Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 80
4
r
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPINKERFIHF
hnt HEWLETT
IfíM PACKARD
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Bætur almannatrygging-a hækka
um 4% um áramót
Frítekjumörk ör-
orku- og ellilíf-
eyrisþega hækka
FRITEKJUMORK vegna bóta ör-
yrkja og ellilífeyrisþega hækka
umtalsvert um næstu áramót verði
lögfest frumvai-p sem Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra
leggur fram á Alþingi í dag. Þá hef-
ur ríkisstjórnin ákveðið að allar
bætur almannatrygginga hækki
m 4% um næstu áramót.
W1
Samanlagt munu bætur öi-yrkja
og ellilífeyrisþega á næsta ári
hækka um 1.500 milljónir króna
vegna ýmissa breytinga sem
ákveðnar hafa verið, að því er
fram kom í máli heilbrigðisráð-
herra á fréttamannafundi í gær.
Auk þess munu greiðslur al-
mannatrygginga vegna endurhæf-
ingar hækka um 50 milljónir kr.
Um er að ræða um það bil 500
millj. kr. aukin útgjöld ríkissjóðs
j.umfram þær hækkanir sem gert
hefur verið ráð fyrir í fjárlaga-
frumvarpinu fyrir næsta ár.
Hækkun frítekjumarkanna mun
koma um 18 þúsund einstaklingum
til góða að sögn ráðherra en kostn-
aður ríkisins vegna þessarar breyt-
ingar verður um 400 millj. kr. á
næsta ári.
Sem dæmi um áhrif breyting-
anna munu ráðstöfunartekjur
hjóna, sem eru hvort um sig með
80 þúsund kr. lífeyri, aukast um
16.600 krónur, að mati heilbrigðis-
ráðuneytisins. Frítekjumark hjóna
þar sem annað er bótaþegi vegna
örorku hækkar úr 40.224 kr. í
90.504 kr. Frítekjumark hjá hjón-
um sem bæði njóta ellilífeyris
hækkar úr 28.156 í 40.224 kr., svo
dæmi séu tekin úr frumvarpinu.
■ Bætur/6
Tími litlu jólanna
Morgunblaðið/RAX
TIMI jólaskemmtana fer nú í hönd og litlu jólin
eru vinsæl og vel sótt af yngstu kynslóðinni eins
og vera ber. Þessi börn á Flúðum skemmtu sér
vel og fögnuðu jólasveinunum. Þeir komust á
vettvang í tæka tíð þrátt fyrir að lítið væri um
snjó þar um slóðir enda hefur hann trúlega bara
fokið burt ef marka má veðurlýsingu barnanna í
glugganum.
Akureyri
Folda til
gjaldþrota-
skipta
KVEÐINN var upp úrskurður um
gjaldþrotaskipti ullariðnaðarfyrir-
tækisins Foldu í gær að ósk stjórnar
fyrirtækisins. Eignir Foldu eru metn-
ar á 163 milljónir króna, en skuldir
fyrii-tækisins nema um 206 milljón-
Hermann Sigursteinsson, fram-
kvæmdastjóri Foldu, sagði að reynt
hefði verið að safna nýju hlutafé í fyr-
irtækið, en 40 milljónir hefði vantað
til að hægt hefði verið að halda áfram
rekstri.
30 manns starfa hjá fyrirtækinu.
Þeim var sagt upp í sumar, en upp-
sagnarfrestur þess framlendur. Atti
hann að renna út á morgun, 18. des-
ember. Þorsteinn Amórsson, formað-
ur Iðju, félags verksmiðjufólks, sagði
að þetta væri svartur dagur í sögu
iðnaðar á Akureyri: „Það er gremju-
legt að menn hafi ekki verið tilbúnir
að leggja þessu fyrirtæki lið.“
I Ekki náðist/14
*
Arangurslausar viðræður um sameiginlegt framboð
Fulltrúar Kvennalist-
ans gengu af fundi
MIKIL óvissa er um frekari þátt-
töku Kvennalistans í viðræðum við
A-flokkana um sameiginlegt fram-
boð í Reykjavík en viðræðum í
kjörnefnd flokkanna lauk án
árangurs þegar fulltrúar Kvenna-
listans gengu af fundi á tíunda tíní-
anum í gærkvöldi.
Að sögn Kristínar Blöndal, eins
þriggja fulltrúa Kvennalistans,
lögðu þær fram breytingartillögur
á fundinum í gær. Fulltrúar A-
flokkanna hafi hins vegar lagt fram
breytingartillögur á móti sem hafi
gengið miklu skemmra og þær hafi
með engu móti getað fallist á. „Við
getum ekki túlkað þetta öðru vísi
en svo að þeir hafi með þessu vísað
okkur úr samningaviðræðunum,"
sagði Kristín.
„Við tilkynntum á fundinum að
við þrjár treystum okkur ekki til að
halda áfram þessum viðræðum og
að við myndum skila umboðinu til
Kvennalistans. Við höfum ekki vald
eða vilja til að slíta umræðunum,
það þarf bakland okkar að gera
fyrir hönd samtakanna, en við
komumst ekki lengra. Okkur finnst
að það hafi orðið trúnaðarbrestur,"
sagði hún.
Tekist á um 3. og 4. sætið og
stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur
Að sögn Gísla Gunnarssonar,
fulitrúa Alþýðubandalagsins í kjör-
nefndinni, buðu A-flokkamir að
Kvennalistinn fengi einn frambjóð-
anda í eitt af fjórum efstu sætun-
um við val á framboðslista í vænt-
anlegu prófkjöri og að annar fram-
bjóðandi Kvennalistans fengi eitt
af sætum fimm til átta. Kvennalist-
inn vildi hins vegar fá eitt af þrem-
ur efstu sætunum og eitt af sætum
fjögm- til átta, að hans sögn. „Þær
vildu ekki fara neðar með efri
mann sinn en í þriðja sætið en sam-
kvæmt okkar tillögu var möguleiki
á að hann hefði lent í fjórða sæti. I
báðum tilfellum var hins vegar
gert ráð fyrir því að annar maður-
inn yrði í áttunda sæti. Það slitnaði
á þessu,“ sagði Gísli,
Að sögn talsmanna Kvennalist-
ans fólst einnig í tillögu A-flokk-
anna að Jóhönnu Sigurðardóttur
yrði í sjálfsvald sett fyrir hvaða
lista hún byði sig fram í væntan-
legu prófkjöri og töldu þær að það
gæti þýtt að fulltmi Kvennalistans
yrði að víkja. Deilurnar hafi fyrst
og fremst snúist um þetta.
Morgunblaðið/Ásdís
Bókaverslun Máls og menningar
Eldur í rafmagnstöflu
SPRENGING varð í rafmagnstöflu í
tbókaverslun Máls og menningar við
Laugaveg í gærkvöldi og kom upp
nokkur eldur í töflunni. Verslunin
var opin og tókst starfsmönnum að
slökkva eldinn áður en slökkviliðið
kom á vettvang og er ekki talið að
mikið tjón hafi orðið.
Gagnagrunnsfrumvarp
Gert ráð fyrir
afgreiðslu í dag
Landssamband
smábátaeigenda
Réttar-
staða trillu-
karla verði
könnuð
STJÓRN Landssambands smá-
bátaeigenda samþykkti á fundi
sínum sem haldinn var á þriðju-
dag að könnuð verði til hlítar
staða félagsmanna sambandsins
með tilliti til atvinnuréttar-
verndar eignarréttarákvæðis
stjórnarskrárinnar. Arthúr
Bogason, formaður LS, segir að
í ljósi frumvarps um breytta
fiskveiðistjórnun smábáta hafi
hann þyngstar áhyggjur af at-
vinnurétti þeirra sem stundað
hafi smábátaútgerð, þegar rétt-
indunum verði útdeilt tU allra.
Hann segir að á fundinum hafi
einnig komið fram áhyggjur
manna af stöðu sóknardagabát-
anna. Réttur þeirra tU sjósókn-
ar og atvinnu verði varinn af
hörku og gerður þannig úr
garði að menn geti lifað af því.
I TriIlukarlar/22
ÞRIÐJU og síðustu umræðu um
frumvai-p ríkisstjórnarinnar um mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði
lauk síðdegis í gær.
Búist er við að atkvæðagreiðsla
verði um frumvarpið í dag en áður
verða greidd atkvæði um frávísunar-
tUlögu sem formenn allra fjögurra
þingflokka stjórnarandstöðunnar
bera fram.
Talsmenn meirihlutans töldu að
málið hefði fengið mikla og faglega
umfjöllun og væri framfaraskref.
HeUbrigðisráðherra sagði að mótað-
ar yi'ðu sérstakar reglur sem notaðar
yrðu til að ákveða greiðslu af hluta
arðs af grunninum í ríkissjóð.
Ögmundur Jónasson, formaður
þingflokks óháðra, gagnrýndi ríkis-
stjórnina harðlega fyrir málsmeð-
ferð í sambandi við frumvarpið,
sagði að um hneyksli væri að ræða.
Orðalag frumvarpsins væri svo
óskýrt að stuðningsmenn vissu í
reynd ekki hvað þeú væru að sam-
þykkja.
ASKASLEIKIR
I Mótaðar verða/6
7Aoi^
a
DAGAR TIL JÓLA
J