Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT írakar sakaðir um að svíkja loforð sín um samstarf við vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna Y opnaeftirlitsmenn fluttir frá írak Bagdad. Reuters. ALLIR starfsmenn vopnaeftirlits- nefndar Sameinuðu þjóðanna (UNSCOM) voru fluttir í skyndi frá Bagdad í gær eftir að fonnaður nefndarinnar, Richard Butler, gaf út skýrslu þar sem hann komst að þeirri niðurstoðu að Irakar hefðu ekki staðið við loforð sín um fullt samstarf við nefndina. Butler sagði í skýrslunni að írak- ar hefðu hindrað leit eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna að gereyðing- arvopnum í Irak. Þar sem Irakar hefðu ekki staðið við loforð sín væri eftirlitsnefndin ekki fær um að meta hvort írakar hefðu eytt öllum gereyðingarvopnum sínum, sem er meginforsenda þess að viðskipta- banni Sameinuðu þjóðanna á Irak frá 1990 verði aflétt. Líklegt þykir að niðurstaða skýrslunnar verði til þess að Banda- ríkjamenn og Bretar búi sig aftur undir að gera loftárásir á skotmörk í Irak rúmum mánuði eftir að hafa hætt við þær á síðustu stundu þegar írakar höfnuðu síðast samstarfi við eftirlitsnefndina. Hætt var við árás- irnar aðeins 15 mínútum áður en þær áttu að hefjast 14. nóvember eftir að írakar gáfu eftir og lofuðu að hindra ekki vopnaleitina. „Skýrslan ber vott um illvilja og markmið hennar er einkum að rétt- læta hernaðaraðgerðir Bandaríkja- manna og Breta gegn írak,“ sagði Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Iraks. Hindruðu þrjár eftirlitsferðir Butler sagði í skýrslunni að írak- ar hefðu heimilað nokkrar eftirlits- ferðir en hindrað þrjár og aðeins af- hent eitt skjal af tólf sem UNSCOM óskaði eftir. íraskar flugvélar hefðu einnig elt og ógnað þyrlu, sem eftir- litsmennirnir notuðu, og grunur léki á að írakar hefðu fjarlægt skjöl úr tveimur byggingum áður en eftir- litsnefndin rannsakaði þær. UNSCOM var ennfremur meinað að yfírheyra íraska námsmenn er tóku þátt í sýklavopnarannsóknum, sem Butler segir að hafí verið stund- aðar í íröskum háskólum. Þá var nefndinni meinaður aðgangur að höfuðstöðvum íraska stjómarflokks- ins í Bagdad 10. þessa mánaðar, þegar írakar settu það skilyrði fyrir leitinni að aðeins fjórir eftirlitsmenn færu í bygginguna og að nefndin sendi formlegt bréf þar sem fram kæmi að hverju hún hygðist leita. írakar sögðu að þessi skilyrði væra í samræmi við reglur sem þeir hefðu samið um við forvera Butlers, Rolf Ekeus, sem er nú sendiherra Svíþjóðar í Bandaríkjunum. Butler sagði hins vegar að reglunum hefði verið breytt í viðræðum við Iraka fyrir ári. 92 starfsmenn vopnaeftirlits- nefndarinnar voru fluttir með flug- vél til Manama í nágrannaríkinu Bahrein. Fjórir leitarhópar fóru frá Bagdad fyrr í vikunni, en starfs- menn UNSCOM í írak voru um 200 þegar síðasta vopnaleitin náði há- marki í vikunni sem leið. Hópur starfsmanna hjálparstofn- ana Sameinuðu þjóðanna var einnig fluttur með rútum til Jórdaníu í gær. Alls voru 40 manns í rútunum, aðallega starfsmenn, sem höfðu fengið frí áður en skýrslan var birt, og fjölskyldur fjögurra starfsmanna sem hafði verið ráðlagt að fara frá Bagdad. Oðrum starfsmönnum hjálpar- stofnana var sagt að búa sig undir að fara frá Irak, en í gær hafði ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvort eða hvenær þeir yrðu fluttir á brott. Að jafnaði starfa um 200 manns í írak á vegum hjálparstofn- ana Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) ákvað að kalla alla vopna- eftirlitsmenn sína í Irak heim. Reuters STARFSMENN vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna í írak hlaða farangri sínum á vörubíl áður en þeir voru fluttir frá Bagdad í gær. Aldrei er nein lognmolla um þennan frumlega lista- mann, sem hleypir öllu í bál og brand í kringum sig. Hér kryfur hann líf sitt miskunnarlaust til mergjar með orðgnótt og eldmóði. Útkoma bókarinnar fékk svo á hann, að hann lagðist undir feld og iðraðist sáran bersögli orða sinna en er nú aftur að ná jafnvægi. FJÖLVI Lífsldók Stei igríms hl i:nr einróma lof Bókin fær frábæra dóma: „Frásögn Steingríms er andheit og spennuþrungin. Hann hleypur sem fyrr upp og niður allan skala móðurmálsins. Ekkert orð verður fundið sem kalla mætti eyðufyll- ingu. Lausnarsteinn er þvert á móti uppfullur af athöfn og hreyf- ingu. Steingrími hafa hlotnast verkalaun sköpunargleðinnar og meira verður tæpast af lífinu krafist." Mhl. E.J. ftölsk yfírvöld láta Öcalan lausan Hyggst dvelja áfram á Italíu Tyrkir allt annað en ánægðir Róm, Ankara. Reuters. TALIÐ var líklegt að milliríkjadeila ítala og Tyrkja vegna kúrdíska skæruliðaforingjans Abdullah Ocal- ans myndi gjósa upp að nýju eftir að ítalskur dómstóll ákvað í gær að sleppa Öcalan úr haldi. Kom þessi ákvörðun eftir að tilkynnt var að Þjóðverjar hefðu dregið alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ócalan til baka, sem þýðir að Italir eiga ekki von á framsalsbeiðni. Er Öcalan nú frjáls ferða sinna en talsmaður hans sagði í gær að Öcal- an hygðist dvelja áfram í húsi sínu í Róm og bíða úrskurðar ítalskra stjórnvalda um það hvort hann fær hæli sem pólitískur flóttamaður á Italíu. Brigslyi-ði gengu milli ríkis- Jólatilboð Skrifborðsstólar itaBBBiaia HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 stjóma Ítalíu og Tyrklands, sem bæði eiga aðild að Atlantshafs- bandalaginu (NATO), í síðasta mán- uði eftir að ítalir neituðu að fram- selja Öcalan til Tyrkiands. Öcalan hafði verið handtekinn við komuna til Rómar 12. nóvember en ítalska stjómarskráin bannar hins vegar að menn séu framseldir til ríkja sem beita dauðarefsingu. Kvaðst Ismet Sezgin, varnarmála- ráðherra Tyrklands, telja að ákvörð- unin í gær myndi kynda undir deilu landanna á nýjan leik. „Þetta mun skaða bæði samskipti Tyrklands og Italíu og alþjóðalög," sagði Sezgin. Breytir litlu, segir Ecevit Pólitískur óstöðugleiki undan- famar vikur hefur hamlað tilraun- um Tyrkja til að koma Öcalan fyrir rétt. Bráðabirgðaríkisstjórn í land- inu hefur ekki getað komið sér sam- an um að afnema dauðarefsingu, svo hægt sé að fá Öcalan framseld- an frá Italíu, þrátt fyrir að dauða- dómi hafi ekki verið framfylgt þar í næstum fímmtán ár. Gagnrýndi Bulent Ecevit, væntan- legur forsætisráðherra, Itali íyrir að leyfa Öcalan að hafa næstum ótak- mörkuð samskipti við stuðningsmenn sína og fjölmiðlafólk undanfamar vikur, en Öcalan hefur verið í eins konar stofufangelsi í húsi í Rómar- borg. Taldi hann ekki mikið breytast við þá ákvörðun að láta Öcalan laus- an í gær. „Hann var hvort eð er nán- ast frjáls maður,“ sagði Ecevit. „Hann gat talað við hvem sem hann vildi og bjó eins og konungur." Tyrkir hafa sakað Ocalan um landráð en hann er leiðtogi skæru- liðasamtakanna PKK sem um fjórt- án ára skeið hefur barist fyrir sjálf- stæði Kúrda í suðausturhluta Tyrk- lands. Hafa meira en tuttugu og níu þúsund manns fallið í þessum átök- um PKK og tyrkneska hersins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.