Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ • • . Olvun og um- ferðarslys En óminnishegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma (Grímur Thomsen.) ÞANNIG lýsir þjóðskáldið áhrifum áfengis, þegar þess er neytt í meiri mæli en hóflegt getur talist. Löngu er kunn sú stað- "?hreynd, að drykkurinn sá spillir færni manna til að beita huga og höndum með eðlilegum hætti. Þetta á ekki síst við, þegar mann- skepnan þarf að hafa stjórn á far- artækjum sínum. Þótt mörlandanum hafi þótt lúmskt gaman að þjóðsagna- kenndum hæfileikum íslenskra hesta til að ganga undir húsbænd- um sínum ölvuðum og skila þeim heim í heilu lagi, má ekki gleyma þeim mörgu, sem fallið hafa af Gíróseðlar Uggja frammi í ötlum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von baki þarfasta þjónsins eftir að hafa fengið sér í staupinu. Ymsir þeirra skiluðu sér ekki heim og biðu jafnvel fjörtjón af. Hitt mun þó hafa verið fátíðara fyrr á tím- um, að hinir drukknu yllu öðrum stórfelldu líkamstjóni með reiðlagi sínu. A þessari öld varð annað uppi á teningnum eftir að mönn- um tókst að smíða sér farartæki knúin eigin vélarafli. Nú var miklu fleiri hestum beitt fyrir vagninn en áður var gerlegt, hraðinn jókst og tjónið af slysunum margfaldað- Sumar erlendar rann- sóknir hafa leitt í ljós, segir Jón Baldursson, að áfengi kemur við sögu í liðlega helmingi alvarlegra umferðar- slysa. ist, ekki síst eftir að bifreiðin varð eign almennings og helsti farkost- ur. Árið 1966 gaf bandaríska sam- gönguráðuneytið út hina sögu- frægu „hvítu skýrslu", þar sem af- leiðingar umferðarslysa voru tí- undaðar og umferðarslysum lýst sem „hinum vanrækta sjúkdómi nútímaþjóðfélagsins". Einkum beindist athygli manna að alvarlegustu slysunum og svo- nefndum háorkuáverkum, sem einatt valda miklum vefja- -y -—NÖVENYI EREDETU--- SROSTLINNÁ SLEHAÓKA— DBOK RASTLINNÉHO PÓVODt' -------------------- Með Chantibic í ísskápnum áttþú alltafgómsætan rjóma tilbúinn við öll tœkifœri - ekkert mál. Ljúffengur rjómi við öll tœkifœri Alltaf tilbúinn í ísskápnum Lágt kólesterólinnihald Náttúrulegur jurtarjómi - ekta rjómabragð Góðurfyrir línurnar Handhægar umbúðir Gott geymsluþol Fáðu þér Chantíbic jurtarjóma í nœstu búð skemmdum með var- anlegu heilsutjóni eða dauða. Staðreyndin er sú, að slys eru ein af algengustu dánaror- sökum meðal okkar og sú langalgengasta hjá fólki frá frumbernsku fram á miðjan aldur. Flest verða banaslysin í umferðinni og af um- ferðarslysum hljótast flestir háorkuáverkar. Oft má heyra rætt um orsakir umferðar- slysa. Bent hefur verið á of hraðan akstur sem skaðvald og hugs- anlegar leiðir til að draga úr ofsahraða. Fleiri atriði hafa verið höfð til blóra en ef til vill hefur heldur lítið verið rætt um hlut áfengisneyslu í þessum efnum. Mælingar á þéttni etanóls í blóði ökumanna, sem gerðar eru að beiðni lögreglu, gefa mun hærri tölur um tíðni ölvunaraksturs hér á landi en annars staðar á Norður- löndum (1). Hvort tveggja kann að valda hér nokkru, að vandamálið sé algengara hér á landi og að öt- ullegar sé gengið fram í að ná til hinna seku. Með þéttnimælingum sem þessum telja menn sig fá all- góða samsvörum við hið „klíníska ástand“ sjúklingsins, það er að segja ölvunareinkenni, og þar með við færni til að stjórna ökutæki. Með mælingum á styrk etanóls í útöndunarlofti má komast nokkuð nærri hinu sama en þó eru ekki allir á einu máli um, hvort sú að- ferð sé nægilega nákvæm. Henni er ekki heldur hægt að beita hjá mikið slösuðum, svo dæmi sé tek- ið. Hin gullna viðmiðun til að meta áhrif áfengis er því og verður áfram blóðþéttnimælingin. Ölvíma spillir dómgreind og hreyfinga- stjórn hjá fleirum en ökumönnum. Margur góðglaður vegfarandi hef- ur rambað fótgang- andi út á akbraut á versta tíma og orðið fyrir aðvífandi bifreið. Einnig hefur athygli manna beinst í vax- andi mæli að ávana- og fíkniefnum öðrum en áfengi. Rannsóknir á hlutdeild þeirra í or- sökum slysa eru þó skemmra á veg komn- ar en rannsóknir á þætti áfengisins. Reynslan hefur sýnt, að opinberar töl- ur, sem byggðar eru á lögregluskýrslum, nægja ekki alltaf til að lýsa umfangi þess vanda, sem umferðarslys eru. Stundum hefur fólk eitthvað að fela fyrir yfirvald- inu og á það sannarlega einnig við um áfengisneyslu í tengslum við umferðarslys. Oft komast læknar að raun um, að áfengisnotkun hafi átt þátt í slysi en vegna trúnaðar- skyldu við sjúklinginn tilkynna þeir það ekki til lögreglu. í öðrum löndum, til dæmis í Bandaríkjun- um, láta læknar einatt mæla et- anól í blóði slasaðra í læknisfræði- legum tilgangi, svo sem til að meta áhrif alkóhólsins á meðvit- und. Slíkt hefur stundum verið gert hér á landi en ekki verið föst venja. Niðurstöður slíkra blóð- þéttnimælinga mun ekki vera hægt að nota í lagalegum tilgangi þar eð meðhöndlun sýnanna upp- fyllir ekki kröfur dómsvaldsins um varðveislu. Erlendis hafa mæling- ar sem þessar hins vegar verið notaðar til að gera samantektar- rannsóknir, sem sumar hverjar hafa leitt í ljós, að áfengi kemur við sögu í liðlega helmingi alvar- legra umferðarslysa (2), fleiri en hægt er að færa sönnur á út frá venjubundnum lögreglurannsókn- um. Sambærilegar athuganir hafa ekki farið fram hér á landi en væru vissulega þarfar til að varpa ljósi á raunverulegt umfang vand- ans. Reynsla lækna hér á landi af meðferð slasaðra bendir til þess, að áfengisneysla tengist oft um- ferðarslysum (eins og raunar öðr- um tegundum slysa). Læknafélag Islands hefur nú sýnt frumkvæði í umræðu um þetta mál og er það vel. Ef til vill má deila um ágæti einstakra ráðstafana, svo sem að lækka enn frekar þá lágmarks- þéttni etanóls, sem leyfilegt er að hafa í blóði við stjórn ökutækja. I Bandaríkjunum dró um fjórðung úr tíðni banaslysa þar sem áfengi kom við sögu á tímabilinu 1983- 1993 (3). Þakka menn það ýmsu, þar á meðal þyngingu refsinga vegna ölvunaraksturs, breyttu viðhorfi lögreglu og dómstóla og síðast en ekki síst baráttu sam- taka almennings gegn vandanum. Hér á landi virðist einmitt þetta vænlegast til árangurs, að sækja fram á sem flestum vígstöðvum og virkja bæði yfirvöld, heilbrigð- isstarfsfólk og almenning. Mikil- vægt er að við séum einnig tilbúin að meta árangurinn með vísinda- legum hætti eins og þarf raunar að gera við slysavarnir af öllu tagi. Heimildir 1. Rannsóknastofa í lyfjafræði: Ars- skýrsla 1996. Reykjavík: Háskóli ís- lands. 2. Rivara FP, Grossman DC, Cumm- ings P. Injury Prevention. N Engi J Med 1997; 337: 543-8. 3. Traffic Safety Facts 1995: a comp- ilation of motor vehicle crash data from the Fatai Accident Reporting Sy- stem and the General Estimates Sy- stem. Washington, DC: National Hig- hway Traffic Safety Administration, 1996. Tilvitnun frá Rivara FP (2). Höfundur er yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur. Jón Baldursson HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 NYTT HOTEL A BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI VETRARTILBOÐ VerðJrd kr. 2.700 ú mann í 2ja manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frir drykkur d veitingahúsinu Vegamótum. Sími 511 6060, fax 511 6070 www.eyjar.is/skjaldbreid Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 13.00. Á dagskrá er m.a. seinni umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1999. Útvarpað verður á Nær FM 104,5 Fundurinn er öllum opinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.