Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Margvíslegar gjaldskrárhækkanir samþykktar hjá Reykjavíkurborg
Sundgestir, skíðamenn og
hundaeigendur greiða meira
GJALDSKRÁ sundstaða í Reykja-
vík, gjaldskrá fyrir hundahald í
Reykjavík og gjaldskrá í lyftur á
skíðasvæði Reykvíkinga í Bláfjöllum
hækka í byrjun næsta árs. Einnig
hækkar aðgangseyrir í Árbæjarsafn
um næstu áramót.
Verð á einstökum miðum barna og
fullorðinna á sundstaði borgarinnar
hækkar nokkuð því sumartími, þeg-
ar hærra verð hefur verið í gildi,
lengist um tvo mánuði. Sumartími er
færður aftur til 1. apríl í stað 1. maí
og fram til 30. september í stað 31.
ágúst. Breytingin tekur gildi 1. apríl
nk. Eftir það verður einungis eitt
verð fyrir fullorðna, 200 kr., en á
vetrartíma hefur gjaldið verið 165
kr. fyrir fullorðna. Vetrargjald, 65
kr., verður áfram fyrir börn, en 100
kr. á sumartíma.
10 miða kort fullorðinna hækkar
úr 1.200 kr. í 1.300 kr. og tiu miða
kort bama hækkar úr 350 kr. í 400
kr. 30 miða kort fullorðinna hækkar
úr 3.000 kr. í 3.600 kr. en á móti
lækkar árskort fullorðinna úr 17.500
kr. í 15.000 kr. og árskort barna úr
6.300 kr. í 6.000 kr.
Árskort fullorðinna í skíðalyftur í
Bláfjöllum hækka úr 10.800 kr. í
11.000 kr. og árskort barna úr 4.900
kr. í 5.000 kr. Hálfsdagskort fullorð-
inna lækkar hins vegar úr 800 kr. í
600 kr. en óbreytt gjald verður fyrir
hálfsdagskort bama, æfmgakort og
æfingakort fyrir yngri en 8 ára.
Gjaldskrá fyrir hundahald í
Reykjavík hækkar um 4,6-6,2% frá
núgildandi gjaldskrá. Gjalddagi er 1.
mars ár hvert.
Aðgangseyrir fullorðinna í Árbæj-
arsafn hækkar úr 300 kr. í 400 kr.
Eldri borgarar þurfa framvegis að
greiða 200 kr. aðgangseyri en höfðu
áður fengið ókeypis aðgang. Þá
hækkar aðgangseyrir fyrir hópa 10
eða fleiri úr 150 kr. í 200 kr. á hvern
mann. Aðgangseyrir er lækkaður úr
300 kr. í 200 kr. fyrir öryrkja og
ókeypis verður inn á safnið á mánu-
dögum en þá var aðgangseyrir 200
kr.
Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi R-
listans, segir að þjónustugjöld borg-
arinnar taki mið af kostnaði við
þjónustuna og er ætlað að kosta
ákveðið hlutfall af heildarkostnaðin-
um. Flestar breytingar á þjónustu-
gjöldunum tengist því. Hann segir
að ákvörðun um hækkun í skíðalyft-
ur í Bláfjöllum sé tekin sameigin-
lega sveitarfélögunum á suðvestur-
horni landsins. Hann segir að að-
gangseyrir að sundstöðunum hafí
fyrir nokkmm áram dugað fyrir
85% af rekstrarkostnaði sundstað-
anna en með breytingu á gjaldskrá
næsta verði hlutfallið um 70%.
Helgi segir að ekki sé gert ráð fyrir
að því að breytingar á gjaldski'ám
skili tekjuauka umfram kostnaðar-
auka við þjónustuna. „Við hétum því í
kostnaðarbaráttunni að lækka hol-
ræsagjaldið umtalsvert á kjörtímabil-
inu og sömuleiðis orkugjöld. Við höf-
um markað þá stefnu sem fram kom í
ræðu borgarstjóra við íramlagningu
fjárhagsáætlunar að þjónustugjöld
borgarinnar verða ekki notuð á kjör-
tímabilinu til að auka tekjur heldur
einvörðungu sem stjórntæki og til að
þekja þann hluta kostnaðar sem þau
hafa gert til þessa,“ sagði Helgi.
Mikið
annríki
hjá Flug-
leiðum
MIKIÐ annríki er hjá Flug-
leiðum á þessum árstíma eins
og undanfarin ár og hefur ver-
ið bætt við aukafiugferðum, til
dæmis til Kaupmannahafnar,
vegna þess. Segja má að mesti
annatíminn sé frá miðjum des-
embermánuði og fram undir
10. janúar á næsta ári þegar
þeir sem komið hafa heim til
Islands um jólin em farnir út
aftur.
Margrét Hauksdóttir hjá
upplýsingadeild Flugleiða
sagði að árstíðasveiflur í
rekstri félagsins væru mjög
miklar og þar bæri sumarið og
þennan árstíma sem nú fer í
hönd hæst hvað annn'ki snerti
og virtist jólatíminn nú ætla að
vera svipaður síðasta ári í
þeim efnum.
Að leik í
Morgunblaðið/Golli
snjonum
EKKI hefur niikill snjór safnast
fyrir í Reykjavík undanfarna
daga og virtist mest ætla að
hverfa í hlákunni í gærkvöldi.
Þessi börn í Seljaskóla virtust
hins vegar fínna nægan efnivið
til að búa til snjókarla í gær.
Jeppi fauk út af
JEPPABIFREIÐ fauk út af vegin-
um í Kerlingarskarði í aftakaveðri
um klukkan 13 í gær. Ökumaður-
inn, sem var einn í bifreiðinni, til-
kynnti slysið úr farsíma, en gat
ekki sagt nákvæmlega hvar hann
var niðurkominn vegna afleits
skyggnis. Lögreglan í Stykkishólmi
og meðlimir úr björgunarsveitinni
Elliða fundu bifreiðina eftir eina
klukkustund og 20 mínútur og var
ökumaður hennar fluttur á Heilsu-
gæsluna í Borgarnesi með minni-
háttar meiðsli. Bifreiðin er hins
vegar mikið skemmd og var flutt
með dráttarbifreið af vettvangi.
A HENGILSSVÆÐINU hefur
land risið um 2 cm á ári frá 1992 og
stendur nú til að hefja síritandi
landrismælingar á svæðinu, sem
líkja má við gjörgæslu fjallsins.
Verkefnið pr samvinnuverkefni
Veðurstofu íslands, Norrænu eld-
fjallastöðvarinnar og Raunvísinda-
stofnunar Háskóla Islands og hefst
innan tveggja mánaða.
„Ein túlkun á landrisinu er sú að
á svæðinu eigi sér stað kvikusöfn-
un,“ segir Freysteinn Sigmundsson
jarðeðlisfræðingur hjá Norrænu
eldfjallastöðinni. „Þetta er reyndar
mjög lítið enn sem komið er og ég
tel ekki líkur á eldgosi í bráð, en við
viljum fylgjast vel með þessu því
þetta er atburðarás sem er í gangi.“
Ekki unnt að spá
fyrir um öll eldgos
Hann segir að atburðarásin á
Hengilssvæðinu geti hætt, en geti
líka haldið áfram með sama hraða í
langan tíma án þess að nokkuð ger-
ist. Mikilvægt er að fylgjast með
hraða landrissins því ef það eykst
þá aukast líkur á eldsumbrotum.
<RINGWN
nóltt't&isÝt wi ni n rgi n
&r f Kfártgjunn},
OpÍ6 til 22.00
fram aö jóium.
Opib í dag
10.00-22.00
KRINGMN
Gleðilega hátíð
Morgunblaðið/Þorkell
Mæðrastyrksnefnd styrkt
ÁGÚST Einarsson, forstjóri
Stálsmiðjunnar hf., afhenti Unni
Jónasdóttur, formanni Mæðra-
styrksnefndar, 250.000 kr. í gær.
Einhugur var milli starfsfólks og
stjórnar Stálsmiðjunnar um að í
stað þess að gefa jólagjafír innan
fyrirtækisins yrði Mæðrastyrks-
nefnd styrkt með rausnarlegum
hætti.
Hengillinn í gjörgæslu vegna vísbend-
inga um kvikusöfnun
Aukinn skilning-
ur leiðir til betri
viðvörunarhæfni
Hann vildi þó taka fram að hæfist
eldgos í Henglinum yrðu aðeins
mannvirki í hættu en ekki fólk.
Islendingar eru búnir háþróuð-
ustu mælitækjum, sem völ er á til
að spá fyrir um eldgos. Sum eld-
gos er hægt að spá fyrir um en
önnur ekki. Helstu fyrirboðar eld-
gosa eru aukin jarðskjálftavirkni,
kvikusöfnun inni í eldfjöllum og
skyndilegt kvikustreymi úr kviku-
hólfi að yfirborði jarðar. Síðast-
nefnda atriðið er erfitt að sjá fyrir
því sú framvinda getur tekið ör-
stuttan tíma, eða innan við hálfa
klukkustund. Eldgos í Heklu
verða t.d. með þessum hætti og
því er erfitt að spá fyrir um eldgos
í fjallinu og gefa út viðvörun í
tíma.
Tvær meginaðferðir era notaðar
hérlendis til að fylgjast með eld-
fjöllum í því skyni að draga álykt-
anir um væntanleg gos í þeim. Það
era mælingar á jarðskjálftum og
jarðskorpuhreyfingum. Margvísleg
tækni er notuð til að meta jarð-
skorpuhreyfingar, þar á meðal
GPS-landmælingar og mælingar á
landbreytingum úr ratsjár-
gervitunglum, en báðar þessar að-
ferðir má nota til að mæla landris á
eldfjöllum. Auk þessara aðferða
era notaðar nákvæmar hallamæl-
ingar og eins þenslumælar, sem
settir era í borholur til að mæla
hvort jarðskorpan dregst saman
eða þenst út.
Markmiðið að geta gefið
út viðvörun tímanlega
Eitt meginmarkmiðið með mæl-
ingum á eldfjöllum er að geta gefið
út viðvöran í tæka tíð, en því mark-
miði telur Freysteinn að hafi verið
náð í síðasta eldgosi á íslandi, sem
var í Vatnajökli í október 1996. „Þá
var gefin út viðvörun um hættu á
yfirvofandi eldgosi kvöldið áður en
gosið byi-jaði. Hún var byggð ein-
göngu á mælingum á jarðskjálft-
um.“
Að sögn Freysteins er óvíst
hvaða eldfjall gýs næst á íslandi og
hvenær það verður. Hitt er annað
mál að hægt væri, með frekari
mælitækjum, að fylgjast mun bet-
ur með eldfjöllum og breytingum á
þeim.