Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 62

Morgunblaðið - 05.05.1998, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Eitt þúsund ný krabbameinstilfelli skráð á síðasta ári UM EITT þúsund krabbameinstil- felli voru greind hér á landi á síð- asta ári, samkvæmt bráðabirgðatöl- um frá krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags íslands. Alls greindust 138 karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli, 67 með lungna- krabbamein, 45 með ristilkrabba- mein, 39 með magakrabbamein og 30 með krabbamein í þvagblöðru svo fímm algengustu meinin séu talin. Meðal kvenna var brjóstakrabba- mein langalgengast, að því er segir í fréttatilkynningu. A síðasta ári greindust 146 slík mein, 35 lungna- krabbamein hjá konum, 34 ristO- krabbamein, 22 legbolskrabbamein og 20 krabbamein í eggjastokkum. Skipuleg skráning krabbameina á vegum krabbameinsskrárinnar hófst árið 1954 þannig að hægt er að skoða breytingar á tíðni krabba- meina í meira en fjóra áratugi. Á þessu tímabili hefur tíðni krabba- meina í heild aukist um rúmlega 1% á ári, að teknu tilliti til fjölgunar íbúa og breyttrar aldurssamsetn- ingar þjóðarinnar. Miklar breyting- ar hafa orðið á tíðni einstakra meina. Tíðni krabbameins í blöðru- hálskirtli hefur nær fjórfaldast og er þetta mein fyrir nokkru orðið al- gengasta krabbamein karla. Alla þessa fjóra áratugi hefur brjóstakrabbamein verið algeng- asta krabbamein kvenna, en það er nú helmingi algengara en við upp- haf skráningar. Tíðni lungna- krabbameins hjá körlum hefur nær þrefaldast og meira en fjórfaldast hjá konum, en svo virðist sein held- ur sé farið að draga úr aukningunni. Tíðni magakrabbameins er nú að- eins þriðjungur af því sem áður var og er það m.a. þakkað breyttum neysluvenjum. Þá er tíðni leg- hálskrabbameins aðeins þriðjungur af því sem var um skeið en það skýrist af leit að sjúkdómnum á for- stigi. Samkvæmt upplýsingum frá krabbameinsskránni getur þriðji til fjórði hver Islendingur búist við að greinast með krabbamein einhvern tímann fyrir áttrætt. Lífshorfur sjúklinga hafa batnað á undanföm- um áratugum og nú eru á lífi á sjö- unda þúsund Islendingar sem feng- ið hafa krabbamein. Netleikur vegna frum- sýningar U.S. Marshals MORGUNBLAÐIÐ á Netinu og Sambíóin standa fyrir netleik í til- efni af frumsýningu stórmyndarinn- ar U.S. Marshals með þeim Tommy Lee Jones og Wesley Snipes í aðal- hlutverkum. Þátttakendur þurfa að svara þremur laufléttum spurningum á slóð Morgunblaðsins www.mbl.is og þá fer nafn þeirra í pott. Vinning- amir eru Ericsson GA 628 GSM- sími frá BT-tölvum, Ray Ban-sól- gleraugu frá Gleraugnaversluninni Mjódd, Casio-úr frá Heimilistækj- um og U.S. Marshals-bolir, -húfur og -jakkar. Þátttakendur geta skoð- að myndir af vinningunum um leið og þeir taka þátt í leiknum. Tökum á tækin vantar ÁTAKSFUNDUR Landssamtaka hjartasjúklinga í Perlunni þriðjudaginn 5. maí 1998 kl. 17.00-18.30 Landssamtök hjartasjúklinga (LHS) hafa ákveðið að standa fyrir merkjasölu (landssöfnun) dagana 8.- 9. maí n.k. undir kjörorðinu „Tökum á tækin vantar". Tilgangur söfnunarinnar er að afla fjár til eftirfarandi verkefna: 1. Kaup á leysigeislatæki til hjartaaðgerða fyrir Landspítalann og landið allt. 2. Kaup á hjartagæslutækjum fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 3. Önnur brýn verkefni. DAGSKRÁ FUNDARINS: Fundarstjóri Jón Þór Jóhannsson, varaformaður LHS, setur fundinn. Ávarp Gísli J. Eyland, formaður LHS. Nýjungar í hjartalækningum Axel F. Sigurðsson hjartalæknir. Árangur í barnalækningum á íslandi Hróðmar Helgason barnalæknir. Kór hjartveikra barna syngur Kynning á nýju gjafatæki Karl Andersen hjartalæknir. Karlakór Reykjavíkur Eldri kórfélagar flytja nokkur lög. .. ALLIR VELKOMNIR LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA ^ Suðurgötu 10. Sími 562 5744 & 552 5744 FRETTIR FRÁ vinstri: Ágúst Sindri Karlsson, forseti Skáksambands íslands, Sigríð- ur Vilhjálmsdóttir og Sverrir Hauksson, framkvæmdastjóri Grafíkur hf. Gáfu útgáfuréttinn að tímaritinu Skák TÍMAMÓT urðu í starfsemi Skák- sambands íslands þegar hjónin Jó- hann Þórir Jónsson og Sigríður Vilhjálmsdóttir og prentsmiðjan Grafík hf. afhentu Skáksamband- inu til eignar útgáfuréttinn að tímaritinu Skák. Með gjöfínni fylgdi einnig mikið af skákbókum sem tímaritið hefur gefið út á und- anförnum árum. I fréttatilkynningu segir: „Tíma- ritið Skák hefur verið gefið út í rúm 50 ár. Jóhann Þórir Jónsson yfirtók útgáfuna á árinu 1962 og hefur Kynning á starfí gegn STADDIR eru hér á landi í boði Samstarfsnefndar Reykjavíkur- borgar um afbrota- og fíknivarn- ir, Svíarnir Anders Wedelin, framkvæmdastjóri hverfamið- stöðvarinnar í Skárholmen, Stokkhólmi, og Tómas Selin, framkvæmdastjóri Hassela Solidaritet. Þeir munu kynna stuðnings- starf innan grunnskólans sem reynst hefur mjög vel í sænskum skólum og byggist fyrst og fremst á starfi sk. „kammerat- stödjare". Verkefnið felst í starfi sérstakra stuðningsaðila eða skólavina við unglingadeildir grunnskólanna sem starfa með og meðal nemenda gegn einelti, skrópi, ofbeldi, reykingum, vímuefnaneyslu o.fl. f starfinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Starfsemin tengist einnig tómstundastarfi ungling- anna og annarri félagsþjónustu í viðkomandi hverfi og fer starf „kammeratstöc(jarna“ því einnig Sumarbúðir skáta tilfljótsvatni I SUMAR verða að venju sumar- búðir að Úlfljótsvatni fýrir 8-12 ára krakka. Sumarbúðirnar eru reknar sem stórt heimili og þar læra börnin að taka tillit hvert til annars, njóta sín sem einstaklingar og gangast undir sameiginlegar reglur, segir í fréttatilkynningu. Eins og áður hafa fötluð börn tækifæri til að dveljast í sumarbúð- unum. Áhersla er lögð á útiveru, jafnt gönguferðir og náttúruskoðun sem íþróttir og leiki. Dvalartímirl. 3.-9. júní, 2.10.-16. júní, 3. 19.-25. júní, 4. 26. júní til 2. júlí, 5. 7.-13. júlí, 6. 14.-20. júh', 7. 23.-29. júlí, 8. 5.-11. ágúst. Einnig er boðið upp á unglinga- námskeið fyrir krakka 12-16 ára: 1. 5.-11. ágúst og 2.12.-18. ágúst. Innritun hefst 5. maí í Skátahús- inu við Snorrabraut 60. Innritað er alla virka daga frá kl. 10-14. Tölvu- póstur skata-ulfljots@islandia.is haldið ritinu úti óslitið frá þeim tíma. í ritstjómartíð Jóhanns hefur tímaritið verið homsteinn íslensks skáklífs auk þess sem á vegum blaðsins var gefinn út fjöldi skák- bóka. Þá stóð tímaritið að fjölda skákviðburða, þ.á m. alþjóðegum skákmótum og hinum vinsælu helg- arskákmótum tímaritsins Skákar. Skáksamband íslands mun gefa tímaritið Skák út með óbreyttu sniði og stuðla að því áfram að miðla upplýsingum um íslenskt og erlent skáklíf.“ stuðnings- fíkniefnum fram utan skólatíma. Fræðslu- þátturinn, þ.e. bæði fræðsla til „kammeratstödjarna" og nem- enda, er umfangsmikill þáttur starfsins og annast Hassela soledaritet þann þátt starfsins í Svíþjóð. Tveir skólar, Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli, og félagsmið- stöðvarnar Ársel og Tónabær hafa ákveðið að heija tveggja ára tilraunastarfsemi af þessu tagi frá hausti komanda. Tengsl verða við forvarnasvið félags- málastofnunar og samráðshópa í hverfum. Heimsókn Tómasar og Anders er liður í undirbúningi þessa starfs. Til að veita fleiri möguleika á að kynnast þessari starfsemi munu Anders Wedelin og Tomas Selin vera með fræðslu og kynn- ingu á hugmyndum og fyrir- komulagi þessa forvamastarfs á fundi í Gerðubergi þriðjudaginn 5. maí nk. kl. 14-16.30. Fundur- inn er öllum opinn. Reyklaus McDonald’s VEITINGASTOFUR McDon- ald’s verða reyklausar frá og með deginum í dag. McDonald’s leggur mikla áherslu á snyrtilegt, hreinlegt umhverfi og hreinlæti í hví- vetna. McDonald’s er veitinga- stofa fjölskyldunnar með sér- staka áherslu á að gera vel við börnin og láta þeim líða vel. Tóbaksreykur og matur fara ekki vel saman og því hefur ákvörðun þessi verið tekin til þess að börn og aðrir geti snætt á veitingastofum McDonald’s í heilnæmu reyklausu umhverfi. Ákvörðun þessi er ekki tekin gegn reykingamönnum heldur fyrst og fremst að tryggja það að andrúmsloftið á veitingastof- unum sé í samræmi við allt annað, þ.e. hreint og gott. Forráðamenn McDonald’s vona að reykingafólk taki þessu með skilningi og þeir sem ekki reykja fagnandi. Bygg-ingar- áform fyrir aldraða FÉLAGASAMTÖKIN Markarholt standa að kynningarfundi um bygg- ingaráform fyrh- eldra fólk með mismunandi búsetumöguleikum og aðgangi að þjónustu í kvöld, þriðju- dagskvöldið 5. maí, klukkan 20.00, í félagsmiðstöð aldraðra í Hæðar- garði 31 í Reykjavík. I fréttatilkynningu segir að Eygló Stefánsdóttir hjúkrunarfræð- ingur muni fjalla um sjálfseignar- stofnunina Markarholt, tilgang og áform, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri flytji ávarp, Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur fjalli um könnun um viðhorf fólks sem býr nú í þjónustuíbúðum fyrir eldra fólk og Pálmi V. Jónsson, forstöðulæknir öldrunarsviðs SHR, geri grein fyrir framtíðarsýn öldrunarlæknis. Einnig fari fram almenn kynning á fjármögnun og ráðgjöf fyrir ein- staklinga við búsetuskipti á fram- kvæmdatíma. Þá flytur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur Bú- staðasóknar, ávarp. -------♦_«-«----- Fyrirlestur um franska smá- sölumarkaði FRANSKUR sérfræðingur, Frangois Cazals, heldur á morgun, miðvikudag, fyrirlestur á vegum viðskiptaþjónustu utanríkisráðu- neytisins (VUR) um smásölumark- aði í Frakklandi. Fyrirlesturinn fer fram á Hótel Sögu í þingsal A frá kl. 13-17. Frangois Cazals flytur fyrir- lesturinn á ensku og nefnist hann „A comprehensive overview of the French super- and hypermarket“. Tilgangurinn með fyrirlestrinum er að veita íslenskum útflytjendum tækifæri til að kynnast frönskum stórmörkuðum og þeim möguleik- um sem þar liggja að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Verð fyrir fyrirlesturinn er 7.500 kr. á þátttakanda. Þátttökugjald greiðist fyrirfram. Upplýsingar og skráning er hjá utanríkisráðuneyt- inu. ----------------- Er unnt að beita mælskulist? SYLVI Penne, lektor við kennara- deild Hogskolens í Osló, heldur málstofu á vegum Rannsóknar- stofnunar Kennaraháskóla fslands miðvikudaginn 6. maí kl. 15.15. Efni málstofunnar verður: Er unnt að beita mælskulist í kennslu grunn- skólabarna? Sylvi kennir einkum bókmenntir og hefur hún m.a. samið norska bókmenntasögu og vinnur nú að samningu kennslubókar handa nemendum í framhaldsskólum þar sem hún styðst við frásagnir í bók- umog kvikmyndum. Á málstofunni mun Sylvi Penne einkum leggja áherslu á munnlega frásagnarlist og hvernig unnt er að þjálfa nemendur sem sögumenn. Málstofan verður haldin í stofu M-301 í Kennaraháskóla íslands. -------♦“♦-♦----- LEIÐRÉTT Ásljörn í frétt í sunnudagsblaðinu um innritun í sumarbúðirnar við Ás- tjörn var talað um nýtt íþróttahús og féll þá niður, að Ástimingar hafa aðgang að íþróttahúsinu í Lundi í Öxarfirði. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 400 Musso f grein um Daewoo bíla í sunnu- dagsblaðinu sagði að Bílabúð Benna hefði selt yfir 200 Musso frá því hún tók við umboðinu sumarið 1996. Hið rétta er að bílarnir eru yfir 400. Beðist er velvirðingar á rangherm- inu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.