Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Misþyrming
á börnum
„Myndir afsveltandi börnum séu vopn
sem hann noti í áróðursstríði gegn Sam-
einuðu þjóðunum, hann sé siðblindur og
viðbjóðslegur valdafíkill og vilji að þau
svelti, þá geti hann notað þau. “
YFIRLEITT hlustar
fólk ekki á mig, það
hunsar mig. Þess
vegna er ég farinn að
beita ýmsum ráðum
til að vekja athygli á mér, hleypi
til dæmis upp fundum og kemst
þá í sjónvarpsfréttirnar. Félagi
minn fullyrti að við myndum
komast upp með þetta gamla og
ofnotaða bragð. Eg hélt að
stöðvarnar myndu birta þetta
eins og hverja aðra skringilega
uppákomu, smekklausan brand-
ara, í lok frétta en reyndin varð
önnur.
Mér fannst líka full mikill of-
beldisbragur á þessu, alveg eins
og öllu þessu stanslausa málæði
í félaga mínum
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
og stóryrðun-
um hans. Mað-
urinn hagar
sér oft eins og
það hafí
gleymst að setja í hann brems-
ur. En hann var framsýnni en
ég núna, við urðum fyrsta frétt
og meira að segja tekin við okk-
ur viðtöl. Við vorum alvöru
menn. Oskaplega varð ég annars
hissa á því. Var virkilega nóg að
nauðga mannréttindum?
Að undanförnu hef ég reynt
að vekja athygli á því að börn í
Irak deyja hungurdauða vegna
þess að Sameinuðu þjóðirnar
hafi sett viðskiptabann á landið.
Sumir segja reyndar að þetta sé
ekki rétt. Þeir benda á að Irakar
flytji nú út meiri olíu en fyrir
viðskiptabannið og megi flytja
inn matvæli og lyf, enginn banni
þeim það. Og Saddam Hussein
forseti beri við fjárskorti en
hann hafi efni á að láta reisa sér
rándýrar hallir og eyða stórfé í
vopnatilraunir.
Þeir fullyrða að hann noti
börnin sem skálkaskjól. Myndir
af sveltandi börnum séu vopn
sem hann noti í áróðursstríði
gegn Sameinuðu þjóðunum,
hann sé siðblindur og viðbjóðs-
legur valdafíkill og vilji að þau
svelti, þá geti hann notað þau.
Markmið hans sé fyrst og fremst
að losna við eftirlitsmenn SÞ
sem reyna að finna stöðvar þar
sem Saddam lætur með leynd
gera tilraunir með sýkla- og
efnavopn og flaugar til að flytja
ófögnuðinn að skotmarkinu.
Þeir segja jafnvel að menn
eins og ég séu nytsamir sakleys-
ingjar sem Saddam og aðrir
kaldrifjaðir harðstjórar láti reka
fyrir sig áróður á Vesturlöndum.
Aðrir eru enn harkalegri, þeir
segja að við vitum ósköp vel af
þessu en séum að reyna að láta
hrekklausan almenning slá okk-
ur til riddara. Við séum að
blekkja þá sem lítið fylgjast með
alþjóðamálum. Við séum aðeins
að reyna að heíja okkur sjálfa
upp á kostnað annan-a með því
að kalla íslenska ráðherra morð-
ingja vegna þess að þeir sam-
þykkja aðgerðir Sameinuðu
þjóðanna. Við séum hræsnarar.
Okkur er sagt að eiginlega
ættum við einnig að kalla kjós-
endur sama ráðherra morðingja,
alla ráðherrana og kjósendur
þeirra morðingja fyrir að sætta
sig við að þessi maður gegni
áfram starfi sínu í ríkisstjórn-
inni.
Okkur er borið á brýn að við
séum bara að leggja veg sem við
ætlum að gera að leiðinni til
frægðar og séum svo ósvífnir að
nota deyjandi börn í púkk undir
veginn. Þetta sé í raun mis-
þyrming á börnum og orðið sé
alveg óbærflegt að þurfa að
sætta sig við að ofstækismenn
noti sér hörmungar í öðrum
löndum til að láta hampa sér í
fjölmiðlum.
Okkur er tjáð að við leyfum
okkur að svamla um í blóði sak-
lausra barna og æpa um leið
óhróður um annað fólk, allt í
nafni mannúðar og mannrétt-
inda, að við leyfum okkur að
hreykja okkur af því að allir aðr-
ir séu illmenni. Þetta sé ekki
heiðarlegur áhugi á mannúðar-
málum hjá okkur.
Auðvitað megi deila um rétt-
mæti þess að nota viðskiptabann
gegn Irak, sérstaklega þegar
ljóst sé að það komi aðallega
niður á almenningi í landinu. Og
auk þess hafi Vesturveldin á sín-
um tíma stutt Saddam gegn
írönum en nú hafi skepnan risið
gegn skapara sínum. Kannski
væri nær að viðurkenna að að-
ferðin sé ónothæf. En hvað eigi
að gera? Eigi að láta samvisku-
lausan og slóttugan einræðis-
herra komast upp með að ógna
grannþjóðum sínum með ger-
eyðingu ef þær lúti honum ekki?
Við fáum líka að heyra að fólk
sem sé vant að virðingu sinni
treysti sér ekki lengur til að
gagnrýna viðskiptabannið af
ótta við að vera dregið í dilk
með okkur. Við séum ekki fínir
pappírar og með því að brigsla
ráðherrum um morð séum við að
draga umræður um flókin og
illeysanleg deilumál niður í svað-
ið. Við séum sekir um stráks-
skap, gerum málið að slepjulegri
Hollywood-leðju og gífuryrða-
leik í staðinn fyrir að nota rök.
Mér finnst ljótt að vera að
flækja þetta svona. Kannski
hefði Saddam líka getað útskýrt
þetta fyrir mér ef hann hefði
haft tíma til að taka í höndina á
mér í fyrra. Hann er víst hrein-
legur, þvær sér um hendurnar.
Auk þess bendi ég þessu fína
fólki á að við komumst í sjón-
varpið, það skiptir öllu. Eg hef
líka komist í útlendar sjónvarps-
stöðvar, var í þætti hjá tveim
frægum, frægir menn hafa stutt
mig og frægar konur líka.
En ég viðurkenni að þetta
með fundinn vefst svolítið íyrir
mér. Það var einhver að segja
mér að við gætum kannski
hleypt upp eins og einum fundi í
viðbót en ef við reyndum þetta í
þriðja sinn yrði ekkert sagt frá
okkur, engin viðtöl við mig.
Þetta er víst eins og fíkniefni,
þarf alltaf stærri og stærri
skammta til að virka.
Hvað gerum við þá? Við verð-
um að vera grimmari, getum
fleygt eggjum og tómötum í
ráðamenn. Þegar það hættir að
virka er kominn tími til að nota
eitthvað enn ki-öftugra, til dæm-
is gætum við veifað byssu í
beinni útsendingu.
Svo getur auðvitað verið að ég
missi áhugann á þessu og snúi
mér að einhverju öðru. Ætli golf
sé skemmtilegt?
Annað skot
í fótinn!
JÓN GUNNAR
Bergs, starfsmaður ís-
lenskrar erfðagreining-
ar, skrifar í Morgun-
blaðið 12. des. sl. Þar
leitast hann við að
svara grein eftir undir-
ritaðan, sem birtist í
blaðinu 5. des. sl. í
sjálfu sér er fátt í grein
Jóns sem ástæða er til
að svara, því hann fell-
ur í þá gryfju að fjalla
mest lítið um inntak
greinar minnar.
Jón tengir heiti
greinar sinnar og
megnið af inntakinu
við starf mitt hjá Ný-
sköpunarsjóði. Þetta er athyglis-
vert, því ég titla mig verkfræðing,
eins og Jón hefur væntanlega séð ef
hann hefur lesið grein mína til
enda. Það geri ég vegna þess að
grein mín er skrifuð sem hug-
myndafræðilegt innlegg einstak-
lings í umræðuna um réttmæti þess
að veita einum aðila sérleyfi á upp-
byggingu miðlægs gagnagrunns á
heilsufarsupplýsingum. Grein Jóns
vitnar öll um að þetta grundvallar-
atriði hefur farið fram hjá honum,
hvort sem það gerist nú óvart eða
viljandi. Þá vil ég í þessu sambandi
benda Jóni á að starfsheiti mitt er
framkvæmdastjóri en ekki for-
stjóri.
Þeir sem kynnst hafa skelfilegum
afleiðingum einokunar og sérleyfa
og þurft að keppa í viðskiptum við
aðila sem njóta og/eða hafa notið
slíkrar aðstöðu hafa eðlilega annað
viðhorf til þessara mála en þeir sem
búa ekki yfir slíkri reynslu og/eða
sækjast eftir sérleyfi sér til handa.
Þá veit það ekki á gott þegar
menn hefja skrif sín á því að ásaka
þann sem þeir skrifa gegn um mis-
skilning um eðli þess verkefnis sem
ætlunin er að hrinda í framkvæmd
og bætir Jón gott um betur og segir
„og að því er virðist á nokkurri van-
þekkingu á alþjóðlegum líftækni-
markaði". Síðan segir hann sér
þetta nokkuð undrunar- og áhyggju-
efni vegna starfs míns
hjá Nýsköpunarsjóði.
Gamli vinur; það
hlýtur að vera gott að
vera svo yfir aðra haf-
inn að maður geti tekið
sér orð sem þessi í
munn. Því miður finnst
mér gæta þess einum
of oft í skrifum þeirra
sem styðja sérleyfi á
uppbyggingu gagna-
grunnsins, að andstæð-
ingunum sé mætt með
yfirlæti og nánast
hi’oka. Slíkt gera þeir
gjarnan sem hafa vond-
an málstað að verja og
vita það sjálfir.
Eitt þótti mér athyglisvert í grein
þinni. Þú tekur Hvalfjarðargöngin
sem dæmi um verkefni sem njóti
sérleyfis. Það er ekki gott dæmi, því
þeir sem byggðu Hvalfjarðargöngin
koma ekki í veg fyrir að við
komumst til Akureyrar þó við viljum
ekki nota göngin!
Sem markaðssinnaður
einstaklingur, segir
Páll Kr. Pálsson, get
ég einfaldlega ekki
sætt mig við sérleyfið.
Á einum stað í grein þinni segir
þú að færustu lagasérfræðingar
landsins hafi lýst því yfir að veiting
sérleyfis muni ekki stangast á við
samkeppnislög. Enn og aftur sýnist
mér koma í ljós að þú hafir ekki
fylgst með umræðunni um þetta mál
nægilega vel ogþó svo að lögfræðiá-
lit unnin fyiir Islenska erfðagrein-
ingu vísi flest í eina átt þá hefur
fjöldi ágætra lögfræðinga lýst and-
stæðri skoðun sinni.
Ef til sérleyfis kemur mun hugs-
anlega einhver vilja láta á það reyna
fyrir dómstólum hvort slíkt sérleyfi
sé lögmætt og þá verður það dóm-
stólanna að skera úr en ekki laga-
Páll Kr.
Pálsson
sérfræðinga íslenskrar erfðagrein-
ingar né annarra.
Þá fjallar þú í grein þinni um mik-
ilvægi tímans í þessu verkefni og
nefnir að árið 2005 stefni menn að
því að hafa raðgreint öll genamengi
mannsins. Þú nefnir að fjölmörg
einkafyrirtæki keppi við alþjóðlega
samstarfsverkefnið „The Human
Genome Project" og mun sú sam-
keppni jafnvel leiða tfl þess að
mönnum takist að raðgreina gena-
mengi mannsins fyrr en ella. Þetta
er athyglisvert í Ijósi þess að þú tel-
ur Islenska erfðagreiningu þurfa 12
ára sérleyfi vegna gagnagrunnsins,
á meðan slíkt er ekki til staðar í því
umhverfi sem þú sjálfur vitnar til.
Eins og áður segir gerir þú í grein
þinni töluvert úr starfí mínu sem
framkvæmdastjóra Nýsköpunar-
sjóðs og þakka ég þér áhugann á því
verkefni. Viljir þú skiptast á skoðun-
um við mig um nýsköpun er það
sjálfsagt, en ég vona að þú haldir þig
þá við efnið, því það er hálf hvimleitt
að eiga í skoðanaskiptum við fólk
sem sér ekki stóru myndina og fell-
ur í þá gryfju að meðhöndla þá sem
ekki eru sammála þeim með yfirlæti
og þroka.
Á eirium stað í gi’ein þinni segir
þú: „Islensk erfðagreining hefur
ekki farið fí’am á nokkra þátttöku
ríkisins í gerð eða fjárhagslegri
áhættu gagnagrunnsins né annarrar
starfsemi sinnar." Það er rétt; Is-
lensk erfðagreining hefur einungis
farið fram á sérleyfi og einokunar-
aðstöðu til 12 ára. Ef gagnagi’unnur-
inn þjónar íslenska ríkinu á ríkið að
sjálfsögðu að greiða fyrir þá þjón-
ustu sem það fær með öðru en fram-
sali á réttindum einstaklinganna,
eins og sérleyfi felur í sér.
Þetta er það grundvallaratriði
sem gi'ein mín fjallar um og skoðun
mín er sú að aðrar leiðir séu færar í
þessu máli en veiting sérleyfis. Sem
markaðssinnaður einstaklingur get
ég einfaldlega ekki sætt mig við sér-
leyfið. Þar breyta skrif þín engu um,
því viðhorf mín byggjast á allt öðr-
um hlutum og mun dýpri en þú virð-
ist halda. Það sem vekur furðu mína
er hversvegna ákveðinn hópur
stuðningsmanna gagnagrunnsfrum-
varpsins vill ekki með nokkru móti
ljá máls á því að skoða aðrar leiðir
til að skapa fyrirtækinu svigi’úm til
að byggja upp gagnagrunninn en
sérleyfi og einokunaraðstöðu.
Höfundur er verkfræðingur.
Veiðileyfí er
ávísun á kvóta!
ALVEG er það merki-
legt hvað þeim sem eru
lylgjandi sægreifakerf-
inu getur dottið í hug tfl
þess að reyna að
ómerkja dóm Hæsta-
réttar í kvótamálinu svo-
kallaða. Og það sem
meira er, helstu ráða-
menn þjóðarinnar, sem
kjömir eru af þjóðinni í
heild til að gæta hags-
muna hennar, fara þar
fremstir í flokki. Er þar
helst að geta Davíðs
Oddssonar og Halldórs
Ásgrímssonar. Þessir
menn em að sinna ein-
hveiju allt öðm en vinn-
unni sinni. í stað þess að
hafa hagsmuni þjóðarinnar í heild að
leiðarljósi em þeir að hlynna að hags-
munum einstaldinga sem eiga það eitt
sameiginlegt að þeim var færð sam-
eign þjóðarinnar á sflfurfati fyiTr ná-
kvæmlega ekki neitt! Manni hreinlega
blöskrar framkoma þessara manna
gagnvart þjóðinni. Á þessu sést ná-
kvæmlega hvemig þessir menn hugsa
og sú hugsun er ógeðfelld svo ekki séu
notuð sterkai-i orð. Eg minnist í þessu
sambandi umdeildra orða Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, þáverandi alþingis-
manns, þess efnis að Davíð Oddsson
hefði skítlegt eðli. Ég fæ ekki betur
séð en að Ölafur hafi svo sannarlega
séð í gegnum Davíð; dæmalaus fram-
koma hans í þessu máli sýnir það svo
um munar.
Maður getur ekld
annað en spurt sjálfan
sig hvort það sé virki-
lega lýðræði í þessu
landi? Stjómmálamenn
hafa að vísu verið dug-
legri við að hagræða
sannleikanum í gegnum
tíðina en að gæta rétt-
lætisins? Halda þessir
menn að þeir séu yfir úr-
skurð Hæstaréttar hafn-
ir? Það er afla vega
greinflegt að almenning-
ur ber meiri virðingu
fyrir Hæstarétti en rík-
isstjórnin. Hæstiréttur
hefur sjálfsagt betur
stafað úrskurðinn fyrir
þá Davíð, Halldór og aðra sem ekki
virðast skflja hann. Alla vega segist
Halldór vera búinn að lesa dóminn tíu
eða ellefu sinnum og samt skilur hann
ekki dóminn. Reyndar er það nú svo
að þessir menn skilja dóminn vel, þeir
bara einfaldlega vilja ekki skflja hann
eins og Hæstiréttur ætlast til að hann
sé skflinn. Það hentar þeirra annars
einkennilegu sjónanniðum ekki. Og
nú reyna þessir menn allt hvað þeir
geta tfl að fara í kringum dóminn. Tfl
að kóróna allt hefur ríkisstjómin nú
lagt fram frumvarp að breytingum á
fiskveiðastjórunarlögunum þess efnis
að allir geti nú fengið veiðileyfi sem
eiga haffær skip en þeir fái hins vegar
ekki úthlutað kvóta. Hann verði þeir
Hjörtur Jónas
Guðmundsson
að kaupa af þeim sem nú eiga hann
með ólögmætum hætti, þ.e. sægreif-
unum. Tfl hvers halda þessir menn að
Valdimai’ Jóhannesson hafi verið að
höfða þetta mál? Tfl að fá innstæðu-
laust veiðfleyfi? Hvað hefm- þá áunn-
ist? Eru veiðileyfin sem slík sameign
þjóðarinnar? Nei, það er auðlindin í
hafinu sem er sameign þjóðai-innar og
misskipting hennar stenst hvorki
jafnréttislögin né fyrstu grein fisk-
veiðistjómunarlaganna að mati
Hæstaréttar, ekki misskipting veiði-
leyfa einna sér. Þetta flokkast bara
undir heflbrigða skynsemi. Því er deg-
inum ljósara að þetta írumvarp ríkis-
stjómarinnar fellur þvert á dóm
Hæstaréttar.
Það er deginum ljós-
ara, segir Hjörtur
Jónas Guðmundsson,
að frumvarp ríkis-
stjórnarinnar fellur
þvert á dóm Hæsta-
réttar.
Þess utan segir það sig sjálft að
veiðileyfi er ávísun á kvóta. Orðið fel-
ur það hreinlega í sér. Kvóti nefnist
öðru nafni veiðiheimild, þ.e. heimfld til
að veiða, með öðrum orðum veiðfleyfi?
Þetta er bara einfalt skólabókardæmi
sem jafnvel bam getur skilið. Samt
sem áður geta Davíð, Halldór og aðrir
engan veginn skilið þetta, sama hvað
þeir lesa dóminn oft. Hvers konar
menn höfum við eiginlega valið tfl að
stjóma þessu landi okkar? Manni
hreinlega ofbýður!
Höfundur er Ingmienn.