Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 55
tr
SKOÐUN
Mér er ekki kunnugt um annað
en atvinnuástand hafi verið bæri-
legt á t.d. stað eins og Eskifirði á
umliðnum árum, samt hefur fólk
flust þaðan. Það segir sína sögu.
Athygliverð er líka könnunin frá
Noregi, sem sýnir að margt ungt
fólk vill ekki vinna við stóriðju. Hið
sama mun koma í ljós hér, er fram
líða stundir. Álver eni ekki ákjósan-
legir vinnustaðir. Stóriðja er at-
vinnugrein gærdagsins.
Framtíð Austurlands er ekki
fólgin í stóriðju, heldur í margs
kyns atvinnustarfsemi, sem byggist
m.a. á því, sem landið sjálft og hafið
umhverfis hefur upp á að bjóða,
þessi tvö forðabúr, lífbeltin tvö, sem
Kristján heitinn Eldjárn nefndi svo.
Það ásamt smærri iðnaði og ýms-
um hátæknistörfum, sem byggjast á
menntun og þekkingu, að ógleymdri
ferðaþjónustunni, mun verða vega-
nesti okkar inn í nýja öld.
Þetta veit ég, að fjöldi Austfirð-
inga gerir sér ljóst.
Þá er þess ógetið, sem kannski er
alvarlegast, að með því að reisa nýtt
álver í Reyðarfirði erum við Islend-
ingar að auka losun gróðurhúsaloft-
tegunda út í andrúmsloftið um
mörg prósent og ganga þannig
þvert gegn ályktunum Kýótó-fund-
arins í Japan fyrir réttu ári, sem við
þó í orði kveðnu viljum vera aðilar
að, en stjómvöld hafa ekki enn séð
sér fært að undirrita.
Ríkisstjórn Islands vill fá auka
mengunarkvóta á þeim forsendum,
að við ætlum að framleiða ál með
„hreinum og endurnýjanlegum
orkugjöfum“, eins og það er nefnt, í
stað þess að nota orkugjafa, sem
brenna. En er sú orka „hrein“ og
vistvæn, sem fæst með eyðileggingu
vistkerfa og ósnortinna víðerna?
Verða menn ekki líka að svara
þeirri spurningu.
Sannleikurinn er sá, að með þess-
ari afstöðu_ hafa stjórnvöld hvorki
hagsmuni íslands né heimsbyggð-
arinnai- að leiðarljósi, því mengun
er þegar orðin hrikaleg um heims-
byggð alla og þekkir engin landa-
mæri. Gagnvart þeirri ógn erum við
öll á sama báti.
5. Hveiju á að fórna?
Vill maðurinn þá engar virkjanir
yfírleitt? kann einhver að spyrja.
Einhverju verðum við þó að fórna,
ef við ætlum að lifa í landinu og rétt
er það.
Þá get ég sagt það, að ég vil ekki
virkjun, sem hefur í för með sér
eyðileggingu Eyjabakkasvæðisins
eða annarra náttúruverðmæta á ör-
æfunum norðaustan Vatnajökuls.
Ég vil ekki reisa fleiri mengandi ál-
ver á íslandi. Nóg er komið.
Auðvitað þurfum við að virkja
eitthvað til innanlandsnotkunar, en
sem betur fer er ýmissa kosta völ í
því efni, sem ekki hafa í för með sér
verulegt tjón á náttúrunni. Þá kosti
eigum við nú að skoða í fullri alvöru.
Nú eigum við að staldra við og
skoða aðra kosti.
Því eitt er alveg ljóst, að hér eftir
ættu virkjanir að vera reistar í sátt
við landið og fólkið í landinu. Annað
gengur ekki, því svo mjög hefur við-
horf almennings breyst á síðustu
árum gagnvart umhverfi og nátt-
úruvernd. Þetta verða stjómmála-
menn að skilja, annars daga þeir
uppi eins og nátttröllin.
Við íslendingar eigum viðkvæmt
og fagurt land, sem við þurfum að
gá vel að. í ósnortnum víðáttum
landsins eru fólgin mikil verðmæti,
sem eru meira virði en stóriðja,
jafnvel í krónum talið. „Umhverfið
er a.m.k. jafn mikilvægt og þorsk-
stofninn," segir Ragnar Arnason,
hagfræðiprófessor við Háskóla ís-
lands, og hann telur, að óspillt nátt-
úran eigi eftir að auka arðsemi sína
á næstu áratugum og hún sé stór-
lega vanmetin nú í dag í útreikning-
um á arðsemismati virkjana og stór-
iðju.
Við eigum mikla framtíð sem
ferðamannaland, ef við höldum
skynsamlega á málum og skipu-
leggjum þá hluti vel. Erlendir
ferðamenn munu ekki flykkjast
hingað til að skoða uppistöðulón
eða álver, af slíku hafa þeir nóg í
eigin löndum. Þeir munu koma til
að skoða ósnortin víðerni, sem
bjóða þreyttu borgarfólki upp á
hvíld og endurnæringu til líkama
og sálar. Náttúran, óspillt landið
og miðin, er og verður dýi-mætasti
auður þjóðarinnar. Að halda öðru
fram er ekkert annað en vísvitandi
blekking.
Að eyðileggja náttúruverðmæti
Mmm 57 Negro
Sími / Fax: 552 1220
Netfang: blanco@itn.is
Veffang: www.blanco.ehf.is
fyrir skammvinnan gróða er að
ganga á höfuðstól landsins, og það
hefur aldrei þótt gott búmansráð.
Þess vegna verðum við að fara var-
lega í umgengni við landið.
Eyðilegging náttúrunnar er og
hefur ætíð verið fylgifiskur
græðginnar, hinnar takmarkalausu
græðgi mannsins, sem öllu vill fóma
fyrir skjótfenginn gróða. Það er slík
stefna sem er að eyðileggja jörðina
okkar.
Græðgin er í andstöðu við lífið og
verk Guðs í sköpuninni, hún er and-
stæð sköpunarvilja Guðs, eins og
hann birtist hvarvetna í lífríkinu.
Þess vegna hlýtur kirkja Krists að
láta sig þessi mál varða, hún getur
beinlínis ekki skotið sér undan því. í
þessu máli get ég bæði talað sem
prestur og náttúruunnandi, það fer
vel saman.
Vafalaust munu einhverjir setja
þann, sem hér heldur á penna, í hóp
með „öfgafullum" náttúruverndar-
mönnum, eins og ýmsir tíðka um
þessar mundir. Eg læt mér það í
léttu rúmi liggja. Eg vil ekki fórna
náttúruperlum fyrir skammvinnan
gróða, ekki miklum verðmætum
fyrir h'tinn ávinning. Hvað vilt þú,
Austfirðingur góður, hverju vilt þú
fóma?
Höfundur er söknarprestur og býr á
Mælifelli í Skagafirði.
TILBOÐ
fliósmyndastofa
Gunnars Sngimarssonar
Suðurveri, sími 553 4852
Borgartúni 29 - Simi 5621717 - l ax 562 1772
Húsnæði óskast
Okkur vantar raðhús eða hæð í Heimum, Lækj-
um eða Háaleitishverfi fyrir ákveðinn fjársterkan
kaupanda.
Óskum eftir einb.-, rað- eða parhúsi í Folda-,
Hamra- eða Rimahverfi á verðbilinu 12-15 millj.
Staðgreiðsla í boði.
Óskum eindregið eftir 2ja herb. íbúð á 1. hæð
eða jarðhæð í austur- eða vesturborg. Indæll
kaupandi.
eða rúnnaðir
• Sturtuhorn
• Sturtul
• Baðkars, sturhíkjífar
vlö Felismúla
Sími 588 7332
OPIÐ:
lánud. - föstud. kl. 9-18, laugard
Xlönduð vara
ðffsfæðustu verðuwrf
RAÐGREIÐSLUR |,
EUHOCARD
raðgreiðslur
v/Nesveg, Séltjarnarnesi.
Sfmi 561 1680
Opið
alla daga
til jóla
Helgar kl. 11-17
Virka daga kl. 12-18
KOLAPORTIÐ
Þú finnur líklega
hvergi lægrn
* verð en í
Kolaportinu
Leikföng, fatnaður, skartgripir, geisladiskar
antikmunir, gjafavara, matvæli, sælgæti
bækur, skór og ótal margt fleira