Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurskoðuð efnahagsspá Þjóðhagsstofnunar sýnir um 5% hagvöxt Búist við að kaupmáttur aukist um 10% á árinu KAUPMÁTTUR ráðstöfunaitekna á mann eykst um 10% á þessu ári og um 5% árið 1999 samkvæmt endurskoðaðri efnahagsspá Þjóðhagsstofnunar. Reiknað er með að hagvöxtur á þessu og næsta ári verði um og yfir 5% hvort árið um sig og viðskipta- jöfnuður verði neikvæður um 35 milljarða króna á þessu ári og 29,5 milljarða árið 1999. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi fari minnkandi og verði 2,5% á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga verði heldur meiri á næsta ári en áður var búist við eða 2,5_% í stað 2% á yfirstandandi ári. í heild felur þessi endurskoðun í sér svipað mat á efnahagsþróuninni og áður var lagt fram að því er fram kemur í yfirliti frá Þjóðhagsstofnun. Hag- vöxtur hefur verið um og yfir 5% á ári frá árinu 1995 og segir í yfirlitinu að fá dæmi séu um svo mikinn og jafnan hagvöxt hér. Samtals er hag- vöxtur áranna 1995-1999 24,7% miðað við þjóðar- tekjur. I þjóðhagsáætlun var gert ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann myndi aukast um 8% á þessu ári. Nú er reiknað með því að staðgreiðsluskyldar tekjur hafi hækkað um 13,5-14% á fyrstu 10 mánuðum ársins eða um 10% miðað við árið í heild frá fyrra ári. Endurskoðuð spá felur í sér lítilsháttar lækkun þjóðarútgjalda 1998, miðað við þjóðhagsáætlun. í stað tæplega 13% aukningar milli ára er nú spáð rúmlega 12% vexti þjóðarútgjalda í ár. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla aukist meii'a á næsta ári en áður var spáð auk þess sem ný útgjaldaáform ríkisins leiði til hærri samneysluútgjalda. I heild er nú spáð 3,3% aukningu þjóðarútgjalda á næsta ári í stað 1,5% í þjóðhagsáætlun. í þjóðhagsáætlun var spáð 10% aukningu einkaneyslu á þessu ári og 5% á hinu næsta. í endurskoðaðri spá er gert ráð fyrir 12% aukningu í ár og 6% aukningu 1999. Alvarlegt vinnuslys í Kópavogi RÚMLEGA fimmtugur karl- maður slasaðist lífshættulega í vinnuslysi í Kópavogi skömmu fyrir hádegið í gær er hann varð undir belti vinnuvélar þar sem hann var við vinnu í grunni að nýrri verslunarmiðstöð í Smárahvammslandi. Maðurinn var að sprengja klöpp í grunn- inum með stjórnanda vinnuvél- arinnar er slysið varð. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavík- ur og liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild. Rannsóknar- deild lögreglunnar í Kópavogi annast rannsókn málsins. Morgunblaðið/Þorkell Þjóðskjalasafnið flutt Settur félagsmálaráðherra um kæru Ingu Jónu Þórðardóttur Samþykkt borgarstj órnar felld úr gildi VSI og Kaupmanna- samtökin Andvígir ákvæði um fímm ára ábyrgð VINNUVEITENDASAMBAND Islands og Kaupmannasamtök Is- lands hafa lýst mikilli andstöðu við að lögfest verði ákvæði í frumvai-pi viðskiptaráðherra til laga um lausa- fjárkaup sem felur í sér að ábyrgðar- tími seldra vara verði lengdur úr einu ári í fimm ár. Að mati samtak- anna á þessi regla sér ekkert for- dæmi í nágrannalöndunum að því er fram kemur í umsögn þpirra um frumvarpið. Lögmaður VSÍ segir að samtökin geri ekki athugasemd við að tilkynningarfrestur sem kaupandi hefur til þess að tilkynna seljanda um galla á vöru verði lengdur í tvö ár til samræmis við þær reglur sem í gildi eru í flestum nágrannalöndum. I umsögn sinni telja samtökin að verði umrætt ákvæði frumvarpsins óbreytt að lögum muni það valda mikilli óvissu í viðskiptum. ,Ákvæðið er ekki aðeins óskýrt heldur einnig alltof víðtækt. Það nær ekki einungis til steypu og byggingarefnis, heldur einnig til rafmagnsvöru og annan-a heimilistækja," segir í umsögninni til Alþingis. Ragnar Árnason héraðsdómslög- maður bendir á að í greinargerð frumvarpsins sé færður rökstuðn- ingur fyrir því að hæfílegt sé að lengja tilkynningarfrest kaupenda í tvö ár til að gæta jafnvægis á milli kaupenda og seljenda. Þrátt fyrir þetta sé svo sett fram sú regla í 3. málsgrein 32. greinar frumvarpsins að tekinn verði upp fimm ára frestur til að tilkynna um galla á vörum. „í frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp sérregla hér á landi sem gengur út frá þvi að ef söluhlut er, við „vana- lega notkun“, ætlað að endast lengur en í tvö ár, hafi kaupandi fimm ár til þess að tilkynna um galla á hlutnum. Við urðum mjög undrandi á þessu ákvæði. Það lengir stórlega þessa fresti. Við höfum ekki gert athuga- semdh' við tillöguna um að lengja frestinn í tvö ár, og teljum það vera í samræmi við löggjöf nágrannaþjóð- anna,“ segir hann. ÞJÓÐSKJALASAFN íslands var í gær flutt úr Safnahúsinu við Hverfisgötu eftir að hafa verið þar til húsa í 90 ár. Efnt var til stuttrar athafnar í tilefni flutninganna og afhenti Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, Salome Þorkelsdóttur, for- manni hússtjórnar Safnahúss- ins, lykla Þjóðskjalasafnsins. Skinnhandrit frá miðöldum voru flutt brott af lögreglu- mönnum og komið fyrir í ör- yggisgeymslu í framtíðarhús- næði safnsins á Laugavegi 162. Er ráðgert að opna þar lestrar- sal í lok sumars 1999. Unnið er að undirbúningi nýrrar starf- semi í Safnahúsinu sem á að hefjast árið 2000. HALLDÓR Ásgrímsson, settm- fé- lagsmálaráðherra, hefur fellt úr gildi samþykkt borgarstjórnar frá 2. júlí 1998 um að fela Pétri Jónssyni að taka við störfum Hrannars B. Arnarssonar í borgarstjórn. Páll Pétursson félagsmálaráðherra ákvað að víkja sæti sökum vanhæfis við meðferð kærunnar þar sem eig- inkona hans, Sigrún Magnúsdóttir, tók þótt í afgreiðslu málsins í borg- arstjórn. Helgi Hjöi-var, borgarfull- trúi R-listans, sagði í gær að þessi niðurstaða kæmi á óvart, en Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokks, kvaðst fagna úrskurð- inum. Hrannar B. Arnarsson óskaði eft- ir ótímabundnu leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi með bréfi 28. maí 1998. Á fundi borgarstjórnar 2. júlí sl. var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7 atkvæðum Sjálfstæðisflokks- ins að varaborgarfulltrúi frá sömu stjórnmálasamtökum og sá sem for- fallast tilheyrir taki sæti í borgar- stjórn. Sjálfstæðismenn lögðu fram bókun þar sem mótmælt var að varamaður í 13. sæti tæki sæti Hrannars B. Arnarssonar. Kærandi, Inga Jóna Þórðardóttir, taldi að með samþykkt borgarstjóm- ar hefði verið brotið gegn sveitar- stjómarlögum en í 24. grein þeirra segi að varamenn taki sæti í sveitar- stjórn í þeirri röð sem þeir era kosn- ir þegar aðalfulltrúar þess lista sem þeir eru kosnir af víkja frá. Inga Jóna taldi því að fyrsti varamaður á R-listanum, Anna Geirsdóttir, sem skipaði 9. sæti á listanum, hefði átt að taka sæti Hrannars, en ekki Pét- ur Jónsson sem skipaði 13. sæti. I úrskurði setts félagsmálaráð- herra segir að R-listinn hafi verið formlega borinn fram af Reykjavík- urlistanum einum en ekki af öðrum stjórnmálaflokkum eða samtökum. „Samkvæmt þessu og með hliðsjón af því að kjósendur verða að geta treyst því að kjörseðill hafi að geyma tæmandi upplýsingar um hvaða stjórnmálasamtök bera fram framboðslista verður að telja að skil- yrðum 2. mgr. 35. gr. laga nr. 8/1986 hafi ekki verið fullnægt í því tilviki sem hér um ræðir. Varamaður átti því ekki að taka sæti Hrannars B. Arnarssonar í borgarstjórn sam- kvæmt ákvæði 2. mgr. 35. gr. heldur samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 8/1986, þ.e. í þeirri röð sem varamenn eru kosnir. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu sam- þykkt borgarstjórnar Reykjavíkur úr gildi.“ „Fannst lögin vera afdráttarlaus" Inga Jóna Þórðardóttir kveðst fagna niðurstöðu setts félagsmála- ráðherra. „Ég var allan tímann sann- færð um að við hefðum réttinn okkar megin og fannst lögin vera afdráttar- laus hvað þetta varðar." Hún sagði að nú í framhaldinu myndi borgar- stjórnai-flokkur sjálfstæðismanna skoða áhrif ákvörðunarinnar. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í gær en Helgi Hjörvar borgarfulltrúi R-list- ans sagði að úrskurðurinn kæmi sannarlega á óvart. „Hann bendh’ til þess að sveitarstjórnir í landinu þurfi að endurskoða starfsaðferðir sínar. Það vekur þó óneitanlega at- hygli að settur félagsmálaráðherra undirritar ekki úrskurðinn. Að öðru leyti mun þetta óveruleg áhrif hafa og ég á ekki von á því að við munum áfrýja úrskurðinum enda um minni- háttar tækniatriði að ræða fremur en pólitískt mál,“ sagði Helgi. Sérblöð í dag VIDSmPTIAIVINNULÍF FYRIRTÆKI HB hagnast minna Minnkandi loðnuveiði hefur áhrií/B1 GISTIHÚS Flugleiða- hótel í sókn Áhersla á sölu- og markaðsmái/B8 Blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýs- ingablað ( stóru broti fyrir Þín versl- un „Jólainn- kaupin". Flestir veðja á Juventus í Meistaradeild Evrópu/C1 ísland fékk sterka mótherja í undankeppni EM kvenna/C4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.