Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 29
Brotlending í Taflandi vekur spurningar um flugöryggi í Asíu
Nær þúsund manns far-
ist í flugslysum á 1V2 ári
Singapore. Reuters.
FLUGSLYSIÐ í Taílandi í síðustu
viku, þar sem 101 lét lífið, hefur
beint sjónum manna að flugöryggi í
Asíu, en fjórum sinnum fleiri hafa
farist í flugslysum þar en annars
staðar í heiminum á síðustu átján
mánuðum.
Nær þúsund manns hafa beðið
bana í stórum flugslysum í Asíu síð-
an í ágúst á síðasta ári, en sérfræð-
ingar segja þó of snemmt að meta
hvort það sé eingöngu tilviljun, og
varast yfirlýsingar um að flugör-
yggi sé bágborið í álfunni. „Jafnvel
þótt slysatíðni á ákveðnu tímabili sé
lægri á einu svæði en öðru er ekki
þar með sagt að þú sért öruggari
eða óöruggari í næsta flugi,“ sagði
Paul Hayes, yfiiTnaður trygginga-
i'annsóknafyrirtækisins Airclaims í
London, í samtali við Reuters-
fréttastofuna. „Það er ákafiega
erfitt, og jafnvel villandi, að reyna
að draga gildar ályktanir af tilvilj-
anakenndum atvikum í flugi“, sagði
Hayes.
Engu að síður hafa vaknað spurn-
ingar um fiugöryggi í álfunni eftir
brotlendingu Airbus-þotu Thai
Airways í Taílandi í síðustu viku.
Flugmennirnir voru að gera þriðju
tilraun til lendingar á flugvellinum í
Surat Thani þegar vélin brotlenti á
akri, en veður var mjög slæmt, úr-
hellisrigning og hvasst. 101 af 146
farþegum lét lífíð, og hafa þá sam-
tals 974 látist í flugslysum í Asíu
síðan í ágúst 1997, en á þeim tíma
hafa þotur frá Kóreu, Indónesíu,
Singapúr, Filippseyjum og Taflandi
farist. Aðeins varð eitt stórt flugslys
annars staðar í heiminum á þessu
tímabili, en 229 manns biðu bana er
þota Swissair-flugfélagsins hrapaði
við Nova Scotia í Kanada í septem-
ber síðastliðnum.
Fleiri farast með breiðþotum
Þrátt fyi-ir þessi áfóll segja sér-
fræðingar að hlutfall mannskæðra
flugslysa sé ekki miklu hærra í Asíu
en annars staðar, eitt dauðsfall á 2,8
milljarða farþegakílómetra, en
heimsmeðaltal er eitt dauðsfall á
hverja 2,6 milljarða farþegakíló-
metra. Ymsir telja þó að nokkur
stór flugfélög, sem þykja mjög ör-
ugg, skekki myndina. „Ef Singa-
pore Airlines, Quantas og Air New
Zealand væru ekki með í þessum
tölum myndi íjöldi látinna vera slá-
andi“, sagði ráðgjafl um flugtrygg-
ingar á Nýja-Sjálandi.
Tölur sem birtar voru fyrr á
þessu ári leiddu í ljós að dauðsfoll-
um flugfarþega á ári í Asíu fjölgaði
úr að meðaltali 100 árið 1960 í 260
árið 1997, og er aukningin hlutfalls-
lega meiri en aukning á flugumferð.
Ýmsir telja reyndar að muninn
megi skýra með því að nú hafi
breiðþotur verið teknar í notkun á
mörgum flugleiðum, og því fai-ist
mun fleiri í hverju slysi en þegar
notaðar voru litlar tveggja hreyfla
vélar.
Flugumferðarstjórn ábótavant?
Flugumferð í Asíu jókst að með-
altali um 9% á ári áður en efnahag-
skreppa skall á álfunni fyrir einu og
hálfu ári. Nokkuð hefur dregið úr
flugumferð síðan, en asísk flugfélög
halda þó enn í við flugfélög í Evrópu
og Norður-Ameríku.
Hröð aukning flugumferðar hefur
valdið áhyggjum af því að flugum-
ferðarstjórn og eftirliti í Asíuríkjum
sé ábótavant. Rannsókn flugslyss-
ins í Surat Thani leiddi til dæmis í
ljós að mikilvægur öi’yggisbúnaður
við lendingu hafði verið fjarlægður
af flugvellinum til þess að unnt væri
að lengja flugbrautina.
Ennfremur má nefna að kerflð
sem notað er við flugumferðar-
stjóm á Indlandi er þriggja áratuga
gamait og mælir ekki flughæð og
ratsjár ná ekki yfir allt landið. Van-
kantar þessir komu berlega í ljós
þegar breiðþota frá Sádi-Arabíu og
flutningavél frá Kasakstan rákust
saman í indverski'i lofthelgi í nóv-
ember 1996, með þeim afleiðingum
að 349 manns fórust. Indversk flug-
málayflrvöld segja að á hverju ári
komi upp 12 til 16 tilvik þar sem
engu má muna að árekstur verði.
Efnahagskreppunni
um að kenna?
Ýmsir hafa reyndar leitt getum
að því að tengsl séu á milli efnahag-
skreppunnar í Asíu og aukinnar
tíðni flugslysa í álfunni, enda megi
telja líklegt að nauðsyn á lækkun
kostnaðar komi niður á viðhaldi
flugvéla og annars búnaðar. Aðrir
benda á að í þeim siysum sem um
ræðir hafl slæmu viðhaldi ekki verið
um að kenna. Orsakimar hafi mátt
rekja til annarra þátta, eins og
mannlegra mistaka og veðurs.
FRÓÐI
sumar
eftir Eirík St. Eiríksson
blaðainann. 1 bókinni segja kunnir
laxveiðimenn frá uppáhaldsveiðián-
um sínuin. Er fjailað um Laxá í
Kjós, Langá, Norðurá, Þverá/Kjarrá,
Miðfjarðará og Hofsá. Viðmælendur
höfundar lýsa ánum, veiðistöðum,
veiði og staðháttum, segja frá eftir-
ininnilegum viðburðum, seni þeir
hafa upplifað við veiðiskapinn, og
rii’ja upp skemmtilegar veiðisögur.
E,f,ÍKtoST.EIRÍKS$ON
*► „Maöur leggur þessa bók ekki frá sér
fyrr en hún er að fullu lesin því hægt
er að ferðast um bakka veiðiánna
með því einu að lesa hana. Pað er
næstum því hægt að setja í fisk og
landa honum."
Gunnar Bender í DV 8/12 ‘98.
„Það skiptast á skin og skúrir í
stangaveiði og sá heimur er vel og
rækilega opnaður fyrir lesendum í
bókinni „Áin mín“. Hún er vel
unnin, fróðleg og skemmtileg
aflestrar."
Guðmundur Guðjónsson í Mbl.
10/12 '98.
uruu
Samsung simi
* þráðlaus og stafrænn
1 3.900,- stgr.
Piiilips Onis símí
• þráðlaus og stafrænn
• með eða án símsvara
Verð frá
16.900,- stgr.
Sanyo ferðatækí ■■
með geislaspilara og fjarstýringu
18.900,- stgr.
Philips útvarpsvekjari
3.490,- stgr.
Philips vasadiskó
með útvarpi
4.490,- stgr.
Philips ferðatæki
með geislaspilara
/í 15.900fÉ- s
Munið jólabónusinn
Ef þú verslar fyrir 7.000 krónur eða meira, fer nafn þitt í
lukkupott þar sem dregið er í hverri viku um
100.000 krónur ;
® í
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SlMI S69 15 oo
http.//www.ht.ls
umboðsmenn um land allt