
hefur borið það með sóma, og í mín-
um huga og bamanna minna og
margra annarra mun hún alltaf vera
bara Elska með stórum staf.
Og nú þegar hún hefur lokið sinni
lífsgöngu bið ég góðan Guð að styðja
fjölskyldu hennar gegn um söknuð-
inn. Aldraðan eiginmann, Kjartan
Norðdahl, bömin hennar, Elínu,
Kjartan og Önnu Katrínu, bama-
bömin, bamabamabömin, tengda-
bömin og okkur hin.
I dag fylgjum við henni til grafar,
en minningamar lifa, vertu blessuð
Elska mín, megir þú hvfla í friði. Við
þökkum öll fyrir að hafa átt þig.
Þórdís S. Guðjónsdóttir.
Ástkær amma og langamma. Við
kveðjum þig með söknuði í hjarta.
Við vildum gjarnan hafa þig hjá okk-
ur örlítið lengur. En eins og við vit-
um öll gerir kallið ekki boð á undan
sér.
Þeir vom ófáir göngutúramir sem
við fómm í, bara til þess að koma til
þín. Það em svo margar og góðar
minningar sem við eigum með þér að
ekki er hægt að gera upp á milli. í
raun er ekki hægt að skrifa löng og
mörg orð um hug okkar til þín, því
við vitum eins og þú, að í hjarta þínu
veist þú það allt.
MINNINGAR OG
TÆKIFÆRJSKORT
m
Segðu hug þinn um leið
og þú lætur gott af þér
® 5614400 iei8a
<SlT filÁLMBSTOFNUN
\QTj KnWJUW*“‘
Persónuteg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Atlan sólarhringinn.
Eitt er víst, að ef erfiðleikar steðja
að, þá vitum við hvert skal leita.
Vertu nú sæl að sinni, við sjáumst
síðar.
Kærar stundir áttum við í hlýjum
faðmi þínum. Gæt þú okkar, við gæt-
um þín, elsku kæra amma mín.
Eva og Atli Ben.
Amma var eins og hin mamma
mín, mín fyrstu ár er við bjuggum
hjá henni og afa í Stangarholtinu.
Þar söng hún mig oft í svefn og
finnst mér ég enn heyra Gekk ég yfír
sjó og land sem var mitt uppáhald.
Svo fluttust þau í Kópavoginn þar
sem ég fékk stundum að gista. Hins
vegar varð ég daglegur gestur þegar
þau fluttust í nágrenni við skólann
minn. Eg kom í hádeginu, eftir skóla
og í öllum mínum hléum. Þar gátum
við spilað endalaust. Aldrei varð hún
þreytt á að spila við mig eða hlusta á
mínar óreyndu skoðanir.
Alltaf man ég eftir ömmu í eldhús-
inu, ekki af því hún væri alltaf að
baka, heldur vegna þess að þar sat
hún og hlustaði á allra vandamál og
leysti. Hún var sannkallaður sáli
allra sem hana þekktu. Þetta var
hennar líf og yndi að sitja og hlusta
og tala.
Og nú er hún farin þessi einstaka
kona og er hennar sárt saknað.
Elsku amma, Guð blessi þig og
geymi og setji þig á þann stað sem
þú átt allan skilið, paradís.
Katrín.
Nýr staður hefur tekáð við ömmu
minni Pálínu K. Norðdahl frá Vest-
mannaeyjum. Eg vil trúa því að hann
sé betri en sá sem við fæðumst í.
Amma var sú stoð og stytta sem allir
sem henni stóðu næst gátu treyst á
og leituðu hjálpar hjá á hvaða sviði
sem var, ekki síst við barnabömin.
Hún var sá klettur sem allir hölluðu
sér upp að. Mér er minnisstætt atvik
er átti sér stað er ég var unglingur
og sífellt í erjum við strákana í
næsta hverfi. Við vorum að fljúgast á
og ég varð undir enda við ofurefli að
etja. Þá birtist amma óvænt og sneri
forsprakkann einfaldlega niður.
Brast þá flótti á liðið. Hún naut
ómældrar virðingar í hverfinu eftir
þetta.
Þó að ég eltist dró ekki úr heim-
sóknum mínum til ömmu og afa, þau
voru einfaldlega svo stór hluti af
mínu lífi. Amma var viljasterk kona
sem hafði ákveðnar skoðanir á lífinu
og tilverunni. Ef hún hafði tekið
ákvörðun varð henni ekki haggað.
Hún var vel að sér í flestum málefn-
um sama hvort um var rætt stjórn-
mál eða íþróttir. Talandi um íþróttir
þá var hún mikil áhugamanneskja
um þær, sérstaklega handbolta. Hún
fylgdist vel með gangi mála í fýrstu
deildinni. Þegar undirritaður hóf sitt
íþróttabrölt á unga aldri var amma
sú eina í fjölskyldunni sem kom að
horfa á. Þegar í meistaraflokk var
komið og leikirnir voru sýndir í sjón-
varpinu sat amma límd við skjáinn
að sjá hvemig barnabarnið stæði sig.
Alla leiki tók hún upp á vídeó þegar
ég var við nám erlendis og sendi út.
Hún sá til þess að ekkert færi fram
hjá mér hvað íþróttimar varðaði.
Þó að ég heimsæki þig ekki í Ból-
staðarhlíðina framar muntu alltaf
vera mér nálæg, svo mikið er víst.
Amma, ég kveð þig að sinni á sama
hátt og ég gerði þegar ég fór til
Belgíu.
Rachid.
í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum
við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalista.
Í| S.HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
KRISTINN
JÓNSSON
+ Kristinn Jónsson frá Sval-
barði fæddist í Katadal á
Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu 1.
febrúar 1908. Hann lést í
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
30. mars síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Hvamms-
tangakirkju 8. apríl.
Þegar aldnir vinir og ættingjar
kveðja dofnar smátt og smátt sú
mynd sem við getum gert okkur af
lífskjörum og lifnaðarháttum þeirr-
ar kynslóðar sem fæddist með öld-
inni. Þótt sumt geymist í skráðum
sögnum skortir þær ávallt lifandi
frásagnameista þess er sjálfur hef-
ur lifað atburði.
Kristinn Jónsson frá Svalbarði,
sem hér er minnst, var einn þeirra
sem gat sagt frá lífinu í afskekktum
dalabyggðum Vatnsness. Að honum
gengnum harmar maður að hafa
ekki hlustað betur á frásagnir hans
og annarra honum jafnaldra. Af
frændsystkinunum á Þorgrímsstöð-
um og í Tungukoti er nú Ingibjörg,
systir Kristins, ein á lífi. Þeir voru
systrasynir Kristinn og faðir okkar,
Guðmundur B. Jóhannesson, Þor-
grímsstöðum, og tengsl milli fjöl-
skyldnanna hafa alltaf verið sterk
og margþætt. Foreldrar Kristins,
Ósk Bjarnadóttir og Jón Kristó-
fersson, bjuggu lengi í Tungukoti í
Hlíðardal og þar liðu hans bemsku-
ár. Fyrir tæpri öld voru aðstæður
allar með svo ólíkum hætti að erfitt
er að gera sér í hugarlund. Um
Þorgrímsstaða- og Hlíðardal var þá
fjölfarnara en síðar varð. Þeir sem
áttu erindi til Hvammstanga, á
hestum eða fótgangandi, lögðu
gjama leið sína um dalina. Á liðnu
sumri rifjaði Kristinn það upp að
afi okkar og amma á Þorgrímsstöð-
um gistu jafnan hjá foreldmm hans
í Tungukoti þegar þau fóra með ull-
ina í kaupstað. Það var aðal versl-
unarferð ársins. Á heimleiðinni
kom amma okkar alltaf með sams
konar gjöf til systur sinnar; sykur-
topp. Við létum hann lýsa þessu
fyrirbæri, sem hann gerði og rifjaði
þá jafnframt upp hvemig sykurinn
var skafinn yfir lummur og hvað
þetta hefði verið óskaplega gott.
Lífið var fábreytt á þessum áram
og sykur munaður sem fátækt
bændafólk veitti sér ekki í óhófi.
Þess vegna var bernskuminningin
svo lifandi í huga aldraðs manns.
Engu að síður gerðu þeir sem ungir
vora á þessum árum sér margt til
gamans. Stundum voru samkomur
á þeim bæjum sem best vora hýst-
ir. Þá vora settar upp leiksýningar
og flutt frumsamið efni í lausu og
bundnu máli. Svo var dansað þar til
mál var að halda gangandi heim svo
að morgunmjaltir yrðu ekki allt of
seinar.
Hjá Kristni skipaði tónlistin önd-
vegi. Hann eignaðist ungur orgel
og lærði að spila hjá ísólfi Sumar-
liðasyni og Birni Björnssyni. Ekki
mun tímasóknin hafa verið mikil en
dugði honum þó vel og veitti mikið
yndi. Hann var ekki nema fimmtán
ára þegar hann fór að spila við
guðsþjónustur í Tjarnarkirkju og
æfði síðar fyrsta blandaða kórinn í
sókninni. Þegar Isólfur lét af störf-
um sem organisti við Kirkju-
hvammskirkju bauð hann Kristni
að taka við af sér. Ekki varð þó af
því, en auðfundið var að Kristni
þótti mjög vænt um það traust sem
honum hafði verið sýnt. Einnig
kenndi Kristinn unglingum af ná-
grannabæjum undirstöðuatriði í
orgelleik og var á orði haft hve vel
hann hefði til þess vandað, enda var
samviskusemi, natni og vandvirkni
honum eðlislæg. Hann var næmur
á fegurð og mat meira mýkt sam-
hljóms en styrk hávaða. Þeir sem
til þekktu töldu að hann hefði haft
sérlega næmt tóneyra. Tónlistar-
gáfuna erfði Kristinn frá fóður sín-
um sem tókst, þrátt fyrir lítil efni,
að eignast orgel og leika á það; al-
gjörlega sjálftnenntaður.
Um tvítugsaldur kvæntist Krist-
inn Halldóra Bjarnadóttur. Þau
áttu ekki langa samleið. Halldóra
lést í ársbyrjun 1930, aðeins níu
dögum eftir að hún hafði fætt
einkadóttur þeirra Kristins. Lík
konu sinnar flutti hann á sleða frá
Helguhvammi norðm- hjami lagðan
Hlíðardalinn og síðan út Nesið til
greftranar í Tjarnarkirkjugarði.
Áður en lagt var af stað var litla
stúlkan skírð Halldóra við kistu
móður sinnar. Nú var Kristinn ein-
stæður faðfr og treysti sér ekki til
að hafa bamið hjá sér. Halldóra
varð uppeldisdóttir hjónanna í
Helguhvammi, Þorbjargar og Jó-
hannesar, en ekki þarf getum að
því að leiða að allt hefur þetta verið
þung raun tuttugu og tveggja ára
tilfinningaríkum manni.
Þegar Halldóra Kristinsdóttir
fæddist í Helguhvammi árið 1930
var móðir okkar, Þorbjörg Valdi-
marsdóttir, tæpra fjórtán ára. Hún
ólst einnig upp í Helguhvammi og
milli hennar og Halldóra voru nán-
ast systratengsl. Eftir lát konu
sinnar bjó Kristinn með foreldram
sínum og systur í Garðsvík og síðar
á Svalbarði en eftir lát Jóns bragðu
þau fljótlega búi og fluttust til
Reykjavíkur, um 1950. Osk var hjá
Ingibjörgu dóttur sinni þar til hún
lést 1959. Kristinn leigði sér hús-
næði og stundaði ýmis störf, en
hafði alltaf mikið samband við Ingi-
björgu og fjölskylduna hennar.
Árið 1966 kvæntist Kristinn öðra
sinni; Jakobínu Annasdóttur frá
Engjabrekku. Það varð þeim báð-
um til gæfu og farsældar. Átta ár-
um síðar keyptu þau Laufás, lítið
býli íýrir ofan Hvammstanga, flutt-
ust norður og stunduðu þar búskap
með gamla laginu. Hirtu vel um
sínar skepnur og fengu af þeim
góðan arð, höfðu nóg fyrir sig að
leggja og undu glöð við sitt í heima-
byggðinni þar sem þau voru í ná-
grenni við Halldóra og hennar fjöl-
skyldu. Öllum ber saman um að
áratugimir þrír sem þau áttu sam-
an hafi verið þeim báðum ham-
ingjutími. Jakobína andaðist 1995
og þá var ekki um annað að ræða
en bregða búi. Kristinn fór á deild
aldraðra á Sjúkrahúsinu á
Hvammstanga og þar andaðist
hann 30. mars sl.
Með Kristni er genginn vandaður
og góður maður sem ekki mátti
vamm sitt vita. Hann las mikið og
átti gott safn bóka, skarpur og
stálminnugur og engin tilviljun að
meðal afkomenda hans er námsfólk
langt umfram meðallag. Ekki var
hann allra viðhlæjandi og átti lítil
samskipti við þá sem voru honum
ekki að skapi. En þeim sem hann
bast vináttuböndum var hann eins
heill og tryggur og nokkur maður
getur verið. - Hann var nákominn
fjölskyldunni okkar og eigum við
honum margt að þakka. Eftir að
hann fluttist til Reykjavíkur sendi
hann fjölskyldunni jólagjafir í
fjöldamörg ár; bækur, og alltaf
vandað til valsins. Við systkinin
fengum skáldsögur, pabbi oftast
ljóðabók og mamma ævinlega nýút-
komið hefti Ljóðs og laga, hins
ágæta safns Þórðar Kristleifssonar.
Þessi hefti stautuðum við systkinin
okkur í gegn um á orgelið hennar
mömmu og eigum þar með Kidda
að þakka ýmis ljóð og lög sem við
kunnum frá barnæsku. Þetta var
kærkomin viðbót við lögin sem
venjulega vora sungin þegar
grannar hittust á góðum stundum.
Eftir að Addi hóf búskap á Þor-
grímsstöðum að nýju bar Kristinn
hag þess heimilis mjög fyrir brjósti
og ekki fylgdist hann síður með
mömmu síðustu árin hennar á
Hvammstanga. Þá hringdi hann á
hverju kvöldi til að vita hvort ekki
væri allt í lagi hjá henni.
Við þökkum honum að leiðarlok-
um allt gott okkur gert, fyrr og síð-
ar, og vottum fjölskyldunni samúð
okkar.
Þorgrímsstaðasystkinin.