Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fróðleg og spennandi
BÆKUR
Ská lilsaga
RAMSES SONUR LJÓSSINS
eftir Christian Jacq. Þýð. Guðrún
Finnbogadóttir. 318 bls.
Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf.
Rcykjavík, 1998.
MÚMÍA Ramsesar er varðveitt í
Fornminjasafninu í Kaíró. Seint
verður hún vakin til lífsins úr þessu.
En eins og höfundurinn kemst að
orði í formála - »það sem dauðinn
rændi Ramses geta töfrar skáldsög-
unnar endurvakið.« Og höfundurinn
leitast ekki aðeins við að endur-
vekja löngu liðinn tíma. Augljóslega
er honum einnig í mun að skemmta
lesandanum með spennandi frá-
sögn. Þess vegna lagar hann efnið
að lögmálum skáldsögunnar. At-
burðarásin er hröð og viðburðarík.
Reynt er að fylgja lesandanum aft-
ur í fornöldina með óbeinni
skírskotun til nútímans, láta mann
finna sem minnst fyrir fjarlægð í
tíma og rúmi, sýna fram á að lögmál
mannlegra samskipta séu alltaf og
alstaðar eins, einungis ytri formsat-
riði lagi sig að stað og tíma. í höfuð-
borginni Memfis er til að mynda
stjórnkerfí og stjórnarhættir í lík-
ingu við það sem nú tíðkast í vest-
rænum höfuðborgum. Þar er valda-
mikill þjóðhöfðingi, embættismenn,
her og lögregla, skólar og skrif-
fínnska. Og stórveislur þar sem
dýrindis réttir eru á borðum. Og
bæði bjór og vín, meira að segja.
Valdabaráttan er á hinn bóginn á
forna vísu. Seti konungur telst ein-
valdur en Túja drottning ræður því
sem hún vill. Eldri bróðirinn, Sénar,
telur sig vera rétt borinn til ríkis-
erfða. En hann er lævís og undirför-
ull og óttast að Ramses, yngri bróð-
ir, verði tekinn fram yfír sig. Því
ákveður hann snemma að íyrirkoma
Ramsesi og lætur ekki sitja við orð-
in tóm. Ráðabrugg hans og æðstu
embættismanna fer leynt. Eigi að
síður fmna þau á sér, Ramses og
móðir hans, Túja drottning, að eitt-
hvað miður hreint sé á sveimi. Kon-
ungur og drottning treysta betur
Ramsesi sem er kjarkmikill og úr-
ræðagóður og alltaf tilbúinn að
gangast í hvað sem er, hættur jafnt
sem erfíði.
Ekki skal spillt íyrir ánægju les-
enda með því að rekja þá sögu nán-
ar. En eins og gerist og gengur í
nútímanum vildu Egyptar hinir
fornu fylgjast með því sem gerðist í
öðrum löndum og spjalla um það
fram og aftur sín á milli. Trójustríð-
ið telst meðal almæltra tíðinda þessi
árin og tala menn um það eins og
talað er um sams konar viðburði nú
á dögum. Og líkt og stórveldi tutt-
ugustu aldar telja Egyptar sig öðru
hverju nauðbeygða að heyja stríð
við nágrannaþjóðir þegar þeir álíta
hagsmunum sínum ógnað.
Þótt stóveldistími Egypta stæði
aðeins fyrr en blómaskeið Grikk-
lands finnst manni einhvern veginn
sem egypska öldin sé mun fjarlæg-
ari, óratími skilji á milli. Orsökin er
vitanlega sú að grísk tunga og
menning sigraði sem undirstaða
vestrænnar menningar en tunga
Egypta týndist og Evrópumenn
gleymdu því hvað þeir höfðu lært af
þessari merkilegu fornþjóð.
Ramses sonur ljóssins er bók sem
sameinar tvennt. Hún er afar fróð-
leg. Og hún er mjög skemmtileg.
Því fer að sjálfsögðu fjarri að þetta
sé sagnfræði beinlínis. En skáldið
getur leyft sér það sem sagnfræð-
ingnum leyfist ekki: að geta í eyð-
umar, fylla upp í rammann. Til þess
þarf allt í senn: söguþekking, mann-
þekking og skilning á mannlegu
samfélagi. Höfundur hefur það allt
á valdi sínu. Ramses sonur ljóssins
minnir á að franskar bókmemntir
byggja enn á sínum trausta, gegn-
heila grunni.
Að ytra útliti er bókin prýðilega
vönduð og íslensk þýðing Guðrúnar
Finnbogadóttur er ágæt. Prentvill-
ur eru ekki margar en samt of
margar í svona góðri bók.
Erlendur Jónsson
*
Einar Askell er
samur við sig
BÆKUR
B a i' n a b ó k
NE-HEI! SAGÐI
EINAR ÁSKELL
eftir Gunillu Bergström.
Sigrún Árnadúttir
fslenskaði. Reykjavík,
1998.
NÚ HEFUR hlaup-
ið á snærið fyrir aðdá-
endum Einars Áskels.
Atjánda bókin um
sænskættaða drenginn
er nefnilega komin út
á íslensku. Bókin sú
heitir Ne-hei! sagði
Einar Áskell og er það Sigrún
Amadóttir sem íslenskar söguna.
Einar Askell er líkur sjálfum sér
en í þetta sinn hefur hann bitið það
í sig að hann vilji ekki borða mat-
inn sinn. Engin rök duga, engin
blíðuhót, mútur eða hótanir, Einar
Askell situr fast við sinn keip.
Pabbi er alveg ráðalaus, allt þar til
kisan Mjási bjargar málinu fyrir
horn svo báðir geta sáttir við unað.
Það er einmitt einn af kostum
þessara ágætu bóka hversu vel er
ráðið fram úr klípun-
um sem söguhetjurnar
lenda í.
Fyrir fjóram árum
kom út bók um Einar
Askel sem á íslensku
heitir Meira ó-ó, Einar
Áskell. Hún varð
nokkuð umdeild og
töldu margir hana
vera hálfgerða hryll-
ingssögu. Bókin sem
nú kemur út er langt
frá því að vera skelfi-
leg, hvað svo sem
segja má um hina bók-
ina. Þvert á móti er
Ne-hei! sagði Einar
Áskell svolítið fyndin.
Vísast sjá fullorðnir lesendur böm-
in sín í sporam Einar Askels og
hafa sjálfir átt í samskonar glímu
við lítil þráablóð og pabbinn.
Boðskap bókarinnar geta hinir
fullorðnu tekið til sín ekki síður en
bömin því það þarf ekki lítinn
dreng til að gleyma hvert þrætu-
eplið var í upphafi. Þá er gott að
hafa góða kímnigáfu og geta hlegið
að öllu saman.
María Hrönn Gunnarsdóttir
GuniIIa
Bergström
Vaxtarverkir
BÆKUR
Ungl ing%8aga
EVA & ADAM BESTU ÓVINIR
Höfundur: Máns Gahrton. Þýðing:
Andrés Indriðason. Myndir: Johan
Unenge. Prentun: Viðey ehf.
Bókhand: Flatey hf. Útgefandi:
Æskan ehf. 1998. 122 síður.
HÉR segir frá krökkum á mörk-
um bemsku- og táningsára, þess-
um undarlega tíma, þegar systurn-
ar hin mesta „gleði“ og hin dýpsta
„sorg“ henda mannskepnunni á
milli sín, og það oft á dag. Eðlilega
verður hún ringluð. Tilveran breið-
ir móti hinum ungu faðm, býður
þeim þátttöku í ævintýrinu líf með
leyndardómum þess öllum og gát-
um. Feimin feta þau af stað, samt
tilbúin að flýja í barnsskjólið aftur.
Reyna það stundum, en þar er allt
orðið breytt. Speglar þess birta jú
enn af þeim mynd, en samt kann-
ast þau ekki við hana til fulls! Lífíð
hefír rist í hana nýjar rúnir, undar-
legar kenndir og þrár.
Hér er sagt frá Evu og Önnu,
slíkum vinkonum, að þó myrkvist
sól og farist jörð, þá mun ekkert
geta rofið þau bönd er tengja þær.
A þetta lætur höfundur reyna,
nefnir til sögu bekkjarfélaga
þeirra; skærast Adam, kærasta
Evu; vin hans Alexander; skelfinn
Jóa; monthanann Jeremy; ekki
skal litla bróður Evu gleymt, bráð-
skemmtilegum pjakki, já, fjölda
stelpna og stráka, - karla og kerl-
ingar líka, - hvít og svört.
Baráttan um athygli er hörð,
draumar um frama svífa við tinda
ekki lægri en Hollywood, - nú, eða
um glæstustu sali Nevv York borg-
ar, eins og heilbrigðra unglinga er
háttur.
Af mikilli snilli er þráðurinn
spunninn. Úr verður saga, fyndin,
- og það undarlega, í nýlegri
sænskri bók, ekki klæmin.
Þýðingin er afburða góð, var
annars að vænta af Andrési, þeim
snjalla penna?
Myndir loga af kímni, lýsa hug-
hrifum táninganna á meistaralegan
hátt. Þetta er bók, er unglinga mun
kæta.
Sig. Haukur
Islenska stanga-
veiðiárbókin 1998
ÚT ER komin ís-
lenska stangaveiðiár-
bókin 1998 þar sem
Guðmundur Guðjóns-
son blaðamaður á
Morgunblaðinu skráir
gang mála, tölur, veiði-
sögur og fréttir af síð-
ustu stangaveiðivertíð.
í fréttatilkynningu
frá útgefanda segir að
„dálitlar breytingar"
séu á efnistökum frá
síðustu áram. „Er um
nokkra samþjöppun á
efni að ræða og þá hef-
ur þess verið freistað
að raka saman sem
flestum veiðisögum frá
liðnu sumri sem var gjöfult," eins
og þar stendur. Auk þess má lesa
eftirfarandi: „Auk veiðisagna er
hér að finna hefðbundna saman-
tekt á öllum helstu fréttum um
stangaveiðina, silungs-
veiðitíðindi eru rakin
og hugsað er fyrir er-
lendum lesendum með
samantekt á ensku. Þá
era Stangaveiðifélag
Reykjavíkur og
Stangaveiðifélagið Ár-
menn með sínar kynn-
ingarsíður eins og áð-
ur. Fjöldi mynda
prýða bókina eins og
fyrri daginn.“ Síðar er
því lýst að vegur sil-
ungsveiða fari enn
vaxandi á síðum bók-
arinnar, hér sé ekki
einungis um að ræða
bók fyrir laxveiði-
Útgefandi er Litróf. Bókin er
176 blaðsíður og unnin í Prentstöð-
inni. Kápan er hönnuð af Ástþóri
Jóhannssyni.
Guðmundur
Guðjónsson
menn.
Spurt góðra spurninga
Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir
HÖFUNDAR Digitus Sapiens. F.v.: Kristinn R. Þórisson, Þórir S. Guð-
bergsson og Bjarni Hinriksson.
DIGITUS Sapiens er vísinda-
skáldsaga í óhefðbundnu formi
fyrir alla aldursflokka. Höfund-
arnir eru þrír. Kristinn R. Þóris-
son, sem er doktor í boðmiðlavís-
indum frá M.I.T., og faðir hans,
Þórir S. Guðbergsson, sömdu
textann hvor i sinu Iandinu,
Kristinn i Bandaríkjunum og
Danmörku, þar sem hann býr
nú, en Þórir á Islandi ásamt
Bjarna Hinrikssyni myndlistar-
manni. Höfundarnir báru saman
bækur sinar með tölvupóstsend-
ingum. Kristinn segir að sam-
starfið hafi í raun skapað nýjan
stíl því í bókinni er ólíkum ritstfl
feðganna slengt saman í deiglu
sem hrært var í, kryddað og
blandað á fimm ára eldunartíma
Digitus Sapiens. Kristinn, sem
hefur skrifað fjölda vísinda-
greina, kveðst hafa tamið sér
orðknappan ritstfl, en segir að
Þórir, sem hefur skrifað á þriðja
tug bóka, skáldsagna, ævisagna
og leikrita, skrifi lipran stfl sem
líði áfram. Ohefðbundin er bókin
einnig í þeim skilningi að bland-
að er saman myndum og texta
þar sem myndirnar eru hluti frá-
sagnarinnar. Bjarni Hinriksson
myndlistarmaður teiknaði mynd-
irnar en Bjarni er landsmönnum
kunnur fyrir fjölda myndlistar-
sýninga og fyrir myndasögublað-
ið Gisp! sem hann hefur gefið út
ásamt fleirum.
„Digitus" er latína og þýðir
fingur en einnig tölustafur.
Kristinn segir að í bókinni sé
fjallað um efni og varpað fram
spurningum sem verði mann-
kyninu mikilvægar á næstu ára-
tugum. Til að finna svör við
spumingunum þurfí að leita
fanga í þeim greinum sem eigi
eftir að setja mark sitt á tilvist
okkar á nýrri öld. Þarna á Krist-
inn t.d. við gervigreind, líftækni
og erfðaverkfræði. „Mér finnst
of Iítil áhersla lögð á það í skól-
um og öllu þjóðfélaginu að spurt
sé góðra spurninga," segir
Kristinn, sem hefur forskot á
flesta aðra hér á landi hvað
varðar innsýn í þann heim sem
snýr að þróun gervigreindar því
undanfarin ár hefur hann sér-
hæft sig á þessu sviði og starfar
við það hjá hinum þekkta leik-
fangaframleiðanda LEGO í Dan-
mörku.
„Mér em hugleikin þau fræði
sem munu móta okkar líf á kom-
andi ámm. Þau eiga eftir að
færa okkur vald sambærilegt
við það sem atómsprengjan
veitti mannkyninu fyrir hálfri
öld en þó með öfugum formerkj-
um - í stað þess að vera eyðandi
er hagnýtt eðli þeirra skap-
andi.“
Höfundarnir búa spurningun-
um farveg í gegnum upplifun
tveggja íslenskra ungmenna
sem ferðast undir yfirborð ís-
lands í hella sem hafa orðið til
fyrir 16 milljónum ára. Þar búa
lífvemr sem hafa þróast óháð
lifínu á yfirborði landsins og
komnar fram úr mannkyninu
hvað varðar greind.
Lífvemrnar í sögunni hafa
sitt eigið myndletur sem Krist-
inn skapaði. Aftast í bókinni eru
skýringar á merkingu táknanna
fyrir lesendur. Hugmyndin að
baki myndletrinu er sú að miðla
til lesenda ólíku samskipta-
mynstri lífveranna og mann-
anna. Kristinn segir að þar sem
greind lífveranna er á hærra
stigi en mannanna séu samskipti
þeirra ekki línuleg eins og sam-
skipti manna þar sem orð kemur
á eftir öðm orði sem saman
mynda merkingu. Lífvemrnar
geta þannig varpað fram heilli
hugmynd strax með einu mynd-
tákni og samskiptatíminn stytt-
ist til muna. Hann segir að e.t.v.
felist í þessu vísir að spásögn um
samskiptaform framtíðar. Til-
gangurinn sé þó fyrst og fremst
að vekja Iesandann til umhugs-
unar um eðli samskipta og hlut-
verk rit- og táknmáls okkar
Homo Sapiens.
Höfundar bókarinnar hafa
hlotið styrki frá Hugsmiðjunni
Humanoid, Barnamenningar-
sjóði og Bókmenntakynningar-
sjóði.
Nú er kominn tími til að
kveðja, Fiski,“ sagði Þríkló.
Fiski Diskur sneri sér að
börnunum og sagði um leið og
hann hneigði sig: „Kveð ég þá
furðudýr."
„Hvert ertu að fara?“ sögðu
Anna og Úlfar næstum því samtím-
is. „Endurfæðing, endurhæfing,
upprisa og nýtt líf,“ sagði Fiski
Diskur hátíðlega. „Fiski Diskur er
strokaður út á 50 ára fresti til að
eiga möguleika á að koma aftur
sem enn fullkomnari vera,“ sagði
Þríkló. Allt í einu heyrðist hátt
hviss og hvæs og dimm rödd kvað
við úr öllum áttum: „EraÐ ÞiÐ AÐ
slökkvA-VA Á vél eÐa ÞURrKA-
KA Út líf?“
Úr Digitus Sapiens.