Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 59 líka sögur frá sjónum og kvaðst hafa mannnast þar. Fræg er sagan um gamlan sveitunga Sigurðar, Guðmund Helgason í Hól, sem átti óvenju kúpt og linsumikil gleraugu. Þegar Sigurður hafði veður af Guð- mundi á Selfossi, bauð hann honum í skólann, skellti sér þá í heilsu- fræðitíma og sýndi gleraugun, inn- prentaði síðan nemendum sínum að passa vel augun, ofbjóða þeim ekki við námið - lesa samt vel. Svona liðu árin. Ekki síst áttum við sveitabömin hauk í horni hjá Sigurði skólastjóra. Hann leiðbeindi um ferðir heim, sá um að við slæpt- umst ekki fram í myrkur. í ófærð töldu þau Unnur ekki eftir sér að hýsa nemendur úr sveitinni, ekki senda þau heim út í óvisst veður. Við smáafbrot okkar nemenda var hann ekki mjög yfirheyrsluglaður, en las þó myndarlega yftr líklegum sökudólgum. Niðurstaðan gat verið þessu lík: „Það hefur verið brotin rúða, enginn gefur sig fram - en einhver hefur gert það.“ Fór svo oftast að „einhver" gaf sig fram, ját- aði og fékk iðrun. Sigurður var sá gæfúmaður að skóli hans fékk landsprófsréttindi, en landspróf var á þeirri tíð eitt- hvert mesta réttindamál unglinga í dreifbýli. Síðan sá hann efri bekki skólans breytast í gagnfræðaskóla. Hann lét ekki við það sitja að út- skrifa nemendur sína á landsprófi, heldur fylgdist með framhaldsnámi þeirra, og ég minnist þess að eitt sinn heimsótti hann alla nemendur sína er stunduðu menntaskólanám á Laugai-vatni. Eitt ár auðnaðist mér að kenna undir hans stjórn. Eftir þann harða reynsluvetur átti hann svo sök á því eða heiður að ég hélt áfram og kenndi í 12 vetur uns fé- lagsmálavafstrið eyðilagði þann skemmtilega leik. Ái-ið 1961 hafði Sigurður slitið sér svo út að hann hætti skólastjórn og flutti til Reykjavíkur þar sem hann tók fulltrúastöðu hjá fræðslumála- stjóra. Nú var hann orðinn slíkri reynslu ríkari að iðulega var hann sendur í aðra skóla að skakka þar leikinn. En svo var Sigurði farið að hann var mikill mannasættir og gætti í lífíi sínu jafnan meðalhófsins. Var sú lyndiseinkunn honum mikil stoð, en þó frekar yndisleg eigin- kona og myndarleg börn hans meg- instoð á langri ævi. Á þessum árum leit ég við hjá Sigurði, einnig eftir að hann var sestur í helgan stein í Bogahlíðinni. Hann skrifaði æskuminningar sín- ar og gekk frá örnefnasafni um Stokkseyrarfjöruna, og þau hjónin sögðust oft fara út í guðs græna náttúruna sem þau fyndu einnig í Reykjavík, hefðu með sér kaffi og nytu lífsins. En svo kom að Elli kerling gerðist Sigurði hörð og brast hann af þolgæði við þeirri raun. í dag streyma til hans hlýjar hugsanir hinna fjölmörgu nem- enda. Þriðja þrepið, sem ég gat hér um í upphafi, uppfyllti hann svo vel, að margur býr alla ævi að þeirri gerð. Páll Lýðsson. Yfirmaður minn, vinur og sam- starfsmaður er genginn yfir móð- una miklu. Yfir hugann færast minningar frá því er ég ungur og óreyndur byrjaði lífsstarf mitt sem barnakennari undir stjórn Sigurðar Þ. Eyjólfssonar skólastjóra. Það var gott að vinna með honum og undir hans stjórn. Stundvísi og trú- mennska í stai'fi voru hans aðals- merki. Ég reyndi að taka mér hann sem fyrirmynd. Kæra Unnur! Hugur minn leitar til baka er ég kom til Selfoss fyrir meira en 50 árum til þess að hefja lífsstarf mitt. Það var tekið á móti mér af hlýju og umhyggju á ykkar indæla heimili á Skeljafelli. Ég átti margar ánægjustundir með ykkur Sigurði og drengjunum. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég minnist góðs vinar og yfirmanns í 18 ár. Ás- dís og börnin okkar vilja líka þakka ykkur alla vináttu og hlýhug sem þið hafið ævinlega sýnt okkur. Megi góður guð styrkja ykkur vegna frá- falls elskulegs eiginmanns og fóður. Leifur Eyjólfsson. + Helga Kristjáns- dóttir var fædd í Reykjavík 11. jan- úar 1948. Hún lést á Landspítalanum 9. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- ján J. Finnbjörns- son málarameistari frá Efri-Miðvík í Aðalvík, f. 14.4. 1921, og Þórunn Ketilsdóttir frá Jaðri í Bolungarvík, f. 5.10. 1916, d. 10.2. 1962. Helga var elst sex systkina. Hin eru: Erna, f. 22.2. 1949, Jóna, f. 7.1. 1950, Jó- hanna f. 3.2. 1953, Finnbjörn, f. 26.1. 1955, og Kristján Þór, f. 2.12. 1956. Helga átti eina hálf- systur, Maríu, sem Þórunn eign- Minningarnar streyma fram við lát systur minnai-, uppvaxtarárin á Reykjavíkurveginum, þegar Helga, þá aðeins fjórtán ára, þurfti að taka við hlutverki mömmu á heimilinu. Það hefur eflaust verið mikil ábyrgð að standa undir, en bjartsýni og gott skap voru ríkjandi eiginleikar í hennar fari. „Elskan mín, þetta er ekkert mál,“ var hún vön að segja þegar leitað var til hennar. Bítlamúsík og leikaramyndir voru í uppáhaldi hjá þeim systrum á þessum árum, og það var ósjaldan þegai- ég kom heim úr skólanum að hún kom á móti mér með nýjar myndir og spurði hvort mér þætti Fabian eða Élvis sætari. Eða þegar músíkin glumdi um allt hús og dans- að yar á fullu inni í stofu. Ég man hvað pabbi varð skrýtinn á svipinn, þegar hann hafði leitað að pottunum um allt, og Helga játaði að lokum að hún hefði hent þeim í tunnuna vegna þess að það brann við í þeim. Mikið var ég stoltur af fyrsta úr- inu sem ég eignaðist, það gaf Helga mér fyrir fyrstu launin sín, en hún hafði fengið vinnu í fiski. Helga flutti að heiman þegar hún var sautján ára, kynntist Hilmari, þau giftu sig nokkrum árum seinna og eignuðust bömin þijú. En hún átti eftir að koma aftur á Reykjavíkur- veginn, þegar þau svo fóru að byggja í Breiðholtinu. Fyrst kom grunnur, svo var alltaf viðkvæðið hvort maður gæti ekki komið upp í „grunn". Að lokum komu gardínur í „grunninn", betri græjur í stofuna og nú hljómaði Boney M og enn var dansað. Helga var sjálfstæð og ákveðin kona sem fann sig vel í eigin rekstri. Hún keypti tískuvöruversl- unina Bakhúsið í Hafnarfirði og rak hana í nokkuð mörg ár. Þar var hún á heimavelli, allt gert til að þóknast kúnnanum. Eina vanda- málið var þegar fólk vildi skila aft- ur því sem það var búið að kaupa. Þá beitti Helga öllum sínum sann- færingarkrafti, það var betra að kaupa eina flík í viðbót svo hin kæmi að notum. Grímu- og jólasveinabúningaleiga var einn þáttur í atvinnurekstri þeirra hjóna sem þau höfðu heima hjá sér, því gat maður átt von á að mæta alls konar furðuverum þegar komið var í heimsókn. Þá var oft mikið hlegið. Það var oft fjölmennt hjá Helgu og Hilmari, þar var alltaf kaffi á könnunni, matur ef fólk vildi og allir velkomnir. Þarna var stund- um eins og klukkan væri ekki til. Þetta voru góðir tímar, og Helga bjó að því þegar hún svo veiktist um það leyti sem hún missti Hilmar, þá var hún sterk, hún trúði því allan tímann að hún gæti sigrast á þess- um vágesti, og fékk okkur til að trúa því líka. En það ræður enginn við manninn með ljáinn og Helga fékk hægt andlát hinn 9. desember. Við kveðjum hana með söknuði, og þökkum fyrir allt það sem hún var okkur. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengui- brostið. aðist fyrir giftingu. Helga giftist Hilniari B. Ingvars- syni, f. 27.8. 1928, d. 3.12.1995. Þau eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Bergþóra Andrea, f. 23.4. 1969, í sambúð með Hirti L. Jóliannns- syni, f. 20.9. 1965. Börn þeirra eru: Aníta Sif, Björgvin Helgi og Helga Rún. 2) Ingvar Björgvin, f. 3.7. 1973, í sam- búð með Vilborgu A. Ragnarsdóttur, f. 10.1. 1973. Barn þeirra er Daníel Þór. 3) Hilmar Þór, f. 27.9.1981. Útför Helgu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, Sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu á eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Finnbjörn og Oddný. Elsku amma mín, nú ertu farin frá mér. Mér þykir það svo leiðinlegt. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar mamma sagði mér að þú værir dáin var hvað mér þætti vænt um þig. Og nú sé ég þig aldrei aftur. Ég man þegar við fórum í sund saman í sumar sem var nú oft og alltaf jafn gaman og við syntum mikið á meðan þú fórst í gufu. Svo þegar hamsturinn minn dó sagðir þú mér að hann færi til guðs og afi myndi passa hann fyrir mig. Nú ert þú líka farin til afa og ég veit að hann passar þig vel fyrir okkur hjá guði. Mér þótti líka svo skemmtilegt að þú kallaðir mig alltaf Nitta, það var bara á milli okkar tveggja, amma mín. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér ef ég þurfti að fá hjálp eða að- stoð. Þú sagðir mér sögur þegar ég fór að sofa. Það var svo notalegt, elsku amma mín. Og allar stundirnar sem við sát- um saman og horfðum á sjónvarpið eða vídeóspólu voru skemmtilegar. Þú gerðir líka handa mér morg- unmat og við sátum og töluðum saman. Svo varðst þú veik og fórst á spítalann og ég fór á spítalann til þín og teiknaði fyrir þig myndir. Mig langaði að kveðja þig, en því miður gat ég það ekki af því þú varst svo veik. En elsku amma mín, ég hugsa alltaf til þín og man eftir hve glöð þú varst þegar við vorum saman. Mér þykir svo vænt um þig og veit að þú vakir yfir okkur alltaf alla tíð. Elsku besta amma mín, guð veri með þér og afa. Ég þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín Aníta Sif. „Æ, elsku Helga mín, ertu farin?“ varð mér að orði þegar ég sá and- látsfregn hennar í Morgunblaðinu. Þótt ég hafi vitað að Helga berðist við krabbamein og væri mikið veik, kom andlát hennar mér alveg í opna skjöldu. Hún bar sig alltaf svo, það væri nú ekkert að henni, hún væri öll að hressast. - Ég horfði lengi á myndina af henni í blaðinu og mér fannst ég allt í einu heyra hana segja á sinn hressilega hátt: „Elsk- an mín, heldurðu að það þýði eitt- hvað að vera að væla yfir þessu, það er sko allt í lagi með mig, væna mín.“ Svar í þessa veru var, í hnot- skurn, afstaða Helgu til allra erfið- leika. Hún sagðist alltaf vera alveg að ná sér, heilsan væri óðfluga að skána. Hún átti aldrei erfitt, að eig- in mati, henni fannst alltaf aðrir hafa það erfiðara. Hún var hugsun- arsöm, hjartahlý og hjálpsöm svo af bar. Og alltaf í góðu skapi, alltaf hress og kát, með spaugsyrði á vör- um. Öðrum vildi hún hjálpa og sýna trygglyndi og hlýju. Hún þurfti aldrei neins, enginn átti að hafa áhyggjur af henni. Einhver myndi nú segja að svona sérstök gæti eng- in manneskja hafa verið - en Helga var það, og hún var sjálfri sér lík ailt til endaloka. Ég kynntist Helgu fyrir mörgum árum, í gegnum Maríu, vinkonu mína og hálfsystur Helgu. Ég kom í fylgd með Maríu á heimili þeirra Helgu og Hilmars, sem þá bjuggu í raðhúsi í Breiðholti. Það var hlýr andi á heimilinu, vinkonu Maju syst- ur afar vel tekið, eftir svo sem fimm mínútur var eins og við hefðum öll þekkst áratugum saman. Þau voru samhent hjón, Helga og Hilmar, og ákveðin í að búa sér og bömum sín- um eins notalegt heimili og þau framast gátu, voru alltaf skemmti- leg, glettin og hress. Og börnin þeirra falleg og geislandi, þau bjuggu auðsjáanlega við gott öryggi í faðmi foreldra sinna. Stuttu áður en Helga dó færði Andrea, dóttir hennar, móður sinni fallegt kvæði með morgunkaffínu, hún hafði samið það sjálf, setti á blað það sem tung- an mátti ei mæla. Orða er stundum vant - en pappímum má trúa fyrir öllu. María, vinkona mín, las þetta kvæði upp fyrir mig í síma. Sú móðir sem fær svona fallegt kvæði með morgunkaffinu hefur verið heimsins besta móðir, Ekkert minna. Sjálf hafði Helga misst móður sína þegar hún var 14 ára og Hilm- ar, eiginmaður hennar, hafði alist upp í skJóH einstæðrar móður. Þau þekktu bæði þá reynslu að hafa bara annað foreldranna hjá sér og vissu að þótt þeirra eigin einstæðu for- eldrar hefðu lagt sig alla fram um að veita bömum sínum það sem þau mögulega gátu, þá er bæði börnum og foreldrum dýrmætt að geta sam- einast um uppeldið og umönnunina. Þau lögðu því alla sína alúð í uppeldi og umönnun barna sinna, vildu þeim bara allt hið besta, óskuðu þeim bara alls hins besta, gerðu fyrir þau allt sem þeim var mögulegt. Fyrir réttum þrem áram missti Helga manninn sinn. Síðustu árin hafði hann verið óvinnufær eftir bílslys og þau veikindi drógu hann smátt og smátt til dauða. En lengi lá hann heima og naut hjúkrunar og umönnunar eiginkonu sinnar. Stuttu áður en Hilmar dó, sagði Helga mér að nú væri hún að reyna að fá pláss fyrir Hilmar á hjúkrun- arheimili, hann væri orðinn svo mikill sjúklingur að hann þyrfti orð- ið umönnun allan sólarhringinn. Og henni fannst hún ekki geta hjúkrað honum nægilega vel, enda í fullri vinnu utan heimilis. Ekki svo að skilja að henni fyndist sér nein vor- kunn að sinna sjúklingi allan sólar- hringinn með fullri vinnu utan heimilis, nei, nei, henni fannst hann þurfa faglegri aðstoð en hún gat veitt. Svona var Helga. En áður en til þess kæmi að Hilmar fengi pláss á hjúkrunarheimili dó hann, rétt fyrir jól eins og Helga nú. Þetta er því í annað skipti á réttum þrem ár- um að börn þeirra og aðrir ástvinir þurfa að halda jól í skugga sorgar. Nokkm eftir að Hilmar dó, hafði hún orð á því við systur sína, að þótt Hilmar hefði verið búinn að vera svona lengi mikið veikur þá hefði henni þótt hún missa fótfestu þegar hann dó. Segir það allt um hlýju þeirra hvors til annars. Nú halda þau jól saman. Samgangur okkar Helgu var mis- mikill frá ári til árs, stundum liðu nokkur ár á milli þess sem við hitt- umst eða heyrðumst, en alveg sama hvar og hvenær ég rakst á Helgu og hversu langt hafði liðið á milli, alltaf var eins og við hefðum verið að kveðjast fyrir fimm mínútum. Mér þótti Helga með ágætari manneskj- um sem ég hef kynnst, hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd, alltaf víðáttuhress og kát, brosandi, hlæjandi, gerandi jgott úr öllu og grín að sjálfri sér. Eg held að hún hafi bara aldrei verið í vondu skapi og slíkur eiginleiki er sjald- HELGA KRIS TJÁNSDÓTTIR gæfur. Og þess utan mátti hún ekk- ert aumt sjá, vildi alltaf gera öllum gott, góðhjörtuð og trygglynd. Og svo undur þakklát þeim sem sinntu um hana í veikindunum, bæðr nánustu ættingjum og vandalausum. Helga vann við ýmislegt um æv- ina, nokkuð lengi við verslunarstörf, rak um tíma verslunina Bakhúsið í Hafnarfirði, en starfaði síðustu ævi- ár sín sem baðvörður í sundlaugun- um í Laugardal. Hún var starfandi þar þegar veikindi hennar byrjuðu. Fyrsta sjúkdómsgreiningin var að þetta væri bara „millirifjagigt". Síð- ar kom í ljós að á ferðinni var annar og mun alvarlegri sjúkdómur. En alltaf bar Helga sig vel. Undirrituð kom þá í Laugardalslaug því sem-- næst daglega og var alltaf gaman að hitta Helgu þar, með sitt ljúfa við- mót og hressilega tal, rösk að bjarga málum þegar þess þurfti. Hún var auðsjáanlega vinsæl og vel látin, jafnt af samstarfsfólki sem gestum. Þegar talið barst að veikindum Helgu, var hún alltaf að hressast, alltaf að skána, nú væri hún farin að prófa þetta eða þetta náttúrulyfið eða eitthvað þess háttar, hún fyndi að nú væri hún sko alveg að ná sér. Henni þótti samt slæmt hvað hún átti orðið erfitt með að vera í vinn- unni, hún hafði orðið lítið úthald. En hún harkaði sér samt í vinnuna og það mun lengur en hún hafði nokkra heilsu til. Gafst ekki upp fyrr en í fúlla hnefana. Hún var líka hvort eð er staðráðin að sigi-a í þessari bar- áttu. Þannig var Helga. Ég votta börnum hennar og barnabörnum, föður, systkinum og öllum öðrum aðstandendum hennar mína innilegustu samúð. Þeir missa sem eiga - og ástvinir Helgu áttu mikið og hafa þess vegna misst svo mikið. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Jóhannsdóttir. Helga er látin á besta aldri. Það kom okkur ekki sérlega á óvart þar sem hún greindist með alvarlegan sjúkdóm skömmu eftir andlát eigin- manns síns, Hilmars, sem lést 3. desember 1995. Eftir stranga lækn- ismeðferð fékk hún bata að nokkru leyti og var alltaf vonast til að sjúk- dómurinn tæki sig ekki upp aftur, en þó fór svo í nóvember 1997 og vom þeir mánuðir erfiðir og langir þar til yfir lauk. Helga tók þessu öllu með mikilli ró og æðruleysi eins og við var að búast af henni, þvi við andlát Hilmai-s stóð hún eins og klettur með börnunum. Með nokkram fátæklegum orðum viljum þakka Helgu samfylgdina því hún hefur kennt okkur svo margt í' mannlegum samskiptum og um lífið sjálft, hún hafði svo mikið að gefa. Margs er að minnast frá þeim 24 ár- um sem vinskapur okkar hefur staðið, ferðalaga bæði innan- sem utanlands og margs, margs fleira sem ekki verðm' upp talið hér. Við vitum að góður Guð hefur tekið henni hlýjum höndum. Megi minningin um hana lengi lifa. Kristjáni, Maríu, Andreu, Ingvari og Hilmari Þór og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu stundum og vonum að Guð styrki ykkur og styðji í sorginni. Jón Iljartarson og fjölskylda. Kæra vinkona. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Helga mín, mikið er ég þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og alltaf munt þú eiga þinn stað í hjarta mínu. , Þín alltaf Sólveig (Solla).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.