Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Breytingar fyrirhugaðar hjá Búlandstindi á Djúpavogi Aukín áhersla á saltfískvinnslu Djúpavogi - Útgerðarfélagið Vísir hf. í Grindavík keypti nýlega 51% hlutafjár í Búlandstindi á Djúpa- vogi. Binda heimamenn á Djúpavogi miklar vonh' við samstarf fyrirtækj- anna en rekstur Búlandstinds hefur gengið erfiðlega undanfarið og hefur verið um litla atvinnu að ræða í landi. Huggjast nýir eigendur breyta því með öflugri saltfísk- vinpslu. Ákveðnar hafa verið breytingar á fískiskipaflotanum. Til stendur að selja togarann Sunnutind og eru sjó- menn uggandi um sinn hag vegna fyrirhugaðrar sölu. Að sögn Péturs H. Pálssonar, stjórnarformanns Búlandstinds, er sá kvíði ástæðulaus. Tvö aðskilin fyrirtæki „Þær breytingar sem fram undan eru geta tekið tíma. Við hyggjumst gera út frá Djúpavogi tvö línuskip í stað skipanna tveggja sem nú eru þar, þ.e. Sunnutinds og Mánatinds. Er þar um 28 sjómannapláss að ræða fyrir utan afleysingamenn. Við höfum góðan mannafla á Djúpavogi og er það mjög jákvætt hve margir heimamenn eru í áhöfn þar.“ Pétur segir að tvö aðskilin fyrir- tæki verði rekin varðandi útgerð og vinnslu en þau myndu laga sig hvort að öðru. Verður sérstaklega horft til þess að sú samvinna komi báðum til góðs. Kvótastaða Bú- landstinds hf. er 3.000 þorsk- ígildistonn en Vísis er 5.500 þorsk- ígildistonn. „Við vonumst th að eiga góða sam- vinnu við heimamenn í framtiðinni og hlökkum til að takast á við ný verkefni fyrh' austan,“ sagði Pétur H. Pálsson, nýr stjórnarformaður Búlandstinds hf. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir FÓLK gekk í kringum jólatréð, jafnt ungir sem aldnir. Kveikt á jólatrénu á Vegamótum Eyja- og Miklaholtshreppi - Kveikt var á jólatrénu við þjón- ustumiðstöðina Vegamót á Snæfellsnesi nýlega. Það var Ólöf Eyjólfsdóttir, dóttir eig- endanna, sem kveikti jólaljósin, en Kristín Erna Leifsdóttir, starfsmaður, hélt tölu og stóð fyrir fjöldasöng og dansi í kringum jólatréð. Ibúar í Eyja- og Miklaholts- hreppi, ásamt íbúum úr Kol- beinsstaðahreppi og Staðar- sveit, íjölmenntu og létu ekki úrhellisrigningu aftra sér frá söng og dansi. Gestum var síð- an boðið upp á kaffi og smákök- ur. Það eru hjónin Hrefna Birk- isdóttir og Eyjólfur Gísli Garð- arsson sem eiga og reka þjón- ustumiðstöðina ásamt Guð- mundi Birkissyni. Þau tóku við rekstrinum síðastliðið vor, en þar er verslun, veitingasala, bensínsala og bifvélaverkstæði. KRISTÍN Erna Leifsdóttir, Guðmundur Birkisson og Hrefna Birkisdóttir við afgreiðslu. Morgunblaðið/Silli ÁSGEIR Ólafsson, Rannveig Ólafsdóttir og Jón Ingi Valdimarsson við jólahlaðborð í Hlöðufelli. Nýr rekstraraðili í Hlöðufelli Húsavík - hjónin Rannveig Ólafs- dóttir og Jón Ingi Valdimarsson hafa tekið við rekstri veitinga- staðarins Hlöðufells á Húsavík og munu reka þar almenna veitinga- þjónustu. Jón Ingi er lærður þjónn og honum til aðstoðar í eldhúsi verður Ásgeir Ólafsson, matreiðslumeistari. Hlöðufell á sér langa sögu. Hús- ið var upphaflega byggt 1907 og var þá vörugeymsluhús Verslunar A&P Krisljánssonar. Þá var húsið ein hæð, ris og kjallari. Síðan var byggð vestan við húsið stór og mikil hlaða sem var svo síðar meir sameinuð vörugeymsluhús- inu og úr var gerð verslun. f hús- inu hefúr um dagana verið Ijöl- breytt starfsemi, hlaða í vestur- enda, en í austurenda kjötverkun- arhús, vörugeymsla og verslun á efri hæð en í kjallara var eitt sinn fjárhús og hænsnabú. Á árinu 1962 var svo öllu hús- inu breytt í samkomuhús sem fékk nafnið Hlöðufell og flest ár- in síðan hefur það verið rekið sem veitinga- og samkomuhús. Núverandi eigendur ætla að reka húsið með svipuðum hætti og verið hefur þó nýjum eigendur fylgi ávallt einhverjar breytingar og nú er þar að finna fjölbreytt jólahlaðborð. Það má telja allsérstakt að ung hjón í góðum stöðum í Reykjavík, Rannveig verslunarstjóri í Tísku- fataversluninni Sautján, og Jón Ingi, sem einn af hljómsveitar- meðlimum Greifanna, taki sig upp og flytji norður yfir lieiðar. Húsvíkingar bjóða nýja bæjarbúa velkomna. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson Aðventuhátíð á Ingjaldshóli Iiellissandi - Fáar athafnir eru bet- ur sóttar í kirkjum landsins en að- ventuhátíð og aftansöngur á að- fangadag. Söfnuður Ingjaldshóls- kirkju hefur árum saman staðið fyr- ir aðventuhátíð og hefur kirkjukór- inn oftast haft frumkvæði að því. Að þessu sinni fór aðventuhátíðin fram í safnaðarheimili kirkjunnar og var vel sótt að venju. Fermingar- börn fluttu efni sem tengdist jólum og aðventu. Leikskólabörn sungu nokkur lög en hápunktur hátíðar- innar var flutningur kirkjukórsins, nokkurra einsöngvara sem aldrei höfðu spreytt sig áður á slíku og fermingarbarna og nemenda tón- listarskólans á jólaleiknum Hljóðu jólaklukkurnar, undir stjórn org- anistans Kay Wiggs Lúðvíksson. Var þeim öllum klappað lof í lófa að leik loknum. Handverk og tónlist í Hvoli Hvolsvelli - Kvennakórinn Ljós- brá, kirkjukór Hveragerðiskirkju og handverksfólk í Rangárvalla- sýslu stóðu fyrir tónleikum og handverkssýningu í Félagsheimil- inu Hvoli á Hvolsvelli. Kórarnir buðu upp á sannkall- aða jólastemningu, sungu jóla- sálma og jólalög og buðu jóla- smákökur og kakó. Einnig kom fram ungur og efnilegur söngnem- andi, Magnea Gunnarsdóttir, og söng nokkur lög. Jörg Sonderman er stjórnandi kóranna en undir- leikari var Gyða Halldórsdóttir. Handverksfólk í Rangárþingi sýndi ýmsan jólavarning, muni gerða úr tré, leir, gleri og skart- gripi unna úr íslensku grjóti. Margir gátu því slegið tvær flugur í einu höggi. Fengið sér frí frá jólabakstrinum, hlýtt á söng og um leið fest kaup á handunnum jólagjöfum úr héraðinu. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir GESTIR á tónleikunum: fremst á myndinni er Karl Halldórsson, svo Guðfinna Helgadóttir, Margrét Isleifs- dóttir, Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Sigurjónsdóttir og Sæmundur Holgersson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.