Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 39 LISTIR Heimspekingur verður sölumaður BOKMEIVIVTIR Skáldsaga LÚX eftir Arna Sigurjónsson. Mál og menning, 1998 - 219 bls. ÞAÐ sætir tíðindum þegar bók- menntafræðingur, sem hefur unnið lengi og mikið við rannsóknir helsta rithöfundar okkar, gefur út fyrstu skáldsögu sína. Von er að lesandinn setji sig í vissar stellingar og geri sér væntingar til þessa verks með hlið- sjón af annars konar verkum höfundar. En slíkar væntingar eru í sjálfu sér óréttmætar og bæta engu við skilning á því verki sem hér um ræðir. Sagan segir frá íslenskum heim- spekinema í Kaupmannahöfn, seint á áttunda áratugnum. Hann er óráðinn í því hvað hann vill gera, fræðin eru yfirborðskennd og frem- ur numin fyrir siðasakir en af áhuga. Tilviljun ræður því að hann fer að vinna fyrir Pétur Rristjánsson, hressilegan bísnissmann, sem hefur ekki áhyggjur af smámunum. Pétur er stútfullur af hugmyndum, sumar komast í framkvæmd, aðrar eru óframkvæmanlegar og enn aðrar bera beinin í huga hans. Fyrir þenn- an mann gerir sögumaður tilraun til að seija íslenskar essesspylsur í Lúxemborg og sendist síðan fyrh- hann um mestalla Evrópu í einkenni- legum erindagerðum. I gegn skín að tilveran er leiksvið þar sem menn kjósa sér hlutverk sem þó er ekki alltaf ljóst hvernig skal leika. Heimspekineminn ungi tekur af alvöru þátt í umræðum um andans menn, á bækur um fróðlegar kenningar sem hann einsetur sér að fara nú að lesa - en les ekki. Með sama hætti er samband hans við hitt kynið. Hann kynnist kvenfólki og lætur leiðast í samband sem hann á yfirleitt erfitt með að skilgreina, munurinn á vináttu og ástarsam- bandi gjarnan óskýr. Hugmyndastraumar áttunda ára- tugarins fljóta um alla bók og sviðsetningin gjaman sposk. I sál- arkirnu söguhetjunnar togast á andstæð sjónar- mið: „Tvö lið stunduðu reiptog í sálu minni. I öðru voru festumenn og framagosar, í hinu hugs- uðir og hippagemsar. Gosamir voru fjarska stundvísir og sváfu aldrei yfir sig, en gems- arnir töldu stundvísi borgaralega dyggð Togstreitan milli vilja og gjörnings tekur oft á sig spaugilegar myndir. Eitt sinn tekur heim- spekineminn í sig að sökkva sér ofan í fræði Johns Searles. Lestrarsalurinn býr hins vegar yfir fleiri töfrum en verkum Searles. Til dæmis dregur fljótlega að sér athygl- ina ljóshærð stúlka sem snýr sífellt upp á hár sitt. Meira að segja Alman- ak Þjóðvinafélagsins áranna 1930-39 vekur meiri áhuga en Searle. Fyrir kemur að viljinn til að vita sé viti firrtur. Hér segir frá vini söguhetjunnar, Gústa, sem á einni partínótt fékk að heyra lungann úr kenningum tímamótasálfræðings sem eftir framburði að dæma hét P.A.C. Með þessa hraðfengnu kunnáttu skrifaði hann viku síðar tímaritgerð um kenningai- kappans og tengsl þeirra við díalektíska efnis- hyggju og rætur þeima í ritum Hegels, án þess að lesa stafkrók um eða eftir sálfræðinginn. Ritgerðin var svo innblásin og ígrunduð að kennai-inn gaf Gústa umsvifalaust 10 í einkunn þótt hvergi fyndist neinn P.A.C. Nafnið var reyndar stafsett Piaget. En gegnum hálfkæring og hót- fyndni glittir í breyskleika sálarinn- ar. Á tímabili á sögumaður erfitt með að umgangast fólk og verður fá- skiptinn. Það verður honum kvöl að þurfa að taka þátt í samræðum, en eins og önnur él birtir þetta upp um síðir. Árni Sigurjónsson Stíll sögunnar er létt- ur, skýr og skemmtileg- ur, og jafnframt vel undirbyggður. Þótt ver- ið sé að lýsa atriðum sem í sjálfu sér eru grafalvarleg og hádramatísk er húmor- inn aldrei fjarri. Höfundur stráir í frásögnina litlum öngl- um sem ki-ækja í for- vitni lesandans og vekja samúð með aðalpersón- unni og afdrifum henn- ar. Sagan er full af kát- legum en vel útfærðum sviðsetningum sem aft- ur leiða hugann að því hvort hér sé ekki á kjörinn efniviður í kvik- Mús í vinaleit BÆKER B a r n a b 6 k VINALEITIN Eftir Eirík Brynjólfsson. Jean Posocco myndskreytti. Reykjavík, 1998. HVAÐ er til ráða ef lítil mús er einmana og þráir að eignast vináttu annarra? Þá dugir ekki að sitja heima og bíða en vænlegra til árangurs að binda viskustykkið á prik og leggja af stað og leita. Það gerir músin Magnea og hittir hún köttinn Brand fyrstan fyrir. Hann getur ekki verið þekktur fyrir að eiga mús að vini enda ekki til siðs að köttur og mús vingist hvort við annað. En hann er tilbúinn að hjálpa og þau fara til hundsins. Hann telur auðvitað víst að Magnea og Brandur séu vinir og getur því ekki orðið við hæverskri beiðni Magneu: Hundur getur ekki orðið vinur þess sem á kött að vini. Og svona gengur þetta áfram þar til öll dýrin á bænum hafa hafnað góðu boði. Þá er það Magnea sem tekur til sinna ráða og dýrin átta sig á að það er engin sérstök formúla til fyr- ir því við hvern maður vingast og við hvern ekki. Þau börn sem ætla má að bókin Vinaleitin henti hvað best eru einmitt mjög upptekin af því að eignast vini og því hvað felst í hug- takinu vinur. Það er a.m.k. tilfellið hjá fimm ára börnum sem undirrit- uð þekkir. Þá getur bók eins og þessi komið í góðar þarfir og vel hægt að sjá fyrir sér heimspekileg- ferðinni mynd. Höfundur kann vel það gamla og alltof lítið notaða bragð að vekja eft- irvæntingu hjá lesandanum þannig að hann spyr: Hvað svo? Þessi auðmýkt fyrir lesandanum, eða kannski frekar: þessi hæfíleiki til að leika með lesandann, ætti að vera mörgum höfundum eftirsóknarverð- ur. Ingi Bogi Bogason Innhverf ljóð BÆKUR Ljóö BROT ÚR HUGARHEIMI MÍNUM Höf. Helga Jenný Hrafnsdóttir. Prentun: Háskólafjölritun ehf. HEITI bókar þessarar segir mikið um innihaldið. Þetta er tilfinn- ingaþrungin ljóðlist. Skáldið kafar í sálardjúp og færir upp á yfirborðið drauma sína og langan- ir. Og kannski líkja áhyggjur. Því er síst að furða þótt orðið ég komi víða fyrir. Sum ljóðin hefjast beinlínis á ég. Ekki skal þó álasa Helgu Jenný fyrir það. Hún er ekki ein um þetta, síður en svo. I raun má þessi sjálf- hverfa heita lenska hjá ungum skáldum þessi Helga Jenný árin. Kjarninn - það sem Hrafnsdóttir allt snýst um - er þetta títtnefnda ég. Síðan koma aðrir, oftast elskhugar eða vinir, sjaldnar fjöl- skylda eða ættingjar, og sveima í endalausum sporbaugum kringum þetta ég eins og rafeindimar um- hverfis kjamann. Ef ástin verður mjög heit em aukahlutverkin þó oft dregin saman í einn brennipúnt: Þú! Og tíðast er það nú ástin sem kynd- ir undir. En sú ftumstæða tilfinning, hversu heit sem hún annars er, um- myndast þó ekki fyiirhafnai'laust í skáldskap. Meira þarf til. Að flytja slíka tilfinningu - sem oftar en ekki brýst út í tilfinningasemi - frá skáldi til lesanda krefst hugmyndaflugs og stíltækni sem er jafnóskáldleg sem ástin blessuð er skáldleg. Ástin er vinna, sagði Tove. Skáldskapurinn er ennþá meiri vinna. Helga Jenný er prýði- lega mælsk. Hún er líka vandvirk, á sinn hátt, og það spáir góðu. Og Ijóð hennar, svo persónuleg sem þau era, geta engan veginn talist leiðinleg. Þar er margur góður spretturinn. En hér gild- ir lögmálið um viljann og verkið. Sterkur straum- ur tilfinninganna getrn- orsakað spennufall, Ein- lægni skáldkonunnar er í sjálfu sér hugtæk og sannfærandi. En herslumuninn vantar til að lesandinn hrífist með á ferðalagi hennar um undralönd hug- arheima. Ef Helga Jenný skyldi nú láta frá sér heyra öðra sinni? Þá á hana ekki að skorta efniviðinn né ástríðuna. Svo mikið er víst. En líkast til þai-f hún að vinna bæði betur og meira. Erlendur Jónsson ar umræður um vináttu að lestrin- um loknum. En þegar maður er fimm ára stærðfræðingur er svolítið erfitt að ná upp í það hvernig öll þessi stóru dýr eiga að komast fyrir í einni lítilli músarholu því í bókar- lok býður Magnea nýju vinunum sínum heim til sín. Sú spurning varð því heldur áleitnari þegar upp var staðið en vangaveltur um vináttuna. Myndirnar í Vinaleit eru reglu- lega vinalegai-, ef svo má að orði komast, ofurlítið barnslegar (ekki barnalegar) og ljómandi fallegar. Þær gerast í íslenskri sveit þar sem eru torfbæir og skakkar girðingar. Dýrin ganga um á tveimur fótum og hrossið les í dagblaði með afturfæt- urna krosslagða. Stundum nær sama myndin yfir heila opnu en yf- irleitt eru þær tvær sem mætast á henni miðri. Skilin milli myndanna verða þá svolítið ruglingsleg og spurning hvort það hefði verið þægilegra fyrir augað ef grönn, hvít rönd hefði aðgreint þær í kilinum. María Hrönn Gunnarsdóttir Munið jólaföstuna Grænmetis- og baunamatur Heitt og hollt! Skólavörðustíg 8, sími 552 2607. NÝTTIIÞÉR DREIFINGARSTYRK MORGUNRLAÐSINS Innskot er auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift með Morgunblaðinu. Með innskoti er hægt að ná til mikils fjðlda fólks í einu á öruggan og hagkvæman hátt og nýta þannig dreifingarstyrk Morgunblaðsins um land allt. Efni af ýmsu tagi er hægt að stinga inn í blaðið og jafnframt er hægt að velja það dreifingarsvæði sem hentar hverju sinni. Morgunblaðið er mest lesna dagblað á fslandi og samkvæmt fjölmiðlakönnunum lesa 60% þjóðarinnar blaðið að meðaltali á hverjum degi og 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið er eina dagblaðið í Upplagseftirliti og samkvæmt síðustu mælingu er meðaltalssalan á dag 53.198 eintök. Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 og fáðu nánari upplýsingar um þá möguleika sem þér standa til boða með innskoti í Morgunblaðið. AUGLYSINGADEILD Slmi: 569 1111 • Bréfaslmi: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.