Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 Umskipti og tækifæri MIKIÐ hefur að undanförnu ver- ið rætt og ritað um þær breytingar sem framundan eru í Evrópu og heiminum öllum þegar 11 ríM Evr- ópusambandsins (ESB), Austum'ki, Belgía, Finnland, Frakkland, ír- land, Italía, Holland, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Þýskaland, taka upp sameiginlegan gjaldmiðil nú um áramót. Ráðstefnur hafa verið haldnar og lærðar greinar skrifaðar til að fjalla um þær breytingar sem leiða af tilkomu evrunnar (euro), en þær hafa almennt átt það sammerkt að horfa 1 meira mæli til þeirra áhrifa sem þessar breytingar hafa á gengisþróun íslensku krónunnar og samkeppnismöguleika íslensks efnahagslífs. Þá hefur evrunni oft verið ruglað saman við ekuna (ECU) og því haldið fram að ein- ungis sé í bígerð að skipta um reikningsviðmiðun, sem hafi aðeins áhrif á vinnu fámenns hóps fag- manna. Verulega hefur skort á að fjallað væri um hver áhrif þessi breyting hefur á starf þeirra þús- unda íslendinga sem daglega fást við fjárhagsleg samskipti við Evr- ópu, hvort heldur er í innflutningi eða í útflutningi, jafnt vöru sem þjónustu. Islensk fyrirtæki í milli- ríkjaviðskiptum munu flest þurfa að breyta verðlagningu sinni og jafnvel verðstefnu í viðskiptum við önnur ríki Evrópu á næstu mánuðum og árum, vegna þessara breytinga. Eðlilegt er að ýmsar spurningar komi upp: Hvernig verður reikn- ingsgerð háttað eftir 1. janúar nk.? Ber að gefa út reikninga í evru, eða gömlu gjaldmiðlunum? Er val um þetta tvennt fram til 2002? Ef svo er, hvenær er þá skynsamlegast að skipta? Eru líkur á að gengisþróun þessara tveggja gjaldmiðla verði ólík fram til 2002 og á hvorn er þá réttara að veðja? Hvað verður um langtímasamninga sem nú eru í ein- hverjum hinna gömlu gjaldmiðla? Þarf að endursemja þá eða færast tölur í þeim sjálfkrafa yfir í evru og þá á hvaða gengi? Er kannski mis- jafnt hvernig fara á með samninga í evru eftir því hverrar þjóðar við- skiptamenn eiga í hlut? Eru líkur á að fyrirtæki í þeim aðildarríkjum Evrópusambandsins sem standa ut- an evrusamstarfsins, eins og Dan- mörku og Bretlandi, muni nota evru? Evran - nýr gjaldmiðill 1. janúar Eins og fyrr segir verður Evran til þann 1. janúar nk. sem gjaldmið- ill 11 Evrópusambandsríkja, þrátt fyrir að seðlar og mynt komi ekki í umferð fyrr en í ársbyrjun 2002. Nýi gjaldmiðillinn er gjaldmiðill í öllum skilningi og fjarstæða að líkja honum við reikningseininguna eku. Fremur má segja að nú um áramót- in taki evran við sem gjaldmiðill þátttökuríkjanna, en gömlu gjald- miðlarnir 11 haldi áfram takmörk- uðu gildi í stuttan tíma, sem greiðslumiðlar. Sá tími sem í hönd fer er því aðlögunartími, til að gefa einstaklingum og fyrirtækjum tíma til að venjast evrunni og breyta Hinn 1. janúar nk. verður evran til sem gjaldmiðill 11 Evrópu- sambandsríkja, sefflr Arni Páll Árnason, í fyrstu grein sinni um evruna. reikningshaldi, skýrslugerð, verð- merkingum og peningakössum, áð- ur en seðlar og mynt koma í um- ferð. Þann 1. janúar 1999 renna gjald- miðlar þátttökuríkjanna inn í evr- una, eftir fyrirfram samþykktum reiknireglum. Þá verður ekan einnig lögð niður sem sjálfstæð reikningseining og sameinuð evr- unni á jöfnu gengi. Eftir næstu ára- mót verður gengi núverandi gjald- miðla þátttökuríkjanna því ekki breytt gagnvart evrunni og hún tek- ur að lifa sjálfstæðu lífi þaðan í frá. Gömlu gjaldmiðlarnir; þýska mark- ið, franski frankinn og hinir 9, hætta jafnframt að vera eiginlegir gjaldmiðlar með sjálfstætt mark- aðsverð. Því mun verða tilgangslítið að skrá gengi þeirra á gengistöflu, því gengi þeh-ra mun aldrei framar breytast innbyrðis og gengissveiflur þeiiTa allra verða nákvæmlega eins gagnvart íslensku krónunni, - ná- kvæmlega eins og sveiflur evrunnar gagnvart krónunni. Hversu hratt verður skipt? Evruseðlar og klink koma ekki í umferð fyrr en í ársbyrjun 2002 og leysa gömlu gjaldmiðlana alfarið af hólmi hálfu ári síðar. Fram að því munu almenn smásölu- viðskipti í reiðufé fara fram með gömlu gjald- miðlunum og ferða- menn munu enn um sinn fá gömlu seðlana í hendurnar. Tilkoma evnmnar sem alvöru gjaldmiðils gerir það hins vegar að verkum að öll viðskipti sem ekki eru bundin seðlum og mynt geta farið fram í evru, strax í byrjun janúar. Nú er svo komið að minni- hluti viðskipta er bund- inn því að seðlar eða mynt skipti um hendur Árni Páll Árnason og því má ætla að evran verði fljót- lega fyrirferðarmikil í viðskiptum. Búast má við að best beri á notk- un evrunnar í milliríkjaviðskiptum fyrsta kastið. Þegar gengi gömlu gjaldmiðlanna gagnvart evrunni verður fest um næstu áramót verð- ur evran sá gjaldmiðill sem allar aðrar greiðslur miðast við og gengi gömlu gjaldmiðlanna 11 gagnvart henni verður óumbreytanlegt. Gera má ráð fyrir að umfang milliríkja- viðskipta aukist verulega með til- komu evrunnar, enda er gengisá- hætta úr sögunni með tilkomu hennar, að því er varðar viðskipti innan evrusvæðisins. Það er því augljóst hagræði af því fyrir fyrir- tæki sem starfa innan þátttökui'íkj- anna ellefu eða stunda mikil við- skipti við evrusvæðið, að færa við- skiptin yfir í evru eins fljótt og auð- ið er. Hverjir verða fyrstir til að skipta yfír í evru? Frá og með næstu áramótum geta fyrirtæki og einstaklingar í þátttökuríkjunum átt bankareikn- inga í evru og haldið bókhald og skilað ársreikningum og skattfram- tölum í evru. Millifærslur milli evru og gömlu gjaldmiðlanna verða í flestum tilvikum án kostnaðar. Fyr- irtæki og einstaklingar hafa því fullt val um það hvenær á aðlögunartím- anum, fram til 1. janúar 2002, þau færa bókhald sitt og fjármál úr gamla gjaldmiðlinum yfir í evru. Þegar haft er í huga hversu mjög rafrænar greiðslur hafa færst í vöxt á síðustu árum má telja líklegt að fjöldamörg fyrirtæki kjósi að skipta fljótlega úr hinum gömlu gjaldmiðl- um og láta staðar numið við evruna. Þannig einfalda þau allt reiknings- hald og spara fé og tíma. Mörg stórfyrirtæki sem hafa - Gœðavara Gjafdvara — malar- og kafíistell. AUir veröflokkar. Hciinsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. starfsstöðvar í flestum þátttökuríkjanna hyggjast taka evruna upp sem grunngjald- miðil eins fljótt og hægt er, eftir að fasta gengið verður birt hinn 1. janúar nk. En breyt- ingin hugnast ekki að- eins stórfyrirtækjun- um. Mörg lítil og með- alstór fyrirtæki í út- flutningi, sem selja víða um Evrópu, munu án efa grípa fegins hendi það tækifæri að nota evruna sem reikn- ingseiningu í öllum sín- um viðskiptum. Kostn- aður vegna gengisyfirfærslna hefur hingað til verið stærra hlutfall heildarrekstrarkostnaðar hjá þeim en hjá stórfyrirtækjunum, auk þess sem þau stóru hafa átt auðveldara um vik að tryggja sig gegn gengis- tapi en smáu fyrirtækin. Breytingin mun einnig auðvelda litlum og með- alstórum fyrirtækjum markaðssókn í Evrópu, þar sem sú samkeppnis- hindrun sem felst í gengisáhættu og kostnaði af gjaldeyrisyfirfærslum verður úr sögunni. Þetta mun einnig eiga við um fyrirtæki sem staðsett eru í ESB-ríkjum utan evrusvæðisins, eins og í Bretlandi, Danmörku eða Svíþjóð. íslensk fyr- irtæki í milliríkjaviðskiptum geta því almennt átt von á því að evr- ópskir viðskiptavinir óski eftir að viðskipti fari fram í evru, fijótlega á næsta ári. Höfundur er lögmaður í Reykjavík. Flöskutappi frá Le Grand vin Verðkr. 1.595 Sendum í póstkröfu án endurgjalds. Klapparstíg 44, sími 562 3614 VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Eyrnalokkagöt Nú einnig 100 gerðir af eyrnalokkum 3 steerbir Kj?, árgreiðslustofan apparstíg (s.mi 5513010) -t -tSf r _* ,q)R C/ Stærsta bókaverslun landsins m 1 4 I*|i ?*$$**? 5 # * aíxSjjJfcl. "T' “^FÍ mm 5r í jólapakkann! Margar gerðir. Verð frá 3.950,- Cardinal 85 R Med stol. Verð fra 2.890,- EH33E3 Margar stærðir. Verð frá 2.490,- Aukahlutir Fjölbreytt úrval af aukahlutum Þetta er aðeins lítið brot af veiðivörum frá Abu Garcia sem fást í öllum helstu sportvöru- verslunum landsins. Mbu Garcia for life EINN, TVEIROG ÞRlR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.