Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Islenskur drengjakór Af fagmannleg- um léttleika TONLIST Geislaplötnr DRENGJAKÓR LAUGARNESKIRKJU íslensk og erlend lög og útsetningar fyrir drengjakór eftir Pál Isólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Eyþór Stef- ánsson, Sigursvein D. Kristinsson, Mendelssohn, Mozart, Bortnianskij, Purcell, Kabalevskij, Schubert, Vaug- han Williams, Wesley, Elgar, Fauré, Lennon/McCartney auk þjóðlaga frá Álandseyjum, Bretlandseyjum og ís- landi. Söngur: Drengjakór Laugar- neskirkju, yngri og eldri deild. Pí- anóleikur: Peter Maté. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar: Gunnar Gunnarsson (pianó), Tómas R. Ein- arsson (kontrabassi), Matthías M.D. Hemstock (trommur), Sigurður Flosason (altsaxófónn og þverflauta). Sljórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Utgáfa: Drengjakór Laugarnes- kirkju. Lengd: 48’25. Verð: kr. 1.999. ÞAÐ má taka ofan fyrir þessum strákum og stjómanda þeirra. Þegar tillit er tekið til þeirrar þrotiausu vinnu sem að baki nærri því 50 mín- útna prógrammi liggur þá hafa þeir unnið afrek. Augljóst er að kórnum hefur farið mikið fram I öryggi og tónmyndun og víst má telja að fleiri sigra megi vænta haldi svo áfram sem horfir. A plötunni eru 19 lög úr ýmsum áttum og eru þau bæði trúarlegs og veraldlegs eðlis og virðast þau ver- aldlegu að jafnaði henta kórnum best. Svolítið kaldhæðnislegt þar sem þetta er nú kirkjukór. Drengirnir ná oft talsverðu flugi í þeim lögum og má þar nefna gott lag Kabalevskijs, Senn kemur vor, sem sungið er ákaflega fallega. Vínarljóð Schuberts (hér sungið við annan og siðsamari texta en í rútubílum á ís- landi) syngja strákarnir glæsilega og með góðri sveiflu. Summer Is A- Coming In and the Cuckoo er sungið af þrótti og snerpu og þar skilar ein- söngvarinn Þorkell Gunnar Sigur- björnsson sínu hlutverki með prýði. Og talandi um einsöngvarana þá ber að öðrum ólöstuðum sérstaklega að geta tvisöngs þeirra Tryggva Sig- urðssonai' og Níelsar Bjarnasonai' í Ave Maria Eyþórs Stefánssonar og einsöngs Einars Njálssonar í Ljúf- um ómi Bortnianskijs. Dagur er ris- inn er alltaf jafn fallegt lag og það er sérstaklega vel sungið af drengjun- um en í það vantar mem léttleika og eins er kontrabassinn of drynjandi. Vem kan segla förutan vind er klass- ískt kórlag sem drengirnir syngja mjög vel en útsetningin fyrir djass- bandið er ofhlaðin og klunnaleg. Það sama má segja um lögin tvö eftii' Lennon/McCai'tney þar sem kauða- legt undirspilið með miklum bassa- drunum skemmir fyrir ágætum söng (sérstaklega í Can’t Buy Me Love). Miklu betra hefði verið að hafa þessi lög undirspilslaus, enda oft flutt þannig af kórum. Það sem fyrst og fremst má fínna að þessari plötu er hljóðritunin og á það aðallega við um píanóhljóminn, sem er reglulega slæmur í sumum lögum (t.d. nr. 10 og nr. 16). Píanóið er óskýrt og djúpu tónarnir óþægi- lega drynjandi. Það er synd og skömm því píanóleikur Peters Matés er glæsilegur eins og við má búast. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur er framlag drengjanna og stjórnanda þeirra, Friðriks S. Kristinssonar, glæsilegt og heildaryfirbragð plöt- unnar hið ánægjulegasta. Við bíðum spennt eftir næstu plötu! Valdemar Pálsson TONLIST Norræna lnísirt KÓRTÓNLEIKAR 21 innient og erlent lag og jólalag. Söngkvartettinn Rúdolf (Sigrún Þor- geirsdóttir S, Soffía Stefánsdóttir A, Skarphéðinn Hjartarson T & Þór Ás- geirsson B.) Norræna húsinu, þriðju- daginn 15. desember kl. 20:30. BLANDAÐUR söngkvartett er jafn skemmtileg áhöfn þegar vel tekst til og hún er erfíð í fram- kvæmd, eins og margir hafa reynt, því að heita má regla fremur en und- antekning, að endingartími slíkra kvartetta reynist oftast ekki nema 1-2 ár - einmitt tíminn sem þarf til að ná lágmarksárangri. Blandaði kvartettinn er líklega vandmeðfarn- asta kórform sem til er, og kröfurn- ar að ýmsu leyti sambærilegar við þær sem gerðar eru til strengja- kvartetts um inntónun og samstiga tjáningu, og jafnvel meiri hvað jafn- vægi áhrærir, þar eð mannsröddin er miklu einstaklingsbundnara hljóðfæri en hin staðlaða fíðlufjöl- skylda. Þeir sönghópar sem þraukað hafa fram yfir venjulega lífdaga og eitt- hvað kveður að eru teljandi á fingr- um annarrar handar. Einn þeirra er söngkvartettinn Rúdolf - að hálfu leyti (þ.e. karlamegin) leifar af MK- kvartettnum frá ofanverðum 9. ára- tug - sem hingað til hefur sérhæft sig í jólalagageiranum en kvað nú vera að færa út kvíarnar, enda fyrri hluti dagskrár ótengdur jólum. Tón- leikarnir voru fjölsóttir að vonum, sem sást af því að kaffistofa hússins var aldrei þessu vant opin í hléinu; væntanlega til marks um vinsældir Raddir sem berg- mála í hvelfingunni HARALDUR Jónsson, myndlistar- maður og rithöfundur, hefur sent frá sér bókina Fylgjur. Þetta er önnur bók höfundar, en árið 1995 kom út prósabók hans stundum alltaf. Aður en lengra er haldið kveðst hann vilja taka það skýrt fram að bókin sé ekkert frekar Ijóðabók, jafnvel þó að hann hafi lesið upp úr henni á ljóðakvöld- um. Á bókarkápu stendur undir- titillinn „einræður" og á titilblaði segir „Haraldur Jónsson tók sam- an“. I inngangi sem undirritaður er af „liöfundi" er m.a. rætt um það hvernig skynfæri manna verði stöðugt vitni að ólíkum at- burðum í umhverfinu. Hvers vegna heitir bókin Fylgj- ur? „Eitthvað varð barnið að heita og mér fannst þetta vera besta orðið. Það vísar einnig til þeirra tveggja heima sem við Islending- ar lifum og hrærumst í á milli vöggu og grafar, eða fæðingar- lækninganna og andatrúarinnar. Stunduin er líka óneitanlega svo- lítill draugagangur í manni,“ seg- ir Haraldur. Auk þess vísar titill- inn til eins textans í bókinni þar sem fylgjur á fæðingardeildinni koma við sögu. Hvers konar textar eru fylgjur? „í þeim hljóma raddir einstak- linga sem eru að reyna að skilja; í margræðri merkingu þessarar fallegu íslensku sagnar. Þetta eru svona raddir sem bergmála inni í okkur öllum og þá sérstaklega inni í hvelfingn höfuðsins en til- finningin rennur auðvitað um lík- amann allan; eftir blóðrásinni og taugakerfinu - ef við tölum um þetta á lfkamlegum nótum,“ segir Haraldur og heldur áfram: „Það kom síðan að því augnabliki að ég gerði mér grein fyrir að nauðsyn- Iegt var að deila þeim með öðrum. Eg veit sjálfur ekki nákvæmlega hvað hér er á ferðinni en það á heldur ekki að skipta máli að svo stöddu.“ Textarnir eru Qölbreyttir og að sögn höfundarins meira eða minna óritskoðaðir. Hann segir að það eina sem hann hafi gert nokk- uð meðvitað sé uppröðun þeirra í bókina. Framan af séu raddirnar karlkyns en í seinni hluta bókar- innar kvenkyns. „Eg hef það sterklega á tilfínningunni að því mannlegri sem menn eru þeim mun kvenlegri verði þeir.“ Þannig að æðsla þroskatak- mark hvers karlmanns er þá að hið kvenlega brjótist fram í hon- um? Haraldur Jónsson „Já, það má auðveldlega orða það þannig. Eða þangað til annað kemur í Ijós,“ segir Haraldur. / g var staddur í matarboði fyrir stuttu. Aður en ég fór bað sá sem hélt boðið mig að skrifa í gestabókina sem ég gerði náttúrulega fyrir hann. Að því loknu fletti ég nokkrum blaðsíðum til baka. Það var þá sem ég sá nafn- ið hennar aftur eftir öll þessi ár. Auðvitað líður hún mér seint úr minni en að sjá nafnið hennar svona skýrt og greinilega var einum of mikið. Eg veit ekki hversu mörg ár eru liðin en miðað við allt sem á undan er gengið hlýtur margt að hafa gerst í lífi hennar. En þegar ég skoðaði nýlega skriftina sá ég ekki betur en hún hefði lítið breyst. Ur Fylgjum. söngformsins almennt og Rúdolfs sérstaklega. Fyrri hlutinn var blönduð ný- lenduvöruverzlun vinsælla sígrænna popplaga, þjóðlaga og alls þar á milli, ýmist frumsamin, útsett eða endurútsett, þ.á m. frumsamið smá- lag eftir Atla Heimi Sveinsson, „Sóley í varpa“, og „scat“-kennd út- setning Hildigunnar Rúnarsdóttur á Kötu litlu í koti e. Kaldalóns, en hún átti einnig frumsamið lag, „Sé ástin einlæg og hlý“, sem bar keim af inn- tínsluhljómastfl The Flying Pickets. Aðalheiður Þorsteinsdóttir lék snöf- urlega með á píanó í þrem síðustu lögum, James Bond-rómönzunni We Have AU The Time In The World (Barry), „fönk-sveiflaðri“ útleggingu á Aukavinnu eftir þá Múlabræður og Leyndarmáli, perlu Þóris Bald- urssonar. Annars var meirihluti út- setninga fyrir og eftir hlé í höndum Skarphéðins Hjartarsonar tenórs, sem átti heiðurinn af margri smekk- legri, hugvitssamri og stundum bráðfyndinni raddfærslu. Bar sumt merki þess að nýlegar raddsöngs- stefnur utan úr heimi hafa ekki farið framhjá hópnum; nefna mætti söng- grúppu á borð við hina sænsku „The Real Group“, þar sem bassinn er oftlega látinn herma eftir djass- kontrabassaleik á „dúm-ba-dú“-i, og virðist fyrirbærið ríða húsum um þessar mundir. Slík barkafimi er mun erfiðari á konsert en í hljóðveri, þar sem nýjasta tækni og vísindi geta búið til ofurmannlega nákvæmni og fyll- ingu, en akkerismaðurinn Þór Ás- geirsson stóð sig samt eins og hetja. Gildir hið sama raunar um hinar raddimar í þess háttar útsetningum, að hreinleika- og nákvæmnikröfur nálgast mörk hins mögulega, enda stóðust þær ekki alltaf skeinulaust; t.a.m. var textalaust ragtimelag Scotts Joplins, „Solace“, áberandi óhreint. Engu að síður mátti viða heyra fagmennskulegan samsöng, og enn betur undir lok seinni hluta, þar sem fereykið náði oft þeirri full- komnun sem miskunnarlaus síaukin samkeppni og viðmiðun utan úr heimi gerir að forsendu þess að slík músísering heppnist. Einnig var eft- irtektarvert að skóluð rödd sóprans- ins, sem oftast skar sig úr hlutfalls- lega sléttari söng félaganna (og því í sjálfu sér vel fallin til að bera aðal- laglínu), náði í nokkrum tilvikum að jafna víbratóið til ágóða fyrir heil- stæðari samhljóm. Að öðru leyti var jafnvægi milli radda til fyinrmyndar, m.a.s. líka á veikustu stöðum, sem er afrek út af fyrir sig. Jólalögin eftir hlé báru flest vott um að vera hópnum gamalkunnugt efni. Meðal útsetninga Skarphéðins báiu af Hátíð fer að höndum ein, Jólasveinar ganga um gólf (Friðrik Bjarnason), Jóla, jólasveinn (Olafur Gaukur), hin viðamikla, stemmn- ingsríka og bráðsmellna Jólaköttur- inn (Ingibjörg Þorbergs; komplett með vindhviðum og mjálmi, en hefði mátt stemma betur) og útlegging Skarphéðins á amerískulegu gaman- lagi Gunnars Þórðarsonar, Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða. Einnig kvað mikið að útsetningu Sigurðar Halldórssonar á laginu Jólasvein- arnir (Ingunn Bjamadóttir), enda þótt dú-kaflar og inntínsluhljómar hefðu mátt vera öi-uggari í samsöng. Amerísku lögin þrjú í lokin, Rúdolf (Marks), Santa Claus Is Coming To Town (Coots) og Winter Wonder- land (Bernard) voru sungin á ensku og runnu ljúflega niður, sem og fyrra aukalagið, Jingle Bells. En það var þó umfram allt í seinna aukalag- inu, Bjart er yfir betlehem í frá- bæn-i útsetningu Skarphéðins, að sönghópurinn náði þeim fagmann- lega léttleika sem slagaði í heims- mælikvarðann og sýndi hvað í hon- um gæti búið. „Létt“ tónlist þarf einmitt að hljóma svo - fyrirhafnarlaus. Gald- urinn að baki er vinna, vinna og aft- ur vinna. En þegar bezt tókst til hafði Rúdolf tvímælalaust erindi sem erfiði, og verður það vonandi hópnum hvatning til að ráðast áfram í metnaðarfullar útsetningar og vinna þær svo vel að ekkert virðist fyrir þeim haft. Ríkarður Ö. Pálsson Hopp milli heima KVIKMYNPIR Háskólabfó og Laugarásbfó WHAT DREAMS MAY COME •kirk Leikstjóri: Vincent Ward. Handrit: Ron Bass eftir bók Richards Matheson. Aðalhlutverk: Robin Willims, Annabella Sciorra, Cuba Gooding Jr. og Max von Sydow. Polygram Filmed Entertainnient 1998. TRÚIR þú á líf eftir dauðann? Hér á áhorfandinn ekkert val heldur er hann dreginn inn í æv- intýri sem fjallar um lífið, dauð- ann og hlutverk hvers og eins í lífinu. Býsna litríkt og býsna fróðlegt. Hjónin Chris og Annie eru sálufélagar, mjög hamingjusöm í hjónabandi sínu og ánægð með börnin tvö. Chris deyr í bílslysi og gerist myndin eftir það að mestu leyti á himnum, þar sem hann skoðar líf sitt í nýju ljósi. „Oh, ég þoli ekki svona myndir þar sem einhver deyr og fer til hirnna," sagði vinkona mín og vildi meina að hún væri hreinlega of jarðbundin manneskja til a.ð hafa gaman að þessari mynd. Ég hafði hins vegar gaman af henni, og ekki endilega af því að ég sé loftkenndari en vinkona mín, heldur fannst mér hún skemmti- leg sem ævintýri og hugleiðing- arnar um lífið á jörðinni bæði áhugaverðar og þarfar. (Það er víst einkenni fólks sem stendur á þrítugu eins og undirrituð). Auk þess er kvikmyndin veisla fyrir augað; tölvutæknin nýtt til hins ýtrasta, hún er fallega kvik- mynduð og sviðsmyndin af- bragðs smekkleg. Það er kannski helst að hún hafi stundum farið yfir velsæmismörk væmninnar, og tónlistin hjálpað þar til, en ekkert sem eyðileggur. Robin Williams er auðvitað fyndinn inni á milli, en annars er hann alvarlegur sem vera ber og kannski helst til kunnuglegur sem heimilisfaðirinn fullkomni. Annabella Scion-a nýtur sín á ný eftir að hafa ekki fengið neitt við hæfi síðan í „Jungle Fever“, en hún er einstaklega heillandi þeg- ar hún fær tækifæri til. Hr. von Sydow og Gooding Jr. standa sig með stakri prýði sem og ungling- arnir sem leika afkvæmi hjóna. Nú er hægt að komast að því hversu jarðbundinn maður er, eða mikill tilvistarhugsuður með því að sjá þessa ágætu lífsævin- týramynd. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.