Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 60
61 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT SELMA MAGNÚSDÓTTIR, Grundarstíg 24, Sauðárkróki, sem lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki mánu- daginn 14. desember, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. desem- ber kl. 14.00. Svavar Einarsson, Helena Svavarsdóttir, Reynir Barðdal, Marta Svavarsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Magnús Svavarsdóttir, Ragnheiður Baldursdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Hallur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdasonur, SIGURÐUR HAFÞÓR SIGURÐSSON, Grænabakka 4, Bíldudal, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 15. desember. Guðrún Sigurðardóttir, Eva Björg Sigurðardóttir, Þröstur Þór Sigurðsson, Sigurður Ingibergur Bergsson, Þorbjörg Ólafsdóttir. + Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, JAKOBJÓNSSON frá Litla-Langadal, Skúlagötu 40a, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 15. desember. Þorleifur Jónsson, Sigurfljóð Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Siggeir Björnsson, Guðmundur Jónsson, Guðríður F. Guðjónsdóttir, Jón Jónsson, Ingunn Jónsdóttir og systkinabörn. + Móðir okkai, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN VALDIMARSDÓTTIR, áður til heimilis í Iðufelli 8, lést á hjúkrunardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 8. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Eiður Ágúst Gunnarsson, Arnfríður H. Gunnarsdóttir, Mjöll Gunnarsdóttir, + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR B. ÓLAFSSON, Njarðargötu 3, Keflavík, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 15. desember. Jónína Einarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, INGIMAR INGIMARSSON flugumsjónarmaður, Tjaldanesi 1, Garðabæ, andaðist á heimili okkar aðfaranótt 16. des- ember. Sólveig Geirsdóttir. + Árni Þorsteinn Egilsson fæddist á Káifatjörn á Vatns- Ieysuströnd 21. mars 1918. Hann lést í Landakotsspítalan- um 3. desember síð- astliðinn. Móðir hans var Margrét Arna- dóttir Þorsteinsson- ar, prests á Kálfa- tjörn, og fósturfaðir hans var Egill Bene- diktsson frá Þor- bergsstöðum í Hörðudal, en þau hjónin ráku um ára- tuga skeið veitingahúsið Tjarn- arcafé og veislusali í Oddfellow- húsinu við Tjömina í Reykjavík. Hálfbróðir Arna er Ingi Valur Egilsson, f. 10.11. 1926, tann- læknir í Bandaríkjunum. Árni kvæntist 25.8. 1940 Finn- borgu Ornólfsdóttur frá Suður- eyri við Súgandafjörð, f. 22. nóv- ember 1918, d. 13. júní 1993. Börn Árna og Finnborgar: 1) Örnólfur, f. 15.2. 1941, kvæntur Helgu Elínborgu Jónsdóttur og Þegar ég kom fyrst inn á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna, Finnborgar Ömólfsdóttur og Árna Egilssonar, fyrir tæpum nítján ár- um, var það tvennt sem vakti sér- staka athygli mína: gríðarmiklar bókahillur, sem við nánari skoðun reyndust fullar af i'nvalsritum merk- ustu höfunda, erlendra og innlendra, og svo húsbóndastóllinn og skamm- elið fyrir framan hann. Ami varð fyrir því óhappi sem drengur að slasast svo að annar fótur hans varð uppfrá því stífur um hnjáliðinn; það útskýrði skammelkl sem stífí fótur- inn hvíldi jafnan á. I þessum stól sat tengdafaðir minn löngum stundum, las bækur og blöð, hlustaði á útvarp og horfði á sjónvarp, og þegar gest bar að garði lyfti hann annarri hend- inni og sagði galvaskur: Hæhæ! Síð- an spurði hann ófrávíkjanlega: Er nokkuð að frétta? Árni var, einsog Finnborg, einlæg- ur tónlistarunnandi og hlustaði mik- ið á klassíska tónlist og ég sé þegar ég fer í gegnum safn þeirra hjóna af gömlum hljómplötum að þau voru ekki að hlusta á neitt slor. Þarna má finna alla meistarana, hvort sem um er að ræða sinfóníur, óperur, píanó- eða fiðlukonserta, í flutningi frá- bærra tónlistarmanna. Ég held að Árni hafi einkum heillast af voldug- um, ástríðumiklum tónverkum og hann var ekkert að hlífa hátölurun- um, né hlustum annarra, þegar and- inn var yfir honum. Sjálfur lék hann ekki á hljóðfæri, en tónlistaráhuginn hefur hins vegar borið góðan ávöxt hjá afkomendum þeirra Finnu - Olga Guðrún er þekkt fyrir laga- smíðar og söng, barnabörnin sex hafa öll stundað tónlistarnám af kappi frá unga aldri og tvö þau elstu, Margrét og Jón Ragnar, eru tónlist- armenn að atvinnu. Og nú eru barna- barnabörnin tvö líka byrjuð að læra á hljóðfæri. Áhugasvið Árna tengdaföður míns var vítt. Þrátt fyrir fötlun sína stundaði hann golf fram yfir miðjan aldur og náði þar pi-ýðis árangri, auk þess var hann radíóamatör, áhuga- maður um ljósmyndun og tafl- mennsku og liðtækur bridsspilari. Hann átti auðvelt með að læra tungumál og á efri árum varði hann mörgum frístundum í sjálfsnám í spænsku. Síðustu æviárin urðu tengdaföður mínum nokkuð erfið. Heilsan bilaði og minnið fór að svíkja hann, einkum skammtímaminnið, en ýmislegt sem gerðist áratugum fyrr, jafnvel í barnæsku, mundi hann í smæstu at- riðum. Hann var víðfórull maður, starfaði sem loftskeytamaður bæði á fragtskipum og fiugvélum og hafði gaman af því að ferðast, og þegar talið barst að reisum í útlöndum komst hann gjaman á mikið flug í frásögnum sínum. Undir lokin þegar heilinn var far- inn að stríða honum þótti honum oft sem hann væri á ferðalagi og gat þá eiga þau fjögur böm, Margréti, Jón Ragnar, Álfrúnu Helgu og Árna Egil. Börn Margrétar Örnólfsdóttur og Þórs Eldon eru Sunna Eldon og Örnólfur Eldon. 2) Margrét, f. 11.6. 1951, í sambúð með Manuel Martinez Perez, og 3) Olga Guðnin, f. 31.8. 1953, gift Guðmundi Ólafssyni og eiga þau tvö börn, Sölku og Finn. Árni var loftskeytamaður að mennt og starfaði fyrst sem Ioft- skeytamaður á farskipum, þá um borð í flugvélum í upphafi millilandaflugs Loftleiða en síð- an næstum fjóra áratugi við fjar- skiptastöðina í Gufunesi uns hann Iét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Árna verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. farið hratt yfir heimsálfur og lent í ýmsum ævintýrum. Sama kvöldið og hann kvaddi þennan heim vorum við að ræða um það ég og börnin mín að þegar afi færi héðan myndi hann ör- ugglega sigla á glæsilegri lysti- snekkju yfir móðuna miklu klæddur í bleiserjakka og með kapteinshúfu. Þar biði Finna amma eftir honum og þá fengi hann langþráðan draum sinn uppfylltan, því hann beið enda- loka sinna með æðruleysi og var for- vitinn að kanna nýjar slóðir. Við munum geyma hlýja brosið hans í hjörtum okkar. Blessuð sé minning Árna Egils- sonar. Guðmundur Ólafsson. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Árna Þ. Egilssonar með nokkrum orðum er leiðir skiljast. Hann var ekki bara tengdafaðir minn heldur samferðamaður og vin- ur í rúma þrjá áratugi. Árni var fríð- ur sýnum og glæsilegur á velli. Hann var þrekinn maður framan af ævi og ég minnist þess er ég hitti hann fyrst hversu stór mér virtist hann vera þar sem hann sat í húsbóndastól sín- um og hvíldi annan fótinn á skemli. Ég hafði kviðið heil ósköp fyrir að hitta tilvonandi tengdafólk mitt og hjartslátturinn varð örari eftir því sem ofar dró í húsinu, en Árni og Finnborg bjuggu á 10. hæð í Sól- heimum 25 ásamt dætrunum tveim, Margréti og Olgu Guðrúnu, yngri systrum Örnólfs. Óttinn reyndist vera ástæðulaus, og þegar þessi dökkhærði, þrekni maður stóð upp og breiddi faðminn á móti mér skynjaði ég strax þá hlýju og elskusemi sem ég naut alla tíð. Já, Árni í stólnum sínum, tott- andi pípu og sötrandi pilsner, var einn af þessum föstu punktum í til- verunni, ekki vegna þess að Árni væri latur, nei, hann vann mikið og krefjandi starf. Hann varð hins veg- ar fyrir því óláni sem ungur drengur að verða fyrir slysi og hafði stýft hné upp frá því. Árni var alveg ólat- ur, því ef hann sat ekki í stól sínum við lestur bóka eða fagtímarita var hann í eldhúsinu að galdra fram dýr- indis máltíðir. Hann var listakokkur og átti ekki langt að sækja það. Móðir hans, Margrét Árnadóttir, var þekkt veitingakona í Reykjavík, oft nefnd Margrét í Oddfellow, starfrækti ásamt manni sínum, Agli Benediktssyni, veitingahúsið Tjarn- arkaffi um áratuga skeið. Það var því ekki ónýtt fyrir mig, óreynda húsmóður, að geta leitað til annars eins snillings í matargerð og hans. Best af öllu þótti okkur Örnólfi þó að vera boðin í mat til Árna og Finnborgar, sem þau voru ólöt við. Börnin okkar nutu þess líka að koma í heimsókn til afa og ömmu. Finn- borg hafði líka mikið yndi börnum, sagði þeim sögur; fræddi þau og oft var tekið í spil. Árni var loftskeyta- maður að mennt og starfaði lengst af í Gufunesi. Hannn ferðaðist einnig mikið um heiminn sem loftskeyta- maður á farskipum og í flugáhöfnum í flugi m.a. til fjarlægra landa. Þannig rættust ef til vill draumar ungs drengs sem ekki gat hlaupið eins hratt og hinir krakkarnir. Frásagnir Árna af ævintýraríkum ferðalögum voru skemmtilegar og jafnvel þegar skammtímaminnið var orðið eilítið gloppótt voru minning- arnar frá fyrri árum ljóslifandi og hann varð eins og ungur í annað sinn. Árni var lífsnautnamaður. Ferðalög, veisluborð, góð tónlist, brids, skák, svo eitthvað sé nefnt. Hann var vel lesinn, grúskaði í ýmsu, var afbragðsgóður ljósmynd- ari, sem við nutum góðs af, afi tók myndir og framkallaði sjálfur. Hon- um lék svo margt í hendi. Eftir að Finnborg lést 1993 var Árni einn í kotinu og þar vildi hann fá að vera þar til yfir lyki. Hann fékk þá ósk uppfyllta þar til undir það síð- asta. Það hefði þó ekki getað orðið nema vegna þess að Olga Guðrún, yngsta dóttir hans, gerði honum það kleift. Hún fórnaði dýrmætum tíma sínum í að sinna föður sínum með daglegum heimsóknum af einstökum skilningi og natni sem hann kunni vissulega að meta. Árni var sáttur við að leggja upp í síðustu langferðina. Hann hafði skil- að góðu dagsverki. Hann var orðinn lélegur, eins og hann sagði sjálfur, og tilbúinn að kveðja. Ég veit honum líður vel, lausum úr viðjum, og ég sé hann fyrir mér svífa um, léttan og bjartan eins og norðurljósin sem dönsuðu á himninum nóttina sem ég frétti andlát hans þar sem ég var stödd fjarri höfuðstaðnum. Ég gladdist með honum og hlakka til að hitta hann aftur. Guð blessi sál hans og gefi honum frið. Ég þakka honum allt sem hann var mér, Örnólfi og bömunum alla tíð. Helga E. Jónsdóttir. Mig langar að segja nokkur orð um hann Arna afa minn sem mér þótti svo vænt um. Afi var einhver hlýjasta mann- eskja sem ég hef þekkt. Nú þegar ég hef verið að hugsa um hann og rifja upp kemur alltaf sama myndin upp í hugann. Þegar ég kom inn úr dyrun- um í Sólheimunum sá ég Árna afa sitjandi í stólnum sínum og þegar hann sá mig breiddi hann út stóran faðminn og sagði: Nei! Hvað sé ég, ertu komin elskan? Svo fékk maður innilegt faðmlag og koss og afi hló. Svona hlýjaði afi mér um hjartaræt- urnar. Þegar ég var krakki var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til afa og ömmu í Sólheim- um, ég tala nú ekki um ef maður átti að fá að gista hjá þeim. íbúðin þeirra var líka alveg sérstök. Á 10. hæð með glugga í allar áttir svo það var hægt að gleyma sér langtímum sam- an við að skoða borgina og sjóinn úr lofti og fjallahringinn. Þar fékkst líka ristað franskbrauð með þykkum ostsneiðum og kók úr grænum og bláum glösum eins og maður gat mögulega komið niður. En allt væri þetta nú lítils virði ef afi og amma hefðu ekki verið svona skemmtileg og góð. Það var líka alltaf hlýtt í Sól- heimunum en kannski var það ekki síst mannleg hlýjan sem gerði það að verkum að við systkinin vildum helst alltaf hlaupa um teppin á nærfötun- um einum saman. I mínum augum var Árni afi algjör ævintýramaður. Hann hafði ferðast um heiminn, fyrst kornungur sem messagutti og síðar sem loftskeyta- maður á skipum og flugvélum. Ég skoðaði heilluð húðflúruðu indíána- stúlkuna á upphandleggnum og skildi ekkert í því þegar afi sagðist sjá eftfr að hafa asnast til að láta gera hana á sig. Svo var afi með staurfót og sagan um hvernig það gerðist gerði hann að enn meiri hetju. Afi átti amerískan bíl sem ég var mjög hrifin af en þegar ég var sjálf farin að keyra bíl og afi hættur hældi hann mér í hástert fyrir hvað ég væri góður bílstjóri. Síðan hefur enginn getað talið mér trú um nokk- uð annað. Síðustu árin var minnið farið að gefa sig. Hann átti erfitt með að muna á hvaða aldri fólk var, sem skiptir náttúrulega engu máli hvort eð er, en hann minnti alltaf að ég ARNIÞ. EGILSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.