Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kvótaraunir ÞEGAR dómur Hæstaréttar féll hrukku margir við, ekki síst þeir sem farið hafa með stjórn þjóð- mála. Allt í einu stóðu þeir frammi fyrir því, að þeim var ekki heim- ilt að gefa örfáum auð- lindina, sem hefur haldið lífi í þjóðinni og er undirstaða byggðar á Islandi. Nú segja þeir á Alþingi, ef aðrir en sægreifar ætli að fara í útgerð, þá megi þeir það, en kaupa skulu þeir kvóta af Halldór Halldórsson Húsið við Austurvöll ætti frekar að vera úr torfi, segir Halldór Halldórsson, því það byggingarefni hæfír betur hugsunar- hættinum sem þar virðist ráða ríkjum. þeim sem honum hefur verið út- hlutað frítt. Alþingismenn eru ekki svona örlátir þegar fatlaðir og öryrkjar eiga í hlut. Nei, þá er tekjutengt og skorið niður. En útgerðar- menn mega bara eiga auðlindina, 300-500 milljarða, sí sona, og geta selt hana öðrum, sem eru að byrja í út- gerð. Þetta er auðlind sem gefið hefur okkur 60-70% af öllum gjald- eyri okkar í heila öld. Nú segja þeir, gjörið svo vel, þið eigið auð- lindina, sem þjóðin öll ætti að eiga og seljið, ef ykkur býður svo við að horfa. Skyldu ekki einhverjir hugsa eins og ég, að húsið við Austurvöll sé nú byggt úr röngu efni og myndi torf hæfa því betur. Þá yrðu menn ekki eins hissa á hugsunar- hætti þeim, sem virðist ráða þar ríkjum. Davíð Oddsson forsætisráðherra hafði einhvem tíma orð á því að Al- þingi væri eins og gaggó. Nú finnst mér það ekki eiga við lengur held- ur er það eins og leikskóli. Já, vel er kveðið við kjötkatlana á Alþingi Islendinga. Höfundur cr sjónmður. Hvað dvelur orminn langa? Opið bréf til Ingibjargar Páimadóttur y Mörkinni 3, sími 588 0640 Casa@islandia.is Vilboð l®f XV 30% afsláttur mán.-mií. kt. 9-13 Andlitsbal t>.980 Litun og plokkiw 1.690 Handsmjrtinq 2.690 Samt. 9.160 30% afsl. 6.612 SNYRTIGNUDDSTOFA HönnuKristínarDidriksen Laugavegi 40, sími 561 8677 ÉG ÁKVAÐ að senda þér fáeinar línur í tilefni af orðum þínum, sem fram komu í fréttum útvarps og sjónvarps föstudaginn 4. des. v/ árs- fundar vinnuveitanda míns, Ríkis- spítala (Rsp). Því miður komst ég ekki á fundinn sjálfan. í áðurnefnd- um fréttum léstu ýmis orð falla um stéttarfélög og sagðir t.d. að „stétt- arfélög þyiTtu að huga að sínum málum“ og „alvarlegt mál að þegar búið væri að semja væru félags- menn enn óánægðir" og einnig að „hingað til hefði mátt treysta því að þegar stéttarfélag væri búið að s_emja þá stæðu þeir samningar". Ég vil taka undir þetta en einnig benda á að ég tel að jafnt eigi yfir báða að ganga, þannig að þegar rík- isvaldið er búið að semja þá standi þeir samningar. Aðalsamningar Eins og þér mun kunnugt gerði stéttarfélag mitt, Félag ísl. náttúru- fræðinga, samning við fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs o.fl. hinn 5. júlí 1997. Lagði samninganefnd ríkisins mikla áherslu á upptöku nýs launa- kerfis er fæli í sér „stofnun útfærslu og daglega framkvæmd kjarasamn- inga“. Skyldi það taka gildi 1. des. 1997 en vera að fullu komið til fram- kvæmda 1. jan. 1998. „Frá þeim tíma fellur brott eldri launatafla, kaflinn um launaþrep og prófaldur svo og kaflinn um röðun í launa- flokka. Jafnframt falla brott öll ákvæði um röðun starfa í launa- flokka“. I þessu nýja kerfi skyldu starfsmenn raðast í ramma A, B eða C eftir ábyrgð, en innan hvers ramma eru 16-18 þrep. Það var strax augljóst að mikil vinna var eftir við röðun félagsmanna, sem vinna á yfir 40 stofnunum, en í fylgi- skjali 1 með samningnum er kveðið á um með hvaða hætti yfirfærslu í nýtt launakerfi skuli háttað. Á hverrí stofnun skyldi sérstök aðlög- unarnefnd skipuð fulltrúum stofn- unar og stéttarfélags koma sér sam- an um nánari forsendur, sem „skal Á jclaverði í desember Windóor peróonal ókiputeggjarl fjrá f ilofax \ Verð: 5.660 Jólaverð: 3.960 Windóor pocket ókipuieggjari fjrá f.iiofax ÍVerð: 3.67/ Jólaverð: 2.570 Firót ónyrtitaóka fjrá |fj| DELSEY Verð: 7.195 Jólaverð: 4.950 C3HI!]3>- Fyimindsson Austurstræti 18 • Hallarmúla 2 • Strandgötu 31 • Kringlunni leggja til grundvallar við röðun eða tilfærslu starfa innan hvers starfshóps eða milli starfshópa í hinu nýja launakerfi". Skyldi sú nefnd hafa 3 mánuði til starfans. Ef þeirri nefnd tækist ekki ætl- unarverkið skyldi „ágreiningi vísað til úr- skurðarnefndar, sem skipuð skal tveimur fulltrúum frá félaginu" - „annars vegar, en einum frá stofnun og einum frá viðkomandi ráðuneyti hins vegar. Oddamaður skal til- Sigrún Guðnadóttir nefndur af ríkissáttasemjara. Úr- skurðarnefndin skal ljúka störfum eigi síðar en mánuði eftir að hún var / Eg er orðin æði lang- þreytt á því að bíða þess, segir Sigrún Guðnadóttir, að viðsemjandi minn og vinnuveitandi standi við sinn hluta samninga. skipuð". Einnig segir í fylgiskjali 1 að eftir að stofnun hefur fengið í hendur samkomulag aðila eða loka- niðurstöðu úrskurðarnefndar skuli „Ijúka úrvinnslu og röðun einstak- linga svo fljótt sem verða má“ og „niðurstaða aðlögunarnefndar eða úrskurðarnefndar telst hluti þessa kjarasamnings". Stofnanasamningar Á flestum vinnustöðum náttúru- fræðinga hjá ríkinu gengu störf í að- lögunamefndum vel og hefur mikill meiríhluti náttúrafræðinga í starfi hjá ríkinu fengið greitt skv. röðun í nýtt launakerfi aftumrkt frá 1. des. 1997, eins og kveðið var á um í aðal- kjarasamningi. Ríkisspítalar vísuðu hins vegar ágreiningi aðila til úr- skurðarnefndar 8. janúar 1998 og var nefndin fullskipuð s.hl. febrúar. Lauk hún störfum 18. mars með úr- skurði, sem undirritaður var af oddamanni, fulltrúa Rsp og fulltrúa ráðuneytis þíns, en fulltrúar stéttar- 3 DeLonghi MINUTUGRILL Nýju mínútugrillin frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsœtan grillmat; kjöt, fisk, grœnmeti eöa nánast hvaö sem er. 4 geröir á jólatilbobsverbi frá kr. 6,400,- til 7,900,- _ _ FYRSTA A FLOKKS iFúnix HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420 félags míns skrifuðu ekki undir. I úrskurðin- um segir m.a. „Við ákvörðun um röðun starfa í ramma og inn- an ramma skal taka til- lit til staðsetningar starfs í skipuriti, eðlis starfsins, ábyrgðar og umfangs og „taka skal tillit til faglegrar, stjómunarlegrar og /eða fjárhagslegrar um- sjónar og ábyrgðar og álags og hvaða kröfur starfð gerir til faglegr- ar/fræðilegrar hæfni/ færni starfsmanns“. Með nánari útlistun er gefinn möguleiki á 0-14 flokkum inn- an hvers ramma auk 3-4 flokka fyi-ir persónubundna þætti (2-3 f. mennt- un og 1 f. starfsreynslu). Um gildis- töku segir í úrskurðinum: „Hið nýja launakerf skal taka gildi 1. desem- ber 1997 en vera að fullu komið til framkvæmda 1. maí 1998.“ Svo mörg voru þau orð. Framkvæmd Rsp Hver er svo framkvæmd míns vinnuveitanda, Ríkisspítala, á þess- um úrskurði/samningi? Hefur hann staðið við þann úrskurð, sem hann skrifaði undir? Við útborgun launa 1. maí 1998 var gömlu laununum mínum gefið nýtt nafn. Þetta átti að heita yfirfærsla í nýtt launakerf. Fyrri laun skv. lfl. Í52 kr. 133.979 urðu að lfl. A9 (af 16) kr. 136.222 (A8 var kr. 132.226 og ákvæði í kjarasamningi sagði að ekki mætti lækka neinn í launum). „Röðun“ mín var sem sé um miðjan lægsta ramma. Ég var ósátt við fram- kvæmdina og taldi mig eiga rétt á að vita hvaða þættir úrskurðarins kæmu mér til góða eftir 25 ára starf við veirurannsóknir á Rsp. Taldi jafnvel að hægt hefði verið að raða mér í B ramma, en B2 hefði gefið sömu laun. Fór ég fram á skriflegar forsendur röðunar minnar í bréfi 4. maí 1998 til starfsmannastjóra Rsp, sem reyndar var fulltrúi ráðuneytis þíns í úrskurðarnefndinni. Ég fékk neitun við því og bað forstjóra Rsp og framkvæmdastjóra Rsp um að ganga í málið en hef ekki fengið neitt svar. En þetta er þér fullkunn- ugt, því ég sendi þér afrít þessara bréfa 1. júlí sl. þar sem ég bað þig að ganga í málið. Ef til vill hefur það bréf misfarist, því ég hef ekki fengið neitt svar frá þér. Síðan hef ég ritað starfsmannastjóra Rsp tví- vegis og átt þú að hafa fengið afrit þeirra bréfa. Hver þarf að huga að sínum málum Ég er orðin æði langþreytt á því að bíða þess að viðsemjandi minn og vinnuveitandi standi við sinn hluta samninga, þar sem í samningnum segir að hann skuli að fullu taka gildi 1. maí 1998. Reyndar sagði stjórnarnefndarformaður Rsp á fundi með 11 stéttarfélögum há- skólamanna er starfa á Rsp að við mættum ekki vera óþolinmóð. Hann ságðist ekki montinn af stöðu mála og bar fyrir sig að þetta væri geysi- mikil vinna. Ekki kemur það á óvart. Þetta vissu allir, sem að samningum komu í fyrra og því var full ástæða til að ganga strax í mál- ið. En ég verð að segja að mér finnst líka tíminn frá undirritun samninga (5. júlí 1997) geysilangur og jafnvel er orðinn drjúgur tími síðan úrskurðurinn sem Rsp undir- rituðu féll (18. mars 1998). Ég sé ekki að Rsp hafi nýtt þennan tíma vel. Mig er farið að lengja eftir launauppgjöri sem og svöram við bréfum mínum. Höfundur er líffræðingur á Rannsóknastofu Rsp í veirufræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.