Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Skýrar línur um viðbrög'ð
grunnskóla við einelti
Þegar einelti kemur upp í skólum er
brugðist við því með ákveðnum aðgerðum.
Arás unglinga á fyrrum skólafélaga sinn
hefur verið kærð eins og fram kom í blað-
inu í gær. Jóhannes Tómasson ræddi í gær
við nokkra skólastjóra um einelti.
EINELTI kemur stöku sinnum upp
í grunnskólum og hafa þeir skýrar
línur um hvernig eigi að bregðast
við og grípa inní. Ragnar Gíslason,
skólastjóri Foldaskóla, segist ekki
treysta sér til að meta hvort einelti
fer vaxandi eða minnkandi en segir
aðstöðu skólanna til að taka á mál-
um hafa batnað með tilkomu betur
menntaðra kennara, námsráðgjafa,
sálfræðinga og nemendaverndar-
ráða. Hér á eftir er rætt við nokkra
skólastjóra um málið.
Helgi Arnason, skólastjóri Rima-
skóla þar sem eru 720 nemendur,
segir einelti fátítt en segir þó ein-
staka tilfelli koma upp, ekki síst
meðal yngri bama. Hann segir það
helst uppgötvast hjá foreldrum sem
hafí þá samband við skólana og leiti
ráða og aðstoðar. Gerendur gæti sín
nefnilega vandlega á því að láta ekki
sjást til sín á skólalóðunum. Mál
vegna eineltis eru m.a. rædd á fund-
um svonefnds nemendavemdar-
ráðs, sem starfa í grunnskólum, en í
því sitja skólahjúkrunarfræðingur,
sálfræðingur, námsráðgjafí, sér-
kennarar og fagstjórar auk skóla-
stjóra. Helgi segir margs konar að-
gerðir reyndar til að sporna við ein-
elti og nefndi meðal annars átaks-
verkefnið Grafarvogur í góðum mál-
um sem miðar að því að skapa öfl-
ugt skólastarf, að nemendum líði vel
og þar sé m.a. tekið á aga. Þá segir
hann reglulega gerðar kannanir
vegna eineltis og komi fram þar ein-
hverjar vísbendingar séu málin
könnuð betur. Þá hafa kennarar í
Rimaskóla setið sérstök námskeið
varðandi bekkjarstjómun og aga-
stjórnun sem Helgi segir að hafí
verið mjög gagnleg.
Hildur Hafstað, skólastjóri
Engjaskóla, segir alltaf koma upp
einstök mál og að í vetur hafi ekki
komið upp mál sem skólinn hafi
ekki getað leyst. Nemendur í
Engjaskóla eru um 500. Hún segir
foreldra oft hafa samband, stundum
geri nemendur það sjálfir en það
fari nokkuð eftir aldri þeirra. „Lyk-
illinn er gott samstarf við heimilin
og ef foreldrar finna að þau geta
hringt og rætt málin við okkur þá
opnast þau miklu fyrr. Þá er
kannski hægt að grípa inní nógu
snemma," segir Hildur. Hún segir
mikilvægt að halda umræðunni vak-
andi og vera viðbúinn að taka mál til
meðferðar. „Ef okkur tekst að hafa
uppi þann anda í skólanum og þá af-
stöðu bæði meðal foreldra og nem-
enda að svona geri menn ekki þá
tekst kannski einna best að koma í
veg fyrir að eineltismál komi upp.“
Einelti áberandi í
heimi fullorðinna
Guðbjörg Þórisdóttir, formaður
stjórnar Skólastjórafélags Reykja-
víkur, segir marga koma að lausn
hinna einstöku mála sem upp kunni
að koma í skólum. „Mikilvægt er að
allir starfsmenn séu vakandi fyrir
samskiptum nemenda og láti vita ef
þeir telja að nemendum líði illa.
Fullorðið fólk, foreldrar og starfs-
menn skóla, þarf að hlusta vel á
raddir barna og láta þau finna að
við viljum liðsinna þeim.“
Hún vildi líka setja málið í stærra
samhengi: „Einelti er svo áberandi í
heimi fullorðinna í íslensku samfé-
lagi að það er ekki nema von að
börnin verði þátttakendur í því líka.
Það þarf því að upplýsa almenning
betur um einelti.“ Guðbjörg telur
líka að umræðan um einelti sé um of
tengd samskiptum barna.
„Það er talað um einelti í grunn-
skólum og umræðan er bundin við
börn. Það finnst mér lítilsvirðing við
börnin. Einelti á vinnustöðum í
heimi fullorðinna er miklu algeng-
ara en við höldum. Við þurfum ekki
annað en að fylgjast með fréttum til
að heyra að fullorðið fólk er til í að
vega mann og annan með orðum.
Kjaftasögur eru gott vopn til að
gera menn tortryggilega og fljót-
legt er að ræna fólk ærunni. Við
þurfum ekki annað en fylgjast vel
með fréttum. Ég fullyrði að með-
ferð heimsbyggðarinnar á einka-
málum Clintons sé einelti og margir
taka virkan þátt í því og því miður
eru fjölmiðlarnir virkir gerendur.
Það er lykilatriði að menn geri
sér grein fyrir þessu og að einelti sé
ekki heimatilbúinn vandi skólanna.
Ég veit ekki betur en að margt
megi lesa í Biblíunni um leiðir til að
bæta samskipti mannanna. Heimili,
skólar, kirkjan og fleiri stofnanir
vinna að því að göfga manninn. Allir
geta litið í eigin barm og fundið eitt-
hvað sem þeir hefðu betur látið
ósagt og jafnvel mótmælt þegar ill-
mælgi er í loftinu. Eitt ráð get ég
gefið okkur öllum sem umgöngumst
börn: Gætum að því sem við látum
börn og ungmenni hlusta á, í sam-
skiptum og líka í fjölmiðlum,“ sagði
Guðbjörg að lokum.
Leyst með góðri
samvinnu við foreldra
„Ég treysti mér ekki til að segja
hvort einelti fer minnkandi eða vax-
andi en hins vegar hefur aðstaða
okkar til að taka á eineltismálum
batnað," segir Ragnar Gíslason,
skólastjóri Foldaskóla, í samtali við
Morgunblaðið. „Það hefur gerst
með aukinni menntun kennara, með
tilkomu nemendaverndarráðs,
námsráðgjafa og góðri sálfræði-
þjónustu. Og eineltismál hafa fyrst
og fremst verið farsællega leyst
þegar við náum góðri samvinnu við
foreldra,“ sagði Ragnar ennfremur.
Ragnar sagði skýrar reglur gilda
um meðferð eineltis og segir skóla-
menn leggja sig fram um að vinna
vel úr þeim málum. „Nemendur og
foreldrar hafa fengið handbók skól-
ans og bækling með skólastefnu,
reglum og ferli agamála ásamt rök-
stuðningi og mai'kmiðið er að út-
rýma einelti," segir Ragnar og legg-
ur líka áherslu á að mál sem þessi
séu viðkvæm.
Sem dæmi um reglur í grunnskóla
verður hér á eftir vitnað í skóla-
stefnu Foldaskóla en þar koma fram
einkunnarorð nemenda sem eru
þessi: „í skólanum okkar ætlum við
að læra um þá veröld sem við lifum í.
í skólanum okkar ætlum við að
skilja hvernig við getum sýnt hvert
öðru virðingu og umhyggju.
í skólanum okkar ætlum við að
læra að þekkja okkur sjálf og
hvernig við getum borið ábyrgð á
hugsunum okkar og gjörðum."
I skólareglum Foldaskóla er sett-
ur fram rökstuðningur við einstaka
þætti í stefnuskrá skólans og m.a.
fjallað um framkomu, samskipti og
gildi. „Nemendur Foldaskóla eiga
að temja sér prúðmannlega fram-
göngu innan sem utan skóla. Eng-
um leyfist að trufla vinnu annarra í
skólanum," segir um framkomu og
segir meðal annars svo í rökstuðn-
ingi. „Vandamál sem koma up
vegna hegðunar nemenda eru leyst
í samvinnu við foreldra. Ef ekki er
hægt að leysa vandamál innan skól-
ans er annarra leiða leitað í sam-
vinnu við Fræðslumiðstöð Reykja-
víkur.“
Bnigðist við neikvæðri hegðun
Um samskipti segir að nemendur
eigi að virða hver annan og læra að
vinna með öðrum. Bent er á að nú-
tíma þjóðfélag krefjist samstilling-
ar, nemendur þurfi að læra að taka
tillit til samferðamanna sinna og
brugðist sé hart við neikvæðri hegð-
un, einelti, ofbeldi eða skemmdar-
fýsn.
Um gildi segir að nemendur temji
sér heilbrigðan metnað fyi-ir námi
sínu og kappkosti að á því besta
sem unnt sé hverju sinni, þeir beri
hag skólans fyrir brjósti og leggi
metnað sinn í að kynna hann vel í
samfélaginu með framgöngu sinni. I
rökstuðningi segir meðal annars
svo: „Forsenda þess að allir nem-
endur fái að njóta sín og hæfileika
sinna er að þeir beri virðingu hver
fyrir öðrum. Nemendur eiga allir,
samkvæmt þroska sínum, að geta
viðurkennt að ekki séu allir eins og
að allir eigi rétt á að tillit sé tekið til
þeirra. I skólanum á að ríkja já-
kvætt andrúmsloft sem eflir starfs-
gleði og eykur sjálfstraust nemenda
og trú á eigin getu. Öllum ber að
taka alvarlega þegar misbrestur
verður í samskiptum. Skólinn vinn-
ur skipulega þegar upp koma alvar-
leg samskiptamál, s.s. einelti. Áríð-
andi er að foreldrar/forráðamenn
taki þátt í þeirri vinnu og leysi
vandamálin í samvinnu við skól-
ann.“
Hæstiréttur Islands hlýtur viðurkenninguna „Lofsvert lagnaverk 1997“
Hvatning til vand-
aðra vinnubragða
Morgunblaðið/Ásdís
ALMENNA verkfræðistofan var einn þeirra aðila sem hlutu viðurkenn-
ingu Lagnafélags íslands fyrir „Lofsvert lagnaverk 1997“ í húsi Hæsta-
réttar íslands. Átta aðrir aðilar hlutu einnig viðurkenningu fyrir verkið.
FORSETI íslands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, afhenti Hæsta-
rétti íslands og þeim aðilum sem
stóðu að lagnaverki í húsi Hæsta-
réttar viðurkenningar fyrir lofs-
vert Iagnaverk í húsinu. Nefndin
valdi einnig skiljukerfi í húsi
Kassagerðar Reykjavíkur sem
lofsvert framtak í llokki smærri
lagnaverka.
Þetta er í áttunda sinn sem
Lagnafélag Islands veitir viður-
kenninguna „Lofsvert lagnaverk“,
og að þessu sinni valdi viðurkenn-
ingarnefnd félagsins lagnaverkið í
Dómshúsi Hæstaréttar Islands.
Fjölmargir aðilar komu að verk-
inu og veittu viðurkenningunni
viðtöku úr höndum forseta Islands
í gær. Almenna verkfræðistofan
hlaut viðurkenningu fyrri hönnun
lagna- og loftræstikerfa, Rafteikn-
ing fyrir hönnun á stjórnkerfi, KK
blikk fyrir smíði loftræstikerfa,
Húsalagnir fyrir pípulagnir, Iðn-
aðartækni og Rafsel fyrir stjóm-
kerfi, Önn fyrir hljóðvistarhönn-
un, Studio Granda fyrir góða sam-
vinnu við gerð lagna- og loftræsti-
kerfa og Hæstiréttur íslands fyrir
vönduð lagna- og loftræstikerfi í
Dómshúsinu við Arnarhól.
Engir teljandi
hnökrar á verkinu
Karl Magnússon blikksmíða-
meistari veitti móttöku viður-
kenningu fyrir gott hand-
verk við smíði á skilju-
kerfi í húsi Kassagerðar Reykja-
víkur í flokki smærri lagna-
kerfa og tók Kassagerðin jafn-
framt við viðurkenn-
ingu vegna þessa.
Tilgangurinn með viðurkenn-
ingunum er að efla innra gæða-
eftirlit meðal þeirra að-
ila sem starfa á þessum vett-
vangi, efla þróun í lagnamál-
um með bættuin vinnubrögð-
um, vali á lagnaleiðum og lagna-
efnum og að vera hönnuð-
um og iðnaðarmönnum hvatn-
ing til aukinnar menntun-
ar á sviði lagnamála.
Dr. Valdimar K. Jónsson, for-
maður viðurkenningarnefnd-
ar LI, sagði að í áliti nefndarinn-
ar hefði verið tekið mið af heild-
arverki við lagnirn-
ar, sem væri til fyrirmynd-
ar og hvergi telj-
andi hnökrar á. Aðgengi að öll-
um tækjum og lögn-
um væri gott, kerfisuppbygging-
in einföld og skilvirk, hand-
verk iðnaðarmanna til fyrirmynd-
ar og handbækur lagnakerf-
anna einnig fullunnar og að-
gengilegar.
Stjórnarformaður
INTIS
Tilgangur
kæru að
eyða tor-
tryggni
ÞÓRÐUR Kristinsson, stjórnarfor-
maður INTIS, sagði í gær að óskað
hefði verið eftir að stofn- og rekstr-
arkostnaður Landsímans við grunn-
sambönd til útlanda og innanlands
yrði birtur opinberlega til að skýrt
yrði að verðlagning væri í samræmi
við kostnað. „Tilgangurinn er meðal
annars að eyða tortryggni," sagði
Þórður.
Hann kvað erindið nýlega hafa
verið sent Samkeppnisstofnun og
ekki væri viðeigandi að ræða ein-
stök atriði þess þar sem stofnunin
hefði ekki tekið það til meðferðar og
ekki komist að neinni niðurstöðu
um það.
„Það er auk þess óviðeigandi
gagnvart Landsímanum og fáeinum
forverum þess, sem athugasemdir
beinast að,“ sagði hann. „Nauðsyn-
legt er að horfa á þetta mál í sam-
hengi, út frá heildarmynd, fremur
en að horfa á einstök atriði. Aðalat-
riði málsins er að upplýsingaiðnað-
urinn á Islandi geti búið við sömu
eða sambærileg skilyrði og gerist
erlendis hvað varðar kostnað við
grunnsambönd. Nánari gi-ein er
gerð fyrir þessu í erindinu. Málið
snýst um að þau fyrirtæki og félög,
sem eru í þessari starfsemi sitji við
sama borð.“
Hann sagði að ákveðið hefði verið
að fara þessa leið til að fá skýrð ým-
is atriði, sem lúta að samkeppnis-
stöðu fyi’irtækja í Netþjónustu,
bæði INTIS, sem rekur Netsam-
bönd til útlanda og veitir aðgang að
þeim, og annarra fyrirtækja, sem
sækja grunnsambönd innanlands og
til útlanda til Landsímans.
--------------
Steingrímur St. Th.
Sigurðssonar
Sættir við
Þorstein
Thorarensen
DEILA Steingríms St. Th. Sigurðs-
sonar, listmálara og rithöfundar, og
Þorsteins Ó. Thorarensens, útgef-
anda lífsbókar
Steingríms, hefur
verið leyst. í tilefni
þess að sættir hafa
náðst milli Stein-
gríms og Þorsteins
er hér birt eftirfar-
andi yfirlýsing frá
Steingrími:
„Útgefandinn og
ég höfum sæst. Við
unnum vel saman
á tímabili en svo
kastaðist í kekki. Ástæðan fyrir þvi
er óljós. Ég ákvað að sannleikurinn
kæmi í ljós en hætti við sakir þess
að ég er kaþólskrar trúar og mér
ber að umbera margt sem aðrir
geta ekki umborið. Það hefði komið
þannig út að ég væri að ná mér nið-
ur á Þorsteini, en við erum ná-
frændur og gamlir félagar úr Vísi
og það er svolítið einkennilegt að
svona ósætti skyldi hafa gerst.
Hvorugur okkar botnar eiginlega í
því en stundum á ekki að gefa skýr-
ingar. Ég lét að því liggja að eitt-
hvað alvarlegt hafði gerst og það
var mjög alvarlegt, fór illa með mig
á tímabili. Og líka Þorstein. En við
segjum ekki meira, annað en að full-
ar sættir eru komnar á og síðan hef
ég verið að vinna að sölu bókarinn-
ar.“
Bók Steingríms heitir Lausnar-
steinn - lífsbók.