Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 37 LISTIR Hér eru vængir þandir! BÆKUR Unglingabók FRÆNDI TÖFRAMANNSINS Höfundur: C.S. Lewis. Þýðing: Kristín R. Thorlacius. Myndir: Pauline Baynes. Prentvinnsla: Oddi hf. Utgefandi: Muninn bókaútgáfa. Is- lendingasagnaútgáfan 1998. 154 síður. ÞETTA er í annað sinn, sem sagan er gefin út á íslenzku, saga sem er fyrst í röð sjö bóka um ævintýralandið Namíu. Það er vel, því að á tíu árum er hún orðin illfá- anleg, þeim er unna góðum sögum til ama. Já, hugmyndaflug höfundar er hreint með ólíkindum. Börnin Pála Plummer og Diðrik Kirka hittast, og þegar forvitni þeirra tekur að leiðast, standast engir múrar. Fyrst er henni beint að Andrési, frænda Diðriks. Hvað er kauði að bauka dægrin löng í þakskála sín- um? Ensk byggingarlist getur ekki varnað börnunum skrið milli húsa, og inn í skála Andrésar komast þau. Þar fínna þau tvær gerðir hringa, aðra gula, hina græna. Með því að snerta þá, kynnast þau því, að hringarnir eru gæddir þeim töframætti, að þeir verða þeim vængir af jarðsviði, inn í furður hnattahylsins, - og svo heim aftur. Slíka þekkingai'áskomn standast heilbrigð börn ekki, þau ákveða að kynnast nánar undrum veralda. Þau kynnast heimi rástarinnar, þar sem stöðnun og dauði heldur öllu í greip sinni. En þau koma ekki ein úr þeirri för, því til jarðar fylgir þeim drottning ríkisins, flagðið Jadís. Hún ærir ekki aðeins vesalinginn Andrés, heldur tryllir svo bæjarbrag, er hún kemst í ná- munda við, að börnin ákveða að koma henni af jarðsviði aftur. Víst tekst það, en Andrés ræfíllinn fylg- ir með og nokkrir aðrir. Ekki tekst börnunum að koma flagðinu í ríki sitt, heldur nema þau staðar í heimi, þar sem syngjandi ljón, Asl- an, er að vekja líf á hnetti. Margt gerist, sumt æsilegt, - annað spaugilegt, og fyrir Diðrik er lögð þraut, sem refsing fyrir að drottn- ing dauðans fylgdi jarðarbúum inn í Edenslundinn. Svo nærri höfundi er sköpunar- saga Biblíunnar, að ég vara viðkvæmar ofstækissálir við, sagan gæti meitt þær, meira að segja vakið þær! En hitt er víst, að öllum fróðleiksíúsum unglingum, - á hvaða aldri sem þeir eru, er þetta skemmtilesning. Stíll höfundar er svo ærslum vorsins tengdur, að hrein unun er að, þú lest, - og lest síðan aftur. Þýðing Kristínar er frábær, hún fylgir stílbrögðum höfundar eins og fímur dansari stjómanda sínum. Myndir gæddar töfram listar. Sárt þótti mér að sjá, að höfund- ur krýnir Kólumbus með fundi Ameríku. Kannske hefir hann ver- ið argur, - ekki fengið þorskinn góða? Minnist ekki á villuna á síðu 87. Prentverk allt vel unnið. Bók sem útgáfunni er til sóma. Sig. Haukur Vandamálin fyrr og nú BÆKUR Skáldsaga ANNA, HANNA OG JÓHANNA Höf. Marianne Fredriksson. Þýð. Sigrún Astríður Eiríksdóttir. 368 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1998. ÞETTA er vandamálasaga. Sænsk! Sú var tíðin að Svíar töldust hafa fundið upp vandamálin. Ef til vill var það nú orðum aukið. Nema hvað í gamla daga voru ekki til vandamál að ætla má sögu þessari samkvæmt. Nútíma- konan í Önnu, Hönnu og Jóhönnu kemst í gömul sendibréf og dregur af lestri þeirra eftirfarandi ályktanir: »Bréfritararnir héldu sig innan marka þess heims sem þeir höfðu alist upp í og aldrei yf- irgefið.« Gömlu bréfín »tjáðu veruleika sem Marianne ekki viðurkenndi Fredriksson beiskju og vanþakk- læti. Og var þess vegna ekki til.« Nútímakonan, sem hefur notið skólagöngu og vill vera frjáls og óháð, tekur að kryfja og bera saman líf sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu. Sem að líkum lætur kemst hún að raun um að líf formæðra sinna hafi verið bæði hart og mis- kunnarlaust. Jafnframt gerir hún sér ljóst að allar hafi þær erft, hver eftir aðra og hún þar með, sömu eig- inleikana, auðsæja sem dulda. Þannig er lífskeðjan, órofa sam- hengi og endurtekning. Formæður hennar vora agaðar og bældar, þorðu ekkert að segja í bréfum sín- um nema almælt tíðindi og allra síst kom þeim í hug að kvarta yfir með- ferðinni á sjálfum sér. Þær urðu að láta hvaðeina yfir sig ganga möglun- arlaust. Samfélagið innrætti þeim undirgefni og sektarkennd. Og sekt- arkenndin varnaði þeim máls. Nútímakonan telur sig hins vegar geta stjórnað örlögum sínum. En kannski er það nú hægara sagt en gert! Að breyta meðfæddu eðli sínu! Sárt er til þess að vita að vandamál- in gufa ekki upp við það eitt að verða sýnileg og áþreifanleg. Þau leita einungis í annan far- veg. Anna, Hanna og Jóhanna er vel skrifuð bók. Höfundinn skortir hvorki kunnáttu né sjálfstraust. Að hætti sænskra veigrar hún sér ekki heldur við að lýsa hrottafengnum uppákomum. Þar að auki telst þetta til kvennabókmennta. Og þess háttar stimpill spillir ekki íyrir þessi árin! I þriðja lagi er tekið á málefni sem hvorir tveggja, fræðimenn og stjórnmálamenn, láta sig varða á Tilvalin jóla Mikið úrval af stígvéli ökklaskóm og mokka í stærðum 36-42 EinÉg ti| í háltunt stæ ú: líðandi stund. Augljóst er að höfund- urinn telur sig vera með rannsókn- arefni í höndum. Sagan er byggð upp sem hugleiðing jafnframt því sem hún er eins konar innlegg í rökræðu. En er ekki sem sýnist að einhvers staðar að baki hilli undir Freud og Jung og Marcuse og alla hina? Það er þó alltént þægilegra að berast með straumi tímans. Eða eins og stundum er sagt: Að skrifa rétta bók á réttum tíma. Islenskur texti sögunnar sýnist vera nokkuð góður. Erlendur Jónsson Mikið úrval af fallegum rúmfatnaái Skólavöróustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 > r* ' r; ' JilJJJ sífóvershm Kringlan 8-12 s: 553 2888, v/hliðina á Póstinum i Kringlunni. Nýjar bækur • ERFÐARÉTTUR - Yfivlit uni meginefni erfðareglna er eftir Pál Sigurðsson, prófessor við lagadeild HÍ. í kynningu segir að bókinni sé í senn ætlað að vera kennslu- bók í fræði- greininni erfð- arétti og handhægt yf- irlitsrit um meginefni erfðareglna fyi'ir lög- fræðinga jafnt sem allan al- menning. í ritinu er fjallað um þær grundvallarreglur, sem gilda um erfðh' eftir látna menn og skipti arfs milli erfíngja og margvísleg dæmi nefnd til skýringar efnisreglunni. í ritinu eru skrár yfir dóma, lagagreinar og ritheimildir, sem vísað er til, svp og ítarleg at- riðsorðaskrá. í bókarauka eru erfðalögin nr. 8/1962 birt í heild sinni, jafnframt koma þar fram upplýsingar úr könnun, sem fram fór á tíðni og efni erfða- skráa, sem reyndi á við skipti dánarbúa 1 Reykjavík á tilteknu tímabili. Útgefandi er Háskólaútgáf- an. Bókin er 424 síður. Prent- umsjón hafði PMS en Bókvirkið annaðist bókband. Verð: 4.500 kr. Páll Sipurðsson Aðsendar greinar á Netinu vff>mbl.is —/\LL7y\/= &TTH\SAG NÝTT JDY JACQUEUNE DE YOUNC BY VERO MODA Ný sending af kjólum sími 552 1444 Kringlunni sími 568 6244 VERO MOD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.