Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjálparstarf kirkjunnar og Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefja úthlutun matarpakka Rrimlega 600 manns hafa sótt um aðstoð EINS og undanfarin ár mun Hjálparstarf kirkjunnar í samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins úthluta matarpökkum til þurf- andi Islendinga um jólin. Að sögn Hörpu Njáls félagsfræðings, sem sér um innanlandsaðstoð Hjálpar- starfsins, hafa yfir 600 manns sótt um aðstoð en afgreiðsla hefst í dag. Harpa Njáls, sem hefur farið yflr umsóknimar og metið, segir að yfir helmingur umsækjenda sé með böm á framfæri en rétt innan við helmingur umsækjenda eru ein- staklingar. Öryrkjar eru um 57% hópsins og atvinnulausir 20%. Segir hún þetta ekki koma sér á óvart miðað við það sem verið hafi allt árið. Harpa sinnir innanlandsað- stoðinni í hálfu starfi og er hún veitt allt árið. Mánuðina febrúar til júlí leituðu að meðaltali um 80 manns á mánuði eftir aðstoð Hjálparstarfs- ins. Auk þess sem margir þeirra fá úrlausn með matargjöfum sér Harpa um að veita ráðleggingar eða að koma skjólstæðingum til annarra aðila. Afgi-eiðsla matarpakkanna fer fram næstu daga í Skúlatúni 4 í Reykjavík sem Hjálparstarf kirkj- unnar hefur fengið afnot af endur- gjaldslaust. Verður afgreiðslan opin virka daga milli kl. 10 og 12 og 13 og 16 og síðast afgreitt fyrir hádegi á aðfangadag. Um 50 fyrirtæki hafa lagt fram varning Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt matarbúrinu lið að þessu sinni og segir Páll Stefánsson verkefnis- stjóri að þau séu um 50, innflytj- endur og framleiðendur, og eru meðal þeirra kjötbændur sem hafa ávallt styrkt matarbúrið ríkulega undanfarin ár. Segir Páll þau hafa brugðist vel við óskum Hjálpar- „ Morgunblaðið/Árni Sæberg UTHLUTUN matarpakkanna á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins hefst í dag f Skúlatúni 4. starfsins um að leggja fram vörur. Hann segir þetta vera eitt ánægju- legasta verkefni sem hann hefur unnið fyrir Hjálparstarfið þar sem svo góðar undirtektir hafi fengist. Verðmæti matvælanna sem hafa verið gefin að meðtöldu því sem kaupa þarf er um 5 milljónir króna. Mögulegt er ennþá að sækja um aðstoð og er þá fólki bent á að snúa sér beint til afgreiðslu matarbúrsins í Skúlatúni 4. Jólasöfnun Hjálparstarfsins stendur enn yfir og Mggja gíróseðlar frammi í bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Fjármunir söfnunarinn- ar fara í verkefni Hjálparstarfsins innanlands og utan, m.a. í löndum þriðja heimsins og efst á baugi nú eru bágstaddir á hamfarasvæðun- um í Mið-Ameríku. Heilbrigðisráðherra kynnir breytingar á lögum um almannatryggingar Bætur öryrkja og aldraðra hækka um 1,5 milljarða 1999 BÆTUR öryrkja og ellilífeyris- þega hækka um 1.500 milljónir króna á næsta ári og greiðslur al- mannatrygginga vegna endurhæf- ingar hækka auk þess um 50 millj- ónir kr. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra á fréttamannafundi í gær en ráðherra leggur í dag fram á Alþingi frumvarp til breytinga á al- mannatryggingalöggjöfinni, sem felur í sér ýmsar breytingar með það að markmiði að bæta kjör ör- yrkja og aldraðra. 4% hækkun bóta um áramót Um er að ræða breytingar sem fela í sér um 500 milljóna kr. hækk- un bóta umfram þá hækkun sem kveðið er á um í fjárlagafrumvarp- inu fyrir næsta ár. Fram kom í máli heilbrigðis- ráðherra að ríkisstjórnin hefur ákveðið að allar bætur almanna- trygginga hækki um 4% um næstu áramót og er það nokkru meiri hækkun en gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu, þar sem kveðið er á um 3,65% hækkun bóta al- mannatrygginga um áramót. Frítekjumörk hækka Ein meginbreytingin sem kveðið er á um í frumvarpinu er hækkun á svokölluðum frítekjumörkum, sem veldur því að bætur byrja að skerð- ast þegar ákveðnum tekjumörkum er náð. Koma þessar breytingar um 18 þúsund einstaklingum til góða að sögn heilbrigðisráðherra. Kostnaður ríkissjóðs vegna þess- ara breytinga verður um 400 millj- ónir á næsta ári. „Svigrúm öryrkja og ellilífeyris- þega sem hafa atvinnutekjur batn- ar um allt að 125% en í 60 ára sögu almannatrygginga hafa tekjur HOLTAGARÐAR OPID Í DAÖ KL» Breyttar reglur um bætur öryrkja og ellllifeyrisþega samkvæmt frumvarpi til breytinga á lögum um almannatryggingar Tekjumark áður en bætur og réttindi skerðast Öryrkjar Núverandi reglur Eftir breytingu skv. frumvarpi Hækkun Hjón, annað bótaþegi 40.224 kr. 90.504 kr. 125 % Hjón, bæði bótaþegar 28.156 kr. 60.336 kr. 114% Einhleypingur 20.112 kr. 30.168 kr. 50% Aldraðir Hjón, annað bótaþegi 40.224 kr. 60.336 kr. 50% Hjón, bæði bótaþegar 28.156 kr. 40.224 kr. 43% Einhleypingur 20.112 kr. 20.112 kr. 0% maka skert lífeyri. Til þessa eins eru lagðar rúmlega 400 milijónir, sem skiptast jafnt á milli öryi’kja og ellilífeyrisþega," sagði Ingi- björg. Sem dæmi um áhrif breyting- anna munu ráðstöfunartekjur hjóna, sem eru hvort um sig með 80 þúsund kr. lífeyri, aukast um 16.600 krónur, að mati heilbrigðis- ráðuneytisins. Frítekjumark hjóna þar sem annað er bótaþegi vegna örorku hækkar úr 40.224 kr. í 90.504 kr. Frítekjumark hjá hjón- um sem bæði njóta ellilífeyris hækkar úr 28.156 í 40.224 kr., svo dæmi séu tekin úr frumvarpinu. Missa ekki réttindi þrátt fyrir tekjur ef örorka er metin 75% í frumvarpinu er einnig kveðið á um að þeir einstaklingar sem metn- ir eru með a.m.k. 75% örorku missi ekki réttindi sem þeim eru tryggð í almannatryggingakerfinu þrátt fyrir að þeir afli launatekna en skv. gildandi reglum missa öryrkjar sem stunda vinnu ýmis þau réttindi sem þeir hafa haft. Hefur það kom- ið mjög illa við þá sem þurfa til dæmis á endurhæfingu að halda, að sögn Ingibjargar. I frumvarpinu er að finna breyt- ingu á skilgreiningu á örorku þannig að hún verði hér eftir ein- vörðungu metin út frá læknisfræði- legu ástandi einstaklingsins, í stað þess að í núgildandi lögum er ör- orkuhugtakið jafnframt tengt tekj- um. Með þessari breytingu munu öryrkjar halda rétti sínum til ör- orkuskírteinis og þar með til lægri greiðsluþátttöku, s.s. vegna læknis- hjálpai’ og þjálfunar, auk þess að njóta áfram annarra réttinda, t.d. á vegum sveitarfélaga. Endurhæfing skilyrði örorkubóta Fram kom á fréttamannafundin- um í gær að í tengslum við umrætt frumvarp sé einnig gert ráð fyrir að tryggingayfirlæknir geti ákveðið að endurhæfing sé skilyrði örorkubóta og Tryggingastofnun ríkisins verði veitt heimild til að koma á fót sér- hæfðu matstreymi til að meta þörf og möguleika einstaklinga á að ná aukinni fæmi með markvissri líkamlegri og stai’frænni endui’hæf- ingu, mun fyrr en hingað til hefur tíðkast eftir sjúkdóma og slys. Stefnt er að afgreiðslu frum- varpsins á Alþingi fyrir jólaleyfi þannig að umræddar bi’eytingar geti komið til fi-amkvæmda um áramótin og unnt verði að greiða öryrkjum og ellilífeyrisþegum bæt- ur samkvæmt nýjum reglum frá sama tíma. Tilfærslur í veitinga- rekstri á Klapparstíg ÚTLIT er fyrir að kaffihúsið Kaffí List flytji úr núverandi húsnæði á Klappai’stíg fyrri hluta næsta árs, að sögn Þórdísar Guðjónsdóttur sem rekur staðinn ásamt eiginmanni sín- um, Agustin Cortes. Hún segir að fyrirhugað sé að festa kaup á húsnæði fyrir reksturinn en of snemmt sé að segja til um hvert verði flutt. „Við höfum vei’ið í leiguhúsnæði síðan 1992, þegar Kaffi List var stofnað, og viljum nú komast í eigið húsnæði. Við munum halda reksti’i áfram á nýjum stað í næsta nágrenni. Hann verður stærri og hentar betur þeirri hugmjmd sem liggur að baki staðnum, en Kaffi List er elsta starfandi kaffihús með vín- veitingaleyfi í borginni þótt það sé ekki gamalt," segir Þórdís. Leigusamningur við eigendur kaffihússins rennur út um mitt næsta ár og segir Þórdís að um tíma hafi ríkt óvissa með hvernig eigandi húsnæðisins ætli að ráðstafa því til fi-ambúðar. „Við höfum ekki fengið á hreint hvort leigusamningur verðm’ framlengdur síðan nýr eigandi tók við húsnæðinu. Auk þess hefur ýms- um hugmyndum um nýtingu þess verið flaggað, þar á meðal að bx-eyta húsnæðinu öllu í hótel. Þetta þýðir óvissu og við getum ekki búið við slíkt ástand til lengdar," segir hún. Þegar hefur fengist leyfi fyrir flutn- ingunum frá Reykjavíkurborg, að sögn Þórdísar. Sami eigandi er að húsnæði því sem Kaffi List er í og Bíóbarinn á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Bruni í bát í slipp SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík sinnti útkalli í gærmorgun klukkan 8.18 vegna bnina í 26 tonna plastbáti, sem var í slipp við Mýi-argötu. Þar rauk úr raf- magnstengli, sem var í sam- bandi í stýrishúsi bátsins. Slökkviliðið lauk störfum á skammi’i stund, en öll stjói-ntæki í stýrishúsi bátsins skemmdust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.