Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 31
***•«---- MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 31 -L ' Kvöldlokkur á jólaföstu TOJVLIST Kristskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Blásarakvintett Reykjavíkur og fé- lagar íluttu verk eftir Johann Christ- ian Bach, Wolfgang Amadeus Mozart og Ludwig van Beethoven. Þriðju- dagurinn 15. desember 1998. TÓNLEIKARNIR hófust á kvintett fyrir tvö klarinett, tvö horn og tvo fagotta eftir Johann Christian Bach, Lundúna-Bach er svo var nefndur, en hann mun hafa haft afgerandi áhrif á Mozart, er hann barn að aldri heimsótti London. Þeir urðu góðir vinir og Mozart mat Johann Christian mik- ils. Það eru sérstaklega píanó- konsertarnir eftir Johann Christi- an, sem Mozart tók nokkuð mið af til að byrja með og ýmsar tónhug- myndir úr kammerverkum Jo- hanns mun Mozart hafa tekið að láni. Það sem helst skilur á milli er hversu lítið Johann vinnur úr hug- myndunum og því verða verkin, hvað snertir form þeirra, nokkuð smáleg, þó margt sé þar fallegt að heyra. Flutningur félaganna var hinn besti í alla staði og þar sem þeir voru uppi á altarispallinum var mun minni enduróman og hljómurinn í heild sérlega hreinn og mun skýrari en þegar flytjend- ur eru fyrir framan gráturnar. Annað verkið var Divertimento í Es-dúr, K. 252, fyrir tvö óbó, tvö fagott og tvö horn, samið er Moz- art var um tvítugt og enn í starfí hjá Colloredo erkibiskupi í Salz- burg, fallegt verk en stutt í form- inu og líklega hefur Mozart þótt nóg í lagt fyrir hinn vanþakkláta erkibiskup. Þetta er mjög falleg tónlist og var ekki síður vel flutt en fyiTa verkið. Aðalverk tónleikanna var um- Aðventustund Skátakórsins SKÁTAKÓRINN heldur að- ventustund sunnudaginn 20. des. kl. 18 í Friðriks-kapellu (við íþróttasvæði Vals). Kórinn syngur lög úr ýmsum áttum við undirleik hljómsveitar sem skipuð er skátum. Einsöngv- ararnir Örn Arnarson og Kristín Erna Blöndal syngja jólalög við undirleik Aðalheiðar Þorsteins- dóttur og Guðmundur Pálsson segir frá eftirminnilegri jólanótt. skrift fyrir níu blásara á forleik og nokkrum köflum úr óperunni Fidelio eftir Beethoven. Forleik- irnir að þessari óperu era fjórir, en sá síðasti nefnist einfaldlega for- leikurinn að Fidelio, en þrír hinir fyrri heita forleikir að Leonoru nr. 1, 2 og 3, nefndir eftir aðalkvenper- sónu óperunnar. Það sem vantaði í efnisskrána var smá umsögn um ’nvern þátt, t.d. merkingu „páku- slaganna" og hvar gat t.d. að heyra stefin úr 0, welche lust, sem er einn áhrifamesti kafli óperunnar. Flutningur verksins tók um 45 mínútur, svo að víða var komið við í þessari sérstæðu óperu, sem þykir ekki mikið sviðsverk, en er stór- brotin tónlist. Erfíðleikar Beet- hovens með að koma þessari óperu á framfæri birtust meðal annars í því, að hann hélt að forleikurinn væri ekki nógu skemmtilegur og samdi því fjóra, en sá síðasti, „Fidelio“, er venjulega notaður og Leonora nr. 3 stundum sem milli- spil. Þetta eru auðvitað aukaatriði, en umritun þessi, á margan hátt vel unnin af Wenzel Sedlak og „Beet- hovensk“ í gerð, var glæsilega leik- in. Stjórnandi í verki Beethovens var Bernhard Wilkinson, en þeir sem einnig áttu aðild að þessum frábæru tónleikum voru Daði Kol- beinsson og Peter Tompkins á óbó, Einar Jóhannesson og Sigurður Ingvi Snorrason á klarinettur, Jósef Ognibene, Emil Friðfmnsson og Þorkell Jóelsson á horn og á fagott léku Hafsteinn Guðmunds- son, Brjánn Ingason og Rúnar Vil- bergsson, sem einnig lék á kontrafagott í Beethoven-svítunni. Samleikur og jafnvægi á milli hljóðfæra var sérlega gott og ekki bar á þeirri yfirhljóman, sem er um of, ef flytjendur eru fyrir framan gráturnar. Jón Ásgeirsson Mikiá úrval af fallegum rúmfatnaili Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ARNAR Jónsson leikari les Mark- úsarguðspjall í Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja Arnar Jónsson les Markúsar- guðspjall ARNAR Jónsson leikari les Mark- úsarguðspjall í Hallgrímskirkju sunnudaginn 20. desember kl. 17. Lesturinn tekur u.þ.b. 1,5 klst. Hörður Áskelsson leikur á orgel á undan og eftir lestrinum og í les- hléi. Hið íslenska Biblíufélag og List- vinafélag Hallgn'mskirkju standa saman að þessum viðburði. Eina síðdegisstund rétt fyrir jólin gefst fólki kostur á að heyra guðspjall Markúsar flutt í heild sinni. Það var upphaflega ritað til að vera les- ið upp og þannig hafa hinir kristnu söfnuðir kynnst fagnaðarerindinu um Jesú Krist í fyrsta skipti, segir í fréttatilkynningu. Jólahátíð í Gallerí Borg JÓLASÝNING verður opnuð í Gallerí Borg, Síðumúla 34, í kvöld, fimmtudag, kl. 21. Þar eru m.a. sýnd verk eftir Sigurbjörn Jóns- son, Pétur Gaut, Þorstein Helga- son, Hafdísi Ólafsdóttui-j Helga Þorgils, Jón Axel, Sverri Ólafsson, Vigni JÓhannesson, Gunnar Örn, Valgarð Gunnarsson og Tolla. Við opnunina mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja jólalög við undirleik Þóris Baldurssonar. Rún- ar Júlíusson flytur nokkur lög og Tómas R. Einarsson, ásamt Ómari Einarssyni, leika djasstóna. • OPNUÐ hefur verið yfir- gripsmikil sýning á verkum hollenska myndhöggvarans Adriaen de Vries, sem var uppi á 17. öld. De Vries gerði höggmyndir af konungum, keisurum og aðalsmönnum en hvarf að mestu í gleymsk- unnar dá eftir lát sitt árið 1626, þar sem still hans þótti of óvenjulegur. Nú hefur Ríkislistasafnið í Amsterdam dustað rykið af bronsstyttum de Vries og opnað mikla sýn- ingu á 70 verkum sem fengin hafa verið að láni m.a. í Lou- vre-safninu, Metropolitan og úr safni Elísabetar Eng- landsdrottningar. Sýningin nefnist „Konunglegur mynd- höggvari" og stendur fram í miðjan mars. GERIADRIR BiTUR! Tilboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr. Baðkar. 170 x 70 cm. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm Ath. Öll hreinlætis- tæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. VERSLUN FYRIR ALLA 1 IILDSOI ERSLUNJ tCverði! Við Fellsmúla Sími 588 7332 BARNAHANSKAR KR. I 290 BARNAULPA KR. 5990. ULPA KR. 7990 BARNABOLIR/RÚLL. KR. 1690 ENSKI BOLTINN MIKIÐ ÚRVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.