Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ > 72 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 FÓLK í FRÉTTUM ÚR myndinni Thin Red Line. MARTIN Sheen og Sissy Spacek í hlutverkum sínum í Badlands. MARTIN Sheen og Terrence Malick við tökur á Badlands. TERRENCE MALICK Malick er einnig handritshöfundur, tónlistin í höndum Hans Zimmer og tök- unum stýrir John Toll. Valinn maður í hverju rúmi. Frásag- an tekur við af Héð- an til eilífðar. Nú er sögusviðið eyjan Gu- adalcanal, þar sem háðir voru mann- skæðustu bardagarn- ir í Kyrrahafsstrfð- inu við Japani í síðari heimsstyrjöldinni. Sagan var kvikmynd- uð 1964, af Andrew Morton, með Jack Warden og Keir Dul- lea, (2001: A Space Odyssey)með lítt eftirminnilegum árangri. Þá má geta þess í framhjáhlaupi, að nýjasta mynd þríeykisins góð- kunna, Merchants/Ivory- /Jhabvala, A Soldiers Daughter Never Cries, og á að fara að sýna í borginni, er einmitt byggð á ævi James Jones. Terrence Malick Texasbúinn Malick (1943 -), er hámennt- aður. Hélt til náms í Oxford, á styrk frá Rhodes, stundaði síð- ar nám við Harvard háskólann. Nam að lokum kvikmynda- gerð við American Film Institute, út- skrifaðist ‘69. Starf- aði sem blaðamaður við Newsweek, Life og The New Yorker, sfðan sem lektor í heimspeki við þá virtu menntastofnun, Massachusetts Institution of Technology frá ‘68. Leikstýrði Badlands, sinni fyrstu mynd fimm árum síðar, Days of líeaven lauk hann ‘78. Skrifaði handrit Pocket Money ‘72, Deadhead Miles, myndar Zimmermans, ‘82. Síðan hefur verið hljótt um Malick utan þess að fjölmiðlar hafa annað slagið verið að orða hann við hin og Þægilegur jóladjass AÐ ÞESSU sinni verður fjallað um Terrence Malick, mann sem á aðeins tvær myndir að baki, en gerðar af slfkum hæfileikum að flestir eru á einu máli um að eru sígildar. Ástæðan fyrir því að hann er gerður að umfjöllunar- efni er ekki síst að um jólin verð- ur frumsýnd stríðsmyndin The Thin Red Line, þriðja mynd mannsins frá upphafi. Slíkt telst til stórviðburða í kvikmynda- heiminum. Einsog við var að bú- ast hefur spurst út að hér sé enginn eftirbátur fyrri mynda hans á ferð, heldur verk sem komi til með að keppa við The ' Truman Show, Björgun óbreytts Ryans, og einhverjar fleiri, um Oskarsverðlaunin í ár. Það sýnir best þá virðingu sem borin er fyrir þessum afkastalitla einfara, að margir af frægustu leikurum samtímans buðu honum liðveislu þá það fréttist að hann væri að hugsa sér til hreyfings eftir hartnær tuttugu ára hlé. Enda er The Thin Red Line, sem er gerð eftir sjálfsæfisögulegri skáldsögu James Jones (fram- hald Héðan til eilífðar), stjörnum prýdd: Leikhópurinn einn fyllir mann löngun til að sjá myndina. Sean Penn, George Clooney, John Cusack, Woody Harrelson, fara allir ineð stór hlutverk, í þeim minni bregður fyrir urmul heimskunnra andlita, einsog John Travolta, Nick Nolte, Mickey Rourke og Gary Oldman. TOIVLIST Geisladiskur SVÖLJÓL Geisladiskur með jölalöguin úr ýms- >. um áttum í djössuðum útsetningum og flutningi „Jólakatta" sem eru: Gunnar Hrafnsson kontrabassi, Hjör- leifur Orn Jónsson trommur, Karl O. Olgeirsson rhodespíanó, Snorri Sig- urðsson trompet. Söngur: Móeiður Júníusdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Skapti Ólafsson, Rósa Ingólfsdóttir og Hamrahlíðarkórinn. Básúnur og blfstur í einu lagi: Samúel J. Samúels- son. Upptökumenn: ívar Ragnarsson og Hróbjartur Róbertsson. Utgef- andi: Sproti. Lengd: 43:11 mín. ERLENDIS hefur útgáfa á jólaplötum í djössuðum útsetning- um farið vaxandi á undanförnum árum og er vissulega virðingar- vert þegar menn reyna að fínna nýja fleti á „gömlu, góðu“ jólalög- unum. Eina slíka tilraun er að fínna á geisladisknum „Svöl jól“, sem djasssveitin Jólakettir er skrifuð fyrir. Þótt diskur þessi sé ekki líklegur til að valda neinum straumhvörfum í íslensku djass- tónlistarlífi er tónlistin á honum engu að síður þægileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu framsetn- ingu gamalla jólalaga, sem búið er að jaska út á öldum Ijósvakans ár- um saman. Svöl jól innihalda 12 jólalög, þar \ af helmingur eingöngu leikinn af fígrum fram af Jólaköttum, þeim Gunnari Hrafnssyni á kontra- bassa, Hjörleifi Erni Jónssyni á trommur, Karli 0. Olgeirssyni á rhodespíanó og Snorra Sigurðs- syni trompet. Þessi „instru- rnental" hluti plötunnar þykir mér betri helmingurinn og í flutningi * sínum viðra þeir félagar ýmsar snjallar hugmyndir og skemmti- legar fléttur, án þess þó að fara yfír mörkin í „djassgeggjun“ þannig að venjulegt fólk ætti einnig að geta notið þessarar tón- listar. Jólakettir standa allir fylli- lega fyrir sínu sem djassleikarar og þá sérstaklega Gunnar Hrafns- son, sem sýnir víða skemmtileg tilþrif á bassann. Eins finnst mér „rhodes“ hljómurinn í píanói Karls koma vel út í þessum útsetning- um, sem eru vel útfærðar þegar á heildina er litið. Lögin sem Jólak- ettir leika einir á plötunni eru: Nóttin var sú ágæt ein, Jólasvein- ar ganga um gólf, Jólasveinninn minn, Litli trommuleikarinn, Pað á að gefa börnum brauð og Jóla- þessi verkefni - sem aldrei hafa komist á koppinn. Slúðurdálka- höfundar hafa ekki legið á liði sínu að útskýra ástæðurnar fyrir löngum fjarvistum hans úr sviðs- ljósinu, þær verða látnar liggja á milli hluta hér. Það sem skiptir öllu máli er að þessi sérstæði listamaður er að kveðja sér hljóðs að nýju, jólamyndin The Thin Red Line, getur orðið mæli- kvarðinn á hvort hann eigi í rauninni heima í hópi útvaldra, eða hvort hann er, eftir allt sam- an, aðeins tveggja mynda maður. Malick hefur þó ekki setið auð- um höndum, Það er vitað mál að hann er einn af virtustu „hand- ritalæknum" Hollywood, ásam William Goldman og John Sayles. Þegar minni spámenn eru sigldir í strand, eru þessir andlegu dráttarbátar gjarnan kallaðir til aðstoðar og ósjaldan hefur þeim tekist að koma lagi á klúðrið. Þær góðu fréttir eru nýjastar af Malick, að hann sé farinn að undirbúa næstu mynd, og hafi rætt við þau Tim Robbins og söngurinn og sé ég ekki ástæðu til að gera upp á milli þeirra í þessari umfjöllun. Þegar kemur að framlagi söngv- aranna verður málið hins vegar flóknara enda eru þeim dálítið mis- lagðar hendur í túlkun sinni. Móa syngur Jólasveinninn kemur í kvöld og gerir það vel að mínu mati, á sinn sérkennilega hátt. Sjálfsagt á þó einhverjum eftir að þykja hún hljóma eins og „gömul galdranorn“, svo notuð sé nærtæk samlíking. Mér finnst röddin í Móu hins vegar „flott“, enda verið ein- lægur aðdáandi hennar frá fyrstu tíð. Páll Oskar flytur Hin helga nótt og Það aldin út er sprungið og syngur „eins og engill“ að vanda. Hins vegar hef ég ákveðnar efa- semdir um að Skapti Olafsson og Rósa Ingólfs hafi verið réttu kandi- datarnir í lögin sem þau flytja, þótt vissulega sé alltaf gaman að heyra í gömlum þjóðsagnapersónum. Skapti syngur lagið Sleðaferð, sem Ellý Vilhjálms söng svo listavel á hljómplötu fyrir nokkrum árum og kannski er það minningin um þann flutning sem gerir samlíkinguna óhagstæða fyrir Skapta? Rósa syngur lagið Nú minnir svo ótal margt á jólin og finnst mér flutn- ingur hennar dálítið á skjön við annað efni á diskinum. Lagið Jól hljómar vissulega vel í flutningi Hamrahlíðarkórsins, en á heldur ekki heima á þessum diski að mínu mati. Þó má kannski segja að allt sé þetta nú til gamans gert, til að létta lundina yfir jólin, og því ef til vill óþarfi að vera með sparðatíning af þessu tagi í svona umfjöllun. Þegar á heildina er litið er þessi diskur vel heppnaður og á eflaust oft eftir að „malla“ undir á fóninum hjá mér yfir jólin. Sveinn Guðjónsson Juliu Robins um að taka að sér aðalhlutverkiðn. Framtíð þessa verkefnis er tvímælalaust undir því komin að The Thin Red Line standi undir væntingum og fái viðunandi aðsókn. Ein aðalástæð- an fyrir brotthvarfi Malicks telja menn að hafi verið hinar dræmu viðtökur myndanna hans tveggja. Þær kolféllu báðar, þrátt fyrir einmuna hrós gagnrýnenda og fjölda verðlauna, bæði heima fyr- ir og á Cannes 1979. Sígild myndbönd BADLANDS, (1973) irirkV.í Hrífandi frumraun leikstjórans er lauslega byggð á sönnum atburð- um; morðæði sem rann á unga elskendur í Nebraska á sjötta ára- tugnum. Hinn 25 ára Kit Carruthers (Martin Sheen), hóf drápin á föður (Warren Oates) hinnar 15 ára kærastu sinnar, Holly Sargis (Sissy Spacek), sem leist ekki meira en svo á hinn til- vonandi tengdason. Þótt hann líkt- ist ofurstjörnu samtímans, James Dean. Eftir morðið lögðu þau á glóralausan flótta um norðvestur- fylki Bandaríkjanna og skildu eftir sig fimm lík til viðbótar. Firna áhrifarík, áreitin en jafnframt áferðai-falleg, þrátt fyrir allt. Holly rekur blóðidrifna atburðarásina án nokkurrar samúðar með fórnar- lömbunum. Kit, félagi hennar, er aðlaðandi, óáreiðanlegur náungi, rómantískur morðingi. Svo öragg- ur um stjörnusess sinn í banda- rískri glæpasögu að hann merkir staðinn þar sem hann er hand- samaður og felur lögreglunni um- sjá með eigum sínum. Myndin er af mörgum talin sú besta á sjöunda áratugnum. Gjörólík öllum öðrum myndum um svipað efni, svosem Bonnie and Clyde, ljóðræn, allt að því notaleg, með vissri samúð með aðalpersónunum í stað þess að gera þær að dæmigerðum, brjáluð- um óvættum. DAYS OF HEAVEN, (1978) irtckV,i Birtan og lýsingin er minnisstæðust í þessari undur áferðarfallegu mynd, sem er tekin af snillingnum Nestor Almendros (Oskarsverð- launin), mestmegnis í töfrabirtu ljósaskiptanna. Sérkennileg og að lokum raunaleg frásögn um ástar- þríhyming á sveitabæ í Texas á öðr- um áratug aldarinnar. Að efni og uppbyggingu svipar henni til frumraunar leikstjórans. Ungir elskendur (Richard Gere og Brooke Adams) flýja glæpamál í borginni og ráða sig í vinnu hjá efnuðum hveiti- bónda (Sam Shephard), undir því yf- irskini að þau séu systkini. Þegar bóndinn fer að líta „systirina" hýra auga, taka þau að brugga honum banaráð. Aftur leiðir Malick söguna áfram með hugsunum stúlkunnar og kemur inná ástir, efnahag og stöðu aðalpersónanna, hið félagslega ranglæti sem á þeim bitnar, í bland við ógleymanlega fegurð umhverfis- ins. Dregur þannig athyglina frá hinum mannlega þætti að einhverju leyndardómsfullu og ójai-ðnesku í aftureldingu og aftanskini. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.