Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ljóska
Smáfólk
YE5,MAAM,ID LIKE
TO BUY A CHRI5TMA5
PRE5ENT POR A &IRL
I UJA5 THINKIN5
MAYBE A PAIR
OF GL0VE5...
Já, frú, mig langar að
kaupa jólagjöf handa
stelpu sem ég þekki...
Ég var að hugsa
kannski um
hanska...
Kæmi það að gagni að
lýsa henni?
Nú, hún er með
tíu fingur ...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
I kjallaranum ...
dú, dú-á!
Frá Smára Frey og
Tómasi Gunnari:
VIÐ félagarnir vorum að spekúlera
um daginn... það væri svo sem
ekki í frásögu færandi, því við spek-
úlerum nefnilega ansi oft. En núna
finnst okkur að það sé kominn tími
til að deila þessum hugrenningum
með öðrum.
Við vorum að velta því íyrir okk-
ur fyrir hverja hinar svokölluðu
„unglingabækur“ eru? Svona í
fyrstu myndi maður halda að þær
væru fyrir unglinga... en ekki er
allt sem'sýnist.
Við félagarnir höfum nú verið að
reyna að skrifa svona bækur, þ.e.
unglingabækur, og við höfum stefnt
að því statt og stöðugt að skrifa þær
fyrir unglingana. En svona erum við
nú bara skrítnir!
Eftir okkur hefur verið haft að ef
„áttræð gamalmenni fíluðu bækurn-
ar okkar þá værum við á villigötum"
(viðtal í DV, 5. desember, 1998).
Astæðan fyrir þessu er einfaldlega
sú að kynslóðabilið er breitt,
mjööög breitt. Líf unglinganna nú
til dags er án efa (og sem betur fer)
á svolítið öðrum nótum en fyrir sex-
tíu árum. Við höldum því fram að ef
unglingarnir eigi að „fíla“ bók, þá sé
það nokkuð ljóst að afi þeirra og
amma geri það ekki. A sama hátt
má segja að ef bók væri sérstaklega
skrifuð fyrir elliheimilin, þá væri
það væntanlega hennar dauðadóm-
ur ef unglingarnir myndu „fíla“
hana geðveikt.
Okkur þætti gaman að sjá upplit-
ið á t.d. Degi B. Eggertssyni, ef
hann myndi líta augum gagnrýni
um bók sína um Steingrím Her-
mannsson, sem skrifuð væri af
stúlku sem væri vart komin af
gelgjuskeiði. Hún myndi segja:
„Bókin tottar súrt“, og Dagur
myndi ekki einu sinni vita um hvað
hún væri að tala! Segir þetta ekki
méira en mörg orð?
Ekki alls fyrir löngu rákum við
augun (ái) í bókagagnrýni í Morg-
unblaðinu (1. desember, 1998) þar
sem forsvarsmaður bókmenntarýni
blaðsins virðist hafa brugðið sér á
elliheimilið Grund (gæti líka hafa
verið Sólvangur) til þess að finna
gagnrýnendur á unglingabók. Við
spyijum: Eru þetta réttlætanleg
vinnubrögð? Ef þetta gamalmenni
myndi dæma okkar bók (Berthold),
þá yrðum við án nokkurs vafa mun
ánægðari með slæman dóm en góð-
an. Attrætt gamalmenni á ekki að
„fíla“ bókina okkar ... það á frekar
að hneykslast, þ.e.a.s. ef það á að
gera eitthvað. Fyrst og fremst á
maðurinn ekkert að lesa bókina,
hún er ekki ætluð honum.
Toppnum í þessum öfugugga
vinnubrögðum er svo náð þegar rit-
höfundar unglingabókanna (ef rit-
höfunda má kalla, þessi helv. kvik-
indi, allavega eru þeir flokkaðir sem
einhvers konar B-höfundar) not-
færa sér þessa dóma gamlingjanna
til þess að auglýsa og upphefja
bækur sínar. Og það er ekkert verið
að nefna það að rýnirinn sé háaldr-
aður, nei, nei!
Að lokum ætlum við að vitna í
dóminn sem gamlinginn fram-
kvæmdi svo eftirminnilega (fyrir
miðdegisblundinn 1. desember sl.):
„Vissulega á slíkt sjónarmið rétt
á sér, en krumpuð öldungssál mín
biður þennan snjalla höfund að
hasta á hanagalsöskur táninganna,
sýna þeim, að spariklædd orð eru
líka til um hugsanir þeirra allar...“
og „.. þannig snart hann mig,
gamlingjann...“
P.S.
Höfundar gætu með rentu kallað
sig rithöfunda, en kjósa að gera það
ekki, í ljósi þess að þeir hafa ekki
snefil af sjálfsvirðingu, og þar að
auki skrifa þeir „bara“ fyrir ung-
linga!
SMÁRI FREYR,
. TÓMAS GUNNAR,
höfundar bókai-innar Berthold.
Yndisleg't á Hótel Örk
og Kaffi Lefolii
Frá Ragnari Thorarensen:
OFT les maður í blöðunum
skammargi-einar frá fólki sem telur
sig hafa fengið lélega þjónustu á
einhverjum veitingastað eða í ein-
hverri verslun. Pað ætti að vera
jafnsjálfsagt að skrifa í blöðin þegar
maður fær einhvers staðar góða
þjónustu. Þeir staðir sem standa sig
vel eiga það skilið. Það er jafn auð-
velt að hrósa eins og að skammast.
Helgina 4. til 6. des. dvaldi ég
ásamt konu minni á Hótel Örk í
Hveragerði. Okkur hafði verið gef-
inn helgarlykill og hlökkuðum við
mikið til dvalarinnar enda höfðum
við heyrt margt gott um hótelið,
matinn og þjónustuna. í stuttu
máli sagt stóðust allar okkar vænt-
ingar og gott betur. Þjónustan,
maturinn og allt andrúmsloft var
til mikillar fyrirmyndar. Við áttum
yndislega helgi og erum ráðin í að
fara aftur sem fyrst. Hveragerði er
líka mjög fallegur bær og þar er
ákaflega gott að fara í góða
göngutúra.
Annar staður sem kom okkur
mjög skemmtilega á óvart þessa
helgi var veitingastaðurinn Kaffi
Lefolii á Eyrarbakka. Við höfðum
heyrt af staðnum, en ekkert um
þjónustuna eða hvað væri þar yfir
höfuð á boðstólum. Það verð ég að
segja að sé eitt allra skemmtileg-
asta og besta veitingahús sem við
höfum komið á. Maturinn er frábær
og þjónustan sömuleiðis. Ég hvet
því fólk eindregið til þess að bregða
sér til Eyrarbakka og líta við á
Kaffi Lefolii. Það verður ekki svikið
af því.
Ég vil að lokum þakka aðstand-
endum beggja staðanna fyrir þær
góðu minningar sem við hjónin tók-
um með heim frá þeim.
RAGNARTHORARENSEN,
Galtalind 4, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.