Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 25 ERLENT Byr í segl verjenda Anwars í Malasíu Rannsókn í kjöl- far átakaþings Kuala Lumpur. Reuters. LÖGREGLAN í Malasíu hóf rann- sókn á málum Anwars Ibrahims, þá- verandi aðstoðarforsætisráðherra, í kjölfar þess að í odda skarst með honum og Mahathir Mohamad for- sætisráðherra á árlegu þingi flokks þeirra. Þetta kom fram við vitna- leiðslur í réttarhöldunum yfir Anw- ar í gær. Lásu lögmenn Anwars jafnframt upp yfirlýsingu frá Sukma Dermaw- an, fóstbróður Anwars, þar sem hann segist hafa verið píndur af lög- reglu til að segja Anwar hafa mis- notað sig kynferðislega. Lofuðu sak- sóknarar hins vegar að sýna fram á að Sukma hefði gefið upprunalega yfiriýsingu sína af fúsum og frjáls- um vilja. Sagði Musa Hassan yfirlögreglu- foringi í vitnisburði sínum að ásak- anir um meinta kynferðisglæpi Anwars hefðu fyrst komið fram á síðasta ári en rannsókn þá ekkert leitt í ljós. Rannsóknin var síðan tekin upp að nýju 22. júní á þessu ári, daginn eftir að þriggja daga flokksþinginu lauk. Þessi tímasetn- ing gæti skipt miklu máli fyrir vörn Anwars, sem sakaður er um spill- ingu og kynferðisglæpi, því hún er byggð á því að Anwar, sem álitinn var væntanlegur arftaki Mahathirs, sé fórnarlamb samsæris þeirra sem standa Mahathir nærri og stöðva vilja pólitískan frama Anwars. Spurðu verjendur Musa Hassan um yfirheyrslur yfir Sukma, fóst- bróður Anwars, en ákærur gegn Anwar byggja að nokkru leyti á fyrri staðhæfingum hans um kyn- ferðisglæpi Anwars. „Hann segir að lögregla hafi tekið þrjár flöskur af blóðsýnum úr sér. Hann segir einnig að lögreglan hafi framkvæmt afar sársaukafullar rannsóknir á enda- þarmi sínum,“ sagði Christopher Fernando, verjandi Anwars. „Þetta er ekki satt,“ svaraði Musa. Hart deilt á þinginu Flokksþingið í júní einkenndist af harðvítugum deilum tveggja fylk- inga en stuðningsmenn Anwars sök- uðu þar Mahathir og fylgismenn hans um einkavinavæðingu og spill- ingu í stjórnarháttum sínum. Brást Mahathir við gagnrýni á sautján ára valdatíð sína með því að gera opin- ber gögn sem sýndu þau hundruð manna sem tekið höfðu að sér verk á vegum ríkisins, en þeirra á meðal voru t.d. ættingjar Anwars sjálfs. Samskipti þeirra Anwars og Ma- Sólarvörn ekki örugg krabba- meinsvörn Washington. Reuters. FORELDRAR, sem bera sól- arvörn á böm sín í von um að koma í veg fyrir að þau fái húðkrabbamein, gætu hugsan- lega skaðað þau, ef marka má niðurstöður rannsóknar sem birtar vora í bandaríska tíma- ritinu Journal of the National Cancer Institute í vikunni. Rannsóknin leiddi í ljós að börn sem nota sólarvörn em líklegri en önnur börn til að fá sortubletti, sem eru á meðal helstu fyrirboða húðkrabba- meins. Vísindamennimir segja að sólarvörn geti leitt til húð- krabbameins þar sem fólk telji að hún verji börnin og leyfí þeim því að vera lengur létt- klædd í sólinni. Rannsóknin náði til 630 bama á aldrinum 6 og 7 ára í fjómm skólum í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu. hathirs urðu aldrei söm aftur og Ma- hathir gerði Daim Zainuddin, einn ráðgjafa sinna í efnahagsmálum, að ráðherra þremur dögum eftir flokksþingið í augljósri tilraun til að draga úr áhrifum Anwars. 1. sept- ember innleiddi forsætisráðherrann síðan iög í gjaldeyrismálum sem var í andstöðu við frjálsa markaðsstefnu Anwars, sem einnig var fjármála- ráðherra, og daginn eftir rak Ma- hathir Anwar úr stjórninni. Hvað sagði borgarstjóri þann 9. apríl? ,Við erum stolt af því að hafa komið betra lagi á Qármál borgarinnar sést best á því að undanfarin tvö ár hefur rekstur borgarinnar verið halfalaus. Skuldasöfnun hefur verið stöðvuð og risna borgarinnar lækkuð." ®Borgarstjóri boðaði til neyðarfundar í borgarstjórn 30. nóvember sI. Tilefnið: Ekki var hægt að ganga frá fjárhagsáætlun án þess að hækka verulega skatta á Reykvikinga. Á fundinum var staðfest: Uppgjöf ■ R-listinn hefur gefist upp við að ná tökum á fjármálastjórn borgarinnar. Þvert gegn því sem sagt var fyrir kosningar talar borgarstjóri nú um „undirliggjandi" haliarekstur undanfarin ár. Hækkun skatta ■ Eina ráó R-listans er að hækka útsvarsálagningu sem nemur þúsund milljónum króna. Til viðbótar eru 3.000 milljónir teknar frá nýju orkufyrirtæki. Á fundi borgarstjórnar i dag veröur afgreidd fjárhagsáætlun fyrir áriö i 999 sem byggir á þessum skattahækkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.