Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 31
***•«---- MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 31 -L ' Kvöldlokkur á jólaföstu TOJVLIST Kristskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Blásarakvintett Reykjavíkur og fé- lagar íluttu verk eftir Johann Christ- ian Bach, Wolfgang Amadeus Mozart og Ludwig van Beethoven. Þriðju- dagurinn 15. desember 1998. TÓNLEIKARNIR hófust á kvintett fyrir tvö klarinett, tvö horn og tvo fagotta eftir Johann Christian Bach, Lundúna-Bach er svo var nefndur, en hann mun hafa haft afgerandi áhrif á Mozart, er hann barn að aldri heimsótti London. Þeir urðu góðir vinir og Mozart mat Johann Christian mik- ils. Það eru sérstaklega píanó- konsertarnir eftir Johann Christi- an, sem Mozart tók nokkuð mið af til að byrja með og ýmsar tónhug- myndir úr kammerverkum Jo- hanns mun Mozart hafa tekið að láni. Það sem helst skilur á milli er hversu lítið Johann vinnur úr hug- myndunum og því verða verkin, hvað snertir form þeirra, nokkuð smáleg, þó margt sé þar fallegt að heyra. Flutningur félaganna var hinn besti í alla staði og þar sem þeir voru uppi á altarispallinum var mun minni enduróman og hljómurinn í heild sérlega hreinn og mun skýrari en þegar flytjend- ur eru fyrir framan gráturnar. Annað verkið var Divertimento í Es-dúr, K. 252, fyrir tvö óbó, tvö fagott og tvö horn, samið er Moz- art var um tvítugt og enn í starfí hjá Colloredo erkibiskupi í Salz- burg, fallegt verk en stutt í form- inu og líklega hefur Mozart þótt nóg í lagt fyrir hinn vanþakkláta erkibiskup. Þetta er mjög falleg tónlist og var ekki síður vel flutt en fyiTa verkið. Aðalverk tónleikanna var um- Aðventustund Skátakórsins SKÁTAKÓRINN heldur að- ventustund sunnudaginn 20. des. kl. 18 í Friðriks-kapellu (við íþróttasvæði Vals). Kórinn syngur lög úr ýmsum áttum við undirleik hljómsveitar sem skipuð er skátum. Einsöngv- ararnir Örn Arnarson og Kristín Erna Blöndal syngja jólalög við undirleik Aðalheiðar Þorsteins- dóttur og Guðmundur Pálsson segir frá eftirminnilegri jólanótt. skrift fyrir níu blásara á forleik og nokkrum köflum úr óperunni Fidelio eftir Beethoven. Forleik- irnir að þessari óperu era fjórir, en sá síðasti nefnist einfaldlega for- leikurinn að Fidelio, en þrír hinir fyrri heita forleikir að Leonoru nr. 1, 2 og 3, nefndir eftir aðalkvenper- sónu óperunnar. Það sem vantaði í efnisskrána var smá umsögn um ’nvern þátt, t.d. merkingu „páku- slaganna" og hvar gat t.d. að heyra stefin úr 0, welche lust, sem er einn áhrifamesti kafli óperunnar. Flutningur verksins tók um 45 mínútur, svo að víða var komið við í þessari sérstæðu óperu, sem þykir ekki mikið sviðsverk, en er stór- brotin tónlist. Erfíðleikar Beet- hovens með að koma þessari óperu á framfæri birtust meðal annars í því, að hann hélt að forleikurinn væri ekki nógu skemmtilegur og samdi því fjóra, en sá síðasti, „Fidelio“, er venjulega notaður og Leonora nr. 3 stundum sem milli- spil. Þetta eru auðvitað aukaatriði, en umritun þessi, á margan hátt vel unnin af Wenzel Sedlak og „Beet- hovensk“ í gerð, var glæsilega leik- in. Stjórnandi í verki Beethovens var Bernhard Wilkinson, en þeir sem einnig áttu aðild að þessum frábæru tónleikum voru Daði Kol- beinsson og Peter Tompkins á óbó, Einar Jóhannesson og Sigurður Ingvi Snorrason á klarinettur, Jósef Ognibene, Emil Friðfmnsson og Þorkell Jóelsson á horn og á fagott léku Hafsteinn Guðmunds- son, Brjánn Ingason og Rúnar Vil- bergsson, sem einnig lék á kontrafagott í Beethoven-svítunni. Samleikur og jafnvægi á milli hljóðfæra var sérlega gott og ekki bar á þeirri yfirhljóman, sem er um of, ef flytjendur eru fyrir framan gráturnar. Jón Ásgeirsson Mikiá úrval af fallegum rúmfatnaili Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ARNAR Jónsson leikari les Mark- úsarguðspjall í Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja Arnar Jónsson les Markúsar- guðspjall ARNAR Jónsson leikari les Mark- úsarguðspjall í Hallgrímskirkju sunnudaginn 20. desember kl. 17. Lesturinn tekur u.þ.b. 1,5 klst. Hörður Áskelsson leikur á orgel á undan og eftir lestrinum og í les- hléi. Hið íslenska Biblíufélag og List- vinafélag Hallgn'mskirkju standa saman að þessum viðburði. Eina síðdegisstund rétt fyrir jólin gefst fólki kostur á að heyra guðspjall Markúsar flutt í heild sinni. Það var upphaflega ritað til að vera les- ið upp og þannig hafa hinir kristnu söfnuðir kynnst fagnaðarerindinu um Jesú Krist í fyrsta skipti, segir í fréttatilkynningu. Jólahátíð í Gallerí Borg JÓLASÝNING verður opnuð í Gallerí Borg, Síðumúla 34, í kvöld, fimmtudag, kl. 21. Þar eru m.a. sýnd verk eftir Sigurbjörn Jóns- son, Pétur Gaut, Þorstein Helga- son, Hafdísi Ólafsdóttui-j Helga Þorgils, Jón Axel, Sverri Ólafsson, Vigni JÓhannesson, Gunnar Örn, Valgarð Gunnarsson og Tolla. Við opnunina mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja jólalög við undirleik Þóris Baldurssonar. Rún- ar Júlíusson flytur nokkur lög og Tómas R. Einarsson, ásamt Ómari Einarssyni, leika djasstóna. • OPNUÐ hefur verið yfir- gripsmikil sýning á verkum hollenska myndhöggvarans Adriaen de Vries, sem var uppi á 17. öld. De Vries gerði höggmyndir af konungum, keisurum og aðalsmönnum en hvarf að mestu í gleymsk- unnar dá eftir lát sitt árið 1626, þar sem still hans þótti of óvenjulegur. Nú hefur Ríkislistasafnið í Amsterdam dustað rykið af bronsstyttum de Vries og opnað mikla sýn- ingu á 70 verkum sem fengin hafa verið að láni m.a. í Lou- vre-safninu, Metropolitan og úr safni Elísabetar Eng- landsdrottningar. Sýningin nefnist „Konunglegur mynd- höggvari" og stendur fram í miðjan mars. GERIADRIR BiTUR! Tilboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr. Baðkar. 170 x 70 cm. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm Ath. Öll hreinlætis- tæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. VERSLUN FYRIR ALLA 1 IILDSOI ERSLUNJ tCverði! Við Fellsmúla Sími 588 7332 BARNAHANSKAR KR. I 290 BARNAULPA KR. 5990. ULPA KR. 7990 BARNABOLIR/RÚLL. KR. 1690 ENSKI BOLTINN MIKIÐ ÚRVAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.