Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 67
MORGUNB LAÐIÐ
I
í
1
VÍ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Geir, ræktaðu
garðinn þinn
Frá Erni Gunnlaugssyni:
í GREIN Geirs H. Haarde fjár-
málaráðherra í Morgunblaðinu 5.12.
sl. hneykslast hann á þeirri ákvörð-
un R-listans að hækka útsvar á íbúa
Reykjavíkur. Pað verður að teljast
með ólíkindum að fjármálaráðherra
sem hefur þrátt fyrir ítrekaðar
ábendingar látið undir höfuð leggj-
ast að taka á því ójafnræði sem ríkir
í skattamálum landsmanna tekur
upp á því að hneykslast yfir aðgerð-
um sveitarfélags sem þó rúmast
fyllilega innan ramma laga og
ganga jafnt yfir alla þegnana. Allt
frá því að Geir H. Haarde tók við
embætti fjármálaráðherra hafa
fyrrverandi starfsmenn fslenskra
sjávarafurða hf. á Kamtsjatka ítrek-
að reynt að fá hann til að beita sér
gegn því ójafnræði sem ríkir milli
skattumdæma og eftir starfsstétt-
um hvað varðar skattalega meðferð
dagpeningagreiðslna án þess þó að
hann hafi séð ástæðu til að verða við
þeim óskum. Það sem flokkast und-
ir frádráttarbærar greiðslur af
skattstjóranum í Reykjavík og í
flestum öðrum umdæmum landsins
hefur verið skattlagt að fullu af
skattstjóranum í Reykjanesum-
dæmi. Ríkisskattstjóri hefur lagt
blessun sína yfir túlkun skattstjór-
ans í Reykjanesumdæmi án þess að
sjá ástæðu til að fylgja því eftir að
önnur skattumdæmi meðhöndli
sams konar greiðslur með sama
hætti. Samkvæmt lögum ber fjár-
málaráðherra að hafa eftirlit með að
ríkisskattstjóri ræki sín störf. Að
þessu leyti hefur hvorugur þessara
embættismanna rækt sín störf
a.m.k. hvað þetta varðar. Að vísu
njóta flugliðar sem starfa hjá Flug-
leiðum hf. sérstakrar skattalegi’ar
meðferðar hvað dagpeninga varðar
og skiptir þá ekki máli hvert skatt-
umdæmið er. Þessi sérstaka með-
ferð er í samræmi við túlkun ríkis-
skattstjóra á dagpeningagreiðslum
til flugliða hjá Flugleiðum hf. þrátt
fyrir að þessir starfsmenn beri jafn-
vel engan þann kostnað sem dag-
peningum er ætlað að mæta. Vænt-
anlega hefur ríkisskattstjóri fengið
fyi-irmæli um að dagpeningar flug-
liða hjá Flugleiðum hf. skyldu fá
sérstaka meðferð enda engin rök
fyrir því að þessar greiðslur séu
undanþegnar skatti.
Rétt er að nefna að við endurá-
lagningu opinberra gjalda er í raun
skotið fyrst og spurt svo. Að öllu
jöfnu hafa menn verið taldir sak-
lausir þar til sekt þeirra hefur verið
sönnuð en slíkt er alls ekki raunin
þegar um er að ræða ágreining um
skattlagningu. Yfirskattanefnd úrk-
urðar í málum sem upp koma þegar
skattborgarar sætta sig ekki við úr-
skurð skattstjóra. Yfirskattanefnd
hefur lögum samkvæmt rúma 7
mánuði til að fella úrskurð en í raun
tekur hún sér iðulega mun lengri
tíma. Reyndar er það svo að skatt-
stjórar, sumir a.m.k., sniðganga
ákvæði laga um úrskurðarfresti og
virðist slíkt vera látið átölulaust
með öllu. Skattgreiðendum ber hins
vegar að greiða tafarlaust álögð
gjöld eins og úrskurðir skattstjóra
kveða á um þrátt fyrir að endanleg-
ur úrskurður hvers máls liggi ekki
fyrir, þ.e. úrskurður yfirskatta-
nefndar. FjármálaráðheiTa, æðsti
yfirmaður skattamála í landinu hef-
ur ekki séð nokkra ástæðu til að
hreyfa þessum málum heldur.
Itrekaðar fyrirspurnir bréfritara til
fjármálaráðherra varðandi skatta-
legt ójafnræði þegnanna hafa hing-
að til allar verið hunsaðar. Það er
heldur dapurlegt að fjármálaráð-
herra skuli gefa rér tíma til að
rækta garð annarra á sama tíma og
hans eigin garður er að kafna í arfa.
ÖRN GUNNLAUGSSON,
Lindarsmára 79, Kópavogi.
Lausn sem allir gætu
sætt sig við?
Frá Stefáni Stefánssyni:
TIL að þurfa ekki að fara út í nán-
ast ógerlega breytingu á stjórnar-
skránni þar sem ráðamenn stæðu
frammi fyrir þvi að sundurgreina
jafnræði eftir málefnum, sem opna
myndi fordæmi um miðstýrða út-
hlutun forréttinda, sem aftur myndi
opna möguleikann á endalausum
túlkunardeilum og spillingu í hugs-
anlega sambærilegum auðlindamál-
um framtíðarinnar; má þá ekki gera
eftirfarandi svo ekki þurfi að fikta í
viðkvæmri almennri jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar?
Stofnaður yrði hlutabréfasjóður
(kvótasjóður) í opinberri umsýslu,
þar sem sérhver réttborinn íslend-
ingur ætti hlutabréf í fiskkvótanum
(eða/og öðrum sameiginlegum auð-
lindum) með kvöð um útleigu. Virði
bréfanna lyti breytingum efth’ út-
hlutun heildarkvóta, markaðsverði
og mannfjölda hverju sinni, t.d. á árs-
grundvelli. Bréfin yrðu óframseljan-
leg, og myndu falla út frekar en erf-
ast. Fyrir bréfin kæmi leigugjald
sem yrði í vörslu og ávöxtun sjóðsins,
og gæti t.d. nýst til skuldajöfnunar
opinberra gjalda einstaklinga. Leigu-
réttur gengi til hæstbjóðanda í opnu
útboði án annarra skilyrða en há-
markstíma þar til nýting hæfist, og
sannanlegs búnaðar til veiðigetunn-
ar. Leigurétturinn lyti ofangreindri
kvótavísitölu, leigukaupi nyti innskil-
unarréttar til sjóðsins, en gæti aldrei
framselt leiguréttinn til 3. aðila. Við-
skilnaður við gamla kerfið gæti verið
með þeim hætti að „á morgun“ yrðu
allh- gerðh’ kvótalausir og samdæg-
urs yrði leigan boðin út.
Öll kvótaviðskipti aftur til ákveð-
ins tíma gengju til baka, mínus sú
nýting sem þegar væri orðin á tíma-
bilinu. Það sem út af borðinu stæði
þá yrði metið og jafnað eftir atvik-
um, til að gera breytinguna sem
sársaukaminnsta.
Varðandi veiðileyfið sem slíkt, þá
ætti hver og einn að geta fengið
það, enda sjálfsögð mannréttindi,
og allir sætu síðan við sama borð
hvað varðar að útvega sér kvóta.
Maður gæti ímyndað sér að ríkis-
stjórn sem hlynnti á ofangreindan
hátt að réttlætisvitund þjóðarinnar
myndi njóta ómældra vinsælda.!
STEFÁN STEFÁNSSON
Reyrengi 47, Reykjavík.
ANTIK
Nýkomið frá Danmörku úrval af
húsgögnum og gömlum munum.
Tilvalið til jólagjafa.
Bókamarkaður
Úrval af nýjum og gömlum bókum.
Hverfisgötu 39 sími 869 1669 - Opið frá kl. 12.00 tii 18.00
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 67
Þar sem þjálfunin byrjar
Reykjavík:
íþrólt Skipholti,
Markið Ármúla,
Útilíf Glæsibæ,
Söluaðilar POLAR púlsmæla:_________________________________
Intersport Bíldshöfða, Sportkringlan World Class Fellsmúla,
Veggsport Stórhöfða, Kringlunni, Gullúrið Álfabakka.
Hreysti Fosshálsi og Stoötækni Kringlunni, Hlaupasíðan:http://
Faxafeni, Sparta Laugavegi, www.mmedia.is/hlaup
PwLiír?
pulsmælar
P. Ólafsson ehf.,
Trönuhrauni 6, Hafnarfirði,
sfmi 565 1533, fax 565 3258.
FAGOR
gorenje
Uppþvottavélar
LVE 35p
Verð frá kr. 43.900stgr
LVE 460s Fagor12 manna 49.900 stgr.
GSD 682 Gorenje 12 manna 66.500 stgr.
LV 551m Fagor Innbygging 59.650 stgr.
GSDI 682 Gorenje Innbygging 68.850 stgr.
GSVI 4555 Gorenje 45cm 52.900 stgr.
FAGOR y
Þvottavélar
FE836
800 sn
Verd frá kr. 33.900stgr
FE1046 1000 sn. Fagor 39.900 stgr.
WA1201XL 1200 sn. Gorenje 62.581 stgr.
WA 22SL 1200 sn. Gorenje 84.000 stgr.
FE1346 1300 sn. Fagor 4-5.900 stgr.
ftge,} Tley ^
RÖNNING
Borgartúni 24 • Sími 562 4011
Fréttagetraun á Netinu ö«> mbl.is
/\LLTAf= GITTH\SAT> A/ÝTJ
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA
PimiU KAISI-K
kr. 9.995