Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Ullanðnaðarfyrirtækið Folda úrskurðað g;jaldþrota
Ekki náðist að safna nægu
hlutafé til endurreisnar
STJÓRN ullariðnaðarfyrirtækisins
Foldu krafðist þess í gær að fyrir-
tækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta
og kvað Asgeir Pétur Asgeirsson
héraðsdómari upp úrskurð þess
efnis síðdegis.
Eignir Foldu eru metnar á 163
milljónir króna og skuldir nema um
206 milljónum, þannig að staðan er
neikvæð um 43 milljónir ki-óna.
Landsbanki íslands á húsnæði það
sem félagið starfaði í sem og vélar og
tæki. Starfsfólki var sagt upp um
mitt sumar, en síðan hefur uppsagn-
arfrestur verið framlengdur og átti
hann að renna út á morgun, föstu-
daginn 18. desember. Alls störfuðu
um 30 manns hjá fyrirtækinu.
Síðustu vikur hefur verið unnið
að því að safna nýju hlutafé í fyrir-
tækið og sagði Hermann Sigur-
steinsson framkvæmdastjóri að 40
milljónir króna hefði vantað inn í
reksturinn til að hægt hefði verið að
halda áfram. Pegar var búið að
VEL á fimmta hundrað íbúa og hús-
eigenda í nágrenni fiskimjölsverk-
smiðju Krossaness hf. á Akureyri
hefur skrifað undir bréf til Holl-
ustuverndar ríkisins, þar sem gerð-
ar era alvarlegar athugasemdir við
starfsleyfi og stækkun verksmiðj-
unnar. Ibúarnir telja núverandi
ástand algerlega óviðunandi og
sætta sig ekki við að heimild verði
veitt til stækkunar verksmiðjunnar
á meðan ekki hefur tekist að ráða
við mengunarvandann.
safna um 30 milljónum króna,
þannig að 10 milljónir vantaði upp
á. „Við sáum enga leið til að halda
þessu áfram úr því sem komið var,
enda vora hlutafjárloforð þau sem
fram voru komin bundin því að tæk-
ist að safna 40 milljónum," sagði
Hermann. Hann sagði þessa niður-
stöðu mikil vonbrigði þar sem svo
lítið vantaði upp á.
Svartur dagur
Þorsteinn Arnórsson, formaður
Iðju, félags verksmiðjufólks, kvaðst
einnig hafa orðið fyrir miklum von-
brigðum með þessi endalok. Hann
sagði að starfsfólk hefði verið tilbúið
að leggja fram hlutafé, þegar hefði
það selt orlofshús sitt fyrir um 3
milljónir króna og einnig hefði það
lýst yfir vilja til að greiða hlutafé inn
í fyrirtækið fyrir um 5-7 milljónir
króna á næstu tveimur áram. „Þetta
er svartur dagur í sögu iðnaðar á
Akureyri. Það er gremjulegt að
Jóhann Guðmundsson hjá Holl-
ustuvemd staðfesti í samtali við
Morgunblaðið í gær að beiðni um
stækkun verksmiðjunnar í Krossa-
nesi hefði verið hafnað. Hins vegar
hafi starfsleyfi verksmiðjunnar,
sem rennur út um næstu áramót,
verið framlengt um eitt ár. For-
svarsmenn Krossaness höfðu óskað
eftir starfsleyfi til fjögurra ára og
leyfi til að auka afköstin um 45%,
eða í um 800 tonn á sólarhring.
Forsvarsmenn Krossaness buðu
menn hafi ekki verið tilbúnir að
leggja þessu fyrirtæki lið,“ sagði
Þorsteinn.
Mikið áfall þegar
markaðir töpuðust
Félagið var stofnað 30. septem-
ber árið 1991 og hóf rekstur 1. októ-
ber sama ár, þegar félagið tók við af
Rekstrarfélagi Alafoss hf. sem hafði
haft reksturinn með höndum um
nokkurra mánuða skeið eftir gjald-
þrot Álafoss hf. Félagið hefur starf-
að við framleiðslu og sölu á ullar-
vöram og ýmsum öðrum fatnaði.
Reksturinn hefur verið nokkuð erf-
iður vegna markaðsaðstæðna. Á
fyrri hluta árs 1997 varð félagið fyr-
ir miklu áfalli þegar markaður fyi-ir
eina af helstu framleiðsluvörum fyr-
irtækisins, værðarvoðir í Svíþjóð og
Noregi, tapaðist vegna óvænts
framboðs á ódýrari vöra frá Eystra-
saltslöndum. Þar tapaðist sala fyrir
um 50 milljónir króna, en félagið
íbúum í næsta nágrenni verksmiðj-
unnar til kynningarfundar í vikunni
um málefni fyrirtækisins. Hvert
sæti var skipað á fundinum en hann
sóttu rúmlega 60 manns. Þar kom
m.a. fram að á undanförnum árum
hafi verið kappkostað að bæta
mengunarvarnir verksmiðjunnar og
að mati forsvarsmanna Krossaness
er hún nú jafn vel búin til mengun-
arvarna og þær íslensku verksmiðj-
ur sem fremstar standa á því sviði.
Hins vegar vilji menn gera enn bet-
ur í Krossanesi, með það að mark-
miði að ná sem mestri sátt um
rekstur verksmiðjunnar í framtíð-
inni.
Ástandið er hrikalegt
Ásdís Árnadóttir sem býr í Lang-
holti, næsta nágrenni verksmiðj-
unnar, stóð fyrir undirskriftasöfn-
uninni og sagði hún að fólk hefði
nánast undantekningarlaust skrifað
undir. ,Ástandið er hrikalegt og ég
vil sjá einhverjar aðgerðir til að
losna við lyktina frá verksmiðjunni.
Ég hef búið í nágrenni verksmiðj-
unnar í 35 ár og ætla ekki að eyða
ellinni við þessar aðstæður. Þetta er
líka orðið spuming um að fara í mál
við Akureyrarbæ, því það hlýtur að
jaðra við mannréttindabrot að þurfa
að búa við þetta. Auk þess er hávær
umræða um að þetta hafi haft nei-
kvæð áhrif á fasteignaverð á svæð-
inu,“ sagði Ásdís.
Jóhann Pétur Andersen fram-
kvæmdastjóri Krossaness sagði að
Hollustuvernd hefði neitað fyrir-
tækinu um stækkun verksmiðjunn-
ar á meðan aðrar verksmiðjur í
landinu hefðu fengið leyfí til að
auka afköstin. Hann sagði sterkustu
rök Hollustuverndar vera margar
kvartanir frá íbúum. Jóhann Pétur
sagði það allra hag að leyfi fengist
hafði safnað miklum birgðum til að
mæta þessari sölu. Situr félagið því
uppi með óseldar birgðir í miklu
magni og varð afleiðing þess sú að
mikið tap varð á síðasta rekstrarári.
Félagið var illa í stakk búið til að
mæta áföllum af þessum toga og
þar sem mikið fjármagn var bundið
í birgðum þurfti það nauðsynlega á
fjárhagslegum stuðningi að halda.
Reynt hefur verið að hagræða í
rekstri með því að skera niður
kostnað en þær ráðstafanir hafa
ekki dugað til að rétta við rekstur-
inn. Einnig hefur verið reynt að fá
inn nýtt hlutafé en ekki orðið
ágengt í þeim efnum. Stjórnendur
Foldu telja sig hafa reynt alla kosti
í stöðunni til að endurskipuleggja
fjárhag þess og fá inn nýtt fjármagn
en án árangurs og því séu ekki aðrir
kostir en gefa félagið upp til gjald-
þrotaskipta.
Ólafur Birgir Árnason hefur ver-
ið skipaður skiptastjóri þrotabúsins.
fyrir stækkun verksmiðjunnar, hrá-
eftiið væri þá unnið ferskara og því
fylgdi minni lykt.
Vilja samráð við Hollustuvernd
Fyrr á þessu ári gerðu Krossanes
hf. og Rannsóknastofnun Háskólans
á Akureyri, RHA, með sér sam-
starfssamning er kveður á um rann-
sóknir og faglega ráðgjöf RHA
varðandi stefnumótun í umhverfis-
stjórnun. Forsvarsmenn Krossa-
ness hafa lýst yfir vilja til þess að
ráðast í enn frekari framkvæmdir
til að stemma stigu við lyktarmeng-
un frá verksmiðjunni.
Hafa þeir gert Hollustuvernd
grein fyrir þeirri afstöðu. Eina for-
sendan sem Krossanesmenn hafa
gefið sér er að framkvæmdimar
verði gerðar í fullu samráði við
Hollustuvernd, sem þá jafnframt
segi til um með hvaða hætti stofn-
unin vilji að mengunarvarnir verk-
smiðjunnar verði efldar þannig að
viðunandi árangur náist. Hollustu-
vernd hafi enn sem komið er ekki
treyst sér til að kveða uppúr með
þetta.
Lyktarlaus verksmiðja ekki til
Jóhann Guðmundsson sagði for-
svarsmenn Krossaness hafa sótt
það fast að fá að stækka verksmiðj-
una. „Það þýðir ekkert að vera að
tala um stækkun á meðan ekki hef-
ur tekist að ráða við mengunar-
vandann og það er geysilega erfitt
mál. Og algjörlega lyktarlaus verk-
smiðja miðað við núverandi tækni
er ekki til. Það sem gerir málið er
erfitt er staðsetning verksmiðjunn-
ar og ekki er hægt að ásaka neinn
vegna hennar. Á góðviðrisdögum á
sumrin þegar hafgolan er viðvar-
andi leggur lyktina yfir nærliggj-
andi hverfi."
Bæjarsjóður
Fjárhags-
áætlun
samþykkt
FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs
Akureyrar fyrir árið 1999 hefur
verið samþykkt í bæjarstjórn.
Skatttekjurnar verða samkvæmt
henni 2.250 milljónir króna, en
gjöldin nema 2.512 milljónum
króna, þar af fara 1.860 milljónir í
rekstur og fjárfestingar nema 652
milljónum króna.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri sagði að eftir fjárfestingar
yrði greiðsluafkoma bæjarsjóðs
neikvæð um 315 milljónir króna og
að öllu óbreyttu kæmi því til lán-
töku hjá bæjarsjóði vegna áforma
um fjárfestingar ársins. „Önnur
leið er sú að þessum fjárskorti
verði mætt að hluta eða öllu leyti
með sölu eigna og í því sambandi er
um að ræða hlutabréfaeign bæjar-
sjóðs í Utgerðarfélagi Akureyringa
hf. Ég legg áherslu á að enn hefur
engin ákvörðun verið tekin um slíkt
en æskilegt er að ákvörðun um það
liggi fyrir helst um mitt ár, þ.e. áð-
ur en til endurskoðunar kemur á
fjárhagsáætlun ársins,“ sagði Kri-
stján Þór.
Sífellt meira í reksturinn
Bæjarstjóri sagði athyglisvert að
skoða þróun rekstrargjalda og
skatttekna síðustu ár, en rekstrar-
kostnaður bæjarfélagsins hefði
hægt og bítandi aukist á síðustu ár-
um, úr 1.325 milljónum króna árið
1994 í 1.860 milljónir króna á næsta
ári. Það gerðu skatttekjurnar
vissulega líka, en ekki í sama mæli,
þannig voru skatttekjur bæjarsjóðs
um 1.670 milljónir árið 1994 en eru
áætlaðar 2.250 milljónir á næsta
ári.
Augljóst væri að rekstur bæjar-
ins tæki til sín sífellt stærri hlut
skatttekna, í upphafi áratugarins
hefði verið unnið með þær stærðir í
rekstri bæjarsjóðs að um 71%
skatttekna yrði varið til rekstrar
málaflokka, en nú væri hlutfallið
orðið um 82%. Það segði sig sjálft
að þvílíkur vöxtur mætti ekki halda
áfram. Stór hluti rekstrargjalda
eru launagreiðslur, en gert er ráð
fyrir að Akureyrarbær borgi um
2,2 milljarða í laun og launatengd
gjöld á næsta ári. Um 6.700 stöðu-
gildi era á Akureyri, þar af eru um
18% þeirra, eða 1.200, stöðugildi
hjá Akureyrarbæ.
------------
Jólaævintýri á
Norðurpólnum
JÓLAÆVINTÝRI á Norðurpóln-
um er heiti á myndbandi sem komið
er út. Á því er að finna 6 brúðuleik-
rit þar sem sagt er frá ferðum jóla-
sveina til byggða en á milli þátta
segir jólasveinn sögur. Handritið er
eftir Aðalstein Bergdal, en leik-
mynd og brúður eru eftir Þórarin
Blöndal.
Börn á Norðurlandi hafa átt þess
kost að heimsækja jólaþorpið
Norðurpólinn á Akureyri og hafa
þrír til fjórir hópar leik- og grann-
skólabarna koma á hverjum degi,
en alls er gert ráð fyrir að hóparnir
verði 63 sem heimsækja Norður-
pólinn á þessu ári. Boðið er upp á
dagskrá með jólasveininum sem
samanstendur af brúðuleikhúsi, litl-
um leikþætti og sögum auk þess
sem flutt er hugleiðing. Aðalsteinn
sagði að ástæða hefði þótt til að
bjóða börnum víðar af landinu upp
á að skyggnast inn í Norðurpólinn
og því hefði verið ráðist í að gera
myndbandið.
Myndbandið kostar 1.595 krónur
og rennur hluti af verðinu til að
greiða fyrir sendingu jólapakka til
bágstaddra barna í Bosníu.
Starfsmaður á afgreiðslu
Morgunblaðsins á Akureyri
Morgunblaðið óskar eftir að ráða starfsmann á af-
greiðslu blaðsins á Akureyri. Leitað er að einstaklingi
sem er þjónustulipur og samstarfsfús, og getur hafið
störf sem fyrst. Um er að ræða hlutastarf auk viðveru
á laugardags- og sunnudagsmorgnum aðra hverja
helgi
Umsóknum ber að skila á skrifstofu Morgunblaðsins,
Kaupvangsstræti 1, Akureyri, eða á afgreiðslu Morg-
unblaðsins, Kringlunni 1, 1. hæð, Reykjavík.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á báðum stöðum.
Umsóknum ber að skila fyrir 22. desember nk.
► I Nánari upplýsingar um starfið veitir Rúnar
I Antonsson í síma 461 1600.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og
áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi
sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Ibúar í nágrenni Krossaness gera athugasemdir við starfsleyfí og stækkun verksmiðjunnar
Hollustuvernd
hafnar beiðni
um stækkun
Morgunblaðið/Kristján
FJOLMARGIR íbúar í næsta nágrenni fískimjölsverksmiðjunnar í Krossa-
nesi sóttu kynningarfund sem forsvarsmenn verksmiðjunnar buðu til.