Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 47 AÐSENDAR GREINAR Kattarþvottur land- búnaðarráðherra í GREIN sem land- búnaðarráðherra, Guð- mundur Bjarnason, rit- ar í Morgunblaðið og birt er 15. desember sl. undir heitinu „Stað- reyndir um málefni Stofnfisks hf.“ fjallar hann á sinn hátt um þá umræðu, sem fram hefur farið um málefni fyrirtækisins. Við lest- ur greinarinnar er vandasamt að átta sig á því hvert ráðherrann er að fara. í þeim efn- um finnst mér tveir skýringarkostir vera uppi. Annar er sá að ráðherra sé að reyna að fara með umræðuna inn á aðrar brautir en hún hefur verið á hingað til. Hinn er að kannski hafi ráðherra aldrei áttað sig á efnisatriðum máls- ins. Þótt fyrri kosturinn sé líklegri vil ég ekki útiloka þann síðari, og vil af þeim sökum reyna að gera betri grein fyrir málinu. Samhengisins vegna tel ég nauð- synlegt að taka fram að Stofnfiskur hf. er hlutafélag í eigu i-íkisins, sem ætlunin er að einkavæða og síðan selja. Sú framkvæmd hefur af hálfu ríkisstjórnarinnar hvílt á herðum landbúnaðarráðherra, auk fram- kvæmdanefndar ríkisins um einka- væðingu. í upphafi vil ég upplýsa land- búnaðarráðherra um að stjórnar- skrá lýðveldisins íslands kveður á um að ríkisvaldi skuli skipt í þrennt, þ.e.a.s. löggjafai-vald (Alþingi), framkvæmdavaid (ríkisstjómin) og dómsvald (dómendur). Þetta er grundvallaratriði. Hugsunin að baki þessari skiptingu er fyrst og fremst sú að hver einstakur valdhafi fari með sinn þátt ríkisvaldsins. Með því að skipta ríkisvaldinu upp milli þriggja sjálfstæðra valdhafa er reynt að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi og beitt þá ofríki að eigin geðþótta. Hugmyndin um þrí- skiptingu byggist á því að hverjum valdþætti er ætlað að hafa eftirlit og aðhald með hinum; hér er því um stjómarskrárbundið eftirlit hvers valdhafa um sig að ræða. Það er nauðsynlegt að hafa þetta í huga þegar metnar em fullyrðingar ráðherra um að alþing- ismönnum komi málefni Stofnfisks hf. ekki við, eða þá að þeir hafi sömu stöðu og aðrir einstak- lingar í samfélaginu, sem leita eftir því að fá upplýsingar hjá ráðherra. Þá er að mínu mati nauðsynlegt að gera ráðherra grein fyrir því að umræðan um Stofn- fisk hf. hefur ekki snúist um það hvort umrætt rflásfyrirtæki skuli einkavætt eða ekki. Hún hefm’ fyrst og fremst snúið að þeim vinnubrögðum sem landbúnaðarráðherra hefur viðhaft við tilraunir sínar til einkavæðingar fyi’irtækisins. Gagnrýni á vinnubrögð ráðherra Svo menn fái glöggvað sig enn frekar á þeii-ri umræðu sem fram hefur farið er rétt að rifja upp helstu athugasemdir sem undh-ritaður hef- Ráðherrann hefur í engu skýrt það ráðslag sitt að halda áfram einkavæðingu fyrirtæk- isins, segir Lúðvfk Bergvinsson, þrátt fyiár fram komnar upplýsingar. ur gert við störf ráðherrans. Meðal þeirra atriða sem vakið hafa eftirtekt og spurst hefur verið fyrir um eru þau sem vitnað er til hér að neðan. Þau atriði verða þó ekki tæmandi talin, enda vart mögu- legt í jafn stuttri grein og raun ber vitni, en vænt þætti mér um ef ráðherrann sneri sér að því að reyna að svara þeim hið fyrsta: í fyrsta lagi hef ég bent á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni fyrirtækisins dags. 14. ágúst sl. kemur fram, að tekjm’ í bókhaldi fyrh-tækisins fyrir árið 1997 hafi ver- ið vantaldar um 14 milljónir. Upplýs- ingai’ af þessum toga benda til þess að nauðsynlegt sé að kanna frekar ársreikning fyrh’tækisins og bók- hald, áðm- en það verður selt. Hags- munir ríkissjóðs kalla á það. Þetta ætti að liggja ljóst fyrir. I öðru lagi ei-u gerðar athuga- semdh- í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um að ekki hafi verið gefnir út reikningar vegna útfluttra afurða fyrirtækisins. Stofnunin gerh’ fleh’i athugasemdh’ í skýrslu sinni. I þriðja lagi skilaði sérfræðingur, sem kallaður var til í því skyni að fara yfir skýringar forsvarsmanna fyrirtækisins á athugasemdum Ríkisendurskoðunar, skýi’slu 21. september sl., þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að þær skýri málin ekki nema að hluta. I fjórða lagi hefur undirritaður fengið upplýsingar um að í minnis- blaði til ráðherra dags. 30. ágúst 1998 hafi yfirmaður lögfræðideildar ráðuneytisins og skrifstofustjóri varað ráðherra eindregið við því að halda áfram með einkavæðingu fyr- h’tækisins í ljósi skýrslu Ríkisendur- skoðunar. I sama minnisblaði komi einnig fram, skv. mínum heimildum, vamaðarorð starfsmannanna um að tilvitnaðar færslur í bókhaldi geti varðað við bókhalds- og almenn hegningarlög, því verði að kanna málið frekar. Þá telji þeir enn frem- ur nauðsynlegt að ráðuneytið skoði enn frekar tengsl framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, sem er í ríkis- eigu, og stjórnarmanns fyrirtækis sem er einn helsti viðskiptaaðili fyr- irtækisins, en þeir hafa stofnað saman fyrirtæki á íslandi. Þau atriði sem vikið er að hér að framan eru meðal þeirra sem undir- ritaður hefur gert athugasemdir við og óskað skýringa á, en þær hafa ekki fengist. Hverjum manni er ljóst hvaða afleiðingar það hefur ef tekjur og eignir eru vantaldar í árs- reikningi. Fleiri atriði hafa verið gagnrýnd þótt ekki verði fjallað um þau að sinni. Má í því sambandi nefna hinn sérstæða samning við ríkissjóð, sem gerður var við fyrir- tækið rétt áður en ætlunin var að Lúðvík Bergvinsson selja það, sem tryggir því rúmlega tvö hundruð milljónir í tekjur næstu átta árin. Það verður að bíða betri tíma. Þrátt fyrir þessar uplýsingar sem vísað er til hér að framan ákveður ráðherra, skv. mínum upplýsingum, með bréfi dags. 24. september sl. til einkavæðingarnefndar, að hún skuli halda áfram einkavæðingu fyrir- tækisins. A þeirri ákvörðun hefur verið leitað skýringa en ekki feng- ist. „Heilbrigðisvottorð Ríkisendurskoðunar" Eg fullyrði að engum af þeim at- hugasemdum sem vitnað er til hér að ofan hefur verið svarað. í þeim efnum bætir grein ráðherrans í Morgunblaðinu engu við. A hinn bóginn hefur það vakið sérstaka eftirtekt mína hversu mikil leynd hvílir yfir öllum aðgerðum landbúnaðaiTáðherrans í málinu. Það var því nokkuð sérkennilegt að ráðherra skyldi taka það upp hjá sjálfum sér að birta valda kafla eða útdrátt úr bréfi, sem Ríkisendur- skoðun sendi 6. nóv. sl, ef marka má skrif ráðherrans. Þar kemur fram að stofnunin telji sig hafa fengið „ásættanlegar upplýsingar og skýringar á reikningsskilum Stofnfisks hf. þann 30. júní sl. og að þau gefi glögga mynd af efnahagi Stofnfisks hf.“ Sama útdrátt hafði ráðherra áður lesið upp í umræðum á Alþingi. Það eitt vekur sérstaka athygli, vegna þeirrar miklu leyndar sem hvflt hefur á málinu, að ráðherra skuli taka það upp hjá sjálfum sér að birta valda kafla úr leyniskjölum mbl.is —ALLT/\/= eiTTH\SA£> rJÝTT sem þingmenn hafa ekki getað fengið, án þess að það sldpti máli fyrir starfsemi fyrirtækisins. Það er mitt mat að þessi útdrátt- ur skýri ekki þær athugasemdir * sem Ríkisendurskoðun gerir við reikningsskil Stofnfisks hf. því reikningsári fyrirtækisins lýkur 31. desember það ár. Ársreikningurinn er áritaður af endurskoðanda 30. mars 1998. Þó vil ég taka fram að erfitt er að fjalla um yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar, þar sem und- irritaður hefur hana ekki undir höndum í heild sinni, en ítreka að ég tel að sá hluti sem birtur er segi ekkert um athugasemdir stofnunar- innar, sem lúta að bókhaldi, tekju- færslu og reikningsskilum fyrirtæk- y_ isins á árinu 1997. Niðurlag’ Eftir stendur því, að ráðherrann hefur í engu skýrt það ráðslag sitt að halda áfram einkavæðingu fyrir- tækisins, þrátt fyrir fram komnar upplýsingar. Það sem vekur ekki síður efth’tekt í þessu máli er að fyrirtækið Stofnfiskur hf. er rekið með hagnaði, auk þess að vera í lyk- ilstöðu í laxeldi hér á landi. Því er enn ei’fiðara en ella að átta sig á asa ráðherrans við að koma því úr ríkis- eigu. Mikið hlýtur að liggja við. Eg vil að lokum hvetja ráðherr- ann, sem hagsmunagæslumann al- mennings, að gera frekari gi’ein fyr- ir gjörðum sínum í þessu máli, því að mínu viti er algerlega ástæðu- laust að hafr.a því fyrirfram að skynsamlegar skýringar kunni að leynast á framferði ráðherrans. Höfundur er alþingismaður. íþróttir á Netinu mbl.is __A.LUTA/= €=IT~TH\/A£} NÝTT RAÐAUGLVSI I I M G A R Ármúli Atvinnuhúsnæði á besta stað við Ármúla til leigu eða sölu. Stærð 296 fm. Laust 1. febrúar nk. Upplýsingar í símum 568 7977 og 892 5454. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Plastos Umbúðir hf. Hluthafafundur Plastos Umbúða hf. Hluthafafundur Plastos Umbúða hf. verður haldinn í húsnæði félagsins í Suðurhrauni 3 í Garðabæ þriðjudaginn 29. desember nk. kl. 16.00. Dagskrá fundar: 1. Kosning nýrrar stjórnar. Stjórn Plastos Umbúða hf. TIL SÖLU Til sölu Kronborg sudupottur Carnetec rækjuflokkari Japanslína með körum, vigtum o.fl. Upplýsingar í síma 894 4320. Trésmíðavélar til sölu Vegna breytinga á starfsemi Trésmiðju M. Guðmundssonar, eru til sölu eftirfarandi tré- smíðavélar sem allar eru í mjög góðu ásig- komulagi. • Límvals 1300 Steton. • Kílvél 4 hausa Weining. • Pykktarhefill RS.530 S.A.C. • Afréttari. • Bútsög Dewalt. • Kantlímingarvél B5L SCM. • Dílaborvél 8 spindla Schleicher. • Þykktarslípivél TKS 1100 Boere. • Yfirfræsari Samco • og ýmislegt fleira tengt trésmíði. Upplýsingar gefum við á skrifstofu okkar í síma 567 0010. Hegas ehf., Smiðjuvegi 8, 200 Kópavogi. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Sjálfstæðisfé- lags Skóga- og Seljahverfis verður haldinn í húsnæði sjálfstæðisfélaganna í Álfabakka 14, 3. hæð, í dag, fimmtudaginn 17. desember, kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður, ræðir um stjórnamálaviðhorfið. Önnur mál. Sendum íbúum Skóga- og Seljahverfis okkar bestu óskir um gleðileg jól! Stjórnin. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5 = 17912108 = M.A.* Landsst. 5998121719 VII Ég er skínandi sól Hugleiðsla með Elíasi og Dífu fimmtudaginn 10. desember kl. 19.30. Aðgangseyrir 300 kr. Þú er hjartanlega velkomin(n).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.