Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SH OGIS
ÞÓTT óformlegum viðræðum um samstarf eða
sameiningu tveggja af þremur stórum sölufyrirtækjum
í sjávarútvegi, þ.e. Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. og
fslenzkra sjávarafurða hf., hafi verið hætt er ljóst, að rökin
fyrir sameiningu þessara fyrirtækja eru enn fyrir hendi og
raunar augljós. Þess vegna er ekki ólíklegt að þráðurinn
verði tekinn upp á ný eftir einhvern tíma, þegar aðilar
málsins hafa haft tíma til þess að ná áttum. Sameining er
hagkvæm fyrir hluthafa í báðum fyrirtækjunum og hún er
hagstæð fyrir sjávarútveginn. Þar að auki er ekki fráleitt
að ætla, að í henni felist nauðsynleg viðbrögð af beggja
hálfu vegna gjörbreyttra aðstæðna í sjávarútvegi hér heima
fyrir en ekki síður erlendis. Hugmyndir um slíka
sameiningu hafa verið settar fram áður, þótt þær hafi ekki
leitt til formlegra eða óformlegra viðræðna fyrr en nú.
Þannig gerði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra,
sameiningu fyrirtækjanna að umtalsefni fyrir nokkrum
árum og hvatti til hennar.
Það blasir við, að hægt er að spara mikla fjármuni í
rekstri þessara tveggja fyrirtækja með því að sameina
söluskrifstofur þeirra víða um heim. Líkurnar á því, að
einnig sé hægt að spara mikla fjármuni með sameiningu og
samstarfi í verksmiðjurekstri beggja vegna Atlantshafsins
eru yfirgnæfandi.
Aðstæður í rekstri sölufyrirtækjanna, sem hlut eiga að
máli, hafa einnig breytzt verulega. Þessi fyrirtæki eru nú
bæði rekin í hlutafélagsformi og umtalsverðar breytingar
hafa orðið á eignaraðild að þeim. Tryggð framleiðenda við
fyrirtækin er ekki hin sama og áður og að því leyti til hafa
viðhorf gjörbreytzt í rekstri þeirra. Þetta stafar ekki af því,
að fyrirtækin hafi ekki staðið sig, heldur vegna nýrra
viðhorfa í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og sölu
sjávarafurða. Sum stóru útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin
horfa nú til þess að stunda sjálf sölustarfsemi að svo miklu
leyti, sem það hentar hagsmunum þeirra, eða selja afurðir
með milligöngu annarra aðila, jafnvel erlendra fyrirtækja,
ef það reynist hagkvæmasti kosturinn.
Þrátt fyrir þessi breyttu viðhorf, sem eru eðlileg
afleiðing af þeim breytingum, sem orðið hafa í viðskiptalífi
landsmanna á þessum áratug er ljóst, að það eru hagsmunir
þjóðarheildarinnar, að við eigum öflug sölufyrirtæki í
sjávarútvegi á borð við SH og IS og SÍF, en síðastnefnda
fyrirtækið var ekki aðili að hinum óformlegu viðræðum.
Það skiptir máli, að við íslendingar eigum sterk sölu- og
dreifingarfyrirtæki, sem byggja upp öflug viðskiptanet um
allan heim og halda uppi framleiðslustarfsemi á ákveðnum
markaðssvæðum, þar sem það á við. Einn helzti
vaxtarbroddurinn í sjávarútvegi okkar á næstu árum og
áratugum getur einmitt verið sá, að ná í ríkara mæli í okkar
hendur dreifingarkerfi á sjávarafurðum um allan heim og
nýta það til þess að dreifa bæði okkar eigin framleiðslu og
annarra eins og íslenzku fisksölufyrirtækin hafa gert í
vaxandi mæli.
Þá má ekki gleyma því mikilvæga starfi, sem
sölufyrirtækin hafa unnið á vettvangi vöruþróunar, eins og
skýrt kom í ljós á markaðskynningu, sem SH stóð fyrir nú í
haust. Þar var sýnt með skemmtilegum hætti, hvernig
fyrirtækið hefur þróað vinnslu sjávarafurða á þann veg,
sem hentar kröfum neytenda á ólíkum mörkuðum. Slík
vöruþróun fer ekki fram nema sölufyrirtækin hafi
umtalsverða fjárhagslega burði.
Þegar málið er skoðað í þessu ljósi fer ekki á milli mála,
að það voru framsýnir menn, sem höfðu yfirsýn yfir
heildarhagsmuni bæði sjávarútvegsins og þjóðarinnar, sem
stuðluðu að því að samtöl færu fram á milli forystumanna
þessara tveggja fyrirtækja, SH og IS. Sú ákvörðun að slíta
viðræðunum byggist áreiðanlega á þrengri sýn á því hverjir
hagsmunir hluthafa, framleiðenda og þjóðarinnar í heild
eru.
Þess vegna er þess að vænta að fyrr en síðar hefjist
þessar viðræður á ný og gengið verði til þess verks, að
sameina a.m.k. þessi tvö stóru sölufyrirtæki, ef ekki fleiri.
Rökin fyrir því eru augljós og helztu hluthafar eiga ekki að
láta þrönga hagsmuni standa í vegi fyrir þessari sjálfsögðu
sameiningu.
Auðvitað getur verið erfitt fyrir þann, sem minni er, að
sjá rökin fyrir sameiningu frá sínu sjónarmiði. En fyrir því
eru fordæmi, að slík ákvörðun gefst vel. Þannig má bæði
nefna sameiningu Loftleiða hf. og Flugfélags Islands hf. í
Flugleiðum hf. og sameiningu Bæjarútgerðar Reykjavíkur
og Isbjarnarins hf. í Granda hf. sem dæmi um, að minni
aðilar í slíku sameiningarferli standa með pálmann í
höndunum þegar upp er staðið, vegna þess, að verðmæti
eignarhlutar þeirra eykst mjög. I því tilviki, sem hér um
ræðir, eru möguleikar á hagræðingu sennilega margfalt
meiri og yfirgnæfandi líkur á því að verðmæti eignarhlutar
hluthafa í IS mundi aukast mjög frá því sem nú er.
Rannsóknir á hveraörverum hafa enn ekki skilað þeim hagnaði sem vonast var eftir
JAKOB Kristinsson, sem um
áratugi hefur rannsakað
hveraörverur á íslandi, beitti
sér fyrir stofnun Genís árið
1989. Jakob var þá starfsmaður líf-
tæknisviðs Iðntæknistofnunar og
taldi að miklir möguleikar væru á að
nýta hitakærar örverur. Stofnendur
Genís voru Phai-maco, Delta, ís-
lenska járnblendifélagið, Iðntækni-
stofnun og Háskóli Islands. Hug-
myndin með stofnun fyrirtækisins
var að þróa markaðsvöru úr rann-
sóknum Jakobs.
f upphafi voru engir starfsmenn á
vegum Genís. Jakob starfaði áfram
hjá Iðntæknistofnun og rannsóknar-
verkefnin voru fjármögnuð með
styrkjum frá Rannsóknarráði ríkis-
ins, Norræna iðnaðarsjóðnum og
Evrópusambandinu. Miklir fjármun-
ir hafa farið í þessar rannsóknir á
liðnum árum og eru tölur á bilinu
300-500 milljónir nefndar í því sam-
bandi.
Hlutverk Genís var fyrst og fremst
að sinna markaðsmálum og ná samn-
ingum um þau rannsóknarverkefni
sem Jakob og aðrir starfsmenn líf-
tæknisviðis Iðntæknistofnunar
sinntu. Gerður var sérstakur samn-
ingur í janúar 1993 milli Genís og
Iðntæknistofnunar um að Genís fengi
einkarétt til viðskiptalegrar hagnýt-
ingar á sameiginlegum verkefnum á
þessu sviðum.
Þegar Genís var stofnað ríkti mikil
bjartsýni um möguleika íslendinga í
líftækniiðnaði. Reist var sérstakt líf-
tæknihús á Keldnaholti fyrir atbeipa
Reykjavíkurborgar og Háskóla ís-
lands. Genís var þar til húsa fyrstu
árin. Þó margt gengi ágætlega hjá
Genís við markaðsöflun þá náði það
ekki þeim árangri sem að var stefnt. I
stuttu máli máli má segja að fyrir-
tækið hafi orðið undir í alþjóðlegri
samkeppni á sviði rannsókna á hita-
kærum örverum og ensímum.
Samningnr við Diversa
Þeir samningar sem Genís tókst að
gera gáfu flestir lítið í aðra hönd. Ár-
ið 1994 bauðst Genís að gera samning
við bandaríska fyiártækið Diversa,
sem þá var að hasla sér völl á sviði
hagnýtra rannsókna á hitakærum ör-
verum og ensímum. Jakob segir að
Genís hafi átt frumkvæði að þeim
samningi, enda hafi það sinnt mark-
aðsmálum en ekki hann sjálfur. Hann
segir að staða Genís hafí verið þannig
að fyi’ii’tækið hafi ekki verið í stöðu til
að hafna þeim tekjum sem þessi
samningur gaf. Samningurinn hafi
fyrst og fremst falið í sér öflun sýna
úr íslenskum hverum og að flytja þau
lítið unnin eða óunnin úr landi. Hann
segist hafa sinnt þessu verkefni fyrir
Genís.
Sindri Sindrason, stjórnarformað-
ur Genís, segist ekki hafa á hreinu
hver hafi átt frumkvæði að samningn-
um við Diversa, en það sé allavega
ljóst að Jakob hafi allan tímann verið
potturinn og pannan í þessu sam-
starfi við Diversa. Hann hafi verið í
tengslum við sérfræðinga Diversa og
séð um að taka þessi sýni fyrir fyrir-
tækið.
Jakob segir að eftir á að hyggja
hafi samningurinn við Diversa verið
mistök. Á þeim tíma hafi það sjónar-
mið ráðið að Genís gæti ekki keppt
við Diversa og því væri eins gott að
vinna með fyrirtækinu.
Upphaflegi samningur
Genís og Diversa gaf Genís
mikið í aðra hönd, en Di-
versa sagði hins vegar
samningnum upp eftir eitt
ár og í framhaldinu var
gerður nýr samningur sem var ekki
eins hagstæður fyrir Genís. Diversa
þurfti á þessum tíma að afla áhættu-
fjármagns og notaði samninginn við
Genís og samning við prófessor Karl
Ditter, sem er einn fremsti vísinda-
maður á þessu sviði í heiminum, við
þá vinnu. í samningaviðræðum Di-
versa og Genís á sínum tíma óskaði
Diversa eindregið eftir formlegu
sérleyfi. Á þeim tíma voru engar
lagalegar forsendur til að veita fyrir-
tækinu slíkt leyfi. Engu að síður
auglýsti Diversa m.a. á heimasíðu
sinni að fyrirtækið hefði sérleyfi frá
íslenskum stjórnvöldum til sýnatöku
úr íslenskum hverum. Fyrirtækið
taldi sig geta þetta á þeirri forsendu
að meðal hluthafa í Genís voru opin-
Barist
við hvera-
örverur
I meira en áratug hafa menn leitað leiða til
að hagnast á rannsóknum á íslenskum
hveraörverum. Fyrirtækið Genís var lengi í
forystu um að afla markaða fyrir rannsóknir
vísindamanna á þessu sviði. Ahugi þess hef-
ur minnkað á síðustu árum og nú vonast Is-
lenskar hveraörverur eftir að ná árangri á
þessu sviði. Egill Olafsson skoðaði sögu
rannsókna á íslenskum hveraörverum.
Vonir bundnar
við samning
við Diversa
berar stofnanir eins og Iðntækni-
stofnun og Háskóli íslands. í reynd
var þó ekki um neitt sérleyfi að
ræða. Leiða má líkur að því að samn-
ingurinn hafi hins vegar hjálpað Di-
versa við að afla sér áhættufjár-
magns.
Genís snéri sér að öðru
Genís hafði sett allt traust sitt á
samninginn við Diversa, en þegar
--------- honum var sagt upp og
hann endurnýjaður með
lægri greiðslum fór áhugi
stjórnenda Genís á rann-
sóknum á hveraörverum
að minnka. Samhliða jókst
áhugi á að þróa ensímferla til bragð-
efnaframleiðslu úr sjávarfangi.
Genís tók aldrei formlega ákvörðun
um að hætta þróun ensíma úr hvera-
örverum, en segja má að fyrir tveim-
ur árum hafi fyrirtækið ákveðið að
leggja þetta svið til hliðar og snúa
sér að öðru sem það taldi meiri
hagnaðaiTon í. Genís hefur síðustu
ár einbeitt sér að því að koma á fót
verksmiðju á Siglufirði sem fram-
leiðir kítín úr rækjuskel. Verksmiðj-
an mun hefja framleiðslu um næstu
áramót. Eigendur hennar eru SR-
mjöl, Þormóður rammi og Genís,
sem á 15% hlut. Genís vinnur einnig
að því að koma á fót verksmiðju í
samvinnu við Granda sem vinnur
bragðefni úr rækjumjöli.
Þegar þessi stefna Genís lá fyrir
sagði Iðntæknistofnun upp samn-
ingnum við Genís. I bréfi forstjóra
Iðntæknistofnunar, sem skrifað var
4. apríl 1997 er því lýst að Genís telji
ekki líklegt að verkefni á sviði ein-
angrunar hitakærra örvera og
skimunar fyrir hitaþolin emsím
„standi undir miklum framtíðar-
vexti“ fyrirtækisins. Jafnframt kem-
ur fram að Iðntæknistofnun telji
áfram að markaður sé fyr- -------
ir slíka þjónustu og telji
sig geta hagnast á slíku
verkefni án Genís. Genís
gerði engar athugasemdir
við þessa uppsögn á samn-
ingnum, sem átti sér stað í fullu sam-
komulagi allra aðila.
Jakob tekur upp samstarf við
Islenska erfðagreiningu
Þessi ákvörðun Genís hlaut að
hafa áhrif á starfsemi líftæknisviðs
Iðntæknistofnunar. Möguleikar þess
til að fá styrki rýrnuðu og sú von að
hægt yrði að finna markað fyrir þær
vörur sem stofnunin var að reyna að
þróa minnkuðu. Jakob fór í fram-
haldi af þessu að leita samstarfsaðila
erlendis og innanlands sem gæti
tryggt framhald rannsóknanna.
Meðal fyrirtækja^ sem Jakob hafði
samband við var Islensk erfðagrein-
ing, sem sýndi verkefninu áhuga.
Fjárhagsstaða líftæknissviðs Iðn-
Morgunblaðið/RAX
tæknistofnunar var slæm í upphafi
þessa árs og bauðst Islensk erfða-
greining til að ábyrgjast reksturinn
út þetta ár. í framhaldinu var ákveð-
ið að stofna sérstakt fyrirtæki um
reksturinn, Islenskar hveraörverur
ehf. í sumar sótti fyrirtækið síðan
um sérleyfi til hverarannsókna til
iðnaðarráðuneytisins.
Að mati Jakobs er sérleyfið algjör
forsenda fyrir því að það sé hægt að
fá fjármagn inn í fyrirtækið. Hann
segir að þessi líftækniiðnaður byggist
allur upp á sérleyfum og íyrirtæki
sem hafi sérleyfi standi mun sterkar
að vígi við öflun fjármagns frá útlönd-
um. Jakob segir að ÍH þurfi ekki sér-
leyfið til að geta útilokað fyrirtæki
eins og Genís. Islenskum hveraörver-
um ehf. standi engin ógn af Genís.
Ógnunin sé fyrst og fremst frá er-
lendum keppinautum eins og t.d. Di-
versa. Að þessu leyti sé samningur
Genís og Diversa víti til varnaðar.
Hann hafi falið í sér hráefnisútflutn-
ing frá Islandi sem ekki hafi leitt af
sér neina uppbyggingu á þekkingu
hér innanlands.
Jakob segir að Islenskar hveraör-
verur áformi að nálgast rannsóknir á
hveraörverum með nýjum hætti,
þ.e.a.s.s með því að nota erfðatækn-
ina. Hann segist sannfærður um að
miklir möguleikar séu fyrir hendi á
þessu sviði, en tekur jafnframt fram
að samkeppnin á þessum markaði sé
hörð og hlutirnir gerist hratt.
Andstaða við sérleyfið
Það þarf ekki að ræða við marga
sérfræðinga á þessu sviði til að kom-
ast að því að veruleg andstaða er við
að íslenskum hveraörverum sé veitt
sérleyfi til rannsókna á þessu sviði.
Andstaða er við þetta meðal vísinda-
manna, Rannsóknarráðs ríkisins og
meira^ að segja Vinnuveitendasam-
band íslands hefur séð ástæðu til að
senda frá sér sérstaka ályktun um
málið. Jakob segir að andstaða þess-
ara aðila byggist að hluta til á því að
þeir hafi ekki kynnt sér málið. Hann
------------------ bendir á að í dag séu ís-
Genís átti að lenskar hveraörverur eina
afla markaða fyrirtækið sem sinni rann-
fyrir Jakob sóknum hér á landi á þessu
sviði. Verði komið í veg
fyrir uppbyggingu fyrir-
tækisins verði þessum rannsóknum
ekki sinnt hérlendis.
Sindri segir að þó að Genís hafi
einbeitt sér að öðrum verkefnum um
sinn hafi fyrirtækið ekki yfirgefið
þetta svið. Rannsóknir og nýting á
hveraörverum sé enn á verkefnaskrá
fyrirtækisins. Það hafi hins vegar
ekki bolmagn til að sinna öllu í einu.
Sindri viðurkennir hins vegar að
einkaleyfi til IH stöðvi ekki Genís í
þeim verkefnum sem það sinnir í
dag.
Samskipti Islenskra hveraörvera
og Genís tóku óvænta stefnu síðdeg-
is í gær þegar fyrirtækin tóku upp
viðræður um ágreiningsmál sín. Svo
virðist sem báðir aðilar hafi talið sér
hag í því að leysa þennan ágreining.
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 41
Kostum neytenda hvað varðar millilandasamtöl fer fjölgandi
Deilur um aðgang að dreifi-
kerfí Landssíma standa í
vegi almennrar samkeppni
íslendingum standa nú til boða nokkrir
kostir varðandi millilandasímtöl. Pétur
Gunnarsson kynnti sér samkeppnisrekstur
í talsímaþjónustu hérlendis.
Morgunblaðið/Kristinn
VEGNA samkeppni um
millilandasímtöl, sem hafin
er milli Tals, Landssímans
og Skímu, dótturfyrirtæk-
is Landssímans, stendur almennum
símnotendum nú til boða að greiða
lægra verð fyrir minni gæði í talsam-
bandi í gegnum net-síma, þ.e. símtöl
sem berast um Netið. Að öðru leyti
miðast sú samkeppni, sem nú er ým-
ist hafin eða boðað er að hefjist á
næstunni, annars vegar við síma-
þjónustu við fyrirtæki og hins vegar
við notendur GSM-síma.
Helsti þröskuldurinn í vegi þess
að samkeppni hefjist í almennri
símaþjónustu, er sá, að sögn keppi-
nauta Landssímans, að ríkisfyrir-
tækið fer fram á of hátt verð fyrir
aðgang að dreifikerfi sínu.
Tal hf kynnti fyrr í vikunni þá nýj-
ung, að nú gefst viðskiptavinum íyrir-
tækisins, þ.e. GSM-notendum í kei'fi
Tals, kostur á ódýrari millilandasam-
tölum um allan heim en hingað til.
Samtölin fara um sæstreng eins og í
venjulega talsímakei+mu.
Ódýrara úr GSM til Tælands
Lykillinn að þessu er samningur,
sem Tal hefur gert við bandaríska
símafyrirtækið Passport Telecom.
Símtölin fara frá símstöð Tals eftir
ljósleiðara í sæstrenginn Cantat-3
og þaðan í símstöð bandaríska fyrir-
tækisins í New Jersey. Þaðan fá við-
skiptavinir samband um allan heim
eftir venjulegri símalínu, rétt eins og
úr almennum síma.
Verðlækkunin nemur 14-20% frá
fyrri taxta fyrir millilandasamtöl úr
GSM-síma hjá Tali. Með þessu er
verðskrá fyrirtækisins, að þessu
leyti, orðin ódýrari en gjaldskrá
Sírnans GSM.
Fyrir þá, sem þurfa að hringja til
Austurlanda fjær er þessi kostur
einnig ódýrari en almennt símtal,
samkvæmt samanburði frá Tali.
Kostnaðurinn við að hringja úr
GSM-síma hjá Tali til Bandaríkj-
anna er 2,60 kr. lægri á mínútu en
samkvæmt grunngjaldi almenns
símtals hjá Landssímanum. Skýring-
in á samkeppnishæfni verðsins í
þessum heimshluta er, að sögn Þór-
ólfs Árnasonar, forstjóra Tals, sú að
tengingin fer vestur um haf til
Bandaríkjanna og dreifist þaðan um
heiminn.
Millilandasímtal úr GSM-síma er
hins vegar talsvert dýrari kostur en
almennt millilandasímtal þegar um
er að ræða lönd í Evrópu en þangað
liggur mesti straumurinn í milli-
landasímtölum héðan.
Tal er eingöngu í rekstri GSM-
símkerfís en hefur áform um rekstur
almenns símkei-fis í framtíðinni.
Þórólfur segir að í gangi sé ákveðið
ferli til þess að semja um aðgang
fyrirtækisins að dreifikerfi Lands-
símans, þ.e. símalínunum sem liggja
inn á heimili og fyrirtæki í landinu.
Þórólfur segir að ágreiningur sé
milli Tals og Landssímans um hve
mikið sá aðgangur eigi að kosta.
Málið er þó á viðræðustigi milli fyr-
irtækjanna tveggja og ekki hefur
verið leitað til samkeppnisyfíi-valda.
Sams konar ágreining gera for-
svarsmenn nýjasta símafyrirtækis-
ins, Islandssíma, um verðlagningar-
stefnu Landssímans.
280.000 krónur eða 3.500 krónur?
Arnar Sigurðsson, markaðsstjóri
Íslandssíma, segir að samkvæmt 13.
grein fjarskiptalaga beri Landssíma
að veita aðgang að dreifikerfinu á
kostnaðarverði að viðbættum hófleg-
um hagnaði sem sé skilgreindur í
sams konar tilviki 12% í Danmörku.
Síminn geri hins vegar fráleitar
kröfur, að mati Islandssíma, og ber
himin og haf á milli hugmynda ís-
landssíma og Landssíma um hvað
þessi aðgangur eigi að kosta.
Landssíminn býður svokallaða
stofntengingu á 280 þúsund krónur,
að sögn Arnar, þegar Islandssími
telur að eðlilegt verð sé um 3.500
krónur. Munurinn skýrist af því að
Landssíminn rukki misjafnt gjald
eftir því hve mikil umferð fer um
línu en Arnar segir að enginn hafi
getað sýnt fram á að dýrara sé að
reka símalínu sem straumur er á en
straumlausa línu.
Vegna þessa breiða bils fer Is-
landssími ekki út í samkeppni um al-
mennan símrekstur fyrst um sinn.
Fyrirtækið hyggst hins
vegar á fyrsta fjórðungi
næsta árs, sennilega í
mars, hefja rekstur, sem
mun miðast við að veita
fyrirtækjum almenna símaþjónustu.
Ai-nar segir að þótt það geti borg-
að sig að ráðast í nýjan stofnkostnað
fyrir fyrirtæki, sem hefur 2-4 millj-
óna króna símkostnað, sé þetta óyf-
irstíganleg samkeppnishindrun
gagnvart venjulegum, almennum
notendum. Önnur samkeppnishindr-
un sé sú að Landssíminn tregist við
að gefa viðskiptavinum kost á að
færa símanúmer óbreytt yfir til ann-
arra fyrirtækja.
Islandssimi á fyrirtækjamarkað
í mars
„Við munum bjóða fyrirtækjum
sams konar þjónustu og Landssím-
inn. Við munum setja upp hefð-
bundna símstöð til að miðla símtöl-
um innanlands en samtöl milli landa
munu fara sæstreng," segir Arnar
Sigurðsson. Hann segir að íslands-
sími sé í samstarfi við fyrirtæki að
nafni Globall, sem er í eigu
Deutsche Telecom og fleiri aðila.
Ai-nar segir að í mörgum tilvikum
muni Islandssími setja upp eigin ör-
bylgjusamband við fyrirtæki í stað
þess að nota dreifikerfi Landssím-
ans eins og verðlagning sé nú.
Aðspurður um gjaldski'á íslands-
síma sagðist Arnar reikna með að
innanbæjarsímtöl verði boðin á svip-
uðu verði og Landssíminn býður,
nema tveir viðskiptavinir Islands-
síma muni geta talast við innanbæj-
ar á lægra verði.
„í millilandasímtölum munum við
hins vegar bjóða mun lægra verð en
nú er í boði,“ segir Arnar.
Hann segist ekki tilbúinn
að nefna tölur um gjald-
ski’á fyrirtækisins í mars,
að svo stöddu. „Við munum
keppa við Landssímann og okkar
gjaldski'á mun verða undir gjaldski-á
netsímans, sem verið er að bjóða í
nafni Landssímans og Skímu, auk
þess sem gæði netsímans eru mun
verri en þau gæði sem við munum
bjóða.“
Skíma, dótturfyrirtæki Landssím-
ans, kynnti í upphafi þessa mánaðar
að almennir símnotendur ættu þess
kost að hringja millilandasímtöl um
Netið fyrir milligöngu Skímu. Verð
netsíma Skímu er 20-30% lægra en
almennt verð frá Landsímanum.
Dótturfyrirtæki og móður-
fyrirtæki ná samningum
Þrátt fyrir að samningar um að-
gang að dreifíkerfinu hafi ekki tekist
milli Landssímans annars vegar og
Tals og Islandssíma hins vegar hafa
samningar tekist milli Landssímans
og Skímu, sem er að öllu leyti í eigu
Landssímans, eins og fyrr sagði.
Þess vegna geta allir almennir sím-
notendur, sem það vilja, notfært sér
þann möguleika að skrá sig hjá
Skímu og greiða ákveðna upphæð
fyrirfram. Síðan hringja menn úr
landi úr venjulegum talsíma og í
stað þess að velja 00 til að fá línu úr
landi er hringt í 1100.
Keppinautar Landssímans og
Skímu gera lítið úr tilkomu þessar-
ar samkeppni á markaðnum. Arnar
Sigurðsson, segir að vegna mismun-
andi gæða sé eftir sem áður engin
raunveruleg samkeppni, auk þess
sem Landssíminn eigi allt hlutafé í
Skímu. Þórólfur Arnason hjá Tali
tekur í sama streng. Hann segir að
sér komi þetta þannig fyrir sjónir
að tilgangurinn sé að „að skapa há-
vaða og skjóta nógu mörgum löpp-
um undir einokunarbúkinn". Þannig
vilji Landssíminn skapa rugling á
markaðnum og gefa ranglega til
kynna að á almennum markaði séu
margir valkostir í boði.
Netsími Landssima
um eða eftir áramót
Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu-
maður upplýsinga- og kynningar-
mála hjá Landssímanum, aftekur
óeðlileg tengsl milli Skímu og
Landssímans og segir reksturinn að
öllu leyti aðskilinn. Ólafur segir að
um eða eftir áramót muni Lands-
síminn hefja starfrækslu eigin net-
síma. Nauðsynlegur búnaður er all-
ur kominn til landsins og tæknipróf-
unum er að ljúka. Almennir notend-
ur munu komast í samband við net-
síma Landssímans með því að velja
1001 í stað 00 eða 11. Gjaldfært
verður sjálfkrafa á almennan sím-
reþkning.
I netsíma er hægt að hringja úr
tölvu í tölvu; úr tölvu í síma eða úr
einum síma í annan. Talið fer um
tölvu, sem þjappar því saman og
sendir síðan yfir Netið, á sama hátt
og gagnapakka. I móttökulandi tek-
ur tölva við boðunum og snýr þeim
aftur yfir í tal og miðlar því til þess
sem hringt er í.
Netsímaaðgangur Landssímans
byggist á því að fyrirtækið hefur nú
gert samning við fyi’irtækið Delta
Three, sem er eitt stærsta netsíma-
fyrirtæki í heimi og hefur komið
slíku sambandi á við 34 lönd, auk
Islands. Þar á meðal Evrópulönd,
Bandaríkin, og fjarlæg ríki eins og
Argentínu, Bangladesh og Ástralíu.
20 lönd munu bætast við Delta
Three kerfið fyrir árslok, að sögn.
Eins og fyrr sagði eru gæði net-
síma talin verri en almenns síma.
Skýringin er sú, að sögn Ólafs Þ.
Stephensen, að gæðin fara eftir því
hve mikil umferð er um netið. Því
meira álag, sem er um Netið, því
minna rými fær hvert og eitt símtal.
Því minna rými sem símtal fær, því
verra er hljóðið. Arnar Sigurðsson
segir að í netsíma sé bergmál vegna
þeirrar seinkunar (delay) sem er á
sendingu um netið.
Ólafur segir að Landssímamenn
telji að fyrirtækið muni geta boðið
sambærileg gæði í net-síma milli
landa og í GSM-síma. Hann boðar
að gjaldskrá fyrir netsíma Lands-
símans verði 25-30% lægri en verð
almennra millilandasímtala. Vegna
þess að gæðin eru ekki sambærileg,
segist Ólafur búast við að netsíminn
höfði frekar til almennra símnot-
enda en til fyrirtækja.
Segja aðgang
að dreifikerfi
of dýran