Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 35 Sex höf- undar á Sóloni Islandusi UPPLESTUR úr nýútkomn- um bókum vei'ður á Sóloni ís- landusi í kvöld, fímmtudag, kl. 20.30. Þar munu sex rithöf- undar lesa úr verkum sínum. Pétur Gunnarsson les úr þýðingu sinni á Leiðin til Swann eftir Marcel Proust, Gerður Kristný les úr smá- sagnasafninu Eitnið epli, Bjarni Bjarnason les úr skáld- sögunni Borgin bak við orðin, Sindri Freysson les úr skáld- sögunni Augun í bænum, Ás- dís Oladóttir úr ljóðabókinni Haustmáltíð og Einar Örn Gunnarsson úr skáldsögunni Tár paradísarfuglsins. Kynnir er Ölafía Hrönn Jónsdóttir leikkona. • SPÆNSKA ljóðskáldið Jose Hiero hlaut fyrir skemmstu Cervantes-verð- launin sem eru virtustu bók- menntaverðlaunin í hinum spænskumælandi heimi. Hi- ero, sem er 76 ára, hefur skrifað um Franco-tímann á Spáni en Hiero birti fyrstu ljóð sín í tímaritum lýðræðis- sinna meðan á borgarastyrj- öldinni stóð, 1936-1939. Eftir stríð var hann hnepptur í fangelsi og sat þar í fjögur ár. Skrifaði hann tvö þekktustu verk sín „Vögguvísu fanga“ og „Skýrslu“ um reynslu sína í fangavistinni. Alls voru 38 spænskir og suður-amerískir rithöfundar tilnefndir til verðlaunanna, sem eni ekki veitt fyiir eitt ákveðið verk heldur fyrir skáldaferil. Jóhann Karl Spánarkonungur afhendir verðlaunin 23. apríl á næsta ári, á dánardægri Miguels de Cervantes, sem lést árið 1616. • HOLLENSKUR dómstóll hefur lagt bann við allri út- gáfu þar sem lýst er efasemd- um um að Anna Frank hafí samið dagbók sem kennd er við hana. Eru slíkar efasemd- ir sagðar móðgun við gyðinga. Urskurðurinn er niðurstaða málareksturs vegna útgáfu bókar frá 1992 þar sem því er haldið fram að faðir Önnu Frank sé hinn raunverulegi höfundur dagbókarinnar. • GERÐ hefur verið ópera eftir einni af sögum Roalds Dahl og var hún framsýnd í óperunni í Los Angeles í síð- ustu viku. Óperan nefnist „The Fantastic Mr. Fox“ (Hinn frábæri herra Refur) og er eftir Tobias Picker en söngtextana samdi leikstjór- inn, Donald Sturrock. Stjórn- andi hljómsveitarinnar er Peter Ash en kanadíski barít- onsöngvarinn Gerald Finley syngur titilhlutverkið í óper- unni, sem fjallar um baráttu refa og bænda. Sýningar á henni standa til 22. desember. Súrefmsvörur Karin Herzog Kynning í Breiðholts Apóteki ídag kl. 15-18. Löggan sem þagði KVIKMYIVPIR lláskólabfó Vetrarvindar — Kvik- iiiviidaliátió lláskóla- bfós og Regnbogans SKOTELDAR „HANA - BI“ ★★★ Leikstjórn, handrit, klipping, aðal- hlutverk: Takeshi Kitano. Japönsk 1997. Sænskur skýringartexti. TAKESHI Kitano er kannski sá japanski kvikmyndaleikstjóri sem hvað mesta athygli hefur vakið meðal kvikmyndapressunnar á Vesturlöndum hin síðari ár. Mynd- in Skoteldar, sem sýnd er á Vetrar- \indum, kvikmyndahátíð Háskóla- bíós og Regnbogans, hi'eppti Gullna ljónið á Feneyjahátíðinni í fyrra og kom Kitano í sviðsljósið og mynd hans Ofbeldisfull lögga hefur einnig verið vinsæl. I Japan er hann talinn í fremstu röð en Skot- eldar er sjöunda kvikmyndin sem hann gerir. Hún er bræðingur af mörgu, vegamynd, löggumynd, mafíu- mynd, jafnvel Tarantino-mynd og að lokum krabbameinsdrama með löggunni Kitano í miðpunkti, fá- málli en Kurt Russell í „Soldier“. Hann gengur hi'eint til verks. Am- lóðarnir í mafíunni eiga aldrei möguleika gegn honum. En hann á sér einnig mýkri hlið. Eiginkona hans er að deyja úr hvítblæði og hann fer með hana í ferðalag um Japan og sér til þess að hún verður aldrei vör við djöflana sem fylgja honum hvert fótmál. Skoteldar eru harðsoðin, vest- ræn ofbeldismynd í stíl borgar- vestra Clints Eastwoods en gefur sér rúman tíma fyrir austræna íhugun, táknræn myndverk og þagnir sem engan enda ætla að taka. Og allan tímann skiptast á mýkt og harka, ofbeldi og um- hyggja. Kitano gerir allt sjálfur, leikur aðalhlutverkið, leikstýrir, skrifar handritið og klippir. Klippingarnar eru athyglisverðar. Frásögnin hoppar úr einu tímaskeiði í annað. Myndin byrjar inni í miðri sögu þegar Kitano og félagar hans í lög- reglunni verða fyrir skotárás, einn deyr, annar lamast. Sá lamaði ger- ist myndlistarmaður í leiðindum sínum og situr löngum stundum við hafið. Hann teiknar dýr með hausa úr blómum og kannski er hinn mjúki/harði Kitano eins og ein af teikningunum hans, tarfur með blómahaus. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.