Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ráðaleysi í Hvíta húsinu Bill Clinton Bandaríkjaforseti og menn hans vita ekki hvað taka á til bragðs til að koma í veg fyrir að fulltrúadeildin sam- þykki ákærur á hendur honum, skrifar Urður Gunnarsdóttir. Bendir því flest til t •ess að réttað verði yfir forsetanum í öld- ungadeildinni. Enn er þó reynt að fá sam- þykktar vítur á forsetann, þjóðarinnar vegna, ekki hans. Reutere ÞINGMENN fulltrúadeildar Bandarikjaþings, sem sést hér baðað ljós- um, taka í dag fyrir ákærur á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta. NÆR fullvíst er nú talið að fulltrúadeild Bandaríkja- þings muni samþykkja fjórar ákærur á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta og vísa þeim til öldungadeildarinnar en þær átti að taka fyrir í dag, fimmtu- dag. Stuðningsmenn forsetans og nánustu samstarfsmenn eru afar svartsýnir og segja að nánast þurfi kraftaverk til að snúa horfunum Clinton í hag. Þá eru öldungadeild- arþingmenn að átta sig á að allt bendir til réttarhalda í öldunga- deildinni yfir forsetanum en það á sér aðeins eitt fordæmi í sögu lands- ins. Meirihluti þjóðarinnar er enn andvígur því að þingið samþykki ákærurnar sem leitt gætu til emb- ættismissis og í leiðara The New York Times eru þingmenn nánast grátbændir um að fara að vilja al- mennings. „Okkar vegna, ekki hans,“ er yfirskrift leiðarans. Þriðjudagurinn reyndist Clinton afar erfiður því þá lýstu alls sjö þingmenn repúblikana því yfir að þeir væru hættir við að styðja hann í atkvæðagreiðslunni og í gær bætt- ust þrír í hópinn. I gærkvöldi átti Clinton að eiga fund með repúblik- ananum Charles Shays sem hafði lýst því yfir að hann hygðist greiða atkvæði gegn ákærunum en væri nú á báðum áttum. Er Shays álitinn vera erindreki þeirra flokksbræðra hans sem eru enn óákveðnir og því mikilvægt fyrir Clinton að honum takist að tryggja sér stuðning hans. „Held að við töpum þessu“ Vonleysis gætir í herbúðum for- setans þótt stöku maður reyni að bera sig vel. „Hvort þessu sé lokið? Hreint ekki. Engin atkvæðagreiðsla er ljós fyrr en henni er lokið,“ sagði Paul Begala, ráðgjafi Clintons. I einkasamtölum eru menn forsetans hins vegar mun svartsýnni. „Eg held að við töpum þessu,“ sagði einn þeirra og talaði fyrir munn margra. Samstarfsmenn forsetans íhuga nú ýmsar aðferðir til að bæta stöð- una, m.a. hefur verið um það rætt að hann komi fram í sjónvarpi. Með því er ætlunin ekki að reyna að telja þingmönnum repúblikana hughvarf heldur að vekja almenning til vit- undar um hvað sé í húfi og að sýna fram á að ákærumar á hendur for- setanum byggi á flokkapólitík. Ekki er talið að Clinton muni grípa til þessa bragðs nema ljóst sé að ákærurnar fjórar á hendur hon- um um meinsæri, misnotkun valds og hindrun framgangs réttvísinnar, verði samþykktar í fulltrúadeildinni. Ymsir samstarfsmenn forsetans og þingmenn demókrata og rep- úblikana hafa þrýst á hann um að játa á sig lygar og hafa nokkrir repúblikananna sem látið hafa af stuðningi við forsetann síðustu daga, borið því við að þeir myndu styðja hann, lægi slík játning fyrir. Clinton mun hins vegar ekki taka slíkt í mál. „Getuleysi til að segja sannleikann“ Það var forsetanum mikið áfall að missa stuðning repúblikananna sjö á þriðjudag, einkum mun yfirlýsing Jack Quinn hafa komið illa við menn. „Því betur sem ég kynni mér hin alvarlegu atriði er varða mein- særi og að hindra framgang réttvís- innar, því meiri áhyggjur hef ég af getuleysi forsetans til að segja sann- leikann eiðsvarinn," sagði Quinn. Þá var stuðningsmönnum forsetans brugðið er lagaprófessorinn og repúblikaninn Tom Campbell hætti við að styðja Clinton en hann hafði þá átt langar viðræður við menn úr starfsliði forsetans til að fá svör við spurningum sem á honum brunnu vegna málsins. I gær höfðu átján repúblikanar ekki gert upp hug sinn. Til þess að ákærurnar verði felldar, verður for- setinn að tryggja sér stuðning svo að segja allra þeirra, auk þess sem hann verður að fá þá demókrata sem eru óákveðnir á sitt band. Ráðgjafar forsetans segja hann hins vegar ráðalausan. „Hann gerði eins og honum var ráðlagt og ávarp- aði þjóðina í síðustu viku en það skil- aði engum árangri. Hann skilur það ekki,“ sagði einn ráðgjafa forsetans og bætti við: „Helsta áhyggjuefni mitt er að krafan um afsögn verði áberandi eftir atkvæðagreiðsluna. Hvemig stöðvum við það?“ Dole og Castle vilja vítur Líkurnar á því að mál Clintons komi til kasta öldungadeildarinnar hafa aukist mjög, svo og óvissan um niðurstöðuna þar. Ymsir repúblikan- ar hafa látið í ljós þá trú að forsetan- um verði ekki vikið frá og tveir þeirra, Bob Dole, fyrrverandi leið- togi þeirra í öldungadeild, og þing- maðurinn Michael Castle, hafa lagt til að látið verði nægja að sam- þykkja harðorðar vítur á forsetann, auk þess sem Castle hefur lagt til að forsetinn verði sektaður. Telur Castle að með þessu sé komið til móts við almenning sem telji framferði forsetans fyrirlitlegt en vilji ekki að hann fari frá. Telur hann að þjóðinni sé greiði gerður með því að Ijúka málinu snöfur- mannlega í stað þess að rétta í því svo mánuðum skipti þegar ganga megi að því vísu að niðurstaðan verði sú sama. Hins vegar sagðist Castle í gærkvöldi vera vondaufur um að hann hefði sitt fram. Undirtektir við þetta hafa verið misjafnar og forsetinn mun tregur til að samþykkja mjög harðorðar vítur þar sem hann yrði að skrifa undir slíkt skjal og játa þar með á sig alvarlega glæpi og brot á stjórn- arskránni. Hann mun þó reiðubúinn að íhuga það til að komast hjá rétt- arhöldum í öldungadeildinni. Þá vona embættismenn í Hvíta húsinu að nógu margir repúblikanar reynist fylgjandi tillögu Doles og Castles og felli ákærurnar. Margir hafa hins vegar hafnað tillögunni, m.a. repúblikaninn Arlen Specter, sem segir hana felast í „siðfáguðum vítum“ og slíkt sé ekki hægt að sætta sig við. Þá er talið ólíklegt að Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, muni fallast á það. Öldungadeildin getur vísað málinu frá Öldungadeildin getur á hvaða tímapunkti sem er ákveðið að vísa málinu frá eða samþykkja vítur á forsetann. Verði ákveðið að rétta í málinu mun William Rehnquist, for- seti hæstaréttar, stýra yfirheyrslun- um. Það var fylgismönnum Clintons mikið áfall er demókratinn Joseph Lieberman gagnrýndi siðferði Clint- ons úr ræðustól í öldungadeildinni fyrr á árinu. Hann er einn þeirra sem hefur lýst því yfir að samþykki fulltrúadeildin ákærurnar, beri öld- ungadeildinni „stjórnarskrárleg skylda“ til að skoða málið. Til að samþykkja að víkja forseta úr embætti þurfa tveir þriðju hlutar öldungadeildarinnar að samþykkja það en slíkt hefur hingað til verið talið nær útilokað. Nú fara menn hins vegar varlegar í sakirnar og fullyrða ekkert, ekki síst vegna hinnar óvæntu stefnu sem mála- reksturinn á hendur Clinton hefur tekið. Það hefur ennfremur aukið á óvissuna að margir öldungadeildar- þingmenn neita að láta uppi hvort þeir hyggist greiða atkvæði með því að víkja Clinton úr embætti eða á móti og bera því við að þeir geti ekki gefið upp afstöðu sína fyrirfram fremur en dómarar. Ekki er langt síðan möguleikinn á réttarhöldum í öldungadeildinni yfir forseta Bandaríkjanna þótti fjarlæg- ur en nú eru menn að átta sig á þeirri staðreynd að flest bendir til þess að sú verði raunin. „Hér áður var þetta eins og í leikhúsi, óraun- verulegt,“ segir einn öldungadeild- arþingmanna, repúblikaninn Chuck Hagel. „Nú erum við það sem skilur á milli þess að forsetinn lendi í gálg- anum eða sleppi. Og það er býsna mikil ábyrgð." „Pólitísk hefnd“ Það vekur athygli hve harðorðir leiðarar áhrifamestu dagblaða Bandaríkjanna, The New York Times og Washington Post eru en í báðum eru þingmenn fulltrúadeild- arinnar beðnh’ lengst allra orða að láta nægja að samþykkja vítur á for- setann. I því síðarnefnda segir að komi repúblikanar í veg fyrir að greidd verði atkvæði um vítur, „verði þeir að gera sér grein fyrir því að þeir nýti sér vald sitt til að koma í veg fyrir að menn greiði at- kvæði samkvæmt samvisku sinni, eins og þeir halda fram að þeir geri“. „Okkar vegna, ekki hans: Fellið ákærumar til embættismissis" er yfirskrift leiðarans í NYT. Þar er farið afar hörðum orðum um forset- ann, sagt að hans verði minnst fyrir „mikla hæfileika og... dularfulla þörf fyrir að ljúga“ auk þess sem hann er sagður „maður sem ekki er treystandi, hvort sem maður hefur tekið í hönd hans, hefur undirskrift hans eða vitnisburð svarinn við bibl- íuna“. Þá segir að enginn embættis- ferill hafi valdið jafnmiklum von- brigðum frá því að Richard Nixon hafi setið á forsetastóli. Hins vegar segir að munurinn á máli Nixons og Clintons sé sá að í því fyrra hafi flokkapólitík ekki stýrt gerðum þingsins, meirihluti bandarísku þjóðarinnar og þingmanna, þ.á m. fýrrverandi stuðningsmenn hans, hafi viljað hann út úr Hvíta húsinu. Því sé ekki til að dreifa nú. Minnir leiðarahöfundurinn á að Clinton sé „ekki eini hluthafinn í þessum hörm- ungum“ heldur þjóðin öll. Því muni sagan „fordæma repbúblikana fyrir að nýta sér stjórnarskrárlegt vald sem tæki til að ná fram pólitískum hefndum". TABULA GRATULATORIA Nú er verið að leggja síðustu hönd á bók um sögu KR í 100 ár. Þeir sem hafa hugsað sér að festa kaup á bókinni, styðja útgáfu hennar og árna félaginu heilla á aldarafmælinu, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband sem allra fyrst i síma 487 4814, fax 487 4853 eða á netfangi: highlander@skyrr.is Braun VitalScan® blóðþrýstingsmælir gerir þér kleift að mæla blóðþrýsting þinn nákvæmlega á þægilegan og einfaldan hátt hvar og hvenær sem er. Braun fnermoScan® eyrnahitamælir mælir raunverulegt hitastig líkamans á nákvæman, einfaldan og þægilegan hátt. Mælirinn er lagður í eyrað og mælir hitann á einni sekúndu. INGÓLFS APÖTEK KRINGLUNNI • SÍMI 568 9970 Smart thinking Lægra lyfjaverd Forsetafrúin kulda- leg við bónda sinn Washington. The Daily Telegraph. HILLARY Clinton, eiginkona Bandaríkjaforseta, er sögð hafa verið afar kuldaleg í garð manns síns undanfarnar vikur. Hafi það komið berlega í Ijós í nýafstaðinni Mið-Austurlanda- för Clintons, þar sem hún hafi ít- rekað neitað að halda í hönd hans við opinberar at- hafnir og staðið eins fjarri honum og kostur var. Þá er andrúmsloft- ið í Hvíta húsinu sagt lævi bland- ið. NBC-sjónvarpsstöðin sagði frá því að forsetafrúin hefði dvalið í klefa sínum í forsetavélinni á leið til Israels og ekkert rætt við eig- inmann sinn. Þá hefði hún ýtt liendi hans burt er hann reyndi að halda í handlegg hennar við gröf Yitzhaks Rabins. í The New York Post er talað um „kalt stríð“ á milli forsetahjónanna og sagt að faðmlög þeirra á almannafæri séu liðin tíð. Fjölmiðlar tóku eftir breytingu á forsetafrúnni eftir að mál Mon- icu Lewinsky komst í hámæli og Clinton viðurkenndi framhjáhald. Fór hún að skýla sér á bak við sól- gleraugu og gekk nokkur skref frá bónda sinum. Þá hefur hún ferðast ein, fór t.d. til Mið-Amer- íku er hann var í Japan. Sést hún ekki við hlið hans nema þegar nauðsyn þykir bera til. í nýjasta hefti Newsweek er haft eftir vinum forsetahjónanna að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé óþægilegt og ekkert eimi eftir af „opinskáum og hlýlegum átökum" hjónanna. í fyrsta sinn á ferlinum verði Clinton að beijast einn. Hillary Clinton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.