Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigurður Þórir
Eyjólfsson
fæddist í Björgvin á
Stokkseyri 16. janú-
ar 1906. Hann and-
aðist á Landakots-
opítala 9. desember
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Eyjólfur Sigurðs-
son, formaður
Stokkseyri, f. 3.10.
1869 á Kalastöðum
á Stokkseyri, d.
19.8. 1952 og Sig-
ríður Gísladóttir, f.
23.6. 1883 í Voð-
múlastaðahjáleigu í A-Landeyj-
um, d. 9.3. 1963. Systkini Sig-
urðar: Gíslína Guðrún, húsmóð-
ir Selfossi, f. 7.2. 1905, d. 17.3.
1987; Guðni, formaður á
Stokkseyri, f. 1.8. 1909, drukkn-
aði af vélbátnum Ingu á Stokks-
eyri 17.3. 1938; Oskar, húsa-
smíðameistari Reykjavík, f.
25.5. 1911, d. 21.8. 1996; Mar-
grét Hanna, f. 15.10. 1922, rit-
ari Selfossi. Sigurður kvæntist
31. maí 1941 Unni Þorgeirsdótt-
ur kennara, f. 15. maí
1915 frá Hlemmi-
skeiði á Skeiðum.
Foreldrar hennar
voru Þorgeir Þor-
steinsson, bóndi þar,
f. 16.3. 1885, d. 20.8.
1943 og Vilborg Jóns-
dóttir, f. 9.5. 1887, d.
2.4. 1970. Börn
þeirra: 1) Eyjólfur
Guðni, ferðafræðing-
ur Reykjavík, f. 2.
apríl 1942. 2) Þor-
geir, byggingatækni-
fræðingur Reykjavík,
f. 14.4. 1944, maki
Þórunn Gunnarsdóttir, leikskóla-
leiðbeinandi. Börn þeirra: Gunn-
ar, f. 11.9. 1968, Unnur, f. 20.9.
1972, Þóra, f. 5.4. 1979. 3) Sigurð-
ur Ingi, læknir í Garðabæ, f. 21.4.
1948, maki Guðfínna Thordarson,
arkitekt. Þeirra barn: Erna Guð-
rún, f. 6.4. 1989, fósturdóttir
(dóttir Guðfinnu): Hanna Þóra
Guðjónsdóttir, f. 4.4. 1968, maki
Heimir Þorsteinsson, f. 20.6.
1970. Barn þeirra: Drífa Sóley, f.
10.7. 1994. 4) Rósa Karlsdóttir
Fenger, leikskólakennari, bú-
sett í Pittsburgh, Bandaríkjun-
um, f. 9.11. 1951, maki John
Fenger, framkvæmdastjóri
Bandaríkjunum, f. 26.5. 1950,
Börn: Hilmar Bragi, f. 29.9.
1973, Ármann Örn, f. 8.6. 1976,
Ingi Rafn, f. 6.5. 1980.
Sigurður stundaði nám við
Samvinnuskólann 1924-25.
Kennarapróf frá Kennaraskóla
Islands 1929. Framhaldsnám í
Svíþjóð 1932-33. Kennari á
Stokkseyri 1929-32. Skólastjóri
við Barnaskóla Selfoss og síðar
Barna- og miðskóla Selfoss
1933-61. Fulltrúi á Fræðslu-
málaskrifstofunni í Reykjavík
frá 1961 og síðar deildarstjóri.
Eftir að hann lét af því starfí
fyrir aldurs sakir, hélt hann
áfram störfum að sérverkefn-
um fyrst við Fræðslumálskrif-
stofuna og siðan menntamála-
ráðuneytið til 1979. Formaður
sjúkrasamlags Selfoss 1942-61.
I stjórn Héraðsbókasafns Ár-
nessýslu 1948-60 og Skógrækt-
arfélags Árnessýslu 1948-60. í
stjóm Héraðssambandsins
Skarpéðins 1931-34. Formaður
Ungmennafélags Stokkseyrar
umskeið.
Utför Sigurðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
SIGURÐUR ÞÓRIR
EYJÓLFSSON
Mig langar til að kveðja elskuleg-
an mág minn, hann Sigurð sem var
yndislegur maður, sem ég bar mikla
virðingu fyrir. Margs er að minnast
og eru mér minnisstæðust fyrstu
kynni mín af honum, en þau voru
áður en hann giftist systur minni
Unni. Það var á ungmennafélags-
skemmtun í Brautarholti á Skeiðum
þegar Sigurður var látinn sjá um
sölu á gosi og ávöxtum. Eg var þá
bara barn og var að horfa á appel-
súiurnar sem lítið var um í þá daga.
Sigurður tók eftir því og gaf mér
eina appelsínu sem hann borgaði af
sínum peningum. Ekki vissi ég þá
sem barn að Sigurður yrði nokkrum
árum síðar mágur minn.
Það var mér mikil gleði og alltaf
svo gaman þegar hann kom heim að
Hlemmiskeiði til að heimsækja
kærustuna sína. Eftir það giftust
þau og fluttu í nýtt hús á Selfossi
sem Sigurður hafði byggt á árum
áður. Sigurður var skólastjóri á Sel-
fossi og þau hjónin eignuðust þrjá
syni, þá Eyjólf Guðna, Þorgeir og
Sigurð Inga. Seinna bættist lítil
stúlka í hópinn, dóttir systur minn-
ar Rósu, sem varð bráðkvödd að-
eins 26 ára. Gift Karli Guðmunds-
syni frá Laugarvatni. Litla dóttirin
var þá aðeins þriggja mánaða gömul
og var það þeim öllum mikið gæfu-
spor. Árið 1961 fluttust þau Sigurð-
ur og fjölskylda til Reykjavíkur og
þar bjuggu þau til yndislegt heimili
að Bogahlíð 9 . Sigurður starfaði
eftir það á Fræðslumálaskrifstof-
unni meðan aldur og heilsa leyfði.
Sigurður var mikill gæfumaður í líf-
inu og bar hann mikla ást og virð-
ingu til konu sinnar .Ég hef alltaf
verið tíður gestur á heimili Sigurðar
og Unnar eftir að þau fluttu í Boga-
hlíðina, sérstaklega núna seinni ár-
in. Þar hefur mætt mér sú hlýja og
vinátta sem ég mun ávallt minnast.
Síðustu 7 árin sem Sigurður lifði
voru honum oft erfíð vegna veik-
ir.da, en samt reyndi hann að tjá sig
og þegar við gátum skilið hvor ann-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Etnarsson,
útfararsþóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
an, þá færðist oft bros yfir veikt
andlitið. Unnur systir hefur sýnt
frábært þrek í veikindum hans, þótt
hún sjálf gengi ekki alltaf heil til
skógar.
Með virðingu og þökk kveð ég
góðan vin um leið ég votta Unni
systur minni og fjölskyldu hennar
mína dýpstu samúð.
Jón Þorgeirsson.
„Við erum öll næturgestir í
ókunnum stað. En það er yndislegt
að hafa farið þessa ferð.“ (H. Lax-
ness - úr Atómstöðinni).
Það er vel við hæfi að vitna í
Halldór Laxness J)egar skrifað er
um afa Sigurð. Eg held að hann
hafí átt svotil öll verkin hans og var
stoltur af enda mjög svo gefínn fyr-
ir bækur. Og líf okkar allra er í
raun bara ferð á ókunnum slóðum
og þar var afí engin undantekning.
Nema að núna er ferðinni hans afa
lokið og hann farinn þangað sem
við eigum öll vísan stað. Afí var bú-
inn að lifa tímanna tvenna enda
fæddur 1906 og var farinn að nálg-
ast árin 93 þegar kallið kom. Hann
sagði oft sögur af ungdómsárunum
eins og þá um hvernig hann, þá sex
ára, vann sér inn peninga til að
kaupa forláta könnu handa
mömmu sinni. Hann skrifaði meira
að segja söguna niður og gaf mér
til að varðveita. Dýrmæt gjöf það.
Afí var góður maður og alltaf jafn
ánægður þegar maður kom að
heimsækja hann og ömmu. Sér-
stakan áhuga hafði hann á skóla-
göngu barnabarnanna, enda gamall
skólastjóri, og var aldrei ánægðari
en þegar hann fékk að sjá ein-
kunnablaðið. Þá laumaði hann oft-
ast einhverju í vasann hjá manni
svona sem viðurkenningu. Við
minnumst hlýlegs og virðulegs
manns sem lét sig ávallt varða okk-
3 Erfidiykkjur g
diiiii doj' uzuu
riiiiiiiiiiii
ar hag og kveðjum afa með þakk-
læti í huga.
Þóra Þorgeirsdóttir og systkini.
Sigurður Þ. Eyjólfsson var maður
sem tekið var eftir, glæsilegur og
virðulegur i fasi. Þegar hann á
þriðja tug aldarinnar valdi sér
kennslu að ævistarfí var það ekki
hin beina braut íyrir formannsson
frá Stokkseyri, þaðan af síður að
leita utan til framhaldsmenntunar.
Þegar ég kom inn í fjölskyldu
hans var starfsævi hans lokið en af
viðmóti hans við börn og unglinga,
hvemig hann sýndi þeim bæði
áhuga og virðingu, var auðvelt að
skilja hversu farsæll hann var í
starfi sínu. Hann sýndi lifandi
áhuga á umhverfi sínu og náungan-
um, en góðmennskan, heiðarleikinn
og reglusemin, ásamt eðlislægri
glaðværð fór ekki fram hjá neinum.
Síðustu tvo áratugina undi hann
sér vel innan um bækur sínar, en
lestur og ritstörf voru helstu hugð-
arefni hans. Eftir áfall fyrir 7 árum
átti hann erfitt með að tjá sig í orð-
um og var aðdáunarvert hvað hann
tók því með miklu jafnaðargeði.
Þegar heilsu hans hrakaði og kraft-
arnir fóru þverrandi síðustu árin
sýndi Unnur einstaka ósérhlífni og
alúð við umönnun hans. Sigurður
lést eftir mánaðar sjúkrahúslegu á
93. aldursári.
Blessuð sé minning þessa mæta
manns.
Guðfinna Thordarson.
„Sá sem uppfræðir mig einn dag
er faðir minn alla ævi.“ (Kínversk
speki.)
I dag kveðjum rið gagnmerkan
heiðursmann. Margir eiga óafgreitt
framlag og endurgjald til hans og
konu hans. Greinarhöfundur er einn
í þeirra hópi. Framlag Sigurðar til
samferða- og samstarfsmanna var í
senn óeigingjamt og ómetanlegt.
Mest var samt framlag uppfræðar-
ans til nemenda hans hvern einasta
dag. Haustið 1951 kom ungur kenn-
ari í atvinnuleit að Skeljafelli, heim-
ili þeirra Sigurðar og Unnar á Sel-
fossi. Góðir samningar og fyrirheit
um meðmæli náðust okkar í milli. Á
þessu heimili stóðu alla tíð opnar
dyr öllum kennurum hans. Á Sel-
fossi vann ég með Sigurði síðasta
áratuginn, sem hann annaðist skóla-
stjórn bama- og miðskólans. Ávallt
leitaði Sigurður lausnar á málefnum
nemenda sinna með heill þeirra og
velfarnað í huga. Framför þeirra í
námi og farsæld í starfi var honum
ómetanleg umbun alls erfíðis við
uppfræðsluna. Samriskusemi og ár-
vekni var ófrávíkjanlegur lífstíll
hans. Samt vék hann frá þessum
lífsmáta í því tilfelli að hann sinnti
ekki um að telja stundir, daga og
kvöld, sem hann vann að skólanum
utan launaðs vinnutíma. Vegna ört
vaxandi byggðar við Ölfusá fjölgaði
mjög í skólunum og allt fyi'irkomu-
lag kennslu breyttist frá ári til árs.
Við starfslok hans á Selfossi 1961
kom í ljós að hér hafði samrisku-
samur, þrautseigur og þjálfaður
skólamaður verið við stjórnvölinn
og allt að tveggja manna maki.
Hann skynjaði það, að ef svo héldi
áfram gæti það orðið heilsu hans til
baga ef hann breytti ekki um starf.
Þetta þurfti engan að undra. Við
þessi tímamót var skólastofnuninni
skipt í barna- og gagnfræðaskóla og
við starfí Sigurðar tóku tveir ungir
og hressir piltar. Frá árinu 1961 til
1973 var hann fulltrúi fræðslumála-
stjóra og síðan í fjármála- og áætl-
anadeildinni til 1979.
Framlag Sigurðar mér til handa
kom í ljós eftir að leiðir okkar
skildu. I mínu skólastjórnarstarfí
hafði ég það oft í huga og til riðmið-
unar hvernig Sigurður hefði bragð-
ist við einstökum vandamálum er
bárust til úrlausnar. 'Ávallt hélst
gott samband milli okkar. Öðra
hvora leit ég inn til þeirra hjóna eft-
ir starfslok hans, þar sem þau
dvöldu í kyrrð og næði á friðarstóli
ærikvöldsins. Hugur hans var ávallt
bundinn þeim stað og því fólki sem
hann þjónaði og lagði til kjarnann
úr starfsæri sinni. Gagnmerkur
heiðursmaður er kvaddur. Þökk sé
honum fyrir uppfræðsluna, sem
nýttist svo mörgum á lífshlaupinu.
Verði kveðjustundin samúðaiTÍk
fjölskyldu hans í birtu komandi jóla-
hátíðar.
Hjörtur Þórarinsson.
Hann var hár og grannur, frekar
langleitur, með liðað ljóst hár og
hlýleg augu. Það sem fyrst vakti at-
hygli mína á honum, áður en ég
kynntist honum var, hversu glæsi-
legur hann var á velli. Hann var
þráðbeinn í baki, hvorki fattur né
álútur, gekk föstum, öraggum og
hiklausum skrefum og horfði fram á
veginn, án þess að skima eða gjóta
augum út og suður, eins og mörgum
er svo tamt. Þá var hann alltaf mik-
ið snyrtimenni og vel en látlaust
klæddur og ætíð eftir aðstæðum.
Þetta voru íyrstu kynni mín af
þeim manni, sem síðar varð, ásamt
konu sinni, Unni Þorgeirsdóttur,
mesti velgerðarmaður minn á lífs-
brautinni. Við Sigurður urðum sril-
ar, og þegar ég missti fyrri konu
mína, þá tóku þau hjónin tíu rikna
gamla dóttur mína í fóstur, ólu hana
upp sem sitt barn og reyndust
henni bestu foreldrar í hvívetna,
með allri þeirri umhyggju og ástúð,
sem frekast er hægt að hugsa sér
og orð fá ekki lýst. Auk þess naut
ég ótakmarkaðrar gestrisni á heim-
ili þeirra, hvenær sem var. Þær
stundir auðvelduðu mér þann ólýs-
anlega missi, sem ég hafði orðið fyr-
ir og voru mér sem vinjar á þeirri
erfíðu eyðimerkurgöngu, sem ég
varð þá að ganga. A því heimili ríkti
ætíð einstaklega hlýr andi og jafn-
vægi, enda hjónabandið með af-
brigðum gott.
Þegar við Sigurður kynntumst
þannig mjög náið, kom í ljós, að þau
fyrstu riðbrögð mín, sem áður var
getið, lýstu honum vel, nema hvað
nú komu enn betur í ljós einstakir
mannkostir hans í hvívetna. Hann
var vel menntaður maður og óvenju
gáfaður í bestu merkingu þess orðs.
Hann var mjög jafnlyndur, opinskár
þegar það átti við, en þó dulur í
þeim efnum, sem hann rildi hafa
fyrir sig. Hann var gætinn og tillits-
samur í samskiptum rið aðra, en
gamansamur og þægilegur í fram-
komu, enda rinsæll hvar sem hann
fór og var. Hann var áhugasamur
um bókmenntir, las og grúskaði
mjög mikið, enda voru þau hjón
samstiga í því efni sem öðra og áttu
mjög stórt og einstaklega fallegt
heimilisbókasafn, og ég held að þau
hafí bæði lesið nánast hverja ein-
ustu bók í safninu, sem er mjög
óvenjulegt. Fallega steinasafnið,
sem þau hjónin höfðu komið svo
snyrtilega íyrir, bar enn vott um, að
áhugamálin voru margvísleg.
Sigurði auðnaðist að lifa langa og
gæfuríka ævi, og fyrir það ber að
þákka, en engu að síður kemur tóm-
leikinn óumflýjanlega í ljós, eftir
hvarf svo merks manns úr þessum
heimi. Guð leiði hann á þeim vegum,
sem nú bíða hans.
Við hjónin vottum þér, Unnur,
sonum ykkar, fósturdóttur og fjöl-
skyldum, innilega samúð okkar.
Guð veri með ykkur öllum.
Karl Guðmundsson.
Gamli kennarinn minn er látinn.
Fyidr tæpum fimmtíu árum tók
hann á móti mér í skólanum með
bros á vör. Næstu hálfa öld bar
fundum okkar saman, stundum þétt
en oftar með hléum, og þrátt fyrir
alvörutal einatt, var alltaf stutt í
glettnislegt yfirbragð hans og mild-
an hlátur. En nú er allt þetta eftir-
látið minningunni.
Einhvern tímann fann ég það út
að í uppeldi og þroska barnsins,
einkum til sveita, væra þrjú þrep.
Fyrstu árin væru foreldrarnir ein-
ráðir um alla fræðslu og mótun hug-
arheimsins. Þegar barnið lærði að
lesa opnuðust því nýjar víddir, áhrif
bókarinnar tækju nú að móta hug-
ann í kapp við foreldrana. Þriðja
stigið væri skólinn og nú væri búið
að hrekja barnssálina út í veröldina.
En þá skipti mestu máli að hún
versla væri hvorki grimm né flá.
Fæstir mér kunnugir fóra betur
með þetta áhrifavald en Sigurður Þ.
Eyjólfsson, sem var skólastjóri á
Selfossi 1933 til 1961. Hann var al-
inn upp á Stokkseyri, af sægörpum
kominn og gat hugsað sér að ganga
þar götu feðra sinna - en var sjó-
veikur. Þá leiddist hann út í kennslu
af forvitni og líkaði vel, hellti sér út í
kennaranám sem hann lauk 1929.
Tók það ár við stöðu kennara á
Stokkseyri en fluttist að Selfossi
1933, þegar Sandvíkurskólahérað
átti orðið fastan skólastað út við
Olfusá. Þar var æristarfíð mesta
svo unnið.
Ævintýraleg var sú þróun sem
varð í skólamálum Selfoss og Sand-
víkurskólahéraðs á skólastjóraárum
Sigurðar. Hann tók rið litlum einn-
ar stofu skóla í vaxandi fjölmenni,
mun hafa haft eina deild fyrir há-
degi og aðra deild seinnipartinn. En
eftir áratug hafði skólastarfið
sprengt af sér öll bönd, nýr skóli
reis við Tryggvagarð og hófst notk-
un hans vorið 1945. Þá sá ég Sigurð
fyrst að skólastarfi og þótti verk-
stjórn hans röskleg, er hann stjórn-
aði flutningsrinnu nemenda sinna á
milli skólanna. Ungur var hann og
spengilegur, röddin ákveðin en þó
rétt mild. Nemendur hans kölluðu
hann „Eisenhower". I þeirri nafn-
gift fólst mikil virðing í stríðslok.
Sigurður átti eftir að vera skóla-
stjóri minn næstu sjö árin. Oft
kenndi hann mér flestar greinar, en
lét þó nokkuð samverkamanni sín-
um, Leifi Eyjólfssyni, síðar skóla-
stjóra, eftir. Samvinna þeirra var
með miklum ágætum, agi góður þó
með mildum hætti. Sigurður var
eftirgangssamur kennari, án þess
að ofætla nemendum sínum; var
strangur með að heimanámi væri
skilað. Hann var alhliða kennari,
góður reikningskennari og stafsetn-
ingarkennari af guðs náð, sem
margir búa að. Mesta snilld hans
var hve vel hann tengdi daglega
hætti öllu námi og gerði það um leið
skapandi. I grasafræði innprentaði
hann nemendum sínum hollustu
kartöflunnar og kvaðst sjálfur
neyta þeirrar fæðu endalaust. I
landafræði var hann prýðilega les-
inn af kortum og bókum og þreytt-
ist aldrei á því að segja okkur frá
Svíþjóð, en þar hafði hann verið í
námsleyfi. Sögukennsla hans þótti
afbragð, og kunni hann að krydda
enn betur hina frægu Islandssögu
Jónasar frá Hriflu.
Daglegt nám, störf og hand-
menntir, allt þetta splæsti þessi
óvenjulegi kennari saman í eitt. Eg
nefni sem dæmi að á fyrstu árum
Mjólkurbús Flóamanna var stunduð
þar svínarækt, sem Flóamenn ann-
ars rildu lítt þekkja til. En svo var
fræðarahugur Sigurðar mikill, að
árlega fór hann í vettvangsferðir
með nemendur sína austur í Mjólk-
urbú að sýna þeim srin. Hann kunni