Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 61

Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 61 ' MINNINGAR væri að minnsta kosti tíu árum yngri en ég er. Þegar ég sagði honum svo að ég væri nú skriðin yfir á fertugs- aldurinn gerði hann sig hissa í fram- an og sagði svo: Hvernig ætli geti staðið á því að svona forljótur, gam- all kall eins og ég á svona fallega af- komendur? Svo breiddist prakkara- legt bros yfir andlitið og hann skelli- hló. Minnið var kannski farið að svíkja hann en kímnigáfan var alltaf á sínum stað og iðulega gerði hann mest ginn að sjálfum sér. Þetta var auðvitað tóm vitleysa í honum. Arni afi var nefnilega reglulega fallegur og þannig mun ég muna hann alla mína tíð. Margrét Ornólfsdóttir. Lyklinum stungið í skrána uppi á tíundu hæð í Sólheimum, dyrnar opnaðar og það fyrsta sem blasti við var afi Árni í stólnum sínum. Með sérstakri sveiflu veifaði hann hend- inni og sagði: „Hæhæ!“ með afarödd- inni sinni. Svo byrjaði hann á að bjóða kók úr ísskápnum (ef ekki einu sinni, þá tvisvar) og spurði hvort eitthvað væri að frétta. Ef ekki, þá bætti hann við að engar fréttir væru góðar fréttir. Svona var þetta í hvert skipti. þar áður voru það amma og afi í Sólheimunum, tópas, súkkulaði og Ólsen ólsen. Allir merkilegu hlut- irnir; skápurinn með styttunum, himinhátt rúmið og skúffa úttroðin af litabókum. Nú vantar eitthvað. Það vantar afa sem hefur alltaf verið til. Þó að fimm og hálft ár séu liðin frá því að amma dó finnst mér ég vera að kveðja hana fyrst núna, ásamt afa. Þau voru alltaf til í mínum heimi. Fyrsta minningin mín er furðulega skýr mynd af því þegar við amma og mamma kvöddum afa sem var á leið í enn eina reisuna. Síðan eru að minnsta kosti fimmtán ár. í kjölfarið fylgja ótal minningar um þau tvö og allar af hinu góða. Hvorki amma né afi skömmuðu mig nokkurn tímann eða sýndu mér neitt annað en væntumþykju. Afi var í Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greina- höfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningar- gi’eina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. mínum augum ævintýramaðui’ sem sigldi um heimsins höf. Eg hef alltaf átt auðvelt með að ímynda mér hann ungan og myndarlegan í framandi löndum. Hann var sérstakur per- sónuleiki, ljúfur og glaðlyndur en líka ótrúlega þrjóskur eins og afkomend- ur hans. Það sem ég á þó aldrei eftir að gleyma, öðru fremur, er húmor- inn. Afi Arni var enn að segja brand- ara þegar ég sá hann síðast rétt áðm- en hann dó. Hann hafði skemmtilega lúmskan húmor sem verður örugg- lega enn í fjölskyldunni eftir hundrað ár. En hver á nú að segja „hæhæ!“ með þessum glaðlega, syngjandi tóni? Hver á að hringja í okkur á hverjum degi? Hver á að hlusta á út- varpið, horfa á sjónvarpið og lesa blöðin allt í senn? Hver á að spyrja mig hvort ég sé nokkuð búin að trú- lofa mig? Það er óhugsandi að nokk- ur geti fyllt skarð afa. Við eigum öll eftir að sakna hans og hugsa til hans. Elsku afi Árni, ég er viss um að nú eruð þið amma búin að hittast, ung, hraust og glæsileg, og jafnvel komin í siglingu um Suðurhöf. Eg er líka viss um að við hittumst aftm’ þótt það verði ekki á þessu plani. Þá getum við tekið einn slag upp á gamla tíma. Astarkveðja, Salka. Látinn er samstarfsmaður til margra ára, Árni Þ. Egilsson. Við unnum saman á Fjarskiptastöðinni í Gufunesi í 35 ár. Árni var frábær fé- lagi, vel gefinn, hugmyndaríkur og félagslyndur, og ávallt léttur í skapi. Hann var víðförull, hafði ferðast mikið sem ungur loftskeytamaðm-, bæði á skipum og flugvélum, lét vel að tjá sig, og sagði því oft skemmti- legar sögur af ferðalögum sínum og kynnum af samferðamönnum, ís- lenskum og erlendum. Árni átti mörg áhugamál, m.a. þjóðmálin og heimsmálin, eins og svo margir Is- lendingar af hans kynslóð. Hann hafði yndi af tónlist og lestri góðra bóka, og á tímabili hafði hann mikinn áhuga á ljósmyndun, tók talsvert af myndum, sem hann framkallaði og stækkaði sjálfur. Hann var einnig liðtækur skákmaður og keppti stundum fyrir Landssímann í keppn- um milli opinberra stofnana. Ámi var radíóamatör, og stundaði slík fjarskipti af miklum áhuga í nokkur ár. Hann hafði samband við radíó- amatöra um allan heim, á ýmsum tíðnum stuttbylgjunnar. Um tíma hafði Ámi einnig áhuga fyrir golfi, og held ég að hann hafi verið liðtæk- ur golfari. En fyrst og fremst var Árni frábær loftskeytamaður, bæði afgreiðslumaður og tæknimaður, enda voru honum fljótlega falin trún- aðarstörf í Gufunesi. Þar gegndi hann störfum yfirvarðstjóra og tæknifulltrúa í 38 ár, eða þarjúl hann lét af störfum árið 1985. Áður en Árni hóf störf í Gufunesi (1946) hafði hann starfað sumarlangt á loft- skeytastöðinni á Siglufirði, og tíu ár á skipum Eimskipafélags Islands, þ.m.t. öll heimsstyrjaldarárin. Hann var einnig tæpt ár loftskeytamaður á flugvélum Loftleiða. Árni var friður maður, myndarlegur á velli og mikið snyrtimenni. Honum lét vel að hafa mannaforráð, gerði kröfur, en fór vel að fólki, og var ákveðinn þegar þess þurfti við. Vegna tækniþekkingar sinnar voru Árna oft falin ýms sérverkefni. Minn- ist ég þess m.a., að þegar Gufunes tók að sér rekstur fyrstu jarðstöðvar á íslandi, árið 1969, fyrir geimvís- indastofnun Þjóðverja, þá var honum falið að annast ýmsar mikilvægar prófanir og mælingar, sem gera þurfti í upphafi rekstrarins. Síðan var hann einn aðalmaðurinn í þessum rekstri, sem stóð yfir í sex ár. Ámi átti mörg ágæt ár eftir að hann lét af störfum, og dvaldist þá oft á Spáni, en í seinni tíð var heilsan farin að gefa sig. Árni var góður samferðamaður, og ég þakka honum samfylgdina. Eg votta aðstandendum innilega samúð. Stefán Arndal. Frænka mín, VIGFÚSÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR frá Garðbæ, síðast til heimilis á Sólvöllum, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 19. desember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Sólvelli, heimili aldraðra á Eyrarbakka. Fyrir hönd ættingja, Aðalheiður Sigfúsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ SIGFÚSDÓTTIR, Grenimel 35, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 18. desember, kl. 13.30. Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Jakobsson, Sigfús Guðmundsson, Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir, Guðni Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur Kristinn Ólafsson, Hafdís Guðmundsdóttir, Guðmundur Gíslason, ömmubörn og langömmubörn. + Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og heiðruðu minningu móður okkar, BERGÞÓRU LÁRUSDÓTTUR, síðast til heimilis í Víðilundi 24, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflækningadeildar FSA og á hjúkrunar- heimilinu Seli. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðiríka jólahátíð. Fyrir hönd aðstandenda, Alda Jónatansdóttir, Gunnar Hjörtur Baldvinsson, Magnús Jónatansson, Sigríður Jósteinsdóttir, Jóna Þrúður Jónatansdóttir, Ari Jón Baldursson, Sævar Jónatansson, Þórunn Þorgilsdóttir, Björgvin Smári Jónatansson, Svava Ásgeirsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Goðheimum 8, Reykjavík, sem lést 9. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtu- daginn 17. desember, kl. 15.00. B. Andrea Hilmarsdóttir, Hjörtur L. Jóhannsson, Ingvar B. Hilmarsson, Vilborg A. Ragnarsdóttir, Hilmar Þór Hilmarsson, Kristján Finnbjörnsson, María Kristinsdóttir, systkini og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HERMANNS VILHJÁLMSSONAR fyrrv. verkstjóra, Víðilundi 24, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli miðviku- daginn 2. desember, fer fram frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 18. desember kl. 13.30. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Hjörtur Hermannsson, Rannveig Gísladóttir, Svala Hermannsdóttir, Bárður Guðmundsson, Sigurður Hermannsson, Antonía Lýðsdóttir, Stefán Ó. Hermannsson, Guðrún Pétursdóttir, Brynjar Hermannsson, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir, ' afi og langafi, GÍSLI R. J. JENSSON, Gnoðarvogi 22, er lést sunnudaginn 13. desember sl., verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 18. desember kl. 15.00. Inga Hjartardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HELGU STRÖM SCHJETNE, Norðurbrún 1. Nína Schjetne, Guðjón Haraldsson, Laila Schjetne, Pétur Kristjánsson, María Schjetne, Þorgeir Axel Örlygsson, Guðný Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, systur, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU HJARTARDÓTTUR, Vesturgötu 69. Bjarni Magnússon, Guðlaug Magnúsdóttir, Frank P. Hall, Björg Magnúsdóttir, Örn Henningsson, Magnþóra Magnúsdóttir, Árni Thorlacius, Ingibjörg Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.