Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 35
Sex höf-
undar á
Sóloni
Islandusi
UPPLESTUR úr nýútkomn-
um bókum vei'ður á Sóloni ís-
landusi í kvöld, fímmtudag, kl.
20.30. Þar munu sex rithöf-
undar lesa úr verkum sínum.
Pétur Gunnarsson les úr
þýðingu sinni á Leiðin til
Swann eftir Marcel Proust,
Gerður Kristný les úr smá-
sagnasafninu Eitnið epli,
Bjarni Bjarnason les úr skáld-
sögunni Borgin bak við orðin,
Sindri Freysson les úr skáld-
sögunni Augun í bænum, Ás-
dís Oladóttir úr ljóðabókinni
Haustmáltíð og Einar Örn
Gunnarsson úr skáldsögunni
Tár paradísarfuglsins. Kynnir
er Ölafía Hrönn Jónsdóttir
leikkona.
• SPÆNSKA ljóðskáldið
Jose Hiero hlaut fyrir
skemmstu Cervantes-verð-
launin sem eru virtustu bók-
menntaverðlaunin í hinum
spænskumælandi heimi. Hi-
ero, sem er 76 ára, hefur
skrifað um Franco-tímann á
Spáni en Hiero birti fyrstu
ljóð sín í tímaritum lýðræðis-
sinna meðan á borgarastyrj-
öldinni stóð, 1936-1939. Eftir
stríð var hann hnepptur í
fangelsi og sat þar í fjögur ár.
Skrifaði hann tvö þekktustu
verk sín „Vögguvísu fanga“
og „Skýrslu“ um reynslu sína
í fangavistinni.
Alls voru 38 spænskir og
suður-amerískir rithöfundar
tilnefndir til verðlaunanna,
sem eni ekki veitt fyiir eitt
ákveðið verk heldur fyrir
skáldaferil. Jóhann Karl
Spánarkonungur afhendir
verðlaunin 23. apríl á næsta
ári, á dánardægri Miguels de
Cervantes, sem lést árið 1616.
• HOLLENSKUR dómstóll
hefur lagt bann við allri út-
gáfu þar sem lýst er efasemd-
um um að Anna Frank hafí
samið dagbók sem kennd er
við hana. Eru slíkar efasemd-
ir sagðar móðgun við gyðinga.
Urskurðurinn er niðurstaða
málareksturs vegna útgáfu
bókar frá 1992 þar sem því er
haldið fram að faðir Önnu
Frank sé hinn raunverulegi
höfundur dagbókarinnar.
• GERÐ hefur verið ópera
eftir einni af sögum Roalds
Dahl og var hún framsýnd í
óperunni í Los Angeles í síð-
ustu viku. Óperan nefnist
„The Fantastic Mr. Fox“
(Hinn frábæri herra Refur)
og er eftir Tobias Picker en
söngtextana samdi leikstjór-
inn, Donald Sturrock. Stjórn-
andi hljómsveitarinnar er
Peter Ash en kanadíski barít-
onsöngvarinn Gerald Finley
syngur titilhlutverkið í óper-
unni, sem fjallar um baráttu
refa og bænda. Sýningar á
henni standa til 22. desember.
Súrefmsvörur
Karin Herzog
Kynning
í Breiðholts Apóteki
ídag kl. 15-18.
Löggan sem
þagði
KVIKMYIVPIR
lláskólabfó
Vetrarvindar — Kvik-
iiiviidaliátió lláskóla-
bfós og Regnbogans
SKOTELDAR „HANA - BI“ ★★★
Leikstjórn, handrit, klipping, aðal-
hlutverk: Takeshi Kitano. Japönsk
1997. Sænskur skýringartexti.
TAKESHI Kitano er kannski sá
japanski kvikmyndaleikstjóri sem
hvað mesta athygli hefur vakið
meðal kvikmyndapressunnar á
Vesturlöndum hin síðari ár. Mynd-
in Skoteldar, sem sýnd er á Vetrar-
\indum, kvikmyndahátíð Háskóla-
bíós og Regnbogans, hi'eppti
Gullna ljónið á Feneyjahátíðinni í
fyrra og kom Kitano í sviðsljósið og
mynd hans Ofbeldisfull lögga hefur
einnig verið vinsæl. I Japan er
hann talinn í fremstu röð en Skot-
eldar er sjöunda kvikmyndin sem
hann gerir.
Hún er bræðingur af mörgu,
vegamynd, löggumynd, mafíu-
mynd, jafnvel Tarantino-mynd og
að lokum krabbameinsdrama með
löggunni Kitano í miðpunkti, fá-
málli en Kurt Russell í „Soldier“.
Hann gengur hi'eint til verks. Am-
lóðarnir í mafíunni eiga aldrei
möguleika gegn honum. En hann á
sér einnig mýkri hlið. Eiginkona
hans er að deyja úr hvítblæði og
hann fer með hana í ferðalag um
Japan og sér til þess að hún verður
aldrei vör við djöflana sem fylgja
honum hvert fótmál.
Skoteldar eru harðsoðin, vest-
ræn ofbeldismynd í stíl borgar-
vestra Clints Eastwoods en gefur
sér rúman tíma fyrir austræna
íhugun, táknræn myndverk og
þagnir sem engan enda ætla að
taka. Og allan tímann skiptast á
mýkt og harka, ofbeldi og um-
hyggja.
Kitano gerir allt sjálfur, leikur
aðalhlutverkið, leikstýrir, skrifar
handritið og klippir. Klippingarnar
eru athyglisverðar. Frásögnin
hoppar úr einu tímaskeiði í annað.
Myndin byrjar inni í miðri sögu
þegar Kitano og félagar hans í lög-
reglunni verða fyrir skotárás, einn
deyr, annar lamast. Sá lamaði ger-
ist myndlistarmaður í leiðindum
sínum og situr löngum stundum við
hafið. Hann teiknar dýr með hausa
úr blómum og kannski er hinn
mjúki/harði Kitano eins og ein af
teikningunum hans, tarfur með
blómahaus.
Arnaldur Indriðason