Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 13 FRÉTTIR Landssfmi Islands vfsar efnisatriðum f kæru INTIS á bug Efa að kæran eigi erindi til Samkeppnisstofnunar Morgunblaðið/Kristinn OLAFUR Stephensen, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála hjá Landssíma Islands, segir að þau efnisatriði sem fram koma í kæru INTIS til Samkeppn- isstofnunar eigi ekki við rök að styðjast. Jafnframt dragi LÍ í efa að stór hluti þeirra atriða sem INTIS nefni eigi erindi til Sam- keppnisstofnunar, þar sem þau heyri fremur undir eftirlitshlut- verk Póst- og símamálastofnunar. Olafur segir að LÍ hafi hvorki fengið kæru INTIS í hendur né er- indi frá Samkeppnisstofnun, og sé raunar óvíst að slíkt erindi berist að hans mati, þar sem margt í kæru INTIS heyri ekki undir þá stofnun. Þar á meðal megi telja bókhaldslega aðgreiningu, kostn- aðaraðgreiningu og fleira af því tagi. Aðgreining nú þegar virk „í öðru lagi er INTIS að tala um undanþágur og fresti til að mæta kröfum laga um kostnaðargrein- ingu og aðgreiningu í rekstri LÍ. Þar eiga þeir væntanlega við rekstrarleyfið frá Póst- og fjar- skiptastofnun sem við fengum í lok júlí, en samkvæmt því höfum við frest til áramóta að greina í sundur ákveðna rekstrarþætti bókhalds- lega og sömuleiðis að taka í notkun kostnaðarbókhald. Eg held að það sé óhætt að segja að hin bókhalds- lega aðgreining er að veralegu leyti virk nú þegar og um áramót tökum við í gagnið nýtt bókhalds- og upplýsingakerfi sem á að gera okkur kleift að hafa mun betri yfir- sýn yfir allan kostnað en áður,“ segir Olafur. I kæiu sinni gerir INTIS m.a. kröfu um að birtur verði opinber- lega stofn- og rekstrarkostnaður við grunnsamband í CANTAT-3- sæstrengnum og grunnsambönd- um innanlands, auk þess að halda því fram að þessi sambönd séu verðlögð langt yfir kostnaðarverði. „Við teljum að þarna séu um sam- keppnisupplýsingar að ræða, enda er LÍ fyrirtæki í samkeppni. Póst- og fjarskiptastofnun og samgöngu- ráðuneytið sem fylgjast með okkar rekstri hafa að sjálfsögðu aðgang að upplýsingum af þessu tagi, en við afhendum ekki keppinautum okkar þær á silfurbakka," segir Ólafur. „Hvað varðar CANTAT-3 má t.d. nefna að þar er komin sam- keppni í millilandasímtölum og BÚIST er við að Samkeppnisstofn- un muni í dag ákveða í hvaða far- veg kæra INTIS vegna Landssíma Islands fari. Kæran barst stofnun- inni á mánudag. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs stofnunarinnar, segir að erfitt sé að segja til um hvernig kærumeð- ferð verður háttað með nákvæmum hætti, en venjan sé sú að hinn kærði fái kost á að koma sjónar- miðum sínum á framfæri og kær- andi geti síðan gert athugasemdir við þau. I ljósi komandi hátíðar sé þannig leigir Tal línu í CANTAT-3 af erlendu símafyrirtæki og myndi hvorugum þjóna, okkur eða keppi- nautnum, að auglýsa sérstaklega um hvaða verð er að ræða í slíkum samningum. Markaðurinn er að verða harla gagnsær miðað við það sem hann var og það eru mjög ríkar kvaðir á þessu fyrirtæki um allskyns sundurgreiningu á rekstri og upplýsingagjöf til margvíslegra eftirlitsaðila, en lög- um samkvæmt eru sumar upplýs- ingar einfaldlega undanþegnar því heldur ólíklegt að svör berist fyrir áramót. Gæti tengst eldri inálum „Ef málið gengur vel fyrir sig má kannski vænta niðurstöðu í febrúar eða mars í fyrsta lagi. Þá er einnig hugsanlegt að einhver efnisatriði skarist við mál sem við höfum fjallað um áður, enda höfum við fjallað um allmörg mál á undan- förnum misserum sem tengjast Landssímanum, þar á meðal, á seinasta ári, um netþjónustu fyrir- tækisins," segir Guðmundur. að vera birtar opinberlega af sam- keppnisástæðum. Þá segja INTIS að sambönd þessi séu verðlög langt yfir kostn- aðarverði. Við tökum ekki undir þær ásakanir og getum bent á að margir fleiri eigendur eru að CANTAT-3 en LI, og við teljum okkur hafa boðið mjög samkeppn- isfært verð á samböndum í strengnum miðað við t.d. erlend símafélög sem eru keppinautar okkar á þeim vettvangi. I því sam- bandi má nefna að LI varð hlut- skarpastur í útboði á sambandi um strenginn til Stokkhólms sem önn- ur norræn símafélög tóku þátt í, eins og INTIS á að vera fullkunn- ugt um því að fyrirtækið notast við þetta samband.“ Engar niðurgreiðslur Ólafur segir að væntanlega eigi INTIS aðallega við leigulínur þeg- ar í kærunni er minnst á grunn- sambönd innanlands. Hann geti fullyrt að verð fyrir bæði lengri og styttri leigulínur hjá LÍ sé vel und- ir meðalverði á leigulínum í aðild- ai’ríkjum Evrópusambandsins. „INTIS setur jafnframt fram all- margar kröfur varðandi fjárhags- legan aðskilnað innan LI og í því sambandi má benda á að internet- þjónusta LI er hluti af gagnaflutn- ingsþjónustu sem áskilið er í rekstrarleyfi okkar að skuli vera aðskilin frá öðrum rekstri. Nú þeg- ar er sérstakur efnahags- og rekstrarreikningur fyrir gagna- flutningsþjónustu okkar og það er ekki um neinar niðurgreiðslur að ræða,“ segir Ólafur. Varðandi þá kröfu INTIS að öll viðskipti milli internetþjónustu LÍ og annarra hluta LI verði verð- lögð á markaðsverði sem öllum standi til boða, bendir Ólafur á að þegar P&S var breytt í hlutafélag hafi verið skipuð sérstök nefnd til að leggja mat á eignir félagsins. í þeirri nefnd áttu sæti einstakling- ar sem ekki tengdust stofnuninni á nokkurn hátt. „Allar núverandi færslur eru í samræmi við niður- stöðu þessarar nefndar og ríkis- endurskoðun hefur gefið það álit sitt að rekstrareiningar fyrirtæk- isins beri samkvæmt núverandi bókhaldi sanngjarnan hlut af sam- eiginlegum kostnaði," segir Ólaf- ur. „Varðandi kaup gagnaflutn- ingsþjónustunnar á þjónustu af öðrum hlutum fyrirtækisins gildir í öllum tilvikum gjaldskrá, sem jafnt einingar LI og aðrir geta gengið að á sama verði, nema hvað varðar yfirstjórn og stoðdeildir. Þar er talsvert snúið að ganga að þeirri kröfu INTIS að finna mark- aðsverð á þeim hlutum, því það stendur ekki öðrum til boða en öðrum rekstrareiningum LI. Eg geri ekki ráð fyrir að INTIS myndi koma til okkar og biðja um afnot af t.d. forstjóra okkar, svo dæmi sé nefnt um hluta yfirstjórn- ar. Við lítum svo á að við uppfyll- um nú þegar öll skilyrði sem lúta að þessum þáttum.“ Leita til keppinautar Þá gerir INTIS kröfu um að LÍ verði meinað að beita áhrifum inn- an fyrirtækja sem eru í viðskiptum við INTIS til að þau færi viðskipti sín til internetþjónustu LÍ. „Ef við tökum t.d. Skímu sem LÍ á að öllu leyti eða Margmiðlun sem LÍ á hlut í, þá hafa þau fyrirtæki ekki sagt upp neinum samböndum við INTIS eftir að eignaraðild LÍ í þeim varð að veruleika," segir Ólafur. „Þegar menn setja fram kröfu á borð við þessa, má líka spyrja hver sé aðstaða INTIS og hvaða áhrif hefur hún á samkeppn- isstöðu annarra. INTIS á rætur að rekja til þess að Norðurlandaráð setti upp hið sk. Nordunet, sem felst í tenging- um á milli háskóla á Norðurlönd- unum, og var það verkefni niður- greitt á sínum tíma af fé norrænna skattgreiðenda. INTIS var síðan stofnað sem sérstakt fyrirtæki en hefur mjög náin tengsl við Háskóla Islands, þar á meðal eignatengsl, og INTIS er í dag einn stærsti internetþjónustuaðili á markaðin- um í því formi að það virðist svo að segja sjálfkrafa hafa alla þjónustu við HÍ með höndum og um fimm þúsund stúdenta hans. Okkur er ekki kunnugt um að þessi þjónusta hafi verið boðin út á almennum markaði. Það er sömuleiðis athygl- isvert að INTIS hefur það hlutverk að úthluta hérlendis svokölluðum internetlénum, en yfirleitt er óháð- um aðila í hverju ríki falið það hlut- verk. Við erum því í þeirri stöðu að þegar LI þarf að sækja um lén fýr- ir, t.d. okkar heimasíður, að þurfa að leita til okkar samkeppnisaðila og greiða honum gjald fyrir auk þess að fá samþykki hans fyrir nafni og fleiru, sem er óeðhleg staða að okkar mati.“ Ennfremur gerir INTIS kröfu um að LI bjóði aðgang að leigulín- um án þess að gerð séu skilyrði um tiltekinn endabúnað í eigu LI. Ólafur segir að reglur Evrópska Kæra INTIS á hendur Landssímanum Niðurstaða fyrst á næsta ári efnahagssvæðisins skyldi fyrir- tækið til að leigja sambönd um ljósleiðara með ákveðinni band- breidd. „Endabúnaðurinn ákveður í raun bandbreiddina og væri hann ekki fyrir hendi hefðum við enga leið til að ákvarða hana eða hafa eftirlit með því hvernig ljósleiðar- inn væri notaður. Þá gætu menn raunar skammtað sér bandbreidd- ina sjálfir. Við lítum því einfald- lega svo á að þessi endabúnaður sé óaðskiljanlegur hluti af fjarskipta- neti LI og leiga fyrir hann er inni- falinn í leigu fyrir línurnar. Væri hann ekki fyrir hendi þyrfti hver og einn kaupandi á sambandi að fá sinn eigin ljósleiðara, því að enda- búnaðurinn skiptir upp flutnings- getunni á ljósleiðaranum,“ segir hann. Hafnar fullyrðingum INTIS Ólafur vísar þeim fullyrðingum INTIS á bug að LÍ hafi gefið sí- endurteknar rangar, ófullnægjandi og villandi upplýsingar um vænt- anlegar verðbreytingar á leigulín- um innanlands, og hafnar alfarið þeirri kröfu að fyrirtækið greiði þeim skaðabætur sem leigja línur afLÍ. „Við enim að vinna að breyting- um á gjaldskránni fyrir leigulínur innanlands, sem er flókið ferli og þarf meðal annars að fara eftir reglum frá Evrópusambandinu. Þessi vinna hefur tekið talsverðan tíma og er ekki lokið. Mér vitan- lega hafa ekki verið gefnar upp ákveðnar dagsetningar eða upp- hæðir varðandi þessar leigulínur, enda ekki hægt í Ijósi þess að starf- inu er ólokið. Það er ekki ljóst í öllum tilvikum hverju þessi endurskoðun skilar, en þó má búast við að sumar leigu- línur lækki í verði, einkum og sér- ílagi á lengri leiðum, en aðrar línur t.d. inpan þéttbýlissvæða, muni hækka í verði. Þetta mun því koma misjafnlega við notendur, en það er síðan ákvörðun hvers og eins hvaða kostir verða fyrir valinu," segir Ólafur. Þá heldur INTIS því fram að LI bjóði nýjum notendum að net- þjónustunni heilu og hálfu árin ókeypis og það sé gert með mark- aðsherferð sem önnur fyrirtæki geti ekki keppt við. „Þessar full- yrðingar standast engan veginn. I fyrsta lagi höfum við staðfestar upplýsingar um að sumir keppi- nautar okkar hafa lagt meira fé í auglýsingar á internetþjónustu sinni en við höfum gert. I öðru lagi er ekki um að ræða að við séum að bjóða svo langan tíma ókeypis, heldur erum við í einstaka tilvik- um í samstarfi við aðra aðila um kynningu á þessari þjónustu, þar sem LI býður notendum þriggja mánaða tengingu en samstarfaðil- inn afganginn. Þeir einir hafa fengið ársaðgang ókeypis sem duttu í lukkupottinn í happdrætti sem efnt var til, og þar er um mjög takmarkaðan hóp viðskipta- vina að ræða. Þar að auki byrjuð- um við ekki að bjóða upp á gjafaá- skriftir, heldur vorum við að bregðast við tilboðum keppinauta okkar. Þá hefur Póst- og fjar- skiptastofnun staðfest að internet- þjónusta LÍ og INTIS njóti sömu kjara hjá annarri rekstrareiningu Landssímans eins og eðlilegt er,“ segir Ólafur. „Sömuleiðis má tiltaka að áður en LI opnaði internetgátt til út- landa var INTIS eitt um að selja aðgang að slíkri gátt, og ennþá er INTIS með 50% stærri gátt til út- landa en LÍ. En eftir að LÍ fór að veita þeim samkeppni hefur verð á netþjónustu farið lækkandi. Nið- urstaðan af þessari samkeppni er sú að á Islandi er hlutfallslega hærra hlutfall heimila en senni- lega á nokkru öðru byggðu bóli með internettengingu og hana á lágu verði miðað við útlönd, þrátt fyrir aukakostnað sem ætti að fylgja fjarlægðinni frá öðrum löndum. Þetta sýnir að samkeppn- in er virk og af hinu góða, því að hún skilar neytendum hagsbót- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.