Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 45* AÐSENDAR GREINAR Góðæri fyrir góðborgara hallæri fyrir háaldraða SUMIR eru tilbúnir að kosta til þess ótrúlega miklu fé að komast á þing eins og nýlegt prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjör- dæmi sýnir best og sannar. Ekki eru það launin sem menn eru að slægjast eftir, enda eru þau ekki svo ýkja há. Ætli það sé ekki öllu fremur eftirsókn eftir vegtyllum og völdum og væntingar um feit embætti og fínar stöður að þingmennsku lok- inni. Um þetta virðist ríkja algjör samstaða meðal allra alþingismanna, hvað sem líður öðrum deilumálum. Sam- trygging er fullkomin á okkar háa Alþingi. Máli mínu til frekari stuðn- ings má t.d. benda á Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Washington, og Friðrik Sophusson hjá Landsvirkjun. Enn er að vísu óvíst hvert Þorsteinn Pálsson muni fara, en hann verður áreiðanlega ekki á flæðiskeri staddur og öll vit- um við hvaða hnoss Guðmundur Bjarnason hefur höndlað. Vel á minnst, Svavar Gestsson, sem oft talar af viti um óskyldustu málefni, lét þau orð falla að Guðmundur væri alls góðs maklegur, er hann var inntur eftir áliti á stöðuveitingunni í útvarpsþætti. Hvers vegna er hann alls góðs maklegur? Spyr sá sem ekki veit. Hver voru hans helstu af- rek? Hvað hafði hann fram yfír aðra nema að vera ráðherra og alþingis- maður? Ja, hvað má eiginlega um Svavar segja annað en svo bregðast krosstré sem önnur tré. Víkjum nú aftur snöggvast að áð- urnefndu prófkjöri og vitnum í grein Sigi-íðar Önnu Þórðardóttur, en hún heitir Framfarir og árangur. Höfundurinn, sem er jafnframt for- maður þingflokks sjálfstæðismanna, segir á einum stað: „Nú njótum við árangurs af því erfiði og hér ríkir sannkallað góðæri sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur átt ríkan þátt í að skapa nieð markvissum aðgerðum." Á öðrum stað stendur: „Vímuefna- vandinn er skelfílegt böl sem ekki síst herjar á hina ungu og of margir eru þeir sem enn búa við skarðan hlut í efnalegu tilliti.“ Hvernig get- ur það eiginlega gerst þar sem „rík- ir sannkallað góðæri“? Hvers konar hugsunarvilla er hér eiginlega á ferðinni? Annar þátttakandi í sama próf- kjöri, Þorgerður K. Gunnarsdóttir lögfræðingur, segir m.a. í gi'ein sinni: „Við eigum skuld að gjalda." „í ályktun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins 1996 um málefni aldraðra segir orðrétt:“ „Að koma í veg fyrir tvísköttun og skerðingu lífeyris.“ „Að tryggja að ellilífeyrisþegum sé ekki mismunað í sköttum miðað við Halldór Þorsteinsson aðra þegna þessa lands.“ Og í beinu framhaldi segir hún að aldraðir séu orðnir langeygðir eftir leiðréttingu og hefur lögfræðingurinn vitan- lega lög að mæla. Slagorð Sjálfstæðis- flokksins um að hann sé „flokkur alh-a stétta" glymur sýknt og heilagt í eyrum al- mennings og það eink- um fyrir kosningar. En fínnst engum í rauninni það vera orðið of útjaskað til að vera á torg berandi fyi'ir hugsandi menn? Á fyrrnefnd- um landsfundi flutti fyri-verandi fjármálaráðherra ræðu og sagði þá meðal annarra orða að ekki mætti þjarma að vinnuveitendum með of háum sköttum. Stóð hér í pontu málsvari allra stétta eða velunnari vinnuveitenda og annarra góðborg- Samband eldri sjálf- stæðismanna ber fram réttmætar og sann- gjarnar kröfur, segir Halldór Þorsteinsson, og spyr hvað þeir ætli að gera ef stjórnvöld bregðast ekki jákvætt við þeim. ara? Svari nú hver lesandi fyrir sig eftir bestu sannfæringu. Skömmu eftir þetta var fjármál- aráðherra boðaður á fund hjá Að- gerðarhópi aldraðra og við það tækifæri beindi ég þeirri spurningu til hans hvort honum fyndist þjar- mað of mikið að öldruðum með of háum sköttum. Hann svaraði að bragði og kvað það ekki vera. Jað- arskattar gátu þá numið frá 80-100% í sumum tilfellum. Um þær mundir var starfandi svokölluð jaðarskattanefnd, sem einn nefnd- armanna vildi helst líkja við saumaklúbb, enda væri aðalhlut- verk hennar fólgið í því að sauma að öldruðum. Foi-vitnilegt væri að fá að heyra hversu mikið var gi-eitt fyrii' þessi merkilegu nefndarstörf. Ösennilegt er að það hafi verið gert eftir afköstum. Samtök eldri sjálfstæðismanna fara fram á margskonar leiðrétting- ar og endurbætur á almannati-ygg- ingakerfínu, afnám fjölda skerðing- arákvæða og jaðarskatta. Þau krefj- ast jafnra ellilauna fyrir 67 og eldri og telja að hver ellilífeyrisþegi ætti að fá um 80.000 kr. frá almanna- <VéiM sfcóversíun Kringlan 8-12 s: 553 2888, v/hliðina á Póstinum í Kringlunni. ^/OLATRE V THE ORI(íINAL/1’SA ★ TÍl> ÁRA ÁBYRGÐ, ÆVIEIGN ★ VERD AÐEINS FRÁ 2900,- ★ MARGAR STÆRDIR ★ /ÓLASERÍA 6 FÓTUR FVEGIR 3 ÚTSÖLUSTADin ALASKA tryggingum. Formaður samtakanna telur að 21 þúsund séu fyrir neðan fátæktarmörk. Allt eru þetta rétt- mætar og sanngjarnar kröfur, en hvað ætla eldri sjálfstæðismenn að taka til bragðs ef stjórnvöld með Davíð Oddsson í fararbroddi dauf- heyi'ast við þeim eins og þau hafa gert svo oft áður? Hvaða flokk ætla þeir þá að kjósa? Gamla flokkinn sinn af tómri skyldurækni og mis- skilinni hollustu? Jón Sigurðsson, kenndur við Grundartanga, telur, ef mig mis- minnir ekki, að 70% þjóðarinnar séu andvíg núverandi kvótakerfí, en stór hluti hennar styðji engu að síður stjórnvöld, sem ein bera alla ábyrgð á því. Þetta kallar hann að skrökva að sjálfum sér og er ég honum hjartanlega sammála, enda er sjálfsblekking allra blekkinga verst. Forsætisráðherra vor viðist aldrei þreytast á því að guma af ótrúlega góðæi'inu sínu og vill ekki heyra neitt múður né nöldur. Hvers vegna undirstrikar hann ekki góðærisgort sitt og áróður með heilsíðuauglýsingum í Morgun- blaðinu að hætti LÍÚ og Lands- virkjunar, blekkingameistara eða með öðrum orðum aðila sem hafa líka slæman málstað að verja? Mik- ið lán yi’ði það fyrir íslensku þjóðina að losna við þennan leið- toga, sem öllu vill ráða, hleypur iðu- lega út undan sér, fer freklega út fyrir sitt verk- eða valdsvið eins og t.d. þegar hann bannaði banka- stjórum Landsbankans að hækka vexti á sínum tíma. Það hefði vitan- lega átt að vera í verkahring við- skiptaráðherra, hefði jafngróf íhlut- un verið á annað borð talin nauð- synleg. Þá heyrðist hvorki hósti né stuna úr digurbarka Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., sem þóttist vera maður til að taka forseta ís- lands á hvalbeinið út af orðum sem hann taldi í ótíma töluð ef ekki al- gjöra óhæfu. Er ekki allt þetta há- stemmda og óljóslega orðaða tal um sameiningartákn þjóðarinnar hætt að fínna hljómgrunn í huga al- mennings? Finnst mönnum í alvöru að forseti vor eigi ekki að vera neitt meira og merkilegi’a en vel upp- trekkt og þrælforritað vélmenni ríkisstjórnarinnar. Áður en ég segi skilið við forsæt- isráðherrann leikur mér forvitni á því að fá að vita hvaða erindi hann átti inn á vígsluhátíð McDonald’s hérna um árið eða þá í Ríkissjón- varpið með Kára Stefánssyni, þeg- ar sá síðarnefndi flutti þjóð sinni og reyndar gjörvöllu mannkyni fagnaðarerindi sitt. Þá fannst áreið- anlega fleirum en mér fyrst fara að kárna gamanið svo ekki sé meira sagt. Þá lá í sannleika sagt ekki al- veg í augum uppi hvað vakti fyrir forsætisráðherra með því að koma fram við þetta tækifæri í jafnáhrifa- miklum fjölmiðli og sjónvarpið er. Tilgangur hans með því er enn óleyst ráðgáta. Enda þótt forsætisráðherra vor tönnlist linnulaust á sínu glæsilega góðæri, þá hlýtur hann að vita í hjarta sínu, að hann fer með helber ósannindi eins og flokkssystkini hans hafa reyndar bent honum á hér að framan. En hann bara þverskallast við og neitar að horfast í augu við þá augljósu stað- reynd að alltof, já, alltof stór hluti aldraðra og öryi-kja býr við kjör, sem eru viðs fjarri því að geta talist mannsæmandi. Að lokum er ekki úr vegi að benda á allra síðasta afreks- verk þessa dæmalausa þjóðhöfðingja. Hann virðist nefni- lega vera staðráðinn í því að lítils- virða Hæstarétt með því a'ð snið- ganga nýlegan dóm hans. Víkjum nú að Framsóknar- flokknum. Það er í sannleika sagt raunalegt til þess að vita að hann ber ekki lengur nafn með rentu,* enda fyrir langa löngu hættur að sækja fram. Hann kýs nú að halda sig sem næst miðjunni. Það mun sennilega vera farsælasta og þægi- legasta vígstaðan að mati flokks- stjórnarinnar, ef vígstöðu má kalla. Hún vill síst af öllu móðga stóra bróður, enda prísa sjálfstæðismenn sig sæla að eiga jafnþæga og hlýðna samherja og framsóknar- menn eða réttara sagt miðjumenn eru. Á flokksþingi Framsóknarflokks- ins gerðust þau fáheyrðu tíðindi að Landssambandi félaga eldri borg- r ara voru veitt svokölluð bjartsýnis- verðlaun, sem formaður þess veitti viðtöku og gerðist þar með þátttak- andi í fáránlegum hráskinnsleik, sem lengi mun í minnum hafður. Benedikt, brosmildi, Davíðsson, sem vill allra vinur vera og engan mann móðga, síst af öllu mektar- mann, lét hafa sig að fífli, ginning- arfífli liggur mér við að segja. Mér hefur ávallt skilist að bjartsýnis- verðlaun væru veitt fyrir sigra eða afrek unnin við afar erfiðar og ill- viðráðanlegar aðstæður eða gegn ofurefli. Með leyfi að spyrja hver eru afrek landssambandsins og for- manns þess? Eg þekki þau ekki. Að r vera þekktur fyrir að taka við slík- um verðlaunum úr hendi Ingibjarg- ar Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem á Alþingi daginn áður hafði slegið hendi á móti öllum tillögum, sem hefðu getað orðið öldruðum til hagsbóta, er með öllu óskiljanleg. Hér varð formanninum alvarlega á í messunni. Slíkt dómgreindarleysi má helst ekki henda mann í hans stöðu. Höfundur er skólastjdrí Mdlaskdla Halldórs. HLUTAFJAKUTBOÐ KR-SPORTS HF. Útboð á hlutabréfum í KR-Sporti hf. hefst mánudaginn 21. desember næstkomandi og stendur til 15. janúar 1999. Starfsemi Tilgangur KR-Sports hf. skv. 3. grein samþykkta er að taka þátt í rekstri á sviði íþrótta, menningar, lista og afþreyingar. Tilgangur félagsins er jafnframt smásala, heildsala, umboðsverslun, ráðgjöf, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og skyldur rekstur. Fjárhæð útboðs Fjárhæð útboðsins er 50.000.000 kr. að nafn- verði að hámarki og er um að ræða nýtt hlutafé að nafnverði 46.000.000 kr. og áður útgefið hlutafé í eigu Knattspyrnudeiidar KR að nafnverði 4.000.000 kr. Hlutafé félagsins mun nema 50.000.000 kr. að nafnverði eftir aukninguna, ef allt hiutafé selst. ÚTBOÐSFYRIRKOMULAG Almenningi er boðið að kaupa hlutabréf með áskriftarfyrirkomulagi og getur hver aðili skráð sig fyrir að lágmarki 10.000 kr. að nafnverði og að hámarki 1.000.000 kr. að nafnverði. BUNAHAtm\NKINN VERÐBRÉF UTBOÐSGBNGI Fast útboðsgengi er 1,00 á útboðstímabilinu. S ÖLUTÍMABII. Sölutímabil er frá 21. desember 1998 til 15. janúar 1999. SÖLUAÐILAR Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 490169-1219, Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík, sími 525 6060, myndsími 525 6099, útibú Búnaðar- bankans og Verðbréfastofan hf., kt. 621096- 3039, Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík, sími 533 2060, myndsími 533 2069. UPPLÝSINGAR og gögn Gögn þau sem vitnað er til í útboðslýsingu þessari er hægt að nálgast hjá Búnaðarbankanum Verð- bréfum, útibúum Búnaðarbanka (slands hf., Verð- bréfastofunni hf., vef Búnaðarbanka www.bi.is, vef Verðbréfastofu www.vbs.is og útgefanda. 4 VERÐBREFASTOFAN |Alaska v/BSÍ, Borgartúni 22 a Ármúla 34 s: 562 2040 | I , , , * ' ' . , ' i 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.