Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Umsjón Arnór G. Ilagnarsson Bridsfélag Hreppamanna Agætis þátttaka hefir verið í spilamennskunni í haust og venju- lega spilað á fjórum borðum. Byrjað var á einmenningi í haust sem lauk með sigri Gunnars Marteinssonar, en hann hlaut 212 stig samtals. Við- ar Gunngeirsson varð í öðru sæti með 208 og Jóhannes Sigmundsson þriðji með 193. Topp 16, sem er silfurstigamót, var spilað í haust og þar sigraði Magnús Gunnlaugsson með skorina 117. Sigurjón Vilhjálmsson varð annar með 104 og Pórdís Bjarna- dóttir þriðja með 101. Að venju var bridsmaður ársins valinn, en þetta árið ber Karl Gunn- laugsson þennan virðulega titil hjá félaginu. Hann var með 21 stig sam- tals en Gunnar Marteinsson varð annar með 18 stig. Hausttvímenningnum er nýlega lokið með sigri Ásgeirs Gestssonar og Guðmundar Böðvarssonar. Þeir fengu 242 stig og unnu keppnina ör- ugglega. Viðar Gunngeirsson og Gunnar Marteinsson urðu í öðru sæti með 204 og Halldór Gestsson og Garðar Olgeirsson þriðju með 201. Spilað er á mánudagsskvöldum kl. 20:30 á Flúðum. skóeeMU Reykjavíkurvegi 50 S: 565 4275 VAGA B0ND Litur: Svartur Stærðir: 36-46 TILB0Ð: Verö áður kr."7:9§6: Verð nú kr. 5.900,- Bridsfélag Kópavogs Síðari hluti aðventubrids fór fram fimmtudaginn 10. des. tírslit: Magnús Aspelund - Steingrímur Jónass. 150 Leifur Kristjánss. - Heimir Tryggvas. 123 Gísli Tryggvas. - Ámi Már Björnss. 121 Bestum samanlögðum árangri í aðventubrids (2 kvöld) náðu: Magnús Aspelund - Steing. Jónasson 63,54% Leifúr Kristjánss. - Heimir Tryggvas. 59,05% Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 55,50% Hefðbundinn jólaleikur félagsins fer fram fimmtudaginn 17. des. og hefst kl. 19:45 í Þinghóli, Hamra- borg 11, Kópavogi. Jólamót BR og SPRON 3ja minningarmótið um Hörð Þórð- arson hefst kl. 12 sunnudaginn 27. des- ember. Spilaður er tvímenningur með Mom-ad sniði. Spilaður er tvímenning- ur með Monrad sniði. Auk silfui'stiga era rausnarleg verðlaun í boði. 1. verðlaun 50.000 kr. 2. verðlaun 30.000 kr. 3. verðlaun 20.000 kr. 4. verðlaun 10.000 kr. Einnig verða veitt 6.000 kr. auka- verðlaun fyrir efsta kvennapar, efsta par yngri spilara, efsta par í flokki (h) eldri spilara og blandaðra para. Dregið verður um BR Flugelda og era spilarar hvattir til að minnast frumkvöðlanna og mæta til leiks í hátíðarfjöri. Þátttökugjald er 2.000 kr. á spilara en frítt fyrir spilara yngri en 20 ára. BR óskar spilurum gleðilegra jóla. Bridsfélag Hreyfils ÁGÆT þátttaka var í jólarúbert- unni sl. mánudagskvöld eða 27 pör. Ingunn Sigurðardóttir og Eiður Gunnlaugsson signiðu með 37 í plús en Leifur Kristjánsson og Gísli Ti’yggvason veittu þeim harða keppni með 34. Birgir Kjartansson og Árni Rristjánsson urðu þriðju með 22 en næstu pör voru Árni Már Björnsson og Heimir Tryggvason með 19 sem og Birgir Sigurðsson og Sigfús Bjamason með sömu tölu. Spilamennskan hefst aftur í Hreyfilshúsinu 4. janúar. Félagið óskar spilurum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Englakoddaver með barnabien fást á eftirfarandi stöðum: Kirkjuhúsintiy Reykjavík, Bókab. Grímsba Reyhjavík, Bókaskemmunni, Akranesi, ósbter ,Blönduósi, Legg og skek /sajirði, Blóma- og gjafavversL, Sauðárkróki, Lipurtá, Akureyri, Blómasetrinu, Húsavík, KASKHöfn, Eyjablómi Vestmannaeyjum. Reynslan sýnir að börn læra bænina á koddanum sínum og leiðir það huga þeirra á bjartari braut fyrir svefninn. Þrjár mism. bœnir og tveir litir. Dreifing: Lislfengi ehf., s. 561 0865. wivtv. centrum. is/^oktavia e-maib oktavia@centrum.is LLOYII SKÓR FYRIR KARLMENN Litir: Svartir • Stærðir: 40-47 Tegund: Lorenzo • Verð kr. 1 T .990 Yfir 50 tegundir til D0MUS MEDICA við Snofrabrout • Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8—12 • Reykjavik Sími 5689212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR í DAG VELVAKAMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Tilboðsverð ÚTSALA, afsláttur, pnítt, verðlækkun, og nú það nýjasta; tilboðsverð á kennitölum. Er landinn svo heltekinn af peninga- fikn og svo djúpt sokkinn í græðgi, að hann er tilbú- inn að selja sálu sína fyrir nokkra aura til þess eins að geta keypt fleiri sjón- vörp og frystikistur? Erum við orðin svo sið- blind að sjá ekki það sið- ieysi sem látið er viðgang- ast í kerfinu? Afhverju er- um við að hjálpa einu fyr- irtæki að kaupa annað? Hvað er það sem fær okk- ur til að selja kennitölur okkar? Við erum jafnvel reiðubúin að drösla ömmu gömlu niður í banka svo allir geti nú makað krók- inn. Eflaust hef ég móðgað marga og enn aðrir eru reiðir, en það var alls ekki ætlunin, og ef þeir hinu sömu eru komnir alla leið hingað í lestrinum, þá bið ég þá afsökunar. Ég vil að- eins vekja fólk til umhugs- unar. Ekki selja ykkur svona ódýrt, látið ekki arma kol- krabbans ná ykkur. Peningalyktin er í loft- inu, hún er ljúf, en andið henni ekki svo djúpt að þið kafnið. Kveðja, Pétur Vitni vantar LJÓSHÆRÐA konan sem vildi aðstoða konu sem datt í götuna milli kl. 17-18 1. desember sl., á móts við bensínstöðina við Ár- múla/Háaleitisbraut, er beðin að hafa samband í síma 588 4079 eða 552 2150 og tala við Rannveigu. Amal og næturgestirnir MIG langar til að benda fólki á að fara á sýninguna Amal og næturgestimir. Ég fór á þessa sýningu sl. laugardag í Neskirkju og er þetta alveg frábær sýning og fallegt verk. Hvet ég fólk eindi'egið til að sjá þetta verk og ætti það að fara með börnin með sér því það er þroskandi fyrir þau og gott fyrir fólk að gleyma sér ft'á hinu daglega amstri svona rétt fyrir jólin. Ánægður áheyrandi. Diddú með góðan geisladisk KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að fólk væri ekki svikið sem keypti geisladiskinn henn- ar Diddúar íyrir jólin. Seg- ir hún að geisladiskurinn sé alveg yndislegur og gott lagaval á honum. Eins vildi hún benda á að geisladisk- ur Siggu Beinteins og Kri- stjáns Jóhannssonar væru mjög góðir. Tapað/fundið Ökuskírteini týndist ÖKUSKÍRTEINI týndist annaðhvort í apóteki eða banka. Skírteinið er ekki með réttu heimilisfangi. Þeir sem hafa fundið það hafi samband í síma 561 4161. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust sl. sunnudag í kirkjugarðin- um í Grafarvogi. Upplýs- ingar í síma 567 6905. Myndavél og filmur týndust TÝNST hefui' myndavél og tvær filmur í svörtum poka í síðustu viku. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 6535. Handtaska týndist BRUN handtaska sem innihélt m.a. bleika lykla- kippu týndist í Efra-Breið- holti laugardaginn 5. des- ember sl. Finnandi er vin- samlega beðinn að skila henni til lögreglunnar í Breiðholti. Síður, svartur frakki týndist á Hótel Borg FRAKKI, svartur alveg Læða týndist frá Njálsgötu LÆÐA týndist frá heimili sínu við Njálsgötu mið- vikudaginn 9. des. Hún er rauð og bröndótt, hvít í framan, á bringu, kvið og fótum og með fæðingar- blett á nefinu. Þeir sem kynnu að hafa orðið ferða hennar varir eru vinsam- legast beðnir að hafa sam- band í síma 551 9146 eða 898 3014. Fundarlaun. síður, aðskorinn með stór- um kraga, týndist á Hótel Borg, eldhúsi, 21. nóvem- ber. Skilvís finnandi hafi samband í síma 5811915. Dýrahald Lítill högni týndist í Smárahverfi GRÁBRÖNDÓTTUR högni, frekar lítill með hvíta bringu og hvítar loppur og mikið sperrt eyru, týndist í Smára- hverfi fyrir 2 vikum. Hann var ólarlaus og ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varii' hringi í síma 554 5254. Síamsfress týndist í Hafnarfirði SÍAMSFRESS týndist frá Ai-narhrauni í Hafnarfirði í kringum 18. nóvember. Hann er gráblár að lit, með lið í rófu, eyrnamerkt- ur en ólarlaus. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 897 7956. SKAK IJinsjúu Mai'geii' Pétursson STAÐAN kom upp á Ólympíuskákmótinu í Elista í haust. Zotlan Almasi (2.650), Ung- verjalandi, hafði hvítt og átti leik, en Igor Efimov (2.530), Ítalíu, var með svart. 21. Hxí8+! (Annars gæti svartur reynt að bjarga sér með lang- hrókun) 21. - Hxf8 22. Dxh6+ - Kg8 23. h3 (23. Bf4! var ennþá sterkara) 23. - Hxg3 24. Rxg3 - Dd6 25. Dg6+ - Kh8 26. Hfl - e5 27. Dh5+ og svartur gafst upp. Guðmundar Arasonar mót- ið, það fjórða í röðinni, stendur nú yfir í Iþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnar- firði. Fjórða umferðin er tefld í kvöld og hefst kl. 17. HVÍTUR leikur og vinnur. COSPER Þtí rnátt ekki hreyfa fótinn, því þá bftur hann fastar. Víkverji skrifar... JÓLIN nálgast með guðs orði, gjöfum og gleði á flestum heimil- um. Gæðunum er þó missldpt og sums staðar eru erfiðleikar eins og endranær. Þar setja bág heilsa, and- legir eða líkamlegir sjúkdómar, og fjárhagsleg eða félagsleg vandamál svip á jólahaldið. Á þeim bæjum er tæpast eins hratt hlaupið í jólakapp- hlaupinu og þorri landsmanna gerir. Samkvæmt upplýsingum frá líkn- arfélögum er mikið um að fólk leiti aðstoðar nú fyrir jólin og jafnvel síst minna en undanfarin ár. Góð- ærinu virðist eitthvað vera mis- skipt. í fréttabréfi Öryrkjabanda- lags íslands fyrir þessi jól kemur fram „að rúmur helmingur skjól- stæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða kross íslands er öryrkjar - fólk sem vegna fötlunar og veik- inda hefur ekki til hnífs og skeiðar." Er ekki rétt að staldra aðeins við áður en lokaspretturinn er tekinn fyrir hátíðarnar? GLÆSILEGT afrek sund- kappans Arnar Arnarsonar gladdi landsmenn um síðustu helgi. Iþróttafréttamenn huga þessa dag- ana að vali á íþróttamanni ársins og Hafnfirðingurinn ungi hlýtur að verða á blaði fréttamanna. Þar verður hann örugglega í góðum fé- lagsskap því athyglisverð íþrótta- afrek hafa verið unnin á árinu sem senn kveður. Upp í hugann koma bæði einstaklings- og hópíþróttir og í raun er ótrúlegt hversu vel ís- lenskir íþróttamenn standa sig á al- þjóðlegan mælikvarða. Handknattleiksmenn hafa oft staðið sig betur heldur en á þessu ári, en einn er þó sá maður sem stöðugt kemur á óvart. Þótt hann sé að verða fertugur er hann enn meðal fremstu íþróttamanna landsins, þótt hann gangi ekki heill til skógar er hann hvað eftir annað meðal markahæstu leikmanna Is- landsmótsins í handknattleik og vinnur leiki nánast upp á eigin spýtur. Sigurður Valur Sveinsson er sannarlega krydd í annars held- ur bragðdaufan handbolta nú um stundir. Er ekki kominn tími til fyrir handknattleiksforystuna - eða íþróttafréttamenn - að heiðra Sigurð á einhvern hátt fyrir frá- bæra frammistöðu og einstaka leikgleði? xxx KUNNINGI Víkverja var kampakátur er þeir spjölluðu saman í vikubyrjun. Fyrst hagnað- ist kunninginn um rúmlega fjögur þúsund krónur með því að kaupa bréf í Búnaðarbankanum fyrir sig og fjögurra manna fjölskyldu sína. Síðan náði hann sér í 10 kíló af sænskum kalkún og taldi sig hafa hagnast um tvö þúsund krónur til viðbótar - og kjötið var skattfrjálst. Þvílík fjármálasnilld, hugsaði skrif- ari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.