Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Heiðar Aust- fjörð, pípulagn- ingameistari fæddist 10. júlí 1926. Hann lést 5. desember síð- astliðinn. Foreldrar Heiðars: Gunnar Austfjörð, f. 26.3. 1902, d. 6.9. 1981 og Ólína J. Austfjörð, f. 23.12. 1903. Heiðar átti eina systur Erlu Austfjörð. Jón Heið- ar kvæntist Jóhönnu B. Austförð 6. nóv- ember 1948. Börn Heiðars og Jóhönnu: 1) Óskú-ð, fædd 2.9. 1948, dáin 3.9. 1948. 2) Gunnar, fæddur Heiðar er dáinn, ætli við hefðum nokkurn tímann verið undir það bú- in, þótt það væri staðreynd að hjart- að væri orðið veikt. En það er ein- faldlega þannig að þegar maður á góðan vin sem alltaf hefur reynst manni vel þá vill maður hafa hann áfram. Hann var allt í öllu, bömin, tengdabörnin og afabörnin öll var það sem hann lifði fyrir, heiðarleiki og snyrtimennska var hans hjartans mál. I Ránargötunni var alltaf opið hús og þangað gat maður alltaf leit- að með allt sem þurfti að gera, hvort sem skoða þurfti hús eða eitt- hvað annað sem gera þurfti. Heiðar og Jóhanna vom sannir vinir, stóðu sem ein heild, kynntust ung að ár- um og giftust og vom nýlega búin að eiga gullbrúðkaup þegar yfir lauk. I sumar fluttu þau heimili sitt að Lyngholti 12 sem búið var að gera að svo fallegu heimili. Jólanna var beðið með tilhlökkun og jóla- ljósin komin upp. Þá kom það sem enginn getur átt von á. Heiðar fór í Akureyrarkirkju til að vera viðstaddur skírn langafa- barns síns, en hann kom ekki bara til þess. Hver reynsla hans hefur verið þar getum við ekki sagt um, Drottinn kom ekki bara til þess að taka þetta litla barn í fang sér held- ur var tími Heiðars einnig kominn, þar sem hann og Jóhanna voru sam- an ásamt nokkmm af þeim afkom- endum þeirra sem skiptu þau öllu. Maður spyi' spuminga eins og hvers vegna fékk hann ekki að lifa yflr jól- in og halda jólin í nýja húsinu sínu?. Hvernig verða jól án hans? Það era tuttugu og fímm ár síðan ég kom inn í fjölskylduna í Ránargötunni. Þegar ég lít til baka virðist það samt vera svo stutt síðan. Eg þakka þér fyrir allan þann kærleik og hlýhug sem þú sýndir okkur og bömum okkar. Þau áttu góðan afa sem þau sakna sárt. Það sem þú kenndir okkur er dýrmætt og við söknum þín en geram eins og þú hefðir viljað. Brosum í gegnum 8.11. 1949. 3) Ragn- lieiður, fædd 6.9. 1951. 4) Bjöm, fædd- ur 15.4. 1955. 5) Ólína Kristín, fædd 13.7. 1956. 6) Jó- hann, fæddur 27.7. 1959. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína Kristbjörgu Þóreyju, fædd 4.5. 1967. Heiðar átti 18 bamabörn og 9 bamabamaböm. IJtför Jóns Heið- ars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. tárin og höldum áfram. Þú lifir í hjarta okkar og huga um ókomna framtíð. Elsku Jóhanna, þú áttir svo mikið, vegna þess er missirinn svo stór. Guð varðveiti alla ástvini þína. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregzt og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Margr. Jónsd.) Þín tengdadóttir Eygló Jensdóttir. Elsku afi. Nú ertu farinn og kemur aldrei aftur. Það er von mín og trú að þér líði vel núna, finnir ekkert til. Kannski horfir þú niður til okkar og veitir okkur styrk í sorginni. Hug- urinn leitar að minningunum um þig og það er ekki langt að fara. Þegar þú komst til að passa okkur í sveitinni og ég gat platað þig til að fá að vaka lengur. Hvað þið amma vorað yndisleg og góð. Eg man þeg- ar amma sagði: „Jæja nú ætla ég heim með Heidda minn og láta hann fara að sofa.“ Eg man að okkur systkinunum fannst þetta alltaf jafn fyndið. Þegar ég hugsa um þig finn ég lyktina þína, hún var svo góð, sambland af rakspíra og pípulögn- um. Eg man þegar þú og amma komuð með skíði og gáfuð mér, eins og svo margt annað. Þú sagðir svo oft að þú hefðir ekki getað gefið þínum börnum allt sem þú vildir og núna gætir þú gefið og vildir gefa okkur barna- börnun- um það sem þú gætir. Ég man líka hversu gott var að skríða uppí til þín og ömmu, það var svo vinalegt að heyra þig hrjóta. Þú hefðir vaðið eld og brennistein fyrir okkur fjöl- skyldu þína ef þú hefðir þurft. Ég man hvað það var alltaf gott að koma til ykkar. Þú talaðir mikið við okkur og vildir fá að heyra hvernig okkur gengi í skólanum og í öllu öðru. Ég man þegar þið amma verð- launuðu mig fyrir ritgerðina. Þetta fylgir mér enn í dag og mun alltaf gera. Ég get enn hlegið að því þeg- ar þú varst við að brenna á skallan- um og við útbjuggum sólhlíf úr barnataubleyju og þú leist út eins og olíufursti á eftir. Elsku afi, ég gæti haldið áfram að telja upp atvik sem tengjast þér. En látum staðar numið hér. Fólk mun minnast þín sem manns með stórt hjarta sem ævinlega gat hjálpað. Takk fyrir allt elsku afi. Elsku amma, við elskum þig öll og megi guð styrkja þig í þinni sorg sem og alla aðra sem að okkur snúa. Þín Jóhanna. Þegar einhver deyr breytast ský- in í engla sem fljúga upp til Guðs til að gróðursetja nýtt blóm. Fuglarnir koma til baka með skilaboð til heimsins og syngja fallega bæn er lætur regnið falla. Þegar fólk deyr fyllumst við söknuði yfir því að það sé farið, en það fer aldrei alveg. Sál- in fer til ljóssins og stundum getum við séð þau dansa á skýjunum þegar við höldum að þau séu sofandi. Þau mála regnboga og sólsetur, þau láta stjörnumar glitra, vísa okkur leið og hlusta á bænir okkar og óskir. Og þegar vindurinn blæs hvísla þau að okkur: Ekki sakna mín of mikið því ég er hjá þér í hjarta þínu. Lífið hér er dásamlegt og mér líður vel. Elsku afi við þökkum þér allar þær dýrmætu stundir sem við átt- um saman, auðvitað hefðum við vilj- að hafa þær fleiri, við munum aldrei gleyma þér. Elsku amma, Guð styrki þig. Elsa og Heiðar. Kveðja til afa Hver minning dýrmæt perla að liónum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku afi minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Bið ég Guð að styrkja ömmu og okkur öll. Þín Pálína. JÓN HEIÐAR AUSTFJÖRÐ GUÐRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR + Guðríður Þorkelsdóttir fæddist í Markaskarði, Hvolhreppi, 2. apríl 1917. Hún lést á Ljósheimum, Selfossi, 15. nóvember síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Selfoss- kirkju 21. nóvember. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar mágkonu minn- ar, Guðríðar Þorkelsdóttur. Elsku Gudda mín, þú varst mér ekki bara mágkona heldur einnig besta vinkona. Þú varst svo skiln- ingsrík og góð kona. Þú barst ást og umhyggju fyrir öllum, sérstaklega þeim sem bágt áttu, en mitt í amstr- inu gleymdirðu oft sjálfri þér. Elsku vinkona, þú kynntist fljótt mótlæti í lífinu því aðeins 4 ára misstir þú móður þína og þurftir að yfirgefa æskuheimili þitt og fara til vanda- lausra. Þótt þú fengir gott atlæti þar leiddist þér og þú saknaðir æsku- heimilisins. En sem betur fer varstu sterk og vel gerð. Ég kynntist þér fyrst árið 1949 þegar ég kom í heim- sókn til ykkar hjóna með bróður þín- um, Óla. Við náðum strax vel saman þótt ég gæti ekki tjáð mig vel á ís- lensku. Ég kynntist svo sannarlega hjálpsemi þinni og hjartahlýju þegar ég dvaldi hjá ykkur hjónunum árið 1951 og beið eftir mínu fyrsta bami, sem reyndar fæddist í rúminu ykkar Steina og þótti þér ætíð vænt um það. Því miður varð ykkur Steina ekki barna auðið en 1948 ættleidduð þið lítinn dreng, sem þið skírðuð Halldór. Þú varst mjög ástrík og góð móðir og reyndist honum og fjöl- skyldu hans alla tíð mjög vel. Einnig tókuð þið í fóstur tvö önnur börn, Jón Hafstein og Jensínu, auk þess ólst Rúnar sonarsonur ykkar að miklu leyti upp hjá ykkur. Þið hjónin voruð sérstaklega gestrisin og oft var mikill gestagangur á heimili ykk- ar og þó að heilsu þinni færi að hraka nutu margir gestrisni þinnar áfram og alltaf varstu jafn glöð þeg- ar gestir komu í heimsókn. Oft var tekin fram pannan og bakaðar pönnukökur, sem voru vel þegnar. Elsku Gudda mín, það kom svo sannarlega vel í ljós hvað þú varst óeigingjöm og fórnfús þegar þú hugsaðir um Steina manninn þinn heilsulausan síðustu árin hans þrátt fyrir að heilsan væri farin að gefa sig hjá þér. Síðustu árin þín dvaldir þú í Grænumörk og kunnir vel við þig. Þó að kraftar þínir væru á þrotum var viljastyrkurinn mikill og vildir þú gera sem mest sjálf. Hinn 15. janúar síðastliðinn fórst þú á Selfossspítala og nokkru síðar á Ljósheima þar sem þú lést 15. nóv- ember síðastliðinn. Elsku Gudda mín, að lokum vil ég þakka þér fyrir ógleymanlegar samverastundir og eigum við fjölskyldan margar hlýjar og góðar minningar um þig. Hvíl þú í friði, elsku mógkona mín. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. 0, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (Þýð. M. Joch.) Anna Lísa Jóhannesdóttir. ÞORÐUR NIELS EIRÍKSSON + Þórður Níels Ei- ríksson var fæddur á Skarði á Snæfjallaströnd í ísafjarðardjúpi 14. september 1916. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 4. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 11. des- ember. Virtur borgari fæð- ingarbæjar míns, Akraness, öðlingurinn Þórður Egilsson pípulagningameistari, hefur lokið löngum og ströngum vinnudegi og fær nú verðskuldaða hvíld. Ég var í útlöndum og gat því ekki fylgt honum eins og ég hefði viljað og hann og fjölskylda hans á skilið. Þess vegna era þessi kveðju- orð svo síðbúin. Þórður var faðir æskuvinar míns, Guðna, eiganda og forstjóra eins framsæknasta fyrirtækis landsins, Borgarplasts hf. Vel- gengni þess er fyrst og fremst að þakka yfirburða þekkingu og fá- dæma dugnaði forstjórans. Yngri sonm- Þórðar er Gylfi, sem um ára- bil hefur stjórnað Sementsverk- smiðjunni hf. á Akranesi með mikl- um myndarbrag. Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni. Þórður Egilsson var ekki síst annálaður dugnaðarforkur sem taldi vinnuna hafa gildi í sjálfri sér og að gleðjast ætti yfir góðu verki, þótt erfitt væri. Þess vegna söng hann gjarna við vinnu sína. Þetta átti ég strákurinn erfitt með að sldlja þegar ég sá hann stundum að verki skítugan upp fyrir haus heima á Skaga en þóttist skynja betur fullorðinn. Ég var að stand- setja fyrstu íbúðina mína í gömlu húsi í Reykjavík þar sem skipta þurfti um ofna og ég leitaði til Þórðar. Kvöldið áður en hann hófst handa bað ég hann lengstra orða að hringja í mig í vinnuna þegar að því kæmi að fjarlægja risastóran pottofn úr eldhúsi íbúðarinnar. Þegar ekkert heyrðist frá Þórði um morguninn fór ég heim og það fyrsta sem við mér blasti á stiga- skörinni var ofninn. Þórðar var syngjandi í eldhúsinu að tengja nýjan ofn og þegar ég spurði af hverju hann hefði ekki hringt svar- aði hann án þess að líta upp: Ég mátti ekki vera að því, ofninn var fyrir mér! Ekki þarf að orðlengja það að fjögurra manna tak þurfti til að koma ofninum úr húsi. Þórð- ur var ekki sterklegur maður, alla tíð grannvaxinn. Hvaðan kom þá þessi ógnarkraftur? Frá hinum innri manni. Þórður sást oft ekki fyrir í vinnugleði sinni og þar kom á efri áram að hann þurfti að gjalda ósérhlífnina dýra verði. En aldrei kvartaði hann. Þrjár myndir æsku- og unglings- ára standa mér Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum þegar ég minnist Þórðar. Hann er að koma á reið- hjólinu sínu úr Axelsbúð þar sem hann hefur pantað allt í húsið, sem hann ætlar að leggja í. Áður hafði hann kíkt á fokhelt húsið, mælt út í huganum hvað til þyrfti og gerði síðan pöntun í búðinni eftir minni. Hann skrifaði ekkert niður og ég hef fyrir satt að varla hafi skeikað „fittings". Hann var í bláa gallan- um á hjólinu, lét rör og pípur vega salt á öxlunum og bæði á slá og stýri voru tól og tæki. Hann var til í slaginn. Svo setti hann í fimmta vinnugír, tók lagið og áður en nokkurn varði var kominn hiti í húsið. Hvemig mátti ég þá skilja það, sem næsta mynd sýnir, að hann er kominn í kjól og hvítt um kvöldið til að halda konsert með karlakórnum? Síðast en ekki síst sé ég Þórð fyrir mér með alla heimsins hugarró að tefla skák. Þá var hann eins og í eig- in heimi, þar sem hann beitti fyrir sig hugar- orkunni af ekki síðra alefli en höndunum í vinnunni. Hann var listaskákmaður. Ég er þess fullviss að hann hefði náð langt í skák- listinni hefði hann mátt leggja hana fyrir sig, en hann lét duga að vinna titla á heima- velli, tefla við Guðna son sinn og m.a. taka með honum þátt í bréfskákmótum, sem ég veit þeir feðgar höfðu yndi af, enda Guðni ekki síður sleipur í þeirri íþrótt. Foreldrar okkar Guðna reistu hús sín um svipað leyti upp úr stríði inni við Langasand á Ákra- nesi, þar sem er fegurst útsýn yfir sjóinn. Var því stutt milli vina. Átt- um við Guðni raunar heimili hvor hjá öðram ef svo bar við að okkur var settur stóllinn fyrir dyrnar á öðram hvoram bænum vegna skammarstrika. Jóna Valdimars- dóttir, eftirlifandi eiginkona Þórð- ar, réð ríkjum á glæsilegu heimili þeirra hjóna. Þar var snyrti- mennsku svo vel farið að við voguð- um okkur aldrei inn fyrir nema að þvo okkur a.m.k. um hendurnar. Þannig reyndi Jóna að kenna okk- ur vinunum mannasiði, svo sem í minnum er haft. Þórður var réttilega stoltur af sonum sínum og í þeim held ég hann hafi fyrst og fremst fundið endurgjald fyrir langa og erfiða vinnudaga. Það fann Guðni og sýndi með ómældri virðingu fyrir föður sínum. Það er að verðleikum. I Guðna vini mínum finn ég líka allt það besta í lífi og fari Þórðar fóður hans, sem ég mun ætíð meta sem mikinn sómamann. Björn Þ. Guðmundsson. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.