Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ^PECV^S orqunte Frúkandi og hre.uuuuii. Fullt affyrirheitum um frá náttúrimnar hendi Verðkönnim á jólatrjám Skipta á jólaglöggi og ferð í Skorradal VERÐ á jólatrjám hefur hækkað heldur síðan í fyrra. Mest eftirspurn virð- ist vera eftir norðmanns- þin. Margar fjölskyldur eru fastheldnar á gamla siði og velja alltaf jólatré af sömu tegund, meðan aðrir breyta óhikað til og reyna nýjar tegundir. Það er upphaf- lega þýskur siður að skreyta barrtré ljósum og glingri og stilla því upp í stofu hjá sér til hátíða- brigða í tilefni jóla. Elstu heimildir greina frá þessum sið á 16. öld í Suður-Þýska- landi. Norðurlandabúar tóku þennan sið upp um 1800 en hann varð ekki almennur fyrr en eftir síðustu aldamót. Erfítt var löngum að útvega barrtré á Is- landi til að skreyta og þess vegna smíðaði fólk tré úr viði og skreytti þau með sortulyngi, beitilyngi eða eini. Nú er öldin önnur - hægt að fá margar tegundir barrtjráa til að skreyta á jólunum. Innflutt barrtré urðu algeng hér á landi eftir 1940. Talsvert mörg ár eru síðan farið var að sejja barrtré ræktuð á Islandi sem jólatré. Algengustu tegundirn- ar af barrtrjám sem fólk kaupir sem jólatré eru norðmannsþinur, rauð- greni og stafafura. Ymsar aðrar teg- undir era þó að sækja í sig veðrið. JÓLATRÉÐ í stofu stendur ... Fjallaþinur er t.d. ræktaður í Skorradal hjá skógræktinni þar. „Það er sama verð á trjánum hjá okkur hvort sem þau era keypt af lager eða fólk heggur þau sjálft úti í skógi, sem er orðið nokkuð vinsælt," sagði Ágúst Ámason skógarvörður í Hvammi í Skorradal. „Fjallaþinur er náskyldur norðmannsþin, þessi tré koma frá Norður-Ameríku, þau henta ágætlega til ræktunar héma en erfítt er að fá nóg af fræi frá bestu stöðum til ræktunar hér. Fjallaþinur getur orðið töluvert stórvaxinn, hann er krónuminni og ljósgrænni en norðmannsþinurinn, en stendur mjög vel í stofu og ilmar vel. Þeim fer fjölgandi sem koma og velja sér tré og höggva þau sjálf, sum fyrirtæki hafa lagt niður jólaglöggið og standa þess í stað fyr- ir ferðum starfsmanna sinna og fjöl- skyldna þeirra upp í Skorradal þar sem fjölskyldumar velja sér tré og höggva þau. Norðmannsþinur vinsæll - góð vara mikilvæg Margar jólatrésölur era á höfuð- borgarsvæðinu. I Blómavali er jafn- an mikil sala á jólatrjám. Hvaða tré skyldi vera vinsælast þar? „Við leggjum mikla áherslu á norð- F umnji Á Þorláksmessu í hádeginu skellum við skötu á jólahlaðborðið okkar og mætum þannig óskum og gömlum hefðum. Verð 2.950 kr. Vegna feikna vinsælda og þar sem færri komust að en vildu, höfum við ákveðið að bjóða jólahlaðborðið okkar áfram til og með 30. desember. v Lokað 24. 25. og 26. desember >r Gamlárskvöld upppantað >r Nýárskvöld upppantað >r 2. janúar 1999 upppantað (9skum landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar Starfsfólk Perlunnar. /'C - f M 11 I A N f'fe/uíu/' ifþþú/1 ---------- Hvað kostar jólatréð? | 14 4 4 Norðmannsþinur ~r Rauógreni 4^ t Stafafura 4 Höfuöborgarsvæðiö ^ Hæð 101- 125cm 126- 150cm 151- 175 cm 176- 200 cm 101- 125 cm 126- 151- 150 cm 175 cm 176- 200 cm 101- 125cm 126- 150 cm 151- 175 cm 176- 200 cm Alaska - Miklatorgi, Reykjavík # Kr. 1.890 2.990 3.690 4.590 1.190 1.690 2.390 3.090 1.590 2.390 2.990 4.290 Bergiðjan, Vatnagarðar, Rvk. 2.390 2.990 3.990 4.990 | j 1 . «- Blðmaval - Slgtúni, Rvk. og Akureyri 2.390 2.990 3.990 4.990 1.240 1.740 ,2.340 3.140 1.795 2.595 3.295 * 4.795 Eðaltrá v/Glæsibæ og Sprengisand, Rvk. 2.100 2.800 3.500 4.500 f.f A... Fiugbjörgunarsveitin, við Flugvallarveg og v/Skógarsel, Rvk. 2.800 3.500 4.200 5.200 1.400 1.900 2.600 3.500 4 4 $ Garðshorn, Suðurhlíð 35, Rvk. 2.100 2.700 3.500 4.600 1.750 2.300 3.000 * 2.600 3.500 4.700 Gróðrarstöðin Birkihiíð, Dalvegi, Kópav. 2.350 2.950 3.850 4.800 1.250 1.750 2.390 3.100 2.190 2.770 3.660 4.550 Jólatréssalan við Landakot og IKEA, Rvk. 1.990 ... 2.790 3.990 5.390 A á i KR-handknattleiksd. við KR-heimilið Frostaskjóli, Rvk. 2.150 2.800 3.750 4.800 JLjJ * 4 l Landgræðslusjóður, Suðurhlíð 38, Fossvogur, Rvk. 2.900 3.800 4.700 5.800 1.260 1.770 2.360 s 3.150 2.000 2.830 3.770 5.040 Landsbyggðin fc A kl j 4 Skógrækt ríkisins, Skorradal J|| n E ii 1.050 1.440 1.900 2.550 1.430 2.000 2.700 3.570 Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstaðir ‘ r ; . 1.285 1.805 2.400 3.205 1.699 2.390 3.178 4.243 Skógræktarf. Eyfirðinga í Kjarnaskógi, göngugötu og KEA Nettó, Akureyri é é é é Medalverð £ £ £ £ krónur: 2.250 3.000 3.900 4.900 1.400 1.800 2.500 3.200 1.850 2.600 3.600 4.600 2.301,3.028 3.91514.960 1.259 1.738\ 2.353 3.104 1.793 2.522 3.337 4.474 mannsþin, það er það jólatré sem viðskiptavinir okkar spyrja mest um,“ sagði Kristinn Einarsson sölu- stjóri í Blómavali. „En auðvitað er- um við með öll þau tré sem hérlend- is eru notuð sem jólatré. Þar með talin eru jóltré með rót, en það er einkum greni og fura sem fólk kaupir með rót og gerir sér vonir um að geta gróðursett úti í garði í vor. En höfuðatriði til að það geti heppnast er að trénu sé gefínn næg- ur aðlögunartími, það er þá fyrst sett í óupphitaðan skúr og haft þar í nokkra daga og síðan sett inn í stofu. Sama gildir þegar tréð er sett út aftur eftir áramót. Þeir sem ætla virkilega að láta þetta heppnast taka tréð inn á aðfangadag og hafa það sem styst inni. Enn sem komið er kaupa þó flestir okkar viðskipta- vina upphöggvinn norðmannsþin. Sala á jólatrjám hefur verið góð það sem af er þessari jólatrjáavertíð,“ sagði Kristinn Einarsson að lokum. Verð er mishátt á jólatrjánum. Hjá Alaska hefur verð t.d. ekki hækkað síðan í fyiTa. Að sögn Guð- mundar Ingvarssonar hefur Alaska selt jólatré í yfir 40 ár og hefur not- ið hagstæðra innkaupa sem lýsir sér í litlum verðhækkunum og hag- stæðu verði. „í fyrra og núna í ár bjóðum við líka sérvalin tré til þess að auðvelda valið fyrir viðskiptavin- inn. Þau eru merkt og sum þeirra dýrari en hin trén,“ sagði Guð- mundur. Landgræðslusjóður hefur undan- farið verið í hærri kantinum hvað verðlagningu á jólatrjám snertir. Að sögn Kristins Skæringssonar hefur hann áratuga reynslu í sölu á jólatrjám. „Mín reynsla er sú að betra er að vera með úrvals vöra þótt verðið sé þá aðeins hærra. Þetta er mín reynsla og svo er það viðskiptavinanna að taka afstöðu.“ Heilir kransar - blágreni í potti - skreytingar á Akureyri Eðaltré era eingöngu með norð- mannsþin. Þeir flytja hann inn sjálf- ir. „Við flytjum trén inn frá Dan- mörku, okkar tré koma frá Jótlandi. Við föram sjálfir út og veljum trén. Við tökum eingöngu fyrsta flokk, það þýðir að allir kransar era heilir og það finnst okkur mikið atriði að bjóða fólki,“ sagði Jón Gunnar Ed- vardsson. Eðaltré selja tré sín við Glæsibæ, Sprengisand og JL-húsið. Þess má geta að Jólatréssalan Landakot, sem er við IKEA, hefur verið með á boðstólum úrval af rauðgreni og furu auk norðmanns- þins, en óvíst er hvort íyrrtöldu teg- undirnar tvær verða til sölu í ár. Gróðrarstöðin Birkihlíð selur talsvert af blágreni með hnaus í potti. „Við höfum lengi selt blágreni í potti og það fer vaxandi að fólk kaupi slíkt. Fólk setur þá jólatréð í pottinum út á svalir eða tröppur og setur á það ljós. Stundum hefur fólk trén þar löngu eftir að jólin eru liðin og hreinlega plantar þeim svo síðar út í garð eða í sumarbústaðaland," sagði Halla Þórarinsdóttir starfs- maður hjá Birkihlíð. Öll trén sem Kaupfélag Héraðs- búa selur eru úr Hallormsstaðar- skógi. „Við seljum jólatré mest hér austanlands en eitthvað fer þó út fyrir svæðið, ég sá t.d. eitt merkt Jóni Kristjánssyni alþingismanni hér inni á lager,“ sagði Elvai- Vign- isson hjá KHB. „Við seljum eins og aðrir einnig lausar giænigreinar og það er alltaf mikil sala í þeim. Við seljum bara upphöggvin tré en það era skógræktarfélög á svæðinu sem selja tré úti í skógi sem fólk heggur sjálft. Þessir tveir kostir hafa verið í boði undanfarin ár.“ „Jólatréssalan fór mjög snemma af stað héma hjá okkur út af því að Akureyri er jólabærinn í ár með til- komu Norðurpólsins," sagði Val- gerður Jónsdóttir hjá Kjarna, Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga. „Fólk fór að skreyta utandyra hér á Akureyri strax um 20. nóvember þegar Norð- urpóllinn var opnaður og það hafa aukist mikið útiskreytingar á trjám hér á Akureyri vegna þessa. Fólk kaupir tré til að skreyta úti hjá sér í síauknum mæli. Önnur jólatréssala hér nyrðra er með hefðbundnum hætti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.