Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK f FRÉTTUM fjölskyldufyrirtækinu Dimmu en að því standa —-------------------y------------------------y-- hjónin Anna Pálína Arnadóttir og Aðalsteinn As- berg Sigurðsson sem semja og flytja efni hennar. Dóra Ósk Halldórsdóttir fór með plötuna á leik- skólann Læk í Stjörnugróf og bar hana undir nokkra ákafa og áhugasama gagnrýnendur. KOTTURINN Ki'úsilíus er börnum orðinn vel kunnur enda hefur lagið um hann hljómað víða og mörg börn séð hann í sjónvarpinu, enda skemmtilegur og skrýtinn kötturinn sá. Það kom enda fljótlega í ljós á leikskólanum Læk að bömin könnuð- ust öll við Krúsilíus og tóku því afar vel að hlusta á plötuna í heild og segja blaðamanni frá því hvernig þeim þætti platan. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem blaða- maður settist niður með gagnrýnend- unum ungu til að kanna hvort þeir tækju jafn vel við þessari skemmti- legu plötu og önnur böm sem hún þekkir og hafa sungið og trallað af hjartans lyst með lögunum. „Ég hef séð Krúsilíus í Stundinni okkar,“ segir Viktor. „Hann er ekkert stærri en venjulegt fólk, en hann er stærri en pínulítil mús,“ hefur Hrafnkell til málanna að strákinn sem fauk út í veður og vind. Þau hlusta andaktug á söguna og segja ekki orð fyrr en hún er búin. -Borðið þið ekki ailtaf matinn ykkar? „Jú-ú,“ segja þau öll í kór. „Maður verður að taka lýsi svo maður fjúki ekki,“ segir Hrafnkell, og þau segj- ast öll taka lýsi, en samt ekki tvisvar á dag. „Við borðum allt sem við eig- um að borða,“ segir Arnór en sjá má á svip sumra að sumt sé nú betra en annað en þau láti sig samt hafa það. „Ég veit um eina stelpu „Kettir borða ekki ís,“ segir Arnór og fær um leið stuðning Hrafnkels sem segir að rjómaís sé ekki holl- ur, og alvara málsins leynir sér ekki í svipnum. „Vinkona mín á kisu, en hún borð- ar ekki ís,“ segir Telma og brosir út að eyrum. Ai-nór grúfir sig yfir mynda- og textabókina sem íylgir plötunni og diliar tán- um í takt við lagið. Vikt- . or brosir stríðnislega og slær taktinn með. Það er greinilegt að þetta lag á upp á pallborðið hjá krökkunum, enda þekkja þau það vel og — kunna heilmikið í textanum. Drippedí-dripp, droppedí- dropp..." hljómar úr hátölurunum. „Ég hef ekki heyrt þetta lag en mér finnst það skemmtilegt," segir Ant- on og hin taka undir það og þegar næsta lag um hvínandi vindinn tekur við, blása þau í gríð og erg og herma eftir roki og blæstri. Allt í einu fellur á þögn. Það er nefnilega saga að byrja, sagan um Þeim finnst svo- lítið fyndið að vera berrassaður á tánum og skríkja af gleði við tilhugsunina. sem tók ekki alltaf lýsi,“ segir svolítið áhyggjufull á svipinn, „en ég held að hún sé að byrja á því núna,“ segir hún og birtir yfir henni. Sniglalagið vekur mikinn fógnuð og þau þekkja það mörg. „Ég hef oft heyrt þetta lag,“ segir Viktor og klappai- saman höndunum. Þau fara öll að syngja viðlagið og þegar lagið er búið er mikið talað um húsið á baki snigilsins. „Ég hef séð snigil úti í móa,“ segir Viktor hróðugur og hinum finnst það greini- lega merkilegt. „Var hann með stórt hús á bakinu?" Hrafnkell, en Viktor segir að það hafi bara verið pínulítið eins og snigillinn sjálfur. „Hann notar húsið ef 1.... hann þarf að fara í skjól,“ segir Anton og kreppir sig saman og skríður inn í peysuna sína eins og snigill á leið inn í húsið sitt. „Megum við hlusta á söguna aft- ur,“ segir Telma. „Nei, ekki strax,“ segir Hrafnkell, „ég vil heyra alla plötuna.“ Þau skemmta sér vel yfir næsta lagi en eru samt ægilega hneyksluð á þessu mataræði Siggu sem vill bara borða bland í poka. En lagið er VIKTOR, 4ra ára. á undan fóru. Hrafnkell leggur reyndai' eyrun við og segir að hon- um finnist lagið um eldinn skemmti- legast, og Anton hermir eftir brúna- þungum eldi og slær taktinn fag- mannlega, enda góður taktur í lag- inu. En þegar sagan um Argintætu hefst kemur aftur þögn og þau hlusta af athygli. Telmu finnst sagan áberandi best af krökkunum, enda drengirnir allir stutthærðir og þekkja kannski ekki jafn vel hvað það getur stundum verið leiðinlegt að láta greiða sér. Þegar lagið um kóngulóna hefst er kominn smá órói í hópinn og sum vilja heyra aftur lagið um Krúsilíus, snigilinn eða sögurnar. „Ég er ekki hræddur við kóngulær,“ segir Vikt- TELMA, 4ra ára. vera berrassaður á tánum og skríkja af gleði við tilhugsunina. Arnór sem hefur einokað bókina talsvert er mjög hrifinn af myndunum og sýnir hinum. Lokalag plötunnar, Oska- stund, er fallegt lag og Hrafnkell segir að það sé svolítið jólalegt. Eftir að hafa hlustað á plötuna dregur blaðamaður þá ályktun að hún sé einkar hentug fyrir börn á þessum aldri, en veit samt til þess að börn frá tveggja ára aldri eru yfir sig hrifin og sumar átta ára stelpur raula með þegar stóri bróðir sér ekki til. Enda er platan gerð af mikl- um metnaði og alúð. Börn eiga að- eins það besta skilið og sú hugsun hefur greinilega svifið yfir vötnunum við gerð plötunnar. HRAFNKELL, 4ra ára. ARNOR, 5 ára. Morgunblaðið/Halldór GLAÐLEGIR gagnrýnendur sitja saman. Frá vinstri: Viktor Stein- þórsson, Anton Sverrir Jensson, Telma Gunnarsdóttir, Arnór Brynjólfsson og Hrafnkell Baldursson. svo fjörugt að það er líklega best að standa upp úr sófanum og hreyfa sig svolítið og Anton tvistar út á mitt gólf með grallaralegan svip á andlit- inu. Hin íylgja á eftir nema Hrafn- kell og Arnór sem vill alls ekki sleppa bókinni. Hrafnkell segir að það séu óholl efni í tyggjói og það sé ekki gott að borða svona mikið nammi. Hann hef- ur greinilega áhyggjur af Siggu og öllu þessu sætindaáti. Þau þurfa að spjalla svolítið um sælgætisátið eftir að laginu lýkur svo næstu tvö lög líða áfram án þess að fá alveg sömu athygli og þau sem or. „Ekki ég heldur,“ hrópa hin í kór. Lagið er rólegt og fangar ekki athyglina undh- þessum kringumstæðum, enda svolítið eins og falleg vögguvísa sem maður þarf að hlusta á í ró og næði. Þegar kvæðið um gamla staura hefst byi'jar Telma að smella saman fingrunum, og hin horfa voða hrifin á þessa tækni stúlkunnar. Þegar titillag plötunnar hefst eru þau öll aftur betur með á nótunum. „Það er gam- an á sumrin," segir Arnór og þeim finnst svolítið fyndið að ANTON Sverr; 'lr. 5 ára. Ég hef séð snigil úti í móa Barnaplatan Berrössuð á tánum er gefín út af * Til síns brúks TÓrVIJNT Geisladiskur HUGLÆG ÁHRIF Ymsir flytjendur flytja leikin ís- lensk dægurlög. Flytjendur eru: Friðrik Karlsson, Manuela Wiesler, Hljómsveit Magnúsar Kjartansson- ar, Þórir Baldursson, Rúnar Ge- orgsson, Rúnar Þór, Tryggvi Hiibner, Kristinn Svavarsson, Við- ar Alfreðsson, Gunnar Þórðarson, Björgvin Gíslason og Birgir Jóhann Birgisson og félagar. 2 diskar. Tónaflóð/Undraland ehf. gefur út og dreifir. SVONEFND „bakgrunns-tón- list“ er oftlega hundsuð og afskrif- uð sem metnaðarlaus og átakalítill samsetningur. Slíkar fullyrðingar fela í sér lítinn skilning á tónlist. „Bakgrunns-tónlist" er að sönnu sjaldnast frumleg en hún krefst góðrar tækni, fágunar og smekk- vísi. Tilgangur hennar er fyrst og fremst að falla að tilteknu and- rúmi, stað og stund. Hún má aldrei gerast úr hófi fram áleitin og kreíjandi en metnaður manna hlýtur jafnframt að standa til þess að hún falli ekki gjörsamlega niður á plan svonefndrar „lyftutónlist- ar“. Um „Huglæg áhrif‘ gildir al- mennt að lögin eru unnin af vand- virkni, flutningur er fágaður en smekkvísi skortir á köflum. Undir- leikur er í tilteknum lögum vél- væddur þannig að til skaða er. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar er áberandi á diskum þess- um tveimur og þar er yfirleitt um óaðfinnanlegan flutning að ræða. Tryggvi Hiibner gítarleikari flytur fjögur lög og er framlag hans einna athyglisverðast á plötum þessum, lögin eru smekkleg og vel leikin. Manuela Wiesler flautuleikari flytur tvö lög „Lítill drengur" og „To Be Grateful“ við undirleik hljómsveitar Magruísar Kjartans- sonar. Síðarnefnda lagið hefur til að bera stei'ka laglínu sem skilar sér vel í þessari útsetningu og væmnin í því fyrrnefnda bíður ekki skaða af. Lög Rúnars Þórs í svonefndum „Clyderman-stíl“ eru vel þekkt. Þessum lögum er ætlað að vera sykursæt og væmin og sá ásetn- ingur tónskáldsins kemst beint og öldungis milliliðalaust til skila. Ut- setningar Þóris Baldurssonar eru misjafnar að gæðum og sá sem þetta ritar kann ekki við „Nú and- ar suðrið" með tölvu-trymbli. „Vikivaki" hljómar betur enda lag- ið sérlega gott. „Þú og ég“ í út- setningu Magnúsar Kjartanssonar er einna frumlegasta lagið á disk- um þessum. Lagið er sett í óvenju- legan marsa-takt en laglínan er leikin á orgel og píanó auk þess sem kvenraddir fara með hana. Þetta er að sönnu undarlegur sam- setningur en vafalaust tilraunar- innar virði. Þegar verst lætur fellur „Huglæg áhrif* niður á plan „lyftutónlistar" þegar þægilegheit- in verða nánast yfirþyrmandi. Hins vegar eru margar útsetning- anna skínandi góðar og flutningur- inn er allur fágaður og fagmann- legur. Þetta er tónlist sem er góð til síns brúks við aðstæður þar sem hennar er talin þörf án þess að hún gerist of ágeng. Taka ber þessum plötum á þessum forsend- um og þeir eru vafalaust margir sem geta fært sér þessa tónlist í nyt. Diskarnir tveir geyma alls 35 íslensk lög. Þau eru misjafnlega hrífandi en á heildina litið eru þessir diskar ágætlega til marks um að margir íslenskir tónlistar- menn geta smíðað falleg og melódísk lög sem hæfa vel til flutnings í leiknum útsetningum. Asgeir Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.